21.6.2024 | 22:37
Það eru breytingar í hafinu.
Hverjar sem þær eru, þá getur sjókvíaeldi í fjörðum Austfjarða ekki skýrt þær breytingar.
Það er lógískt, umhverfisbreyturnar áttu sér stað áður en Kaldavík, forverar hennar settu út kvíar, og hófu eldi á laxi í sjókvíum.
Ef eitthvað vit væri að baki þessari frétt, og grillun sveitunga míns; Jens Garðars, þá myndi hinn ofurgáfaði femínisti Morgunblaðsins spyrja sig, hvar er laxinn??, uppí hvaða ár gengur hann??
En Morgunblaðið býr að femínistanum, visku hans og viti, ritstjórinn fattar ekki gáfnafar hans, spyr ekki einfaldar spurningar, hvaða laxastofna ógnar Kaldavík Jens Garðars, og þegar svarið er augljós; Engum, af hverju geta frasar og forheimska stýrt fréttum og fréttamennsku blaðsins???
Eins gott að sveitungur minn er kurteis maður.
En hví þessi aðför að byggð og atvinnu fólks???
Hvaða öfugmæli drífa áfram þessa aðför???
Er vitið í 101 Reykjavík ekki meir en það, að hyggur að Norður Noregur sé byggð á Austfjörðum??
Og því megi svína út, skíta út, atvinnu sem og forsendu hinna smæstu byggða??
Jens Garðar stóð sig vel í þessu viðtali.
Mogginn hins vegar ekki, hver er sú rétthugsun sem skýrir að femínistinn skuli ekki fyrir löngu hafa fengið sér vinnu i uppklapparteymi Kristrúnar Frostadóttir??
Það er byggð undir.
Þó 101 þekki hana ekki.
Gott væri samt að þekkja hafið.
Kveðja að austan.
Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2660
- Frá upphafi: 1412718
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2322
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Hnignun náttúrlegra laxastofna og breytingar í gönguhegðun laxins hefur víðast hvar fylgt laxeldi í sjó. Eins hefur hlýnandi veðurfar norðurslóða haft veruleg áhrif á gönguhegðun laxastofna t.d. Chinook laxastofnsins við Kanada, sem hefur stórminnkað síðustu 50 ár. Hlýnun er aðalorsökin þar sem fiskurinn heldur venjulega til í ám og vötnum í 2 ár fram að kynþroska en rannsóknir hafa sýnt að hann gengur nú til sjávar eftir 1 ár og leitar upp í árnar aftur mðean hann er minni og ekki orðinn kynþroska, sem seiðaframleiðsla hefur hrunið og þar með göngustofninn. Sem dæmi þá var sjávarhiti í ágúst 2023 mældur með gerfitunglum heilum 3 gráðum hærri í Norður Íshafinu en . Að hluta til skýrist það af sterkum El Niño í fyrra. Allt hefur þetta áhrif, en það breytir ekki þeirri staðreynd að viltir laxastofnar hnigna með tilkomu laxeldis í sjó.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 22.6.2024 kl. 13:59
Ég fagna að þú skrifir um náttúruvernd, Ómar. Árni Waag, líffræðikennarinn minn gamli hefði glaðzt yfir því.
Aðalmálið felst í titlinum á pistlinum, "Það eru breytingar í hafinu", og þótt ég efist um gæði og gildi sjókvíaeldis er það held ég einnig rétt hjá þér að þetta er partur af stærra dæmi.
Breytingar á hafstraumum vegna hlýnunar skýra margt. Þær geta að lokum valdið ísöld, ef rétt er hvað sumir fræðimenn segja.
Síðan er það mengunin í hafinu, skemmdir á kóröllum og allskyns vistkerfum. Plastfjöll eru heimili tegunda, og tegundir deyja vegna plastsins í hafinu. Þetta er meira en skuggalegt, þetta er hryllilegt, og svo stórt mál að ætti að tala um þetta á alþingi.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu, stundum skrifarðu virkilega góða pistla.
Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2024 kl. 14:57
Blessaður Arnór.
Ég vil þakka þér skrif þín, þú eiginlega staðfestir það sem ég sagt vildi hafa, og reyndi allavega að segja.
Það er eitthvað í gangi í hafinu, að öllu líkindum vegna hlýnunar jarðar, sem skýrir minni viðkomu laxastofna.
Ekki ætla ég að gera ágreining vegna áhrifa sjókvíaeldis, þau áhrif geta samt verið beggja blands, laxlausar ár hér á Mið Austurlandi sem og fyrir vestan, fengu laxastofna sem voru ekki til áður.
Pistill minn snérist samt ekki um það, heldur fáviskuna að tengja saman hrun laxastofna í Norður Noregi og áhrif af sjókvíaeldi Kaldbaks, það eldi hefur staðið það stutt yfir að það hefur nákvæmlega engin áhrif á vöxt og viðgang laxastofna við Íslandsstrendur, hvað þá í Norður Noregi.
Það er að femínistinn á Morgunblaðinu er ekki beint sá gáfaðasti sem gengur meðal vor.
Uppskar samt þín góðu skrif Arnór, þau voru upplýsandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2024 kl. 16:32
Blessaður Ingólfur.
Ég skrifa oftar góða pistla en þú tekur eftir, sbr. að sá veldur sem heldur. Ég fæ hrós þegar fólk er sammála mér, en minna þegar það er það ekki. Ég tek hins vegar eftir flöktinu, að einn hópur er ánægður í dag, ósáttur á morgun, en þá er einhver annar hópur sáttari, og minna óánægðari.
Þetta kallast að vera miðjumaður Ingólfur, nema í mínu tilfelli þá er miðjan samnefnari skoðana minna, fæstar samt í kringum þann núllpunkt.
Takk fyrir innlegg þitt, það rýmar vel við orð Arnórs á undan, skynsemi ykkar myndi aldrei skrifa svona frétt eins og ég er að hnýta í, forsendurnar vissulega þær sömu, en vitið í umræðunni margfalt á við aumingja femínistann.
Persónulega finnst mér það góð uppskera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.6.2024 kl. 16:39
Ég leyfi mér að efast stórlega um að fiskeldið hafi nokkuð að gera með sveiflur í laxveiði og nærtækara væri að leita annarra skýringa, t.d. hvort árnar séu ofsetnar af seiðum m.a. vegna veiða og sleppa. Fleiri þætti má nefna þ.e. samkeppni við aðrar tegundir á borð við makríl og smáfisk um fæðuna t.d. ljósátu. Það væri fróðlegt fyrir mig að fá upplýsingar um það hvaða breytingar í hafinu þú er að vísa til. Hafró er stundum með að leggja það á borð að skýringin á því að hvorki gengur né rekur með stjórn fiskveiða séu einhverjar breytingar í hafinu - Ég fylgist sæmilega með og átta mig ómögulega á því hvað er verið að meina. Er það bara svona almennt?
Sigurjón Þórðarson, 23.6.2024 kl. 12:48
Blessaður Sigurjón.
Það er sannarlega afföll af fiski sem skilar sér niður árnar sem seyði, og þess sem kemur til baka. Erfðamengun virkar ekki fyrirfram, fyrst þarf hún að eiga sér stað í laxastofnum viðkomandi áa. Eitthvað sem hefur ekki verið sýnt fram á ennþá.
Þannig að þegar laxinn skilar sér ekki til baka, þá er eitthvað að gerast í hafinu, lógískt, er það ekki??
Hverjar þær eru vita menn ekki eftir því sem ég best veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2024 kl. 21:17
Ómar; það er sjaldgæft að hitta mann sem er sammála manni um alla hluti. Það getur verið mjög erfitt að nálgast hvað er í rauninni rétt. Haltu áfram að skrifa, þitt viðhorf er mikilvægt, en ég er alls ekki sammála þér um alla hluti. Það mikilvæga er að reyna að nálgast hvað kann að vera rétt.
Bragi (IP-tala skráð) 27.6.2024 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.