Framsókn ver:

 

Stjórnleysi, ofríki, siðleysi.

 

Stjórnleysi þegar framkvæmdarvaldið vanvirðir lög og reglur landsins.

Ofríki þegar ofsatrúarhópur telur sig í krafti ráðherravalds hafa rétt til að valda fyrirtækjum og einstaklingum skaða.

Siðleysi, að ríkisstjórnin skuli láta slíkt viðgangast.

 

Fáráð og vanvit stjórnarandstöðunnar, fávitastjórnmál Pírata, Samfylkingar og skúffunnar á skrifstofu Viðskiptaráðs, réttlætti núverandi ríkisstjórn.

Og hefur réttlætt hana lengi.

En eftir Kristrúnu, ei meir.

 

Ríkisstjórnin er stjórnlaust rekald.

Siðlaust rekald.

 

Hingað til hefur Framsókn samt ekki verið þátttakandi í þeim gjörningum.

Ekki í þessari ríkisstjórn þó flokkurinn eigi þekkta sögu þar um.

 

Æran, ef þó hún einhver var, hvarf með þessari yfirlýsingu.

Að verja hið óverjanlega, er upphaf af endi flokksins.

Sérstaða hans horfin, gímald spillingarinnar gleypir, ekki einu sinni reykur af því sem einu sinni var, leitar upp frá tóftum þessa einu sinni landsbyggðarflokks.

 

Grafskriftin sjálfsagt atlaga Isavia af flugsamgöngum landsbyggðarinnar.

Undir handleiðslu Sigurðar Inga, innviðaráðherra þess eina afrek að hafa lagt til einkavinavæðingu vegakerfisins.

Á meðan blæða vegirnir, með slysum, fjáraustri, hruni.

 

Já Framsókn.

Já Framsókn.

Af sem áður var.

 

En svo sem ekki skrýtið í ljósi þess að bræðravíg var leið dýralæknisins til æðstu valda.

Valda sem lær nýja merkingu að hanga eins og framsókn á hundsroði.

 

Blessuð sé minning Framsóknar.

En þjóðin spyr; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.

 

Í tóminu er ekkert svar.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Framsóknarmenn munu verja matvælaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar Framsókn veldur þér vonbrigðum, en það eru bæði góðir og slæmir hlutir að gerast þar. Það er afleit stjórnsýsla hjá VG hvað varðar hvalveiðarnar þar sem lítill minnihlutahópur ætar að láta banna hvalveiðar. Í Evrópu er þetta lítill hávær minnihlutahópur venjulegum Þjóðverjum er slétt sama. Fyrir nokkrum árum áttu frakkar ágæta leikkonu, ljósku, Brigitte bBardot hún barðist aðallega gegn selveiðum. Þessi barátta skaðaði okkur ekki mikið en hins vegar Grænlendinga. Mér skilst að þegar þetta var borið upp við dúkkuna átti hún að hafa sagt hvort þetta lið gæti ekki borðað andapate í staðinn. Þessi framkoma VG ráðherrana gæti skapað ríkinu háar upphæðir í skaðabætur, þau viðurkenna jú sjálf að þetta er gegn lögum. 

Sigurður Ingi er litlu betri. Hann sendi bréf til loögreglunnar sem er út úr öllu korti. Hann virðist ekki hlusta mikið á þá löogfræðinga sem ættu að veita honum ráð. Hann var í Innviðaráðuneytinu og þar liggur fyrir sprengja sem mun springa á næstu vikum. Samgögnustofa hefur gefnið fram með þeim hætti að þeir virða hvorki löog né reglugerðir. Þá eru húsnæðismálin í einri rjúkandi rúst 

Þú rifjar upp hvernig Sigurður Ingi komst að sem formaður, og það er að koma í bakið á honum núna. Miðflokkurinn með Sigmund Davíð safnar að sér fylgi á meðan fylgi Framsóknar hrynur. Framsókn á þó mjög góða leiðtoga Lilja Alfreðsdóttir er afar vel að sér í efnahagsmálum og Willum Þórsson er einhver besti heilbrigðisráðherra sem komið hefur fram Afburða. Í þínu kjördæmi er Þórarinn Ingi Pétursson afar efnilegur þingmaður. 

Það kæmi ekki á óvart að Miðflokkur og Framsóknarflokkur myndu sameinast og þá yrði ekki ólíklegt að Lilja eða Willum yrði formenn. 

Sigurður Þorsteinsson, 19.6.2024 kl. 08:48

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlit þitt og umræðu Sigurður.

Kannski á maður að taka það fram að ég bögga yfirleitt ekki nema mér þyki pínu pons vænt um viðkomandi, já já, vissulega á flokkurinn sínar góðu og slæmu hliðar.

Það sama gildir um Bjarna Ben, ég er orðinn mjög þreyttur á sífrasa hans að benda á velmegun gósentíðarinnar, þegar forsendur hennar, innviðirnir eru að grotna, jafnvel bresta.  Bjarni er samt sterkur og rökfastur, en núna þegar þjóðin þarf leiðsögn, þá hefur hann koðnað, í stað þess að rísa upp.

Síðan held ég að sú gerjun sem er í þjóðfélaginu, sem leitar í stjórnmálin, muni ekki leysast með hefðbundnum leiðum flokkasameiningar, hún mun leita í farveg sem ennþá er óséður í tóminu.

En hvað veit ég svo sem.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2024 kl. 13:01

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held þú eigir kollgátuna; eða orðar maður það ekki svo.mb.kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2024 kl. 23:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.6.2024 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 1093
  • Sl. sólarhring: 1139
  • Sl. viku: 2225
  • Frá upphafi: 1375305

Annað

  • Innlit í dag: 948
  • Innlit sl. viku: 1907
  • Gestir í dag: 833
  • IP-tölur í dag: 805

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband