13.6.2024 | 15:24
Sigurður Ingi fjármálaráðherra
Sem er æðsta stjórnvald yfir ÁTVR sendi lögreglunni bréf, og benti henni á að það gilti lög í landinu.
Að lög landsins væru æðri en stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, og þó yfirmenn lögreglunnar væru pólitískt skipaðir, það er valdir í embætti sín á flokkspólitískum forsendum, þá þyrftu þeir engu að síður að fara eftir gildandi lögum í landinu.
Skjól dómsmálaráðherra, skjól fyrrverandi fjármálaráðherra, væri engin afsökun fyrir vanvirðingu gildandi laga.
En þegar græðgin og sniðgöngun laga í skjóli velviljaðs stjórnvalds á í hlut, þá þarf enginn að vera hissa á að undirdeild Viðskiptaráðs, kennd við Viðreisn, skuli koma þessari sniðgöngun til varnar.
Viðreisn er bara það sem það er, og þó eitthvað trúgjarnt fólk kjósi flokkinn sem stjórnarmálaflokk, þá er hann engu að síður undirdeild, hýst í skúffu í einhverju bakherberginu hjá Viðskiptaráði.
Það þarf heldur enginn að verða hissa þó fjölmiðlar eins og Rúv og Mogginn gangi erinda þessarar sniðgöngunar í þágu netglæpamanna, það er þeirra glæpamanna sem selja áfengi ólöglega á netinu, höndin sem fóðrar, fóðrar ekki ókeypis.
En það að við, þjóðin, skulum láta bjóða okkur þessa pólitísku spillingu Sjálfstæðisflokksins, greinilega með stuðningi undirdeildar Viðskiptaráðs, er hins vegar grafalvarlegt mál.
Til hvers erum við að kenna börnum okkar að virða lög og reglur, og horfum svo þegjandi á svona sniðgöngun með blessun lögreglunnar??
Sigurður Ingi, já ég get hrósað honum, á hrós skilið fyrir þetta kurteislega orðað bréf sitt.
Hrós skilið fyrir að afhjúpa berangur Sjálfstæðisflokksins og pótintáta flokksins í æðstu embættum lögreglunnar.
Eins þegar hefur verið bent á þá afsakar fátt orðið tilveru núverandi ríkisstjórnar, nema þá vera skyldi afhjúpun spillingar sem nær djúpt inní embættismannakerfi þjóðarinnar.
Að reglur réttarríkis víki ef borgað er í flokkssjóð.
Bjarni verður aumari með hverju deginum.
Svona eins og vegakerfi okkar sem hann hefur skipulega fjársvelt núna í hátt í 8 ár.
Aðeins hrun blasir við vegakerfinu, alveg eins og hrunið á fylgi Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.
Flokks sem er óhæfur til að standa með borgarlegum gildum og borgaralegu samfélagi.
Það er uppgjör í nánd.
Þjóðin, það er restin af henni hefur fengið nóg.
Og kallar út í tómið; hvar ertu skjól mitt og skjöldur.
Kristrún er ekki það svar.
En hún er þó skárri en þetta.
Kveðja að austan.
Ráðherrann er rangstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 396
- Sl. sólarhring: 748
- Sl. viku: 6127
- Frá upphafi: 1399295
Annað
- Innlit í dag: 335
- Innlit sl. viku: 5190
- Gestir í dag: 309
- IP-tölur í dag: 305
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Ómar.
Síðast þegar sjálfstæðismenn báru fram frumvarp um að breyta lögum um áfengisverslun voru þeir grýttir út af alþingi. Ef mér skjöplast ekki þá var það Sigurður Kári sem bar fram frumvarpið korteri eftir hið svokallaða hrun.
Nú er hefur þessi Sigurður klári verið gerður að stjórnarformanni Náttúruhamfaratryggingar íslands, og sjálfstæðismenn fyrir löngu hættir að spá í hvaða lög gilda í landinu. Dómsmálaráðherrann þeirra sagði fyrir skemmstu að að það væri í verkahring lögreglunnar.
Já það margt skrýtið í Mogganum.
Með kveðju úr móskunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 14.6.2024 kl. 06:29
Já góðan daginn Magnús.
Alþingi er kannski íhaldsamt á þessar breytingar en ég held að það sé að gefnu tilefni. En kjarninn er samt sá og mér finnst það oft gleymast í umræðunni, að lög eru lög, og menn breyta þeim ef þeir vilja hafa þau öðruvísi.
Menn geta alveg verið hlynntir áfengissölu á netinu, í matvörubúðum eða þess vegna hjá götusölum, sem bæta því þá við pillur sínar og duft, en ef menn réttlæta sniðgöngun þá eru menn að skrifa uppá stjórnleysi.
Og Íslandi er ekki stjórnað í dag, því miður.
Kveðja úr morgunsólinni í neðra.
Ómar Geirsson, 14.6.2024 kl. 07:15
Sæll Ómar. Á afar vel heppnuðu Heilbrigðisþingi sem haldið var í nóvember síðastliðinn var fjallað um ýmiss konar upplýsingar og hvernig við notum þær til þess að ná bættum árangri. Einn áhugaverðasti fyrirlesturinn var haldinn af Ingibjörgu Evu Þórisdóttur, þar sem farið var yfir neyslu ungs fólks á áfengi, sterkari efnum og tóbaki. Ástandið fyrir rúmum 30 árum var skelfilegt yfir 60 % af 15 ára ungmennum neytti áfengis reglulega. Það var fyrst og fremst fyrir átak forráðamanna og foreldra í íþrótta og ungmennafélögunum sem gjörbreytti þessu ástandi. Þessi fyrirlestur vakti t.d. mikla athygli hjá þátttakendum á ráðstefnunni og töldu sig geta mikið lært af Íslendingum. Við breytingu á slæmu ástandi kom að m.a. Þórlindur Þórlindsson sem fræðimaður sem deildi upplýsingum og greindi stöðuna. Við þurfum því að huga vel að hvert farið er. Við erum hins vegar með samning við ESB með ESS samningum og verðum að virða þá samninga. Þar kemur m.a. að netverslun og hún er hér lögleg líka með áfengi, og þá gildir einu hvort netverslanir eru erlendar eða íslenskar. Sigurður Ingi hefur lýst sínum skoðunum, það hefur Willum Þórsson heilbrigðisráðherra líka gert. Nú hafa netverslanir verið kærðar og þá fara slík mál til lögreglu. Hvaða skoðun sem við höfum á málinu þá mega ráðherrar ekki reyna að hafa áhrif á þá rannsókn. Því gagnrýndi dómsmálaráðherra Sigurð Inga. Við höfum þingmann sem áður var saksóknari, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sem hvorki er í Sjálfstæðisflokki eða Framásóknarflokki, hún gagnrýnir Sigurð Inga líka harkalega. Sennilega mun sala á áfengi verða svipuð og í öðrum Evrópulöndum. Því tel ég að stjórnvöld eigi að svara með því að styðja enn frekar við íþrótta og ungmennastarf, bæði til æfinga og keppni og til ferðalaga. Slíkur stuðningur getur m.a. stóraukið þátttöku barna og unglinga af erlendum bökum brotnum. Þá þurfum við að huga vel að hvernig sala á áfengi fer fram t.d. á íþróttaleikjum.
Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2024 kl. 12:02
Blessaður Sigurður.
Það hefur ekki verið skorið úr um lögmæti innlendra netverslana fyrir dómi, og meðan íslensk löggjöf hljóðar um annað, þá á að framfylgja þeim lögum.
Sem og öðrum lögum.
Það er síðan ekki afskipti af lögreglu að biðja hana um að gegna skyldu sinni.
Það er ekki nóg að eiga lögregluna, það er toppa hennar, ekki á meðan það er ekki bundið í lög að pólitískt skipaðir embættismenn eiga fyrst að hringja í flokksskrifstofur til að frá ordur, eins og virðist vera núna tilfellið.
Þessi pistill minn snýst um vinnubrögð ráðherra og leikreglur réttarríkisins, að ráðherrar virði lög á hverjum tíma, og breyti þeim lögum sem þeir eru ósammála, ekki um skoðanir mínar á netverslun með áfengi.
Eða hvalveiðum, eða annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.6.2024 kl. 15:38
Sæll Ómar.
Það er allnokkur misskilningur í þessu.
Þegar mál er komið í lögreglurannsókn, er algjörlega óviðeigandi Vinn sjálfur á Íslandi og í Þýskalandi. Ef einhver ráðherra í Þýskalandi sendi lögreglunni þar bréf í máli sem væri í lögreglurannsókn yrði viðkomandi ráðherra að segja af sér. Viðkomandi stofnun td. ATVR gegur verið í sambandi við lögreglu og snnt inn kæru ef þeir telja að lög séu brotin t.d. varðandi sölu áfengis. Það gera ráðherrar ekki.
Það er enginn ágreiningur um að erlendar vefverslanir mega selja hér áfengi, og samkvæmt jafnræðisreglu stjórnsýslulaga gildir það líka um innlendar netverslanir sem selja áfengi.
Vinn bæði hér heima og úti með virtum lögmönnum, hér heima úr öllum flokkum. Þeir sem ég hef heyrt tjá sig um þetta mál eru sammála um að Sigurður hafi gert mistök. Mistök getum við öll gert, og ef við gerum það auðveldar það málið að viðurkenna það og biðjast afsökunar.
Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2024 kl. 19:08
Blessaður Sigurður.
Það gilda íslensk lög á Íslandi, og á meðan þau eru í gildi, þá eiga bæði ráðherrar og lögreglan að fara eftir þeim. Stangist þau lög á EES reglur, þá fær íslenska ríkið dóm þar um frá EFTA dóminum, það ef það vill ekki hlýða tilmælum ESA, og breytir síðan í kjölfrið íslenskum lögum í samræmi við dóminn.
Það er ekki ennþá búið að samþykja bókun 35 svo að nafninu til erum við ennþá sjálfstætt ríki, með sjálfstætt löggjafarvald.
Ég skal fúslega játa að ég fletti ekki uppá lögunum, hef mínar upplýsingar frá fjölmiðlaumræðunni en trúi ekki þeirri heimsku uppá Sigurð Inga að hafa ekki látið lögfræðinga sína lesa lögin áður en hann sendi inn bréfið.
Úr því að þú telur þig vita að Sigurður Ingi sé svo heimskur, þá er þér auðvelt að enda þessa umræðu með því að vísa í íslenska lagatextann sem leyfir netverslanir, jafnt innlendra sem erlendra aðila, og afsökunarbeiðni færðu frá mér að trúa vitsmunum uppá Sigurð Inga, en á meðan ég fæ hann ekki til aflestrar, þá ætla ég að halda áfram að feta í fótspor Sigurð Inga og bögga Sjálfstæðisflokkinn, sem og aðra flokka sem telja ráðherra sína hafna yfir lög. Í þessu samhengi vil ég vísa í viðtal við Bjarna Ben, þá orðinn forsætisráðherra, þar sem hann útskýrði að hann teldi einokun ÁTVR barn síns tíma, en í því viðtali nefndi hann ekki að hann hefði breytt lögunum, enda hver ræðir í heilu viðtali um lög sem eru ekki í gildi???
Ég vil síðan ítreka Sigurður að mér er alveg sama um þessa netverslun, mér er hins vegar ekki sama um þá lensku sniðgöngunar sem tröllríður samfélaginu, allri reglu til tjóns.
Varðandi að svona afskipti af lögreglu væru ekki liðin í Þýskalandi, þá finnst mér það benda til þess að lögreglan þar sé ekki í vasanum á einum stjórnmálaflokki, því ef svo væri þá væri enginn friður um hana.
Á Íslandi sjáum við þessa spillingu innan æðstu raða lögreglunnar til dæmis í mannsalsmálum, það vissu allir hvað var í gangi, en lögreglan þurfti vegna óskylds máls það er kvartana heilbrigðiseftirlitsins, að detta um dýnur á gólfi lagers til að ekki var hægt að svæfa málið enn einu sinni. Það er óeðlilegt að okkar litla eyja, okkar fámenna þjóð sé undirlögð mannsali og skipulagðari glæpastarfsemi, orðið svo gróft að glæpahyski er farið að skjóta og sprengja fyrir opnum tjöldum, og það er ekkert gert til að stinga á kýlið.
Vonandi verður bréf Sigurðs Inga, því það er hugsað sem útspil í næstu kosningabaráttu, til þess að þetta meinta afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart glæpastarfsemi sem skilar gróða, verði rætt, hún krafin skýringa, og útbóta.
Það er nefnilega þetta með litlu þúfuna, maður veit aldrei fyrirfram hver á eftir að velta þungu hlassi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.6.2024 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.