Kemur góður þegar getið er.

 

Ekki að ég sé ekki sammála dómsmálaráðherra um stjórnarandstöðuna, en fyrir utan hávaðamengun þá er hún ekki gerandi í neinu.

Það er ríkisstjórnin hins vegar og hún er andlit stjórnleysisins í dag.

Hún ber ábyrgðina á upplausninni á landamærunum, hún ber ábyrgðina á þjóðarskiptunum þar sem 1100 ára saga þjóðarinnar er þurrkuð út á altari græðgi glóbalvæðingarinnar, og hún ber ábyrgð á lögleysu ráðherra sem telja sig hafna yfir lög landsins.

 

Nærtækt dæmi er aðför ráðherra VinstriGrænna að hvalveiðum, fyrst Svanhvít og núna Bjarkey.  Eins og hvert annað glæpahyski vega þau að atvinnu og atvinnufrelsi undir yfirskini þess að þau séu ekki sammála núgildandi lögum um hvalveiðar.

En að breyta þeim; Nei-ii, að brjóta þau; Já-áá; Mitt er valdið eins og um einvalda sé að ræða sem telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum.  Nema einvaldar fóru eftir lögum, þeir breyttu þeim bara þegar þeim mislíkaði þau.

 

Nærtækast samt er sjálfur dómsmálaráðherra sem var tekinn í bólinu af fjármálaráðherra, og í bræðikasti sakaði hún fjármálaráðherra um það sem hún og fyrirrennar hennar eru sek um.

Afskipti og stjórnun lögreglu.

Því netglæpamennirnir sem selja áfengi gera það í skjóli Sjálfstæðisflokksins sem er fylgjandi netsölu áfengis, en sleppir því bara að breyta lögunum.

Þess í stað sér hann til þess að ríkisstofnun sem er fórnarlamb netglæpanna, kærir ekki, og sér til þess að lögreglan hefji ekki sjálfstæða rannsókn á glæpum þeirra.

Það var ekki að ástæðulausu að flokkstryggð, já og kannski útlit, en ekki hæfileikar, réðu þegar raðað var í æðstu embætti löggæslunnar, líkt og þegar væri búið að einkavinavæða hana.

 

Fórnarlambið er svo lýðheilsa almennings.

Og í stærra samhengi réttarríkið.

 

Ríkisstjórn sem svona hagar sér, er gengin götuna á enda, á að fara, ekkert réttlætir setu hennar.

Sama hversu stjórnarandstæðan gæti verið slæm, þá er slíkt alltaf óvissu tímans háð, en það sem við höfum í dag er svo slæmt, að það getur ekki verið verra.

Jafnvont en ekki verra.

 

Flokkurinn hefur brugðist þjóðinni.

Flokkurinn hefur selt sálu sína.

Flokkinn þarf að skipa út.

 

Því sem þjóð, eða það sem eftir er af okkur, eigum við betra skilið.

Betra skilið en þetta hávaðalið, sama í hvaða flokksdeild það er.

Eigum betra skilið, hvort sem við sjálf skynjum það eður ei.

 

Það er ákall þarna úti.

Vonandi berst svar í tíma.

Kveðja að austan.


mbl.is Stjórnarandstaðan tali fyrir stjórnleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu við þetta að bæta Ómar.

Staðreyndirnar blasa við hvert sem litið er.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.6.2024 kl. 11:36

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þú gætir kannski útskýrt af hverju ÁTVR mátti senda í pósti áður fyrr vegna þess að engir útsölustaðir voru á staðnum. Hver er þá munurinn hvort fyrirtækið heitir ÁTVR eða eitthvað annað þegar sent er?

Rúnar Már Bragason, 13.6.2024 kl. 14:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rúnar.

Svona í kjarna er munurinn sá að annað er löglegt en hitt ólöglegt.

Ekkert flókið við það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.6.2024 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.6.): 9
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 1990
  • Frá upphafi: 1349169

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1715
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband