Loksins, loksins.

 

Það hefur tekið langan tíma fyrir alþjóðasamfélagið að koma sér saman um að stöðva átökin og manndrápin á Gasa.

Tókst þó því ennþá eru óbrjálaðir menn sem stjórna Bandaríkjunum.

 

Vopnahléstillögurnar eru skynsamlegar, þær tryggja frið, dreifingu lífsnauðsynja, frelsun gísla og fanga.

Þær eru ósigur öfganna, bæði innan Ísraels sem og Palestínu.

Staðfesta að hvorugur aðilinn hefur afl til að útrýma hinum.

 

Þær eru líka ósigur miðaldafólksins við Persaflóa, jafnt í Íran sem og á Arabíuskaganum.

Þessir miðaldaöfgar hafa fjármagnað áratuga óöld fyrir botni Miðjarðahafs sem og hryðjuverk Íslamista um allan hinn siðmenntaða heim.

Fjármagn þeirra átti að tryggja einangrun Ísraels og útskúfun úr samfélagi þjóðanna.

Stofnunum Sameinuðu þjóðanna var beitt sem og Alþjóðaglæpadómsstólnum. En án stuðnings Bandaríkjanna var sú atlaga andvana fædd en eftir standa berstrípaðar stofnanir sem misstu allan trúverðugleika sinn, svívirtu alþjóðalög, gengu erinda öfga og hryðjuverka.

 

En fyrst og síðast er þetta ósigur Góða fólksins sem fékk þá dillu í hausinn að það væri alltí lagi að miðaldamenn útrýmdu 9 milljóna manna þjóð og studdi þá með ráðum og dáðum.

Í góðsemi sinni skipti það Góða fólkinu engu máli að stuðningur þess og meðvirkni með hina myrka miðaldaheim Íslams jók aðeins þjáningar íbúa Gasa, ataði þar með hendur sínar með blóði saklausra barna, kvenna, karla.

Því það mátti öllum vera ljóst að Ísraelsmenn létu ekki útrýma sér þegjandi.

 

En ósigur eins er sigur annars.

Í þessu tilviki sigur lífs yfir dauða.

 

Það er langt í land með varanlegan frið.

En ef fólk lærir ekki af þessum átökum, þá lærir það ekki neitt.

Helið verður alltaf þess bústaður.

 

En það er von.

Vonandi nýta menn sér hana.

 

Tíminn einn veit en það er þó allavega komið vopnahlé.

Kveðja að austan.


mbl.is Samþykktu ályktunartillögu um vopnahlé á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 33
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 2052
  • Frá upphafi: 1412751

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 1805
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband