10.6.2024 | 08:50
Gasa enn og aftur.
Enn og aftur berast fréttir af manndrápum og dauða, saklaust fólk í heljargreipum öfgamanna, gíslar meðvirkni Góða fólksins, meðvirkni sem í raun er samstaða með voðaverkum sem eru fjármögnuð af miðaldafólki Persaflóans.
Meðvirkni sem voðamennirnir treysta á að muni færa þeim lokasigur, útrýmingu 9 milljóna manna þjóðar gyðinga í Landinu helga.
Meðvirkni sem fóðrar Dauðann því á meðan Hamas er ekki stillt upp við vegg og samtökin látin sæta ábyrgð á voðaverkum sínum, þá halda átökin áfram útí hið óendanlega og þeir einu sem græða eru vopnaframleiðendur annars vegar og hins vegar atvinnugóðmenni sem hafa lifibrauð sitt af stríðsástandi og stríðsátökum.
Og reyndar líka framleiðendur líkklæða, sérstaklega í barnastærðum.
Hérlendis er ekkert lát á þessari meðvirkni.
Þó femínistinn á Morgunblaðinu gangi ekki í fótspor fréttamanna Rúv, þessum þarna sem finnst það í góðu lagi að miðaldafólk myrði og nauðgi í öðrum ríkjum, og ræni svo fólki og flytji til síns heima, og tali um látna í frelsun gíslanna í stað þess að hamra á að Ísraelsmenn drápu, þá er það aðeins vegna þess að viðkomandi veit innst inni hvað það er rangt að ræna fólki og krefjast svo friðhelgi með því að fela það innan um almenna borgara.
Samviska sem tómhyggja og firring rétttrúnaðarins hefur ekki ennþá náð að deyða.
En femínistinn hefur ekki þá döngun eða vitsmuni að segja sannleikann umbúðalaust, að 247 óbreyttir borgarar bættust í líkköst voðamannanna í Hamas, því þeirra er ábyrgðin.
Það eru þeir sem rændu fólkinu og földu það innan um mannmergð flóttamannabúðanna.
Það eru þeir sem stilla sínu fólki fyrir framan byssukjaftanna.
Fréttamenn eiga nefnilega að segja sannleikann.
En ekki hjálpa voðamennum í voðaverkum sínum með því að ganga erinda þeirra í því áróðursstríði sem þeir heyja með bandamönnum sínum fyrir botni Persaflóans.
Fóðra þannig ófriðarbálið, viðahalda þjáningum saklausra á Gasaströndinni.
Það er ekkert flókið að segja að 247 fórnarlömb bættust við í hátt í 40 þúsund sem þegar hafa fallið frá 7. október, allt vegna þessa stríðs sem Hamas hóf með voðaverkum sínum.
Vegna þess að Hamasliðar berjast innan um sitt eigið fólk.
Og fréttamenn eiga að afhjúpa leyndarþræðina frá löndunum sem fjármagna hryðjuverk Íslamista um allan heim, og liggja inní stofnanir Sameinuð þjóðanna og Alþjóðaglæpadómstólsins.
Það er ekki lögfræði að leggja að jöfnu geranda og fórnarlamb, glæpur nauðgarans er sá sami þó fórnarlamb hans snúist til varnar og sparki í punginn á honum.
Þegar það er gert, þá liggja alltaf annarlegar hvatir að baki.
Það er heldur ekkert eðlilegt þegar atvinnugóðmenni á góðum launum frá alþjóðasamfélaginu, láta taka myndir af sér fyrir utan sundursprengda spítala, fordæma Ísraela en minnast ekki orði á að hin raunverulega orsök var að spítalarnir voru vígi Hamas.
Það þarf ekki mikla skynsemi til að skilja að ef enginn væri þar vígamaðurinn þá hefðu ísraelsku hermönnunum verið boðið að ganga í bæinn af starfsfólki spítalanna, og leyft að leita af sér allan grun.
Á þetta bendir alvöru fréttamaður, afhjúpar þannig atvinnugóðmennin og hagsmuni þeirra af viðvarandi stríðsátökum og hörmungum.
Vegna þessarar forheimsku, þessarar meðvirkni, er Gasa í fréttum dag eftir dag, manndráp, skortur á lífsnauðsynjum, byggðir í rúst.
Það afsakar samt ekki stjórnvöld í Bandaríkjunum að grípa ekki inní og neyða öfgamennina í ríkisstjórn Ísraels til að sættast á frið gegn frelsun gísla.
Ísraelsmenn geta vissulega unnið á síðasta vígamanni Hamas á Gasa, hafi þeir til þess nógu langa stiga til að klífa yfir líkhrúgur almennra borgara, en þeir vinna aldrei friðinn.
Jafnvel þó þeir standist þrýsting alþjóðasamfélagsins, þá mun það augnablik koma að þeirra eigin hermenn geta ekki lengur skotið óvopnaða borgara, það eru takmörk hve háar líkhrúgur voðaverkin 7. október réttlæta.
Í því samhengi má ekki gleyma að öfgaliðið, hinir svokölluðu strangtrúaðir gyðingar eru aumingjar sem hafa notað oddastöðu sína í ísraelskum stjórnmálum til að koma sér undan herþjónustu, þeirra framlag sé að biðja.
Ég hef áður bent á að mesta refsing Hamas sé að feisa sína eigin íbúa í rústum Gasa, aðeins áframhaldandi ófriður forðar þeim frá henni.
Burtséð frá því þá þjóna þessi tilgangslausu manndráp engum tilgangi.
Og þau vanvirða fórnarlömb voðaverkanna.
Áframhaldandi átök eru hneisa fyrir alþjóðasamfélagið.
Þeim þarf að linna.
Áttu reyndar aldrei að hefjast.
Alþjóðasamfélagið er reyndar undir hæl rétttrúnaðar og fjárstreymi miðaldaskríls.
En það er ennþá vit í Washington þó elliært gamalmenni leiði.
Þar liggur lausnin.
Kveðja að austan.
247 sagðir látnir í björgunaraðgerð Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrstu fréttir af þessum hrylling fékk ég vegna þess að dóttir mín og tengdasonur voru ferðamenn í Ísrael ásamt hópi frá Íslandi.Raunar vissu hvorki þeir né aðrir hvað gekk á,en minnir að þau hafi fengið fylgd áleiðis að farartæki sem skyldi lóðsa þeim áleiðis í rútu síðan flug til (Jórdaníu?).-- Þú nefnir alþjoðasamfélagið og ég er farin að halda að ekkert yfirþjóðlegt vald eins og S.Þ.treysti sér til að stöðva rakinn Terroista viðbjóð eða refsa,en nú er ég komin útfyrir allt leyfilega gert, kannski stutt í að vera ær (ekki kind)Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2024 kl. 14:39
Blessuð Helga.
Vonandi orðin ær, og tekur lagið með Hljómum, eða var það Ævintýri, eða Flosi??, man það ekki, líklegast orðinn ær.
Hvað sem má segja um Ruv þá tók fréttastofan viðtal við frjálslyndan gyðing, búsettan í Jerúsalem, hefði líklegast alltaf kosið Samfylkinguna hér á Íslandi, mjög fylgjandi friðarferlinu sem öfgahægrið drap í Ísrael.
En eftir voðaverkin 7. október, þegar hann gat hlustað í beinni útsendingu á síðustu neyðaróp fórnarlamba Hamas, þá sá hann að þú semur ekki um frið við skrímsli, var fylgjandi upprætingu Hamas.
Ekkert af Góða fólkinu á Íslandi myndi sætta sig við að unglingar þess yrðu myrt á friðartónleikum í þágu málsstaðar, það er þau sem voru heppin. Óheppna unga fólkið var sneytt niður lifandi, nauðgað, svívirt. Hvað þá að fjölskyldur þess væru skotin á færi, börn myrt í barnabílstólum, það er þau sem voru heppin. Blóðug rúm í samyrkjubúum benda til þess að sum voru sneydd í stykki lifandi, annars hefði blóðið ekki verið út um allt. Og sót í lungun benda til þess að sum sem voru brennd, voru lifandi þegar eldur var borinn að þeim, bundnum.
Þetta er viðbjóðurinn sem femínistinn á Morgunblaðinu upphefur, dásamar með afstöðu sinni og meðvirkni í fréttaflutningi blaðsins. Í blaðinu sem við lásum frá barnsaldri, og hefur alltaf tekið afstöðu gegn alræði og hroðaverkum.
Við erum kannski ær Helga en við erum allavega ekki samdauna mannlegum viðbjóði.
Breytir því samt ekki að þessum drápu öllum saman þarf að linna, vonandi ber Öryggisráðinu gæfa til að samþykkja tillögu Bandaríkjanna um varanlegt vopnahlé.
Og Bandaríkjamenn sjái til þess að það verði virt.
Þessu þarf að linna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2024 kl. 15:29
Ef Hamas léti alla gíslana lausa
þá mundi það auka líkur á friði
en frið vill Hamas bara alls ekki
sennilega af því þeim er skítsama um líf annarra
Grímur Kjartansson, 10.6.2024 kl. 19:47
Blessaður Grímur.
Það er ekki pointið eins og ég hef bent á tveimur síðustu Gasa pistlum mínum.
Ísraelsmenn vanmátu varnarstyrk Hamas, staðan í dag er eiginlega þrátefli, Hamas verður ekki sigrað nema með miklum blóðfórnum, ljóst er að ríkisstjórn Ísraels treystir sér ekki í slíkar fórnir, bæði á eigin fólki sem og mannfall meðal óbreyttra borgara Gasa strandarinnar.
Síðan þurfa menn að vera viti firrtir ef þeir halda að þeir geti unnið friðinn, til þess þarf meira afl en Ísraelsmenn hafa sem og einbeittan vilja til að drepa óbreytta borgara, svona líkt og nasistar gerðu í hernumdu löndum sínum.
Eitthvað sem alþjóðasamfélagið mun aldrei líða.
Vopnahlé núna og frelsun gísla er ósigur Hamas, áframhaldandi stríðsátök er sigur samtakanna.
Þetta skilja allir nema öfgafólk, sem heldur að friður felst í því að útrýma andstæðingum sínum.
Á þann hnút þurfa bandarísk stjórnvöld að höggva, og mér sýnist að það séu þau einmitt að gera núna næstu klukkutímana.
Sem reyndar er ekki fréttnæmt hjá femínistanum hjá Mogganum, enda þarf hann ekki að kaupa sér stór stígvél til að vaða í viti sínu.
Það er samt hin stóra frétt þessa dagana, gerast reyndar ekki stærri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.6.2024 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.