Sjálfstæðisflokkurinn sér um sig og sína.

 

Undir orðavaðlinum að gera íslenskum fyrirtækjum kleyft að sækja erlent áhættufjarmagn er kinnroðalaus skattasniðgöngun útbúin fyrir bestu vinina.

Erlend dótturfélög heitir þetta víst í dag, þá þarf ekki að fara eftir innlendum lögum, hvorki varðandi greiðslur til samfélagsins eða lausasölu áfengis.

Hið frjálsa flæði í hnotskurn undir verndandi hönd Stóra bróðir Brussel.

 

Það er ekki von þó flokksforystan er komin í Evrópusambandið að öllu nema nafninu til.

Hún berst fyrir því að regluverk Brussel verði íslenskum lögum æðri, löggjafarvald Alþingis þar með óþarft, og hún berst fyrir hliðhollum forseta á Bessastaði.

Forseta sem hægt er að treysta á að komi ekki þjóðinni og sjálfstæði hennar til varnar þegar bókun 35 verður afgreidd frá Alþingi.

 

Það skýrir stuðninginn við Katrínu Jakobsdóttur, þrautreynda í ganga erinda Brussel.

Það skýrir nagið, baktalið og jafnvel beinar árásir skítadreifara flokksins á hendur þeirra fyrrum félaga; Arnari Þóri Jónssyni, hans sök að telja sjálfstæði þjóðarinnar öllu æðra.

Æðra en frami innan flokks sem hefur svikið öll sín helgu vé.

 

Hvar endar þetta??

Látum við bjóða okkur þetta??

 

Er af sem áður var að Sjálfstæðir menn stæðu gegn slíkri aðför að sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðarhag.

Var hugsjónin aldrei dýpri en að grilla á daginn og græða á kvöldin, eða var það öfugt??

 

Vitna í eldri konu sem skrifaði hugvekju í Moggann í dag.

Hugvekju um það sem skipti máli fyrir Sjálfstætt fólk;

"Ég styð og kýs þann fram­bjóðand­ann, sem ég treysti best til að gæta og varðveita lýðveldið, frelsið og full­veldið. Ég kýs Arn­ar Þór Jóns­son fyr­ir landið og þjóðina, lýðveldið, full­veldið og frelsið, og skora á fólk að veita hon­um glæsi­leg­an sig­ur á kjör­dag".

 

Því það er eitthvað sem er þess virði að verja.

Verjum það.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Varar við hættu á skattasniðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Heyr, heyr!

Geir Ágústsson, 29.5.2024 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 667
  • Sl. sólarhring: 751
  • Sl. viku: 6251
  • Frá upphafi: 1400190

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 5373
  • Gestir í dag: 580
  • IP-tölur í dag: 567

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband