20.5.2024 | 20:35
Samsekt með voðaverkum.
Voðaverk Hamas þann 7. október síðastliðinn eiga sér enga hliðstæðu í Evraasíu nema hjá systursamtökum þeirra, Ríki Íslams.
Ríki Íslams eru systursamtök Hamas því bæði samtökin eiga sér rætur í boðskap sömu múslímskra miðaldaklerka um og uppúr miðri síðustu öld, sem hvöttu ekki aðeins til heilags stríðs, heldur og að trúleysingjar, það er við öll hin, værum drepin hvar sem tök væri á.
Þessi systursamtök, Hamas og Ríki Íslams hafa ekki bara drepið gyðinga og kristna, þau slátra líka grimmt sjítum og í minna mæli hófsömum súnnítum sem þeir telja svikara við slátrunina, það er hið heilaga stríð gegn okkur hinum.
Stuðningur við voðaverk Hamas þann 7. október er um leið stuðningur við voðaverk Ríkis Íslams, þar er enginn blæbrigðamunur á.
Hamas framdi voðaverkin 7. október í einum tilgangi, að egna harðlínuöfl innan Ísraels til tafarlausra gagnárása, og til að tryggja að um landhernað yrði um að ræða, þá tóku samtökin gísla; konur, börn, gamalmenni, karla og lík.
Til að tryggja að landhernaðurinn til að bjarga gíslunum yrði sem grimmilegastur fyrir íbúa Gasa, þá var skotið eldflaugum á Ísrael úr íbúðablokkum, skólar og sjúkrahús voru víggirt og þaðan var skotið á ísraelsku hermennina.
Markmiðið var að sem flestir létust í hinni meintu tilraun Ísraelshers til að frelsa gíslana.
Slík grimmd gagnvart sínum eigin þegnum má einna helst finna í samsvörun við þá geðveiki Adolfs Hitlers þegar hann krafðist þess að borgir Þýskalands yrðu varðar til síðasta manns, með tilheyrandi mannfalli óbreyttra borgara.
Ógeðið var síðan slíkt að þegar djúpvinir Hamas í ríkisstjórn Ísraels gátu ekki lengur staðið gegn kröfu Bandaríkjamanna um að ísraelsk stjórnvöld hefðu opna landamærastöð fyrir flutning hjálpargagna til Gasa, þá skaut Hams nokkrum eldflaugum á viðkomandi landamærastöð, felldi landamæraverði og þar með fengu djúpvinirnir það í gegn að lokað var fyrir neyðaraðstoðina.
Tilgangur Hamas með þessum voðaverkum og þjáningum sinnar eigin þjóðar var mjög einfaldur.
Að æsa til múgæsingar gagnvart þjóðinni sem nýtti rétt sinn til sjálfsvarnar og þar var treyst annars vegar á rótgróið gyðingahatur sem og leyndarþræðina sem liggja frá olíuauð Persaflóans og hríslast um alþjóðastofnanir sem tengjast Sameinuðu þjóðunum.
Birtingarmynd þess að Hamas veðjaði rétt er þessi handtökuskipun ICC, Alþjóðaglæpadómsstólsins.
Og það er táknrænt að saksóknari hans er bresku múslimi, Khan að nafni.
Ákvörðun saksóknarans er fordæmalaus, hingað til hafa ríki mátt verja hendur sínar ef á þau er ráðist, og til að koma í veg fyrir ítrekaðar árásir, þá mega þau ráðast inní árásarríkið þar til að árásaröflin hafa lagt niður vopn sín og gefist upp.
Núna segir saksóknari ICC að ríki sem verja hendur sínar séu jafn sek og þau sem ábyrgðina bera á stríðsátökunum með upphaflegu árás sinni.
Samkvæmt þessu er forseti og varnarmálaráðherra Úkraínu jafn sek og Pútín, því Úkraínumenn hafa ráðist á rússnesk landsvæði og drepið þar bæði hermenn sem og óbreytta borgara.
Síðan má benda á Bandaríkjamenn og Breta og innrásir þessara ríkja inní Afganistan og Írak, sem og leiðtoga allra þeirra ríkja sem sendu hermenn til að stríða við þarlenda, til dæmis Dani og Norðmenn.
Síðan má benda á loftárásir Nató á Serbíu og Líbýu, að ekki sé minnst á allsherjarstríðið gegn hryðjuverkum sem hefur kostað mörg mannslíf, núna síðast þegar Ríki Íslams var brotið á bak aftur.
Hundruð þúsunda hafa fallið í þessum stríðsátökum svo ekki sé minnst á hið óbeina mannfall vegna hungurs, vegna eyðingu innviða eins og vatns og orkuvera eða sjúkrahúsa, lyfjaskorts og svo framvegis.
Bara í Írak er öruggt að yfir milljón manns hafi dáið ótímabærum dauða vegna þessa.
Alþjóðaglæpadómstóllinn er ekki sjálfur sér samkvæmur ef hann ákærir ekki þá vestræna leiðtoga sem ábyrgðina bera á þessum stríðsátökum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.
Það er ef hann kýs að ákæra leiðtoga Ísraels fyrir að verja þjóð sína gegn voðaverkum Hamas og að reyna frelsa gíslana sem samtökin tóku þann 7. október, það er konurnar, börnin, gamalmennin, líkin og karlanna.
Það er ekki lögfræði að það megi allir verja hendur sínar nema gyðingar, slíkt er rasismi, slíkt er stækt gyðingahatur.
Það er því mikið undir hjá Alþjóðaglæpadómstólnum, annars vegar atlaga að hinum vestræna heimi, hins vegar sjálfur trúverðugleiki dómssólsins, að hann sé ekki verkfæri í stríð miðaldaöfgamanna gegn siðmenningunni.
Því það hljóta allir að sjá að það þýðir ekki, þó tékkinn sé feitur frá Persaflóanum, að láta öfl leika lausum hala sem vilja drepa alla nema þá sem játa sömu trúaröfga og þeir.
Það er okkur hin.
Þetta er nefnilega stríðið um líf okkar hinna.
Hafni dómarar ICC hins vegar kröfu hins breska múslima, þá ber þeim að gefa út ákæru á hendur honum.
Fyrir samsekt með voðaverkum, öllum þeim voðaverkum sem Hamas og sambærileg samtök bera á ábyrgð á.
Fyrir samsekt með ábyrðinni á þjáningum og dauða fólks á Gasa.
Því voðaverkin voru framin, lífi og limum íbúa Gasa lagt undir, til að ná svona propagandasigri eins og ákæra Khan er.
Og það eina sem hægt er að deila um í því samhengi, hvor er meiri viðbjóður, þeir sem fórnuðu sinni eigin þjóð, eða þeir sem ganga erinda þeirra.
Í mínu huga er svarið skýrt.
En voðamenni eins og voðamennin sem stjórna Hamas og Ríki Íslams munu alltaf vera meðal vor á meðan það er ekki skýrt í huga allra.
Og í því liggur harmur íbúa Gasa.
Það er kominn tími til að tengja.
Áður en við sjálf gistum valinn.
Kveðja að austan.
![]() |
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn vill handtaka Netanjahú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.5.2024 kl. 07:28 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.3.): 276
- Sl. sólarhring: 1097
- Sl. viku: 2335
- Frá upphafi: 1433243
Annað
- Innlit í dag: 252
- Innlit sl. viku: 2017
- Gestir í dag: 248
- IP-tölur í dag: 246
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef höfðingi þessa heims fær útrýmt öllum Gyðingum og Kristnum, þá hefur honum tekist að útloka allt hjálpræði fyrir Heiminn.
Því hjálpræðið kemur frá Gyðingum/Kristnum.
Þess vegna er Satan svo umhugað að eyða Ísraelsríki. En tilvist þess kemur í veg fyrir að hann geti haldið áfram og gengið á milli bols og höfuðs á okkur hinum. Ríki Gyðinga er stuðpúði og vörn fyrir hinn Gyðingkristna heim.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.5.2024 kl. 23:52
Blessaður Guðmundur Örn.
Þú segir það, ekki svo sem verri nálgun en hjá mér þegar ég segi; Þetta er nefnilega stríðið um líf okkar hinna.
Rökin reyndar önnur en niðurstaðan sú sama.
Skiptir svo sem ekki máli, niðurstaðan sú sama og það er tími til kominn að fólk tengi.
Það ganga fleiri voðamenni meðal vor en ómennin í Hamas og Ríki Íslams. Það liggja samt viss rök að baki þeirra voðaverkum, brengluð heimsmynd illskunnar sem afsakar illvirki sín með vísan í trú.
Það afsakar hins vegar ekkert meðreiðarsveinana, targetin sem sjá ekkert athugavert við það að tugþúsunda mannslífa sé fórnað svo þeir geti réttlætt stuðning sinn í þágu hins heilaga málstaðar Jihad.
Í stað þess að fordæma hina vopnuðu andspyrnu Hamas innan um óbreytta borgara Gasa og krefjast þess að þeir láti af henni áður en fleiri falla. Stöðva þannig átökin því ef targetin segjast ekki taka þátt í leiknum, þá hefur öll þessi stríðsaðgerð Hamas mistekist.
Þess vegna, þegar upp er staðið, þá eru meðreiðarsveinarnir Voðamenni með stóru Vaffi.
Og við hin, hin réttdræpu, eigum ekki að þurfa að gista valinn áður en við sjáum í gegnum þetta sjónarspil valdahagsmuna sem gera út á átök og óreiðu.
Það er okkar að stöðva þessi öfl.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.5.2024 kl. 07:22
Ómar, þú hefur í þínum ágætu pistlum, sett fram fullkomin rök fyrir því að allri Heimsbyggðinni beri að styðja Ísrael í stríði þeirra við Hamas.
Gáfufólk um heiminn allan og þar með talið hér á landi, sér og skilur þessi rök, en lætur sér samt ekki segjast, en fylgir áfram ranglætinu.
Hvers vegna?
Þessu má líkja við virkan alkóhólista sem vinnur að því að gera út af við sjálfan sig, honum hefur verið bent á það og hann veit það, en hann getur ekki staðið gegn andanum sem stjórnar honum. Þessi andi hefur nafn, Bakkus.
Meirihluti fólks í Heiminum getur ekki staðið gegn eigin tortímingu, það fylgir tortímandanum, Djöflinum, eins og lömb til slátrunar.
Jesús segir:
Þjófurinn kemur ekki nema til að stela og slátra og eyða.
Ég er kominn til þess, að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina.
Leiguliðinn, sem hvorki er hirðir né sjálfur á sauðina, sér úlfinn koma og yfirgefur sauðina og flýr, og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim. Enda er hann leiguliði og lætur sér ekki annt um sauðina.
Ég er góði hirðirinn og þekki mína, og mínir þekkja mig, (Jóh. 10:10-14).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.5.2024 kl. 09:43
Blessaður Guðmundur Örn.
Ég hefði aldrei fyrr á árum ímyndað mér að ég fengi svona samstöðuhrós frá trúuðum manni, burt séð frá öðrum ágreiningi.
Það rifjar upp samtal við annan ágætan trúmann, sem var mér mjög kær, Jón Valur heitinn sem lét mig alveg finna það þegar hann taldi áttavita minn rangan. Fyrir þau kynni, í upphafi ICEsave aðfarar íslensku stjórnmálastéttarinnar að íslenskum almenningi, þá taldi ég mig knúinn til að gera upp við hann fyrri ágreining og benda á sameiginlega fleti. Það uppgjör er eitt af mínum betri skrifum. Gáfumenni eins og Jón Valur skildi af hverju ég var knúinn til þess.
Jón fattaði samt að ég held aldrei, enda ákafamaður, að þegar ég sagðist ekki trúa, og þá á almættið, að þá átti ég við þá einföldu staðreynd að maður tryði ekki á það sem maður vissi að væri til, eitthvað sem ég fann innra með mér rétt fyrir þrítugt.
Túlkunin er síðan mannannaverk, en það er aldrei hægt að túlka, rangtúlka, eða vekja upp vafa, um að sumt má ekki.
Voðaverk Hamas og Ríki Íslams er í þeim flokki, allur vafi þar um á sér rót úr jarðvegi ómennskunnar.
Það þýðir ekki það sama að maður sé sammála öllu, en maður rífst ekki um grundvallaratriði mennskunnar.
Á því einfalda prófi hefur margt góðmennið fallið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.5.2024 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.