Rekur Rúv falsfréttastofu??

 

Svona að hætti Pútíns og nettrölla hans.

 

Það er kannski skrýtið að spyrja svona og tengja við frétt á Mbl.is sem segir frá því að 5 ísraelskir hermenn hafi fallið í skothríð sinna eigin manna. Í fréttinni segir reyndar að þeir hafi verið drepnir eins og þeir hafi verið staddir í herbúðum sínum og skotnir af sínum eigin mönnum, en vitið er bara ekki meira hjá Femínista Morgunblaðsins.

Það var þessi setning; "Þar hafa hörð átök geisað á milli Ísra­els og liðsmanna Ham­as-sam­tak­anna síðustu daga" sem fékk mig til að hugsa um falsfréttina sem fréttastofa Rúv bauð fólki uppá í kvöldfréttum sínum í gær.

Það eru harðir bardagar á Gasa þar sem innrásarlið Ísraels glímir við velvopnaða hermenn Hamas, það er einmitt þess vegna sem ísraelski herinn er ekki fyrir löngu búinn að leggja Gasa ströndina undir sig; andspyrna Hamas er öflug.

 

Í falsfrétt Ruv sem sagði frá Degi Hörmunganna, eða Nakba deginum, þá var eins og það væru engir bardagar á Gasa, heldur hefði Ísraelsmenn ráðist þar inn í þeim eina tilgangi að drepa fólk og rústa byggingum. Var það framhald af þeim hörmungum palestínsku þjóðarinnar sem hófust þann 15 mai 1948, þegar gyðingar lýstu yfir sjálfstæði ríkis síns.  Í kjölfar þess hefðu þeir drepið 15 þúsund Palestínuaraba og hrakið 750.000 á flótta og meinað þeim sem flúðu til annarra arabaríkja að snúa til baka.

Fréttakonan sem flutti þessa frétt hefur það ekki sér til afsökunar að vera ekki vel gefin, hún veit fullvel hvað hún var að segja, nettröll Pútíns eru ekki heimsk þegar þau búa til falsfréttir, til að það sé trúverðugt þarf jú vit og þekkingu.

Hún var einfaldlega að falsa raunveruleikann.

 

Vegna þeirrar múgæsingar sem núnar ríkir í þjóðfélaginu og stuðnings Góða fólksins við voðamennin í Hamas og voðaverk þeirra, þá kemst hún upp með falsið, og fullt af fólki sem veit ekki betur, trúir fréttinni.

Við getum hins vegar ímyndað okkur hver hefðu verið viðbrögð rétttrúnaðarins og reyndar eiginlega allra, ef einhver meðlimur íslensku þjóðernishreyfingarinnar væri fréttamaður á Rúv, og í tilefni uppgjafar Berlína þann 2. mai 1945, þá hefði hann á 79. ártíð þeirrar uppgjafar flutt eftirfarandi frétt.

 

"Núna eru liðin 79 ár frá því að Berlín gafst upp fyrir sovéska hernum. Í árásunum sínum á Berlín drápu þeir vel yfir 200.000 íbúa hennar, aðallega konur og börn, borgin var rústir einar eftir árásir Sovétmanna, fólk vafraði um rústir hennar sveltandi.  Drápin í Berlín voru ekki einu dráp sovéska hersins, áætlað er að í innrás sinni í Austur Prússland og flótta íbúa þaðan til Þýskaland hafi Rauði herinn drepið eða myrt hátt í 500.000 Þjóðverja, mest konur og börn.  Mörg hundruð þúsund voru svo drepnir í sókn sovéska hersins að Berlín.  Í þessum stríðsaðgerðum Sovétmanna flúðu milljónir Þjóðverja og eftir uppgjöf Þýskalands þá voru milljónir þýskumælandi íbúa Austur og Mið-Evrópu hraktir frá heimkynnum sínum þar sem þeir höfðu búið um aldir.  Alls hátt í 17 milljónir."

 

Þó allt þetta sem ég lagði hinum unga tilbúna nýnasista í munn, séu skjalfestar staðreyndir, það er mannfallið og flóttinn, þá er eitthvað mikið rangt við þessa frásögn.

Jú, það er skautað yfir þá staðreynd að Þjóðverjar hófu þetta stríð við Sovétmenn með innrás sinni í júlí 1940, og háðu þar grimmilegt stríð.

Og þegar Sovétmenn náðu yfirhöndinni í stríðinu og réðust inní þýsk landsvæði, þá hélt hið grimmilega stríð áfram en núna þýskri grund, og það voru þýskir hermenn og þýskir borgarar sem féllu í því innrásarstríði, þar með ekki aðallega konur og börn.

 

Hermenn féllu í bardögum, óbreyttir borgarar féllu þegar setið var um bæi þeirra og borgir, Berlín var sprengd í loft upp því Þjóðverjar vörðu hana.  En til dæmis París slapp vel frá stríðinu því Frakkar vörðu ekki höfuðborg sína, og síðan gafst þýska setuliðið upp án bardaga þegar Bandamenn sóttu að borginni.  Hefðu þeir varið hana, þá hefði fólk dáið í umsátrinu, vissulega að hálfu Bandamanna en þeir sóttu ekki að borginni til að drepa íbúa hennar, heldur til að leggja borgina undir sig eins og gert er í stríði þegar tveir herir takast á.

Síðan flýr fólk stríðsátök, það hrekst af heimilum sínum, það er hrakið af heimilum sínum  eins og var hlutskipti þýskumælandi íbúa Evrópu í stríðslok, hefðu þeirra menn unnið, þá hefðu aðrir lent í sömu sporum.

 

Þessar staðreyndir sem ég rakti hér að ofan um falsið í svona matreiddum fréttum, þar sem tilgangurinn er áróður en ekki að segja satt og rétt frá, skilur allt heilbrigt þokkalega vel gefið fólk.

Það ætti því líka að sjá hvað vantar í falsfrétt Rúv af Degi hörmunganna og það er að mannfallið og fólksflóttinn var afleiðing stríðsátaka, og þau stríðsátök hófu nágrannaríki hins nýstofnaða ríki gyðinga.  Sameiginlegur her Egypta, Jórdana, Sýrlendinga, Líbana, Íraka, Sauda og Yemen, ásamt Arabíska frelsishernum réðst inní Ísrael með því markmiði að útrýma ríkinu og hrekja íbúa þess í sjóinn.

Ísraelsmenn unnu það stríð, þess vegna flúðu Palestínumenn en það vita allir hvernig það hefði verið á hinn veginn, ef arabíski herinn hefði sigrað.

 

Það féllu líka gyðingar, jafnt hermenn sem og óbreyttir borgarar, alveg eins og þetta meinta 15 þúsund mannfall Palestínuaraba (Palestinian Arabs: 3,000–13,000 killed (both fighters and civilians), og á meðan stríðsátökin stóðu yfir þá flýðu gyðingar heimili sín, margir voru drepnir á þeim flótta.

Og þessi stríðsátök hafa verið viðvarandi, og yfir Ísraelsríki hefur alltaf legið sú ógn að nágrannar þeirra vilja útrýma ríkinu, þar með talið flóttafólkið frá Palestínu.  Og hver hleypur flóttafólki til sinna fyrri heimkynna ef það hefur það yfirlýsta markmið að útrýma þeim sem fyrir eru??

 

Ekkert af þessu var tekið fram í frétt Rúv, enda gera falsfréttamenn það ekki, spyrjið bara rússnesku nettröllin sem framleiða svona fréttir í akkorði.

Ekki frekar að þegar sagt var frá mannfallinu og eyðileggingunni á Gasa, það var ekki minnst einu orði á að Hamas hóf þau átök með innrás sinni inní Ísrael, og Hamas viðheldur þeim með því að sleppa ekki fólkinu sem samtökin rændu og Ísraelsher er að reyna að frelsa.

Hvað þá að mannfall óbreyttra borgara er vegna þess að Hamas verst innan um búsvæði þeirra, í skólum, í heilbrigðisstofnunum, og sú vörn er öflug enda Hamas vel vopnum búið og hefur undirbúið þetta stríð í mörg ár.

Alveg eins og Þjóðverjar hófu stríðið við Sovétríkin með innrás sinni inní landið, og vörðu síðan borgir sínar þar til þær voru allar í tætlum, þá hóf Hamas þetta stríð, og Gasa er í tætlum vegna varnar þeirra gagnvart innrásarliði Ísraels.

 

Þetta eru staðreyndir málsins þó öðru sé haldið fram á ríkisfjölmiðli þjóðarinnar og í minna mæli af Femínista Morgunblaðsins.

Og það virðist sem þjóðin geri sér grein fyrir þessu því ákaflega voru mótmælin við bandaríska sendiráðið fámenn, og myndir Rúv sýndu auk innflutts stuðningsfólks Hamas, aðallega einhvers konar frík, venjulegt fólk virtist ekki vera á svæðinu.

 

En yfirstjórn ríkisútvarpsins virðist ekki vera í þeim hópi sem sér í gegnum þessar blekkingar falsfréttamennskunnar.

Því annars gripi hún inní.

Og það fyrr en í gær.

 

Svo tala menn um Pútín.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísraelsher drap fimm hermenn úr eigin röðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góð samlíking við seinni heimsstyrjöldina.

Birgir Loftsson, 16.5.2024 kl. 10:24

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Við sem erum alin upp við amerískar bíómyndir - ólst upp í Keflavík og hafði því líka aðgang að amerísku sjónvarpsefni

Við vorum mötuð á því að USA væru ALLTAF góðu gæjarnir - því varð fréttaflutningurinn frá morðum í Víetnam og allt sem því fylgdi mikið áfall

Allt í einu þurftum við að fara efast um að amerískir hermenn væru frelsandi englar og boðbera friðar og réttlætis - í anda John Wayne

Grímur Kjartansson, 16.5.2024 kl. 12:25

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já, góð hjá góðum. Á miðvikudag horfði ég á Omega stöðina þar var Alfons Hannesson á skjánum "gamall" sonur vina minna úr vesturbæ Kópavogs,núna búsettur í Kanada. Hann hafði skipt nokkrum sinnum á fréttir heima sem sögðu Israela skjota á fólk sem hópaðist um matar sendingar.Hann sýndi myndband sem sannaði að Iraelar voru ekki að verki,og beið eftir að útvarpsstöðin heima leiðrétti það.Myndavélin sannaði það,eins óhuggulegt það er að horfa á. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2024 kl. 12:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Birgir.

Það hefði líka verið hægt að taka mannfall óbreyttra borgara eftir D-daginn í Frakklandi, Hollandi og Belgíu. Og stilla málum þannig upp að Bandaríkjamenn hefðu sérstaklega komið yfir hafið til að drepa þá, og myrða þýska hermenn í leiðinni.

Stríð eru viðbjóður og þess vegna er góð regla að hefja þau ekki með því að ráðast inní önnur lönd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 14:46

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Og indíánarnir vondu karlarnir, og svo heimskir að þeir riðu alltaf fyrir riffilskothríðina þó í raunveruleikanum, til dæmis í Kaliforníu hefðu um 35 stríðsmenn haldið yfir 1.500 bandarískum hermönnum í skefjum.

Og þegar maður stækkaði þá las maður um staðreyndir seinna stríðs, og sá að hroðinn var ekki eingöngu Þjóðverja meginn, það er til dæmis fátt sem réttlætir eldárásirnar á Dresden, Hamborg eða Tokyo.  Og stríðsglæpir Sovétmanna voru að magni eða grimm ekki færri en Þjóðverja.

Varðandi Bandaríska hermenn, þess stjórnvöld sem núna eru að ýja að mannréttindabrotum við beitingu vopna þeirra á Gasa, að þekkta myndin að nöktu brenndu stúlkunni sem flúði skaðbrennd napalmárás á þorp sitt, þá átti hún sér ótal bræður og systur.  Þegar hermenn lentu í átökum í þorpum Suður Víetnams, þá var alltaf umsvifalaust kallað á stuðning úr lofti, og hann fólst í að steikja allt lifandi á jörðu niðri.  Litlu betri var bandaríski herinn í Írak og Afganistan, eins og áður sagði, stríð eru viðbjóður, þess vegna er glæpur Hamas gagnvart íbúum Gasa svona stór.

Og ríkisfjölmiðill okkar á ekki að komast upp með að falsa hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 14:56

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Fréttir eru matreiddar í dag en þó ber ríkisfjölmiðli að gæta viss hlutleysis, allavega ekki ljúga beint að fólki.

Ekki nema þá óvart.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 14:58

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég er sammála þér að RUV lesi bara upp fréttatilkynningar frá Hamas

Myndirnar frá Víetnam vöktu upp reiði fólks en í dag er ekki einu sinni hægt að treysta myndum. Heldur þurfa sérfræðingar að rýna í þær og meta þær trúverðugar

Nýlegt dæmi er frá mótmælum í Svíþjóð. Þegar rýnt var í myndskeiðið þá sést að fólkið er með það gamla farsíma að myndskeiðið gæti ekki verið nýtt en allt annað stemmdi

Grímur Kjartansson, 16.5.2024 kl. 19:08

8 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Innrás Þjóðverja, Barbarossa, in í Sovétríkin hófs 21. júní 1941 en ekki í júlí 1940 eins og þú nefnir Ómar.

Rúv hefði mátt geta eftirfarasndi staðreynda:

Berlín var nánast rústir einar vegna loftárása Bandaríkjamanna og Breta þegar sovétski Rauðiherinn ruddist ínn í borgina í apríl 1945 sem var auðvitað ekki á bætandi í eyðileggingunni. Hermenn Rauðihersins nauguðu síðan um 200 þúsund konum og stúlkum í borginnií framhaldinuu efti uppgjöf Þjóðverja, svo því sé nú haldið til haga.

Daníel Sigurðsson, 16.5.2024 kl. 21:23

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangur RÚV er ekki að fræða þig, heldur að halda að þér allskyns vitleysu til að dreifa athyglinni frá því sem skiftir máli.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.5.2024 kl. 21:58

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Þegar punkturinn kom eftir nafninu þá byrjaði Upplyfting að kyrja óumbeðið bak við hægra eyrað; Stundum verður mönnum á, styrka hönd þeir þurfa þá, og hana fékk ég, þökk sé athyglisgáfu þinni.

Ég náði samt að klára þennan pistil fyrir andans kaffið í morgun sem ég tek vikulega með góðum dreng, og stundvíslega um það bil 10.00, og umræða um almættið og þann í neðra hafði klipið framan af tíma mínum.  Heppinn að fljótfærnin gerði mér ekki fleiri grikki, ég var samt forvitinn áðan hvaða dagsetningu  Gúgli frændi var að plata mig á þegar ég setti inn spurninguna, og viti menn, "began planning an invasion of the Soviet Union in July 1940", jæja næsti bær við.

Mikið rétt að Bandamenn sprengdu Berlín í tætlur líkt og aðrar þýskar borgir, en Sovétmenn áttu margar fallbyssur, og höfðu ákaflega gaman að nota þær. En falsfrétt er aldrei hugsuð sem sagnfræði, ég held að ég hafi náð að koma pointinu til skila fyrir svona þokkalega vel gefið fólk

Ég treysti á að hinir lesi ekki pistla mína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 22:42

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Það er vandlifað í þessum heimi, en svo er það spurningin hvort þeir sem vöktu upp efasemdirnar um myndskeiðið, hafi ekki sjálfir breytt því.

En við höfum alltaf Moggann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 22:44

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ásgrímur.

Það má alveg vel vera en sú stýring er bara allt önnur ella en falsfrétt.

Þá er orðið hart í ári og útburður mikill.

Samt er að koma vor.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband