Baldur hommi.

 

Hefði einu sinni verið hrópað og híað í mínu ungdæmi og örugglega fyrr.

En síðan eru liðin fjöldamörg ár eins og segir í textanum og samfélagið er ekki eins einsleitt og það var og á ekki að vera eins fordómafullt.

 

Kynhneigð fólks á ekki að vera í umræðunni árið 2024 þegar fólk bíður sig fram til opinbera embætta.

Svo einfalt er það.

 

Allir sem sáu sjónvarpskappræðurnar sáu mjög frambærilegan frambjóðanda, mann sem kom vel fyrir, réði bæði við húmor og alvöru.

Og fólkið sem kýs hann, kýs hann út af verðleikum hans, engu öðru.

 

Þeir sem kjósa hann ekki, og nota til dæmis kynhneigð hans sem rök, gera það þá, en rök þeirra eru ekki tæk í opinberri umræðu.

Þess vegna spyr ég mig oft á hvaða vegferð spyrlar Spursmála eru, en kannski er hugmyndafræði þeirra að opinbera þessa homma umræðu til að stinga á kýli hennar.

Ef svo er þá eiga þeir heiðurinn, ef ekki þá eiga þeir að skammast sín.

 

Ég er of heiðarlegur til að ljúga sagði Baldur, og ósjálfrátt sá ég fyrir mér annan mann á öðrum tíma, sem mætti illa rakaður fyrir framan sjónvarpsvélarnar og sagði; "I´m not a crook".

En ég er eins og ég er, með fjörugt ímyndunarafl og hef gaman af Star Trek.

Fólk ræður hvort það tekur skýringar Baldurs trúanlegar, það sem mælir með því er að þær eru alltof klaufalegar fyrir kaldrifjaðan pólitíkus eða mann lærðan í fræðunum.

 

Mitt er ekki matið, ég kýs út frá því sem menn eru í dag, og hvernig ég sé þá fyrir mér í þessum embætti.

Og ég hygg að flestir geri svo.

 

Hins vegar er viss eftirsjá eftir því hrekkleysi æskunnar að mega kalla menn homma þegar maður var að bölsóttast út af einhverju, þeir héldu til dæmis með City en ekki United.

Hommi og kommi, þetta voru uppáhalds skammaryrðin þegar maður reyndi að sleppa því að blóta, í dag má ekki segja hommi og krakkarnir skilja mann hreinlega ekki þegar maður segir kommi.

Því komminn er dauður, blessuð sé minning hans.

 

Þess vegna naut ég þess að nota homma orðið í fyrirsögninni, það er rökrétt út frá efni fréttarinnar.

En ég nota það í jákvæðri merkingu.

 

Baldur á allan heiðurinn að fara fram þó hann vissi að kynhneigð hans yrði dregin inní umræðuna, og það á neikvæðan hátt.

Það þarf alltaf múrbrjóta til að brjóta niður múrveggi forneskjunnar.

 

Baldur er hommi en ekki kommi og megi honum ganga sem best á sínum forsendum.

Svo er náttúrulega Felix flottur en það væri mikil synd að missa hann úr útvarpinu.

Það er samt ekki þess vegna sem ég kýs hann ekki, og það hefur heldur ekkert með meint minnisleysi að gera.

 

Arnar Jónsson reis upp til varnar fjöreggi þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og framtíð þó það kostaði hann kárínur Brussel blokkarinnar.

Tók sannfæringu fram yfir frama.

Það er bara svoleiðis og þess vegna fær hann mitt atkvæði.

 

Ég spái því hins vegar að Katrín Jakobsdóttir verði forseti og tel hana mjög hæfa til að starfa á Bessastöðum.

Sama gildir um Baldur og fleiri, en ekki alla.

 

Í því liggur fegurð þessara kosninga.

Njótum hennar.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ég er einfaldlega of heiðarlegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hverjum skyldi Þjóðin bjóða til hásætis Forseta Íslands 1. júní n. k.?

Þjóðin er sú undarlega skepna að hún veit ekki enn hvern hún mun velja, en það veit Guð Almáttugur.

Í Daníelsbók 2. kafla stendur:

Lofað veri nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því að Hans er viskan og mátturinn. Hann breytir tímum og tíðum, Hann rekur konunga frá völdum og Hann setur konunga til valda, Hann gefur spekingunum speki og hinum hyggnu hyggindi.

Hann opinberar hina dýpstu og huldustu leyndardóma, Hann veit, hvað í myrkrinu gjörist, og ljósið býr hjá Honum.

Það er ekki tilviljun að Guð hefur komið því til leiðar að í framboði eru 12 einstaklingar til embættis Forseta Íslands. Það er spámannlegt.

Þeim má líkja við 12 lærisvein Jesú Krists. Einn þeirra er háheilagur, Pétur postuli, en einn djöfull, Júdas Ískaríot. Guð valdi Pétur sem höfuð Kirkju Krists.

Guð velur ekki endilega þann í Forsetaembættið nú, sem Hann hefur mestar mætur á, heldur þann sem við Íslendingar eigum skilið.

Meðal frambjóðendanna er einn, nánast helgur maður, en annar djöfli líkur. Hvorn þeirra tveggja eigum við skilið að fá sem forseta? Báðir virðast mjög frambærilegir.

Millivegurinn er hugsanlegur, einhver hinna tíu.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 15.5.2024 kl. 10:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur Örn.

Núna held ég að þú sért að ýkja, það er þetta með þann sem er djöfli líkur.

Við erum öll leiksoppar á hinu stóra sviði lífsins, aðeins misjafnt hlutverk sem við leikum. Það er hins vegar sígráðug hagsmunaöfl sem hafa leikið þjóðina grátt.

Frami hefur nánast verið ómögulegur án blessun þessara afla, en flestir vilja vel, gleymum því aldrei.

En jú, við fáum þann forseta sem við eigum skilið, ekki þann sem við þurfum.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.5.2024 kl. 11:11

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Þú segir sjálfur Ómar, að frami í þjóðfélaginu sé nánast óhugsandi nema menn selji Satan sálu sína, þ. e. a. s. Elítunni, hagsmunaöflunum sem svífast einskis. Og að þeim sé vorkunn sem velji þá leið, því geti fylgt velvilji.

Þessu er ég algerlega ósammála, því þetta þverbrýtur hina Gullnu reglu. Það er einmitt það sem Katrín Jakobsdóttir hefur gert, og blasir nú við öllum. Þess vegna vinnur SKRÍMSLIÐ hörðum höndum að kjöri hennar. Henni er ætlað að þjóna Skrímslinu áfram sem Forseti Íslands, eins og hún gerði sem forsætisráðherra, ekki þjóðinni.

Aftur á móti, eins og þú segir, reis Arnar Þór Jónsson upp til varnar fjöreggi þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og framtíð þó það kosti hann frægð og frama. Hann fylgir Gullnu reglunni.

Áður fyrr barðist Katrín fyrir alþýðuna af hugsjón og skeytti þá lítt um eigin hag eins og Arnar Þór gerir nú, en á einhverjum tímapunkti blinduðu tilboð Djöfulsins hana.

Hún getur samt ennþá gert iðrun. Hún hefur enn tækifæri til að biðja Almáttugan Guð að fyrirgefa sér og sömuleiðis Þjóðina. Henni mun þá verða fyrirgefið og öðlast dýrðlega lausn, frið og frelsi.

En um leið og við sjáum hvern Guð úthlutar okkur sem Forseta, verður okkur ljóst hver Þjóðin er í dag.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 15.5.2024 kl. 18:03

4 Smámynd: Loncexter

Pétur Postuli segir Guðmundur. Einhver talnafræðingur segir að nafn Ástþórs sé 26. Pétur: 8+6+4+6+2

Loncexter, 15.5.2024 kl. 20:32

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Ekki skal ég gera ágreining við þig um að sá í neðra stýrir miklu í vestrænum samfélögum í dag, þau yfirráð hófust með atlögum hagtrúarinnar sem segir; "Þú átt ekki að gæta bróðir þíns, nema þú kjósi svo", antikristni stefnt til höfuðs grunnkjarna kristins boðaskapar; "Þú skalt gæta bróður þíns", ekkert valfrelsi þar.  Þeir halda að þeir séu að tilbiðja Mammon þar sem helstu spámennirnir eru Friedman og Hayek, en ólæsir í sögu og heimspeki vita þeir ekki að hagtrú þeirra og hugmyndaheimur hennar er antikristni í sinni tærustu mynd.

Það hins vegar Guðmundur að þó ég bendi á hið augljósa, að enginn fái framann nema með blessun þessara afla, að þá er ekkert samansem merki á milli þess að viðkomandi hafi selt þeim í neðra sálu sína, ég bendi á að við manneskjan erum leiksoppar á hinu stóra sviði.

Það eru skýringar á því að þeir þarna í efra sáu ástæðu til að hnýta nokkrum bókum við Gamla vitnisburðinn, það var talin þörf á að kenna okkur eitthvað um kærleik og fyrirgefningu, færa okkur þar með frá bendingum og fordæmingum.  Vissulega höfum við öll frjálst val, en það val gildir um okkur sjálf, en ekki réttinn til að benda á val annarra.

Katrín sveik sín helgu vé þegar hún tók sæti í ógæfuríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, en svik við sjálfan sig og þjóðina er orðinn að einhverjum plagsið, eitt dæmi um fingraför þess í neðra. Hún tók hins vegar stöðu gegn óreiðunni, annað fingrafar, sem var að kaffæra þjóðina, og fyrir það á hún allan heiðurinn.

Heimurinn er ekki svarthvítur Guðmundur, fyrir því hef ég áreiðanlegar heimildir, Meistarinn mikli frá Nasaret sagði það, taldi sig hafa fengið fullvissu í efra um að svo væri.

Þetta er eitt af mörgu merkilegu sem hann sagði og boðskapur hans er ein helsta von mannkyns í því gjöreyðingarstríði sem ómennskan háir gegn því þessa dagana.

Þess vegna segi ég enn og aftur; Katrín er mæt kona þó hún sé það villuráfandi að hún haldi að hún sé legberi, og hún á fullt erindi á Bessastaði.

Ég hins vegar kýs hana ekki, það er allt annað mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 08:00

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loncexter.

Um margt get ég rætt, þar á meðal að við séum aðeins taflmenn á skákborði þar sem þeir tefla þarna uppi, og þarna niðri. En ég frábið mér þetta með talnaspekina og Ástþór.

Á allri vitleysu eru mörk.

Ég trúi hins vegar á álfa og huldufólk, geri aðrir betur.

Það er samt önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.5.2024 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband