Ákall eft­ir for­seta sem hef­ur ekki tengsl við val­döfl eða fjár­mála­kerfi

 

Segir Halla Hrund og telur sig vera lýsa sínu eigin forsetaframboði.

Svo ég vitni aftur í hana; "sann­ar­lega að bjóða mig fram sem full­trúa al­menn­ings í land­inu".

Og án þess að ég sé að vísa í Marbendil þá skellihló ég þegar ég las þetta, því ef Halla Hrund meinti orð af því sem hún segði, þá er hún bókstaflega að biðja fólk um að kjósa sig ekki.

 

Vissulega er Halla Hrund að beina spjótum æsku sinnar að Höllu Tómasdóttir, sem er með bein tengsl við fjármálakerfið, og Katrínu Jakobsdóttir sem er sannarlega geirnegld valdaöflum landsins, allt í anda systrasamfélagsins sem kennir valdabrölt og valdabaráttu við karllægt samfélag.

En hvaða heilvita manneskju dettur í hug að Halla Hrund væri orkumálastjóri ef hún væri ekki beintengd??

 

Skipan hennar afhjúpar meir að segja fals Sjálfstæðisflokksins, eða allavega varaformanns flokksins um að eitt séu orð um orkuöflun, annað að skipa einstakling sem orkumálastjóra sem telur sitt helsta hlutverk að tefja, flækjast fyrir, sem hlekkur gegn frekari orkuöflun þjóðarinnar.

Skipan hennar var allavega ekki bræðralag ljóskunnar, og þá vísa ég í orðræðu Höllu Hrundar, því Þórdís Kolbrún er dökkhærð, hún er ekki Áslaug eitthvað.

 

Svo maður þýði orð Höllu  Hrundar yfir á mál almennings sem hún segist fulltrúi fyrir, þá er hún í hreinskilni sinni að biðja þann sama almenning að kjósa hana ekki.

Almenningur eigi ekki að kjósa beintengt fólk.

 

Og ef þá ekki hana, nöfnu hennar Tómasdóttur, eða Katrínu, þá eru fáir þungavigtar frambjóðendur eftir.

Án þess að Halla Hrund nafngreinir þá, þá dettur mér einna helst í hug að hún sé að biðja fólk um að kjósa Gnarrinn, því hann er eins og hann er, vonlaust að tengja hann þó vissulega hafi stjórnmálamenn í vasa bresku fjárkúgarana og/eða innlendu og erlendu hrægammana notað Jón Gnarr á sínum tíma, en Gnarinn var saklaus hvað það varðar, hann vissi einfaldlega ekki að hann væri misnotaður.

Í dag er framboð hans alveg laust við slíka misnotkun eða tengingar.

 

Hugsanlega er Halla líka að vísa í Baldur, sem ég hélt að væri fulltrúi þessara afla, alveg þar til ég áttaði mig á tilurð framboðs Höllu Hrundar, en fortíð Baldurs er ekki flekklaus, þó Baldur sé flekklaus í dag.

Og á flottasta makann.

Að öðrum ólöstuðum.

 

Skiptir svo engu máli hvern eða hverja Halla Hrund er að biðja fólk að kjósa.

Aðalatriðið er að hún segir; ekki mig, ekki mig.

Sjaldgæf einlægni sem ber að virða.

 

Við hin látum ekki segja okkur hvern við ætlum að kjósa.

Við kjósum þann sem við teljum réttast að kjósa.

Og örugglega munu margir ekki láta Höllu Hrund segja sér fyrir verkum og kjósa hana engu að síður.

 

Því þannig eru kosningar.

Við kjósum á okkar forsendum en ekki annarra.

 

Í því liggur fegurð þeirra.

Kveðja að austan.


mbl.is Ákall eftir forseta án tengsla við valdöfl og fjármálakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OK, sköllóttu hjónin höfða til þín.  Allir eiga sitt atkvæði og er velkomið að verja því eins og þau kjósa.

Baldur er Baldur, Kaus með icesave en skortir kjark til að gangast við því.  Felix er kjaftfor skíthæll sem hefur þann eina metnað að vera woke, no matter what,  Við deilum ekki skoðun á meintum útlitsgæðum hans.

En við erum í sömu stöðu, þú getur valið minn forseta og ég get valið þinn.  Ég get lofað þér því að ég vel ekki þann sem þér þóknast.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.5.2024 kl. 20:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni minn.

Þó þú látir ekki skíthæl segja þér hvað þú eigir að kjósa, og vonandi Höllu Hrund ekki heldur, ef þér líst vel á hana, þá kýst þú hana þó hún sé ekki sammála því vali.

En hvernig þú fékkst þá flugu í höfuð að ég kysi Baldur er mér fyrirmunað að skilja, þó ég haldi því staðfastlega fram að hann eigi flottasta makann.

Það liggur við að ég rifji upp fyrir þér pistilinn sem ég átti svo erfitt með að slá botn í því ég hló alltaf meir og meir eftir því sem pistillinn vatt upp á sig.

Geri það samt ekki, hann má hvíla, blessuð sé minni hans.

Arnar er minn maður, tilkynnti það um leið og hann gekk úr flokknum.

Sjálfstæður maður sem velur sannfæringu fram yfir frama, á allan heiður skilinn.

Og atkvæði mitt líka.

Það er nú bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.5.2024 kl. 22:41

3 identicon

Sæll Ómar

Ég hef ekki breytt afstöðu minni að ég kem til með að kjósa Höllu Hrund finnst hún flottust í þetta embætti er með forsetaþokkaní þetta veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra það betur sumir segja Vigdísar bragur á henni er kannski sammála því

Ég efast að Halla Hrund frekar en aðrir sem eru í framboði í dag til forseta komi til með að standa í lappirnar eins og Herra Ólafur Ragnar Grímsson gerði í den það var svakalegt að horfa á þegar taugarnar hans fóru að titra þegar það gekk sem mest á í kringum hann

Bestu kveðjur, Baldvin Nielsen  

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 14.5.2024 kl. 17:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Baldvin.

Það var ekki að ástæðulausu sem ég skrifaði þessi orð; "Og örugglega munu margir ekki láta Höllu Hrund segja sér fyrir verkum og kjósa hana engu að síður".

Vegna þess að fólk kýs það sem það telur réttast eða vill kjósa, eða hvernig ég á að orða þetta.

Pistill minn er hins vegar háð, gegnheilt háð, vegna þeirrar örvæntingar Höllu Hrundar að hún telji sig þurfa að mæta þverrandi fylgi með beinum árásum á nöfnu hennar Höllu, sem og Katrínu Jak.

Hvað var að því að segja bara; ég er ég, og svona er ég.

En varðandi Ólaf, þá tel ég mig hafa átt þátt í að orða valkosti hans þann fyrsta janúar 2010, eftir að hann stóð nakinn á berangri eftir mjög grimmilegt áramótaskaup.

Að mínum dómi þá var engin von í Ólafi þegar ég fór að sofa sársvekktur að kveldi þann 30., sú svartsýni mótaði aðeins afmæli mitt þann 31. des, ég drakk hraðar, varð fyllri fyrr, en sá eftir áramótaskaupið að þarna var sóknarfæri, og það þyrfti að orða, og það snögglega rann af mér.

Ólafur er hetja, og þó ég Vigdís sé forseti minn, þá hefði hún, eða Guðni greyið, örugglega ekki Kristján, þekki ekki nóg til Ásgeirs eða Sveins til að fullyrða nokkuð, en ég veit samt að Ólafur er sá eini.

Og persónulega held ég að sá eini komi ekki aftur.

Baldvin, Halla Hrund er glæsileg, í guðanna bænum láttu ekki kerskina í mér hafa áhrif þar á.

Alveg eins og Ferguson þá er Ólafur minn maður.

Hann er liðinn en við þurfum samt að mæta framtíðinni með bros á vor, og bros Höllu Hrundar á fáa sína líka.

En til að ítreka, þá er enginn sem toppar Felix.

En það er bara mín skoðun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.5.2024 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 2822
  • Frá upphafi: 1355179

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2377
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband