Og þá hló Marbendill

 

Ofsalega þurfa menn að eftir að hafa lært lögfræði, að hafa unnið lengi í kerfinu til að geta látið annað eins þvaður út úr sér; líklega samt ekki, hugsanlega en þó ekki vitað, mega nota vopnin en þurfa að gæta betur að mannréttindum þeirra sem þeir sprengja í tætlur með þeim.

Þetta með mannréttindin slær reyndar út vitleysuna þegar MDE komst að þeirri niðurstöðu að það væri mannréttindi eldri borgara að þurfa ekki að upplifa afleiðingar hlýnunar jarðar, og þau mannréttindi yrðu svissnesk stjórnvöld að tryggja, líklegast með því að fara í opið stríð við Kína og Indland, og þá kannski með því að senda flotann.

 

En það olli ekki hláturkasti Marbendils heldur að Bandaríska utanríkisráðuneytið af öllum ráðuneytum heimsins skuli spá og spuklera í hvort mannréttindi séu brotin á sakalausum fórnarlömbum stríðsátaka.

Það féllu nákvæmlega 2.973 óbreyttir borgarar í hryðjuverkárás Sáda á Bandaríkin kennda við Tvíburaturna, og í stað þess að taka í lurginn á Sádum og sprengja þar allt í loft upp, þá var í nafni stríðs við hryðjuverk, ráðist inní Afganistan og Írak, auk þess að meintir grunaðir hryðjuverkamenn hafa verið sprengdir í tætlur ásamt fylgifé um öll Mið-Austurlönd.

Bara stríðsárásirnar á Írak og Afganistan, lönd sem höfðu ekkert með hryðjuverkaárásirnar að gera, hvorki að skipuleggja þær, fjármagna eða framkvæma, kostaði beint hundruð þúsunda óbreyttra borgara lífið, óbeint vegna afleiðinga á eyðileggingu innviða og eftirkasta stríðsátakanna, má tala um milljónir.

Og ég get svo lifandi svarið að í þessum stríðsátökum voru bandarísk vopn notuð.

 

Ennþá hlálegra finnst Marbendli þegar stjórnvöld sem tóku sér það vald til að sprengja upp óbreytta borgara í öðrum löndum, vegna gruns um að meðal þeirra væru meintir hryðjuverkamenn, tali um mannréttindi meintra fórnarlamba.

Gættu bandarísk stjórnvöld af mannréttindum allra þeirra brúðkaupsgesta sem þeir sprengdu í loft upp??, og svo Úppps, sorry, rangar upplýsingar, enginn hryðjuverkamaður.  Eins og annars hefðu brúðkaupsgestirnir verið réttdræpir.

Án allra mannréttinda.

 

Spyr sá sem ekki veit en svona væl eins og þessi frétt fjallar um, er hlálegur kattarþvottur ríkis sem gæti stöðvað þessi átök og þvingað deiluaðila að samningaborðinu.

Það er tímabært að Bandaríkjamenn segi við Ísraelsmenn að núna sé þetta orðið gott, nú hætti þeir að stríða gegn því að fá alla gísla til síns heimahaga.

Íbúar Gasa munu síðan sjá um að refsa hinum seku í Hamas, þeir fái til þess stuðnings alþjóðasamfélagsins sem sendi friðargæslulið inná Gasa og í skjóli þeirra verði bundið endi á ógnarstjórn Hamas.

Svo ein nálgun sé rædd.

 

En að skemmta Marbendil þó kallinn í brúnni sé elliær.

Það gerir ekki þetta öflugasta ríki hins vestræna heims.

 

Það er mál að linni.

Og það fyrir löngu.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísraelar hafi líklega brotið alþjóðalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 496
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6080
  • Frá upphafi: 1400019

Annað

  • Innlit í dag: 452
  • Innlit sl. viku: 5216
  • Gestir í dag: 434
  • IP-tölur í dag: 429

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband