6.5.2024 | 09:11
Sveltum okkar eigið fólk.
Á einhverjum tímapunkti þarf fólk að horfast í augu við hverjir hófu þetta gjöreyðingarstríð á Gasa, hverjir viðhalda því, og hverjir bera ábyrgðina á því að það tekur engan endi.
Stríðsmenn Hamas hófu þetta stríð með voðaverkum sínum í Ísrael, voðaverk sem eiga ekkert skylt við stríðsátök eða varnarbaráttu kúgaðra sem reyna að endurheimta land sitt.
Þessi voðaverk nutu víðtæks stuðnings almennings á Gasa, sem og hjá brottfluttum Palestínuaröbum búsettum á Vesturlöndum. Á annan hátt er ekki hægt að túlka mikil fagnaðarlæti sem brutust út þegar fréttir bárust á morðum og viðbjóðslegum misþyrmingum á almennum borgurum Ísraelsmegin við landamærin.
Þessi voðaverk nutu víðtæks stuðnings meðal stuðningsfólks Palestínuaraba, samtök eins og Ísland-Palestína réttlættu þau strax, þar fólst viðbjóðurinn ekki bara í að réttlæta það sem aldrei er hægt að réttlæta, sama hver gerandinn er eða fórnarlömb hans, heldur líka máttu forsvarsmenn slíkra samtaka gera sér ljóst hvaða afleiðingar þessar árásir myndu hafa á líf og limi íbúa Gasa-strandarinnar.
Samt hefði verið hægt að stöðva manndrápin og eyðilegginguna á Gasa í fæðingu, ef alþjóðasamfélagið hefði strax sent ríkisstjórn Ísraels þau skýru skilaboð að hinkra með útrýmingarstríð sitt á hendur Hamas á Gasa á meðan það myndi knýja Hamas til að láta alla gísla lausa og framselja alla sem ábyrgðina báru á voðaverkunum, jafnt þá sem frömdu og þá sem skipulögðu þau, til stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Draumórar myndu flestir segja, að það næðist alþjóðleg samstaða um slíkt þannig að Sameinuðu þjóðirnar myndu beita sér til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegar hörmungar óbreyttra borgara Gasa, jafnt hið fyrirsjáanlega gríðarlega mannfall sem og hina algjöru eyðingu mannvirkja, jafnt íbúða sem innviða.
Sjálfsagt en þeir sem legðust gegn þeirri samstöðu bæru þá hina beinu ábyrgð á hinum fyrirséðu hörmungum, ekki Hamas, ekki Ísrael, heldur þeir sem sögðu Nei vegna sinna eigin pólitískra hagsmuna.
Ábyrgðin á því stríði er því þeirra sem gerðu ekki það sem þeir áttu að gera til að stöðva þessi stríðsátök.
Það aðgerðarleysi sýnir alvarleik ástandsins í heimsmálum í dag, heimurinn er klofinn í herðar niður milli ólíkra fylkinga og hagsmuna, sem eru ófær um að ná saman á ögurstundu þegar mannkynið allt virkilega þarfnast þess.
Fyrirsjáanlegt vissulega, en jafn sorglegt fyrir það.
Á meðan heldur refskákin áfram.
Ísraelsmenn sprengja og drepa, og ef eitthvað lát virðist vera á, þá senda herskáir Hamasliðar eldflaugar yfir landamærin, svo það sé öruggt að átökin haldi áfram.
En að skjóta þeim á landamærastöð sem er opin fyrir innstreymi hjálpargagna er eitthvað svo sjúkt að maður trúir því varla.
Örlitla stund gleymir maður því að hungrið á Gasa er eitt af vopnum Hamas til að fóðra almenningsálit á Vesturlöndum, og þá sérstaklega Góða fólksins sem má ekkert aumt sjá.
Og maður spyr sig; Er ekkert lát á þeim hörmungum sem þið bjóðið þjóð ykkar í þessu vonlausa stríði ykkar við Ísrael??
Því þetta stríð er vonlaust því voðaverkin sem stríðsmenn Hamas frömdu í Ísrael voru mjög einföld skilaboð; ef þið verjið ykkur ekki, þá útrýmum við ykkur. Og þjóð sem fær slík skilaboð og er miklu öflugra herveldi, ver sig þar til yfir líkur og það eina sem er öruggt í slíkum átökum er að sá sem er verr vopnum búinn lifir þau átök ekki af.
Samt hóf Hamas þetta stríð, og samt heyir Hamas þetta stríð.
Gegn þungvopnuðum skriðdrekum Ísraela, flugvélum og öðrum nýtísku hernaðartólum, teflir Hamas fram þjáningum sinna eigin íbúa því þeirra helsta vopn er áróðurinn.
Og meðan hann virkar þá er áfram barist.
Hér á Íslandi gengur Morgunblaðið og Ríkisútvarpið í takt með Hamas.
Eru hluti af áróðursvopni þeirra.
Palestínumenn eru drepnir í svokölluðum hefndarárásum Ísraela, talað er um stríðsglæpi og þjóðarmorð, allt gert til að draga upp þá mynd að Ísraelsmenn séu að berjast við sjálfa sig á Gasa, og í þeim átökum sé saklaust fólk drepið umvörpum.
Spítalar séu sprengdir í loft upp, af því bara, en ekki vegna þess að í þeim hafa Hamasliðar vígbúist og verji þá. Ísraelskir hermenn skjóti fólk, jafnvel börn, að gamni sínu, en ekki vegna þess að þeir eru í stríði í þéttbýli þar sem skotið er stanslaust á þá, jafnt úr byssum sem sprengjuvörpum.
Eins og menn viti ekki að hermenn vita að þeir lifa ekki af átök ef þeir skjóta til baka eftir að þeir eru dauðir.
Eða í stríðsátökum fellur fólk, jafnt hermenn sem og óbreyttir borgarar, en það er ekki drepið.
Það féllu tugþúsundir Kínverja, jafnt hermenn sem óbreyttir borgarar í vörn Nanjing (höfuðborg Kína eftir fall Peking) 1937, en eftir fall borgarinnar, eftir að bardögum var hætt, þá drápu japanskir hermenn eftirlifandi hermenn sem og fjölda óbreyttra borgara, allt að 100.000 þúsund manns.
Að nota orðið drepa yfir mannfall í stríðsátökum, gjaldfellir orðið að drepa þegar sagt er frá morðum og drápum eftir uppgjöf annars stríðsaðilans. Slíkt upphefur voðaverkin, samsinnar sig þeim, sá sem það gerir tekur í raun afstöðu með þeim sem þau fremur.
Á það treystir Hamas og það vopn hefur virkað vel hjá þeim hingað til.
Þeir geta treyst á fávísi í bland við sjúkleika þeirra sem vita betur.
Þess vegna skjóta þeir eldflaugum á opna landamærastöð til að viðhalda hungrinu á Gasa, þess vegna vígvæða þeir spítala sína og verja þá þar til þeir eru rústir einar.
Þess vegna skjóta þeir eldflaugum úr íbúðablokkum, eða skjóta á ísraelska hermenn úr þeim svo það sé öruggt að húsin séu sprengd í tætlur.
Þeir treysta á áróðursvopn sitt, þeir treysta á sigur í stríðinu sem er háð á samfélagsmiðlum.
Meinið er að raunveruleikinn er ekki á samfélagsmiðlum og þeir eru að tapa stríðinu í mannheimum.
Þjóð sem hótað er útrýmingu gefst ekki upp fyrir lækum í netheimum.
Eina vopnið sem ver Hamas fyrir lokaárás Ísraelshers er líf gíslanna og það er að deyja í höndum þeirra.
Þetta vita íbúar á Gasa og þeir spyrja sig; af hverju??
Frá fyrsta degi í hljóði því ógnarstjórn Hamas kæfir í blóði alla andstöðu.
Svo fóru raddir að heyrast þó engin viti um örlög þeirra því meðvirkir fjölmiðlar Vesturlanda höfðu meiri áhuga að spila síendurtekna áróðursplötu þar sem sannarleg fórnarlömb stríðsátakanna tjáðu harm sinn og spurðu, Hvað höfun við gert??.
Í stað þess að leita upp þessar raddir og afhjúpa áróðursmaskínu Hamas. Slá þannig bitið úr áróðursvopni þeirra.
Hljómur þessara radda hefur hækkað og loksins fengið áheyrn vestrænna fjölmiðla.
DV birti frétt þar um og ég ætla að vitna að lokum í þá frétt;
"Jótlandspósturinn segir að margir Gazabúar segi að Hamas hefði átt að vita að árásin á Ísrael þann 7. október myndi hafa miklar afleiðingar og að samtökin hefðu átt að gera meira til að vernda almenna borgara. Þess í stað hafi liðsmenn samtakanna látið sig hverfa ofan í göngin undir Gaza og hafi skilið óbreytta borgara eftir varnarlausa.
"Þeir hefðu átt að sjá viðbrögð Ísraels fyrir og hugleiða hvað myndi verða um þær 2,3 milljónir sem búa á Gaza og hafa engan öruggan stað til að fara á. Þeir hefðu átt að takmarka þetta við hernaðarleg skotmörk" sagði Nassim, embættismaður á eftirlaunum, í samtali við Financial Times og vísaði þar til þess að meirihluti þeirra 1.200 Ísraelsmanna, sem féllu í árás Hamas, voru óbreyttir borgarar. Walid, sem starfar við neyðarhjálp á miðhluta Gaza, sagði í samtali við dagblaðið Science Monitor að honum finnist að "Hamas hafi lagt líf okkar að veði í leik og tapað".".
Það segir allt sem segja þarf um Ísland í dag að hvorki Morgunblaðið eða Ríkisútvarpið hafa ekki ljáð þessu röddum fórnarlamba Hamas eyru.
Því það hentar þeim ekki, þau eru líka í stríði, með Hamas, gegn gyðingum, sem á að útrýma.
Þeir eru gerendur, eru hluti af þeim stóra hópi sem ber ábyrgðina á stríðinu á Gasa.
Á meðan deyja börnin á Gasa.
Og engin lát á hörmungum íbúa þar.
Sorglegra en tárum tekur.
Kveðja að austan.
Þrír létust í árásinni og tólf særðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1412821
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 398
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heimurinn vill losna við Gyðinga. Höfðingi þessa heims veit að hjálpræðið kemur frá Gyðingum.
Þess vegna fer Hið Góðafólk allra landa nú gegn Ísraelsmönnum, ekki aðeins Palestínumenn.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2024 kl. 13:34
Þú ert illa upplýstur ef þú heldur að þessi átök hafi byrjað 2023. Þau byrjuðu fyrir meiri en öld síðan með útþenslu og landráni ísraela. Frumbyggjarnir hraktir frá heimkynnum sínum og hafa þurft að hokra á smá landræmu sem eru vesturbakkin og Gaza í á aðra öld. Ásælni ísraela hefur m.a. byrst í morðum þeirra á frumbyggjum á vestubakkanum sem á sér bara eina einfalda skýringu, ásælni ísraela í Palestínskt land.
Á meðan þú ert ófær um að átta þig á því hver er árásaraðilinn og hver það er sem verst þá ertu ómarktækur í umræðunni.
Kveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 14:03
Við þetta er síðan því að bæta að sá sem fremur ódæðisverk er sjálfur ábyrgur eiginn gerða. Það er ekki á ábyrgð Hamas að ísaelar hafu myrt tugþúsundir saklausra borgara. Gyrtu þig í brók Ómar, gyrtu þig í brók.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 14:17
Bjarni minn hættu þessu tuði, við höfum fullrætt þegar ég sá skottið hjá þér.
Biluð plata batnar ekkert þó hún sé spiluð oftar, og engum málstað greiði gerður með því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2024 kl. 14:51
Blessaður Guðmundur Örn.
Eitthvað er það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2024 kl. 14:52
Ég ítreka það sem ítrekað hefur áður komið fram, ef þú fremur fólskuverk þá er abyrgðin þín, ekki annara. Þú getur spilað þig sem eitthvert fórnarlamb, en þínar gerðir eru þínar gerðir, ekki annara. Kallaðu það tuð en það breytir engu um að sá sem myrðir er morðingi
Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 15:40
Æ Bjarni, sá sem er húsbóndi í neðara tekur ekki einu sinni undir þetta tuð þitt.
Voðaverk nasista í Rússlandi hurfu ekki eftir að Rauði herinn hrakti heri Þjóðverja út úr Sovétríkjunum.
Og Rússar myrtu ekki íbúa Berlínar.
Þeir féllu fram að þeim degi sem Berlín gafst upp.
Þeir sem voru drepnir eftir það voru myrtir, ef drápin voru án dóms og laga.
Hvað veit ég svo sem hvað þið krakkarnir skiljið, en handbendi Hamas á ritstjórn Morgunblaðsins geta ekki skýlt sér að baki heimsku, fáfræði, eða æsku þess sem ekkert veit, og bullar út í hið óendanlega.
Spjót mín beyndust að þeim Bjarni en ekki þér, þú átt aðeins mína vorkun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2024 kl. 17:39
Saklausir borgarar í stríði eru ekki til.
Eins og Ómar Geirsson segir: Voðaverkin 7. október s. l. nutu víðtæks stuðnings almennings á Gasa, það gerir þjóðina seka, og sama er að segja um stuðningsfólk Palestínuaraba víðsvegar um heiminn og Góða fólkið á Íslandi.
Þannig höfum við Íslendingar skipað okkur í hóp hinna seku gagnvart Ísrael, fylgt liði með þeim sem berjast með Hamas, gegn Gyðingum, til þess að útrýma þeim. Og ekki nóg með það, við höfum einnig lýst yfir stríði á hendur Rússum með vopnasendingum til Úkraínumanna.
Þegar Rússar skjóta kjarnorkusprengju á Reykjavík og eyða borgarbúum, þá verður það ekki hryðjuverk gegn saklausum borgurum hér, heldur svar við árás frá óvinaþjóð með réttmætum hætti. En við deyjum í þeirri trú að við höfum verið Góða fólkið.
Eftir það koma ekki margar sendingar frá Íslandi, hvorki vopn né hatursáróður.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.5.2024 kl. 17:50
Blessaður Guðmundur.
Eins og þú setur þetta upp þá er margt til í þessu.
Sá sem á í stríði, hann telur sig örugglega hafa réttinn með sér, hvort sem það er Hamas, Rússar eða Japanir. Svo ég nefni einhverja ljóta kalla.
En sá sem við upplifum ljóta, lítur á hinsvegar hinu meinta góðu sem ljóta kalla, og þessi togstreita viðheldur átökum, drápum, ásamt upphafningu þeirra sem telja sig svo góða að þeir hafi rétt fyrir sér.
Mín afstaða er hins vegar einföld, sá sem hefur árás, er sekur um stríð. Og sá sem verst er í fullum rétti.
Mín afstaða hefur ekkert að gera með æðri rök, en ég fyrirlít bæði voðaverk Hamas sem og Rússa. Ef voðaverkin væru á hin bóginn, þá væri fyrirlitning mín líka á hinn bóginn.
Kannski er þetta ekki nógu djúpt fyrir þig Guðmundur, og örugglega ekki fyrir Bjarna í neðra. En svona er samt mín afstaða, og ég vona að Meistarinn frá Nasaret sé sammála mér þó ég hafi enga hugmynd um það. Veit samt að hann boðaði frið en fordæmdi aldrei réttinn til að verja sig gagnvart ofríki og yfirgangi, hvað þá morðárásum Hamas eða innrás Pútíns í Úkraínu.
Það að vilja frið þýðir ekki undirgefni gagnvar árásaraðila, eða að vörn gegn þeim sé úr ranni þess ljóta.
Það að vilja frið þýðir að við ráðumst ekki á annað fólk, og við leysum deilur með samningum en ekki ofbeldi.
Kannski ekki skrifað í biblíuna, en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Meistarinn frá Nasaret skrifaði ekki sjálfur stafkrók í henni. Aðeins eftir honum var haft, en ef hann hefði skrifað sjálfur, þá trúi ég að hans skrif hefðu verið eitthvað í líkingu þess sem ég reyndi að segja, og vill meina að sé forsenda þess að börnin okkar lifi af.
En hvað veit ég.
Ég veit hins vegar að sá í neðra er ekki Mentor í þessu dæmi.
Þó Góða fólkið tilbiðji hann og lúti hans vilja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.5.2024 kl. 18:19
Ekkert mál, þú ert siðlaus og ert fylgjandi morðum á saklausum borgurm. Þér hefur tekist að koma því til skila.
Kveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2024 kl. 19:04
Reyndar er það svo að Hamas hafa samþykkt síðust vopnahléstillögur en ísraelsmenn hafnað þeim. Svo hverjir eru nú að viðhalda stríðinu, Ómar? Að halda því fram að meintur stuðningur íbúa á Gazasvæðinu réttlæti morð á börnum og konum" vegna þess að það eru engin fórnarlömb í stríði" er viðbjóðslegt og lýsir innræti þess sem heldur því fram, Guðmundur. Að mínu viti er morð morð , alveg sama hvort það er í stríði eða ekki.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 06:16
Jósef. Þegar ríki ræðst inní annað ríki og hörfar síðan inn fyrir sín eigin landamæri, þá verður það ekkert stikkfrí þó það vígbúi borgir sínar og bæi og verjist þar. Íbúar Berlínar sem féllu í umsátri Rússa um borgina, voru ekkert myrtir, þeir féllu. Jafn dauðir fyrir það en eins og ég útskýri hér dæminu um voðaverk Japana í Nanjing 1937 þá féll fólk í umsátrinu um borgina, en eftir að varnarliðið gafst upp og Japanir héldu áfram að drepa fólk, þá er talað um að þeir hafi myrt fólk.
Pólsku liðsforingjarnir sem féllu við vörn Póllands eftir Þjóðverja 1939 voru ekki myrtir, þó þeir væru steindauðir, það sama gilti um þá pólsku liðsforingja sem reyndu að verja landið fyrir rússneska innrásarliðinu. En þeir pólsku liðsforingjar sem voru drepnir í Katyn skógi voru myrtir, þeir höfðu gefist upp, hvað þá varðar var stríðið búið.
Sá sem hefur ekki orðskilning eða málskilning til að skilja þennan mun, hann bullar svona eins og þú gerir hér að ofan, það hefur enginn sagt það sem þú ert að fullyrða. Hugsaður áður en þú skrifar Jósef.
Óbreyttir borgarar deyja á Gasa vegna þess Hamas réðst inní landamærabæi Ísraels, myrti þar óbreytta borgara og verjast núna meðal óbreyttra borgara. Þar liggur sökin, hún liggur hvergi annars staðar, svo ég vitni í fórnarlömbin, fólkið sem þú þykist bera umhyggju fyrir en gerir ekki; "Jótlandspósturinn segir að margir Gazabúar segi að Hamas hefði átt að vita að árásin á Ísrael þann 7. október myndi hafa miklar afleiðingar og að samtökin hefðu átt að gera meira til að vernda almenna borgara. Þess í stað hafi liðsmenn samtakanna látið sig hverfa ofan í göngin undir Gaza og hafi skilið óbreytta borgara eftir varnarlausa.".
Ef Ísraelsmenn hefðu hafið þetta stríð eins og klikkhausarnir í ríkisstjórn þeirra höfðu örugglega íhugað, þá bæru þeir ábyrgðina á stríðinu og hinum tilgangslausu drápum og eyðileggingu. En Hamas hóf það og er ennþá að berjast, ábyrgðin er þeirra.
Að lokum varðandi þetta vopnahlé Jósef þá gerði ég netleit og kynnti mér það á vef Reuters og auðvitað var maðkur í þessu, það gerir ekki ráð fyrir lausn allra gíslanna, og þar með var vitað að ríkisstjórn Ísraels myndi aldrei samþykkja það. Það var sýnd áróðursins en ekki alvara.
Hins vegar skil ég ekki af hverju bandarísk stjórnvöld þvingi ekki klikkhausana beggja vegna girðingar til að setjast niður og ná sátt. Ég sé ekki hvernig þetta stríð þjóni hagsmunum Ísraels, þeir eru komnir í forað sem engan endi tekur. Þeir ná aldrei að útrýma Hamas, fyrir hvern einn sem þeir drepa spretta þrír upp, þannig er það alltaf með kúgaðar þjóðir. Spurningin snýst um stríðsþreytuna, hin tilgangslausu dráp og ofbeldi á báða bóga, hvort vilja menn þjóna þjóðum sínum eða vopnaiðnaðinum og þeim sem eiga hagsmuni að stöðugum ófriði??
Ef Hamas sleppir öllum gíslum gegn vopnahléi, þá á að þvinga Ísraelsmenn til að semja um frið sem hugsanlega gæti varað í einhver ár. Forsendan er að Hamas skuldbindi sig að láta af árásum á Ísrael, geri samtökin það ekki þá halda bara drápin, og gagndrápin út í hið óendanlega.
Að fullorðið fólk skuli ekki sjá þetta og skynja Jósef, er mér fyrirmuna að skilja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 08:00
Bjarni minn.
Ískrið verður bara hærra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 08:01
Þú ert siðlaus drullusokkur. Hamas reðst ekki inn í israel, Hamas drap gyðinga í Palstínu sem voru þar án heimildar, ólögegt landtökufólk.
Hefur þú tekið eftir því að á þínu eigin bloggi eru fáir sem taka undir með þér. Þetta sjúka blæti þitt með ísrael en orðið meira en vandræðalegt
Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 11:06
Þú segir það Bjarni, fáir taki undir með mér!!, er það orðinn mælikvarði á skrif fólks??
Annars ráðlegg ég þér að lesa orð þín hér að ofan, og íhuga hvað þau segja um þig.
Í alvöru Bjarni minn, í alvöru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 14:53
Ómar minn. Ég verð nú að taka svolítið mark á ískrararnum. Landtaka er nú bara annað orð yfir innrás. Ef þú skoðar kort frá 1949 sem sýnir landamæri ísraels og síðan kort í dag þá sérðu hversu mikið land ísraelsmenn hafa bætt við sig á kostnað bræðra sinna . Sökin á þessum átökum er sennilega beggja eins og gengur og friður verður aldrei nema samið sé. Illindi og stríðsrekstur skapar bara hatur. Ekki vera þeim megin.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 14:55
Jósef, ég hef þekkt þig lengi og alltaf virt þínar skoðanir, hvort sem þær fara saman við mínar eður ei. En ef þú gerir þessa skoðanir að þínum; "Hamas reðst ekki inn í israel, Hamas drap gyðinga í Palstínu sem voru þar án heimildar, ólögegt landtökufólk.", þá held ég að við höfum fátt að ræða í framtíðinni.
Læt þig samt njóta vafans núna og ég skal svara efnisatriðum þínum.
Það er rétt að Ísraelsríki stækkaði eftir stríðið 1948, fyrst og fremst hertók það landspildur í norðurhlutanum til að fá samfellt landsvæði þar og það er staðreynd að þar var fólk hrakið á flótta, og þeir Palestínuárabar sem flúðu innan Ísraels fengu ekki að snúa til baka í heimabyggðir sínar. En það var stöðugt stríðsástand, og það voru nágrannaríki Ísraels sem hófu stríðið til að þurrka landið út af landakortinu. Það verja allir sig og sína, og gera aðrar kröfur til gyðinga er ekkert annað en stækt gyðingahatur.
Rússar hirtu stór landsvæði af Þýskalandi og hröktu íbúana á brott, ertu þá að meina að hinir landflótta Austurprússar sem höfðu átt heima þarna í árhundruð, megi hvenær sem er stúta fólki í Kalíngrad, vegna þess að þeir áttu einu sinni heima þarna?? Eða Þjóðverjarnir sem voru hraktir af landsvæðum sem Pólverjar hertóku, eða þá þeir Pólverjar sem Sovétmenn hröktu úr austur héruðum þess lands sem núna er Belarus.
Þvingaður brottflutningur fólks eftir Seinna stríð eru oft sagðir stærstu þjóðflutningar sögunnar, mega þá allir drepa alla núna þegar núna tæpum 80 árum eftir þá??? Eða eru það bara gyðingar sem eru réttdræpir að þínum dómi?
Síðan er það hin ólöglega landtaka á hernumdum svæðunum, samkvæmt alþjóðalögum er hún og verður alltaf ólögleg, einmitt vegna þess að Vesturbakkinn og Gasa eru hernumin svæði, ekki frá Palestínu, hún var ekki til þá sem sjálfstætt ríki, heldur frá Epyptalandi annars vegar og Jórdaníu hins vegar. Það er smán alþjóðasamfélagsins hvernig öfgaöfl í Ísrael hafa komist upp með þá gjörð, en en það er margt ólöglegt í þessum heimi, og þú leysir ekki deilur með því að ráðast á saklausa borgara og myrða þá umvörpum.
Og á því áttar þú þig Jósef þegar þú segir "Sökin á þessum átökum er sennilega beggja eins og gengur og friður verður aldrei nema samið sé. Illindi og stríðsrekstur skapar bara hatur". En þú bullar þegar þú bætir við; "Ekki vera þeim megin".
Hver segir að ég sé gyðingameginn í þessari deilu, ég held mig bara við staðreyndir. Ég móta skoðanir mínar út frá fordæmingu á morðum og ofbeldi, en ég lifi í raunheimi og veit að í stríði er fólk drepið, þess vegna eiga menn ekki að hefja stríð.
Ég hef megnustu skömm á öfgalýð beggja vegna girðingarinnar, fyrirlít Íslamista, kristna öfgamenn eða öfgagyðinga. En ég virði trú, einlæga trú, hvort sem hún er hjá gyðingum, kristnum eða múhameðstrúarmönnum. Guðmundur Örn sem kemur hér reglulega í heimsókn er til dæmis í mínum huga einlægur trúmaður, og hans trú byggist ekki á því að fara með eld og brennistein gagnvart vantrúuðum þó hann vissulega segi samlöndum sínum til syndanna, enda slíkt bara hollt og gott fyrir fólk á þessum trúlausu upplausnartímum.
Og Jósef, þú ert ekki að styðja venjulegt fólk á Gasa með því að telja voðaverk Hamas á einhvern hátt réttlætanleg.
Þá tek ég undir með Guðmundi Erni, þá ertu að styðja höfðingjann í neðra, nema ég tel reyndar að hann sé hættur að skilja í þessari upplausn. En það er bara mín skoðun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 20:23
Þú ert skrýtin skrúfa og ómerkilegur fyrir allan peninginn. Fordæmir ofbeldi gegn almennum borgurum en réttlætir það í næstu setningu
Palestína er eldra en ísrael, eldra en biblían. Þar hefur búið þjóð í þúsundir ára. Það var ekkert óbyggt land þegar gyðingar settust þar að í upphafu síðustu aldar. Þín fáfræði og vanþekking réttlætir ekki ofbeldi og kúgun.
Þú ert besta afsprengi fáfræði og heimsku, stuðningsmaður ofbeldis og fyrirtaks drullusokkur.
Reyndu ekki að láta eins og þú sért einhver boðberi friðar og réttlætis.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 21:53
Ísssskur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 22:43
Heimskur
Bjarni (IP-tala skráð) 7.5.2024 kl. 23:16
Nei Ómar. Þessar skoðanir sem þú nefnir geri ég ekki að mínum. Því ef þú hefur lesið rétt fordæmi ég öll morð og skiptir þá engu hver er að verki. Varðandi innrás í Ísrael þá á Bjarni eflaust við að þetta svæði sem Hamas liðar réðust inn í og drápu nokkur hundruð ungmenna tilheyrir í raun Palestínu sem ísraelsmenn hafa gert að sínu, en það breytir engu. Fólk er bara fólk og það á alltaf að vera í fyrirrúmi. Ekki stjórnvöld og alls ekki hryðjuverkamenn.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 07:44
Sé að þú hefur misskilið orð mín " Ekki vera þeim megin". Að sjálfsögðu átti ég ekki við Ísraels megi eða Palestínu megin heldur þeim megin að telja stríð og hatur vera lausnin á vandamálinu. Er þetta bull?
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.5.2024 kl. 07:48
Bjarni bullar, en hann er ungur.
Það erum við hins vegar ekki Jósef.
Takk fyrir þetta, mér þykir vænt um að vita þetta.
Kveðja að austan.
PS. Þetta land tilheyrir Ísrael, þetta voru ekki landtökubyggðir sem þeir réðust á. Og kannski það sjúkast í þessu og sýnir hvernig öfgaöfl beggja vegna girðingar vinna saman, er að þeir drápu ungmenni sem þráðu frið og í samyrkjubúunum bjó fólk sem fyrirleit öfgagyðinga. Fólk sem vildi samræður og sátt.
Ómar Geirsson, 8.5.2024 kl. 07:53
Og Nei Jósef, ég misskildi ekki orð þín enda vel læs.
Og mér er gjörsamlega óskiljanlegt að þú lesir þetta úr orðum mínum og skrifum, það eina sem mér dettur í hug að þú hafir ekki lesið þau.
Ég er friðarsinni en það er ekki að vera friðarsinni að taka ofan fyrir ofbeldismönnum og láta þá sigra heiminn, svona í trausti þess að það sé friður og ást þarna hinum megin.
Varnarstríð eru alltaf réttlætanleg, líka þau ógeðfeldu, Rússar höfðu rétt til að ráðast inní Þýskaland á sínum tíma, þó vitað væri að í þeirri innrás myndi mjög margir óbreyttir borgar falla. Stríðsglæpir þeirra, það sem þeir gerðu við varnarlaust fólk eftir að hermenn lögðu niður vopn eða hörfuðu frá víglínunni, eru ekki réttlætanlegir með tilvísun í stríðsglæpi Þjóðverja í Rússlandi, en það er bara önnur saga.
Og mikið má fólk vera sjúkt í sinni ef það reynir á nokkurn hátt að réttlæta það að öfgamenn megi halda þjóð sinni í gíslingu miðaldahaturs, steypa því út í vonlausa styrjöld sem augljóst var að myndu kosta tugþúsundir lífið, og það til að vinna einhvern propaganda sigur. Sjúkast að öllu er síðan að reyna réttlæta á einhvern hátt markmið þessa öfgalýðs að útrýma rúmlega 9 milljóna manna þjóð. Það er ekki nema von þó Guðmundur Örn tali um að sá í Neðra stjórni heiminum ef þessi hugsýki er talin normið í áróðrinum.
Ég ætla síðan ekki að nota orðið heimska, aðeins hið jákvæða orð fáfræði, yfir þá staðreynd að fólk skuli ekki vita að flóttafólk styrjaldarátakanna 1948 í Palestínu er aðeins lítið brot af þeim fjölda sem hefur verið hrakinn af heimilum sínum með vopnavaldi eða vegna styrjaldarátaka frá því í fyrra stríði, 1914-1918.
Hvernig væri heimurinn í dag ef allir hegðuðu sér eins og Hamas og þeirra pótintátar??, íhugaðu það í svona eina mínútu Jósef.
Ég þarf ekki að vita svar þitt Jósef, mig dugar að þú íhugar það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.5.2024 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.