4.5.2024 | 09:23
Línur skýrast eftir kappræður.
Komandi forsetakosningar munu standa milli tveggja frambjóðenda.
Það er alveg ljóst að Katrín Jakobsdóttir hefur allt það sem þarf til að verða góður forseti, hún býr að mikilli reynslu stjórnmálamannsins, en um leið hefur henni tekist vel að koma persónunni Katrínu Jakobsdóttur til skila.
Reynsla, karma, eiginleikar sem vega þungt þegar fólk tekur lokaákvörðun sína.
Baldur Þórhallsson afhommaði sig í þessum kappræðum, smækkun hans vegna þess að hann er hommi, hefur mistekist.
Persóna hans kom vel út í þessum þætti, og enginn dregur í efa vit hans og þekkingu.
Hann er svo fulltrúi andstæðra sjónarmiða í stjórnmálum, það er að segja við ríkisstjórnina, og þess vegna mun hann verða póllinn á móti Katrínu.
Eftir þessar kappræður ætti fólki að vera ljóst að Halla Hrund er ekki tilbúin í þetta embætti, henni vantar ennþá reynslu fyrir stóra sviðið.
Hvort hún hafi verið svona skekin vegna atlögu Morgunblaðsins að framboði hennar veit ég ekki en það var eitthvað sem hún hefði átt að vita að myndi koma upp í umræðunni, og hún þyrfti að mæta hnarreist.
Þetta snýst ekki um skítinn heldur hvernig þú þværð hann af þér.
Aðrir frambjóðendur eiga ekki möguleika í þessa þrjá frambjóðendur, ég held til dæmis að Gnarrinn sé runnin út á tíma.
Þetta var samt skemmtilegur hópur og margar þarfar áherslur komu fram sem mættu alveg lifa í umræðunni.
Til dæmis varslan um sjálfstæði þjóðarinnar.
En það fjöregg er bara ekki í tísku í dag, og þjóðin hægt og örugglega soðin lifandi í regluverki Brussel sem í raun stjórnar öllu sem stjórna þarf.
Við sitjum svo uppi með gasprið og leiðindin í innlendum þjónum Brusselvaldsins þó sumir sjái sér ennþá hag í að afneita þeirri þjónkun.
Hvað um það, þá ætla ég að spá því að Katrín verði næsti forseti þjóðarinnar.
Það val gæti alveg verið verra út frá mínum stjórnmálaskoðunum en ég vil líka taka það fram að Baldur er líka mjög frambærilegur og enginn toppar Felix sem forsetafrú.
Sjáum hvað verður.
Það er langt til kosninga.
Kveðja að austan.
Landsvirkjun, ESB og dauðarefsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 574
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6305
- Frá upphafi: 1399473
Annað
- Innlit í dag: 490
- Innlit sl. viku: 5345
- Gestir í dag: 450
- IP-tölur í dag: 443
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enginn toppar Felix sem forsetafrú segir þú. Getur karlmaður verið frú??
Sigurður I B Guðmundsson, 4.5.2024 kl. 09:48
Ólafur Ragnar Grímsson 1996 - 2016 - stjórnmálafræðingur
Guðni Th Jóhannesson 2016 - 2024 - stjórnmálafræðingur
Baldur og Konni 2024 - ? stjórnmálafræðingur/kjaftagleiður gasprari
Er ekki kominn tíma á forseta sem hefur gert eitthvað annað um æfina en að sitja við skrifborð, rótandi í rykföllnum skruddum?
Bjarni (IP-tala skráð) 4.5.2024 kl. 10:37
Það er góð spurning Sigurður, en er ekki allt hægt á þessum tímum þar sem ráðandi fólk virðist ekki einu sinni vita hvernig börnin verða til.
En ég er náttúrulega bara að djóka eins og þú veist.
Felix er samt minn maður eftir að hann skemmti mér og konu minni, og stundum strákunum okkar ef þeir voru ekki að hoppa í hoppuköstulum eða sparka bolta einhvers staðar, ár eftir ár, jafnglaður og hress, þó stundum værum við aðeins 4-5 mætt tímanlega til að sú ókurteisi yrði ekki sýnd að láta Gunna og Felix skemmta fyrir 0 áhorfendur.
Að sjálfsögðu er ég að tala um Neistaflug, þar reyndi oft á manninn Felix, hann á allan heiðurinn.
En Baldur er ekki minn maður, gefur að skilja fyrir hatramman ICEsave andstæðing eins og mig, hef engan áhuga á Brusselbrúðu á Bessastaði.
Ég get samt látið hann njóta sannmælis, minn maður Arnar stækkar ekkert þó ég dundi mér við að smækka aðra.
Allavega þá óx Baldur í gær, það er hjá mér, frá því að vera ekki forsetalegur, fannst hann alltaf lúkka eins og prófessor, yfir í að vera mjög frambærilegur í embætti forseta Íslands.
Reyndar fannst mér allt fólkið koma vel fyrir og ekkert nema gott um það að segja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2024 kl. 10:49
Bjarni minn, núna hljópstu framúr þér, Guðni er sagnfræðingur en ekki stjórnmálafræðingur, skemmtilegur þar að auki.
En ég veit það ekki, það er ekki ég sem ákvað framboð Brussel.
Það eina sem ég gerði er að ég lagði mat á stöðuna.
Og þó ég sé ekki sérstaklega hrifinn af lögfræðingum í stjórnmálum, þá ætla ég samt að kjósa lögfræðing.
Því ég kýs ekki titil heldur manninn að baki og því sem hann stendur fyrir.
Af hverju heldur þú að ég hafi sett inn þessa klausu?? "Til dæmis varslan um sjálfstæði þjóðarinnar. En það fjöregg er bara ekki í tísku í dag, og þjóðin hægt og örugglega soðin lifandi í regluverki Brussel sem í raun stjórnar öllu sem stjórna þarf. Við sitjum svo uppi með gasprið og leiðindin í innlendum þjónum Brusselvaldsins þó sumir sjái sér ennþá hag í að afneita þeirri þjónkun".
Ég bara spyr?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2024 kl. 10:54
Fyrir allmörgum árum þurfti að velja einn af tólf mönnum til að verða leiðtogi fjöldans. Sá sem varð fyrir valinu hét Símon Pétur.
Nú þarf líka að velja einn af tólf til að verða Forseti Íslands. Sá á kvölina sem á völina, segir máltæki.
Vel á minnst hver setur konunga til valda og hver rekur þá frá völdum? Er það Þjóðin? Nei, Almáttugur Guð á alltaf síðasta Orðið. Hann sér til þess að við fáum þann konung sem við eigum skilið, hverju sinni, góðan eða vondan. Það verður aldrei ESB sem velur hann.
Daníel tók til máls og sagði: Lofað veri nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því að Hans er viskan og mátturinn. Hann breytir tímum og tíðum, Hann rekur konunga frá völdum og Hann setur konunga til valda, Hann gefur spekingunum speki og hinum hyggnu hyggindi. Hann opinberar hina dýpstu og huldustu leyndardóma, Hann veit, hvað í myrkrinu gjörist, og ljósið býr hjá honum. (Dan. 2:20-22).
Er líklegt að sú þjóð sem yfirgefið hefur Guð sinn og Frelsara Jesú Krist, fái góðan forseta?
Guð valdi góðan hirði úr hópi lærisveinanna tólf fyrir Kirkju sína. En hvern hinna tólf frambjóðenda lætur Hann verða fyrir valinu sem Forseta Íslenska lýðveldisins, þann versta eða þann besta?
Fyrir mér er Arnar Þór Jónsson sá besti.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 4.5.2024 kl. 12:52
Nelgdir mig þarna Ómar, en jafnvel gáfaðasta fólki getur orðið á í messunni. Trúverugleiki minn hefur vissulega beðið hnekk en er ekki algjörlega horfinn.
Keveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 4.5.2024 kl. 16:18
Kata Jak er fulltrúi WEF, stríðsæsingamaður, kolefnisköltisti og andstæðingur mannréttinda allstaðar.
Baldur er fulltrúi RÚV.
Gnarr hefur líka reynzlu af því að vera sokkabrúða, efti að hafa verið borgarstjóri.
Já...
Ekki er úrvalið beysið.
Grunar mig að við fáum ekki besta manninn í þetta. Semsagt, fastir liðir.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.5.2024 kl. 17:07
Já Guðmundur Örn, við erum ekki þjóðin, því miður.
Og almættið er eitthvað víðs fjarri þessa dagana svo þetta er eins og það er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2024 kl. 18:26
Nei Bjarni, það er einkenni gáfaðra að gera mistök.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2024 kl. 18:26
Blessaður Ásgrímur.
Kata er engin stríðsæsingamaður þó hún vilji mæta Litla Hitler.
Stríðsæsingurinn felst einmitt í því að mæta þeim ekki, Stóra Hitler og Litla Hitler.
Þetta er það sem gyðingarnir lærðu af biturri reynslu á árunum 1936-1945 og sá lærdómur bitnar á óbreyttum borgurum á Gasa í dag.
Þú tekur á móti árásarmönnum, svo einfalt er það, slíkt er aldrei stríðsæsingar, ég var til dæmis ekki slagsmálahundur þó ég væri eini strákurinn í bekknum sem tók á móti búllanum í bekknum, við erum góðir vinir í dag.
Síðan veit ég ekki hvað þetta WEF er, og svo finnst mér það klén ásökun að ásaka hana um að vera andstæðingur mannréttinda allsstaðar, ég kalla nú ekki allt ömmu mína þegar kemur að hundalógík ýmiskonar en mig skortir ímyndunarafl fyrir svona hnýtingu.
En það er rétt, hún er í vasa glóbal auðsins varðandi varnir mannsins gegn loftslagsvánni, enda hefur hún eiginlega gist í þeim vasa frá því að hún sveik sjálfa sig, hugsjónir sínar og þjóðina þegar hún gerðist taglhnýtingur Steingríms Joð, betur hefði hún fylgt fordæmi Ögmundar og Jóns Bjarnasonar.
En svona er þetta Ásgrímur, þó túlkun Guðmundar sé kannski ekki allra, þá finnst mér hann vera að negla þetta.
Ég hins vegar var aðeins með stöðumat eftir kappræðurnar, þeir sem kafa dýpra sjá að ég var bögga Höllu Hrund annan pistilinn í röð, ekki að hún hafi eitthvað gert mér en mér líkar ekki tengsl hennar.
En ég kann vel við Felix, höfum það á hreinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.5.2024 kl. 18:39
Katrín er of óvinsæl samkvæmt könnunum. Næstum helmingur kjósenda getur ekki hugsað hana sem forseta.
Baldur laug þegar hann, stjórnmálaprófessorinn, sagðist ekki muna hvernig að hann hafði kosið í stærstu þjóðaratkvæðagreiðslu landsins. Kjósendur fyrirgefa ekki blákaldar lygar.
Miðað við stöðuna í dag er Halla Hrund líklegust.
Karl (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 09:07
Maður ætti ef til vill að rifja upp sögurnar um postuluna 12 sem flestir voru fiskimenn þó varla hafi það verið atkvæðaveiðar.
Þó flestir þeirra hafi dáið píslardauða við að reyna snúa lýðnum til átrúnað á sína trú.
Áður en hani galar tvisvar muntu afneita mér þrisvar - Símon Pétur og svo var bróðir hans Andrés líka með
Aðrir bræður voru Jakob og Jóhannes þrumusynir - en boðskapur sumra frambjóðenda er svo keimlíkur að ætla má að þau séu tengd blóðböndum.
Tómas var efasemdarmaðurinn. Það virtist nú enginn frambjóðendana efast um að vald forseta væri nær ótakmarkað.
Matteus var tollheimtumaður. Sum verkefnin sem þau töluðu fyrir munu kosta mikla fjármuni
Símon var vandlætari - róttækur. Væri það ekki Steinunn Ólína?
Jakob Alfeusson. Ekkert er vitað um þennan postula. Viktor smellpassar því við hann
Það vill náttúrlega engin vera Júdas Ískaríot en það gleymist oft að hann gekk út og hengdi sig til að sýna iðrun og yfirbót.
Grímur Kjartansson, 5.5.2024 kl. 09:08
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.5.2024 kl. 09:29
Júdas Ískaríot sem sveik frelsarann með kossi gerði ekki iðrun. Hann hengdi sig af því hann gafst upp, hann flúði með þessum hætti.
Katrín Jakobsdóttir hefur svikið Þjóðina með mörgum kossum og síðan flúið með pólitísku sjálfsmorði. Hún hefur ekki gert iðrun.
Vilja menn virkilega uppvakning sem Forseta Íslenska lýðveldisins?
Guðmundur Örn Ragnarsson, 5.5.2024 kl. 09:53
Náð Drottins sé með landi og þjóð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 13:22
Drottinn blessi heimilið
Kveðja úr neðra
Bjarni (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 13:44
Náð Drottins sé með öllum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 14:10
Já ,Símon Pétur frá Hákoti er réttkjörinn forseti.
Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.5.2024 kl. 14:38
Ómar, þú leikur þig einfaldari en þú ert. Í svari þínu til Ásgríms Hartmannssonar koma feilurnar í ljós í vitneskju og afneitun. Kata er stríðsæsingamaður.
Í fyrsta lagi, gyðingar gátu ekki mætt Þjóðverjum á jafningjagrundvelli á árunum 1936-1945. Þeir voru auðugt þjóðabrot í Þýzkalandi og hatað um alla veröld, en höfðu ekki vopnavald né voru hluti af stjórnvaldinu. Þar af leiðandi, þeir gátu ekki mætt Hitler eða stjórnkerfinu öllu.
Auk þess veit ég ekki hvað Vesturlöndum kemur það við og séu að skipta sér af því þótt Rússar vilji með frekju sinni endurheimta land sem þeim tilheyrði áður. Það er óravegur frá því og ætla sér að ráðast á Evrópu, og Pútín er ekki Litli Hitler þótt margir vilji telja sér trú um það. Hann er ekki svo vitlaus að ráðast á hvaða lönd sem er þótt vitlaus sé að mörgu leyti.
Ég trúi ekki að þú vitir ekki hvað WEF er. World Economic Forum.
Bæði Katrín og Halla Hrund tengjast World Economic Forum, báðar á ráðstefnum þar segja sumir. Það er sennilega rétt. Ég fylgist ekki með öllum fréttum, eða öllu heldur, þessar fréttir eru ekki á forsíðum, í litlum klausum inní fréttum frekar. Falið. Þetta eru mikil alþjóðasamtök og hluti af stjórnkerfi Vesturlanda eiginleika. Eina prósentið sem á allt mannkynið!
En það er hægt að gúggla World Economic Forum, tilvist þess er ekki samsæriskenning.
Þú hefur þér til afsökunar að þú viljandi sneiðir hjá samsæriskenningum, en þessi snýst um að WEF vilji ná heimsyfirráðum og Kata sé með í því.
Jæja, burt séð frá því, WEF vill auk þess minnka mannréttindi, með því að koma fólki í snjallþorp, þar sem það má ekki hreyfa sig í burtu án refsistiga, ef kolefnisfótsporið eykst, og það má lesa um það, það er engin samsæriskenning. WEF stendur á bakvið þvingandi aðferðir og miklar áætlanir. (Kemur inná kóvítkenningarnar).
Ásgrímur Hartmannsson kom með mjög rétta og góða athugasemd sem fólk ætti að gefa meiri gaum að.
Ingólfur Sigurðsson, 6.5.2024 kl. 13:35
Blessaður Ingólfur.
Það er alltaf gaman þegar einhver hefur meira álit á vitsmunum mínum en ég en ég ætla samt að leyfa mér að vera ósammála þér um Litla Hitler og Stóra Hitler, og ítreka að sá er ekki stríðsæsingamaður sem svarar innrásum. Tel að sú umræða hafi verið fullkláruð 1. september 1939.
Ég veit hvað þetta World Economic Forum er en hef ekki hugmynd um hvað WEF er, og þó ég viti það núna, verð ég búinn að gleyma því á morgun. Síðan er ég algjörlega áhugalaus um samsæriskenningar sem tengjast þessu ágæta spjallborði, tel heimsmálin aðeins flóknari en það.
Ásgrímur var bara út að aka eins og venjulega nema þegar hann fékk mig til að skella uppúr með athugsemd sinni fyrir nokkrum dögum síðan. Og ég brosi ennþá út fyrir bæði eyru þegar ég rifja hana upp.
Hafðu það sem best Ingólfur, gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.5.2024 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.