3.5.2024 | 19:47
Mogginn afhjúpar vinahygli.
Úr sjóðum almennings enda vasar hans digrir.
Ekki gott fyrir frambjóðanda sem fær mikið fylgi út á hreina ímynd sína.
Hún sé ný, laus við spillingu stjórnmálanna.
Hvort Halla Hrund standist þessa atlögu Morgunblaðsins á eftir að koma í ljós.
Kannski finnst fólki þetta eitthvað svo íslenskt og sætt, svona þjóðlegt eins og lopapeysan.
Sé ekki spilling, ekki frekar en þegar Þórdís Kolbrún skipaði hana Orkumálastjóra.
Sannleikurinn er samt sá að það er mikil leitun af ótengdu fólki sem hefur náð frama á Íslandi.
Sérstaklega ekki ef stjórnmálamenn eru með puttana í skipan eða meta meinta hæfni.
Og fólk á bara að feisa það.
Halla Hrund getur verið fínn frambjóðandi fyrir það og örugglega sómi af henni sem forseta.
Það er líka örugglega gott fyrir vini hennar, alltaf gott að eiga góðan vin sem hyglar.
Kemur allt í ljós.
Það er langt til kosninga.
Kveðja að austan.
Fólk í kosningateymi Höllu fékk milljónir frá OS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 460
- Sl. sólarhring: 722
- Sl. viku: 6191
- Frá upphafi: 1399359
Annað
- Innlit í dag: 389
- Innlit sl. viku: 5244
- Gestir í dag: 358
- IP-tölur í dag: 353
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.