Var Mogginn að smætta Baldur??

 

Það hvarflar svona að manni þegar maður les þessa yfirlýsingu Samtakanna ´78 og reikna þá með það sé vísað í fréttaskot úr Spursmálum Mbl.is þar sem þessi fyrirsögn blasir ennþá við á forsíðu Mbl; "Með sakleysislegri myndum af mér".

Ég í sakleysi mínu tók þessu þannig að spyrlar Spursmála hefðu í samráði við Baldur ákveðið að ræða svefnvenjur hans svo Baldur fengi tækifæri til að svara öllu því sem flæðir um netheima, og margt ekkert sérstaklega fallegt eða þannig.

Því af hverju hefði Baldur annars átt að taka þátt í þessum leik, svefnvenjur hans koma jú forsetaframboði hans ekkert við.

 

Miðað við yfirlýsingu Samtakanna ´78 þá er þetta allavega málum blandið og því brýnt að ritstjórn Spursmála gerir hreint fyrir sínum dyrum, hvort þeir virkilega hafi verið að smætta hann, og þá af hverju???

Ég persónulega trúi því ekki, hinsegin fólk hefur lengi unnið á Morgunblaðinu við góðan orðstír, og í greinilegri sátt við bæði ritstjórn og samstarfsfólk.

Svo af hverju ætti mannfyrirlitning að brjótast fram akkúrat núna??

 

En eins og svo oft áður, hvað veit ég.

En Samtökin ´78 telja sig vita betur.

Og þeim ásökunum ber að svara.

 

Ég hef mínar efasemdir um Baldur, en ekki vegna þess að hann er hommi.

Það kemur framboði hans nákvæmlega ekkert við, hvað þá beðmál hans, hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að hann á flottasta eiginmanninn, sómi af Felix, hvar sem hann er staddur.

 

Margir setja það hins vegar fyrir sig en fjölmiðlar eiga ekki að taka þátt í þeim skollaleik.

Fólk er eins og það er en við kjósum það út frá mannkostum þess og hæfileikum, ekki fordómum og þröngsýni.

Eða þannig ætti það að vera.

 

Svo hreingerningar óskast.

Að hreint verði gert fyrir dyrum.

Og misskilningi eytt.

 

Koma svo.

Kveðja að austan.


mbl.is Harma umfjöllun um fyrsta hinsegin frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni icehot Ben fékk nú heldur betur yfir sig skæðadrífuna á sínum tíma.  Á kynlífsklúbba-Bldur einhvern rétt á vægari umfjöllun fyrir það eitt að vera hommi?  Hann er nú eftir allt að bjóða sig fram í að vera sameiningartákn þjóðarinnar og andlit hennar útávið.  Það verður að gera ríkari kröfur til einstaklinga sem veljast í slíkt starf en gerðar eru til Svedda tönn eða almennt til Nonna og Guddu.  Forsetinn þarf að hafa hreinan skjöld þegar kemur að fyrra lífi. Það hefur ekkert með kynhneigð að gera heldur hegðun.

Samtökin 78 virðast hafa flutt áherslur sínar frá samkynhneigðum til BDSM og trans, þeirra mál.

Við deilum ekki sömu skoðun á mögulegum forsetaherra.  Woke fyrir allann peninginn og kjaftagleyður.  Best geymdur í Stundinni okkar.

Kveðja úr neðra.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.5.2024 kl. 16:44

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mig grunar nú að það gagnist Baldri minna en ekki neitt þegar þessi samtök virkja sinn grátkór

Grímur Kjartansson, 1.5.2024 kl. 17:35

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála Bjarna o Grími.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.5.2024 kl. 19:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bjarni.

Aldeilis hvað þú ert pirraður frá því að þú komst að handan, þú þyrftir tékka á andaglasi, eða fá þér góðan göngutúr með hund í morgunsárið.

Hommar stunda kynlíf eins og annað fólk, og þá líklegast með körlum, so what??

Pistill minn snýst hins vegar ekkert um beðmál eða hegðun fólks í einkalífi sínu, ég hef margs konar not fyrir nefið þó ég sé ekki að halda því uppteknu vera ofaní hvers manns koppi.  Tilefnið er vissulega ályktun Samtakanna ´78, en ég byrja á að viðra kenningu mína um að viðtal Spursmála við Baldur hafi verið í góðri sátt beggja aðila, annars fæ ég ekki skilið þau viðbrögð að láta bjóða sér svona spurningar.

Ef ekki þá þarf Mogginn hreinlega að gera hreint fyrir sínum dyrum, munu þeir frambjóðendur sem eru í náðinni að fá við sig viðtöl og umfjöllun, eiga von á svona spurningum um einkamál sín og prívat líf.  Það er hvort Mogginn sé þá farinn að ástunda slúðurblaðmennsku í anda The Sun og hvenær varð þá sú stefnubreyting að hætta að telja blaðið til betri og vandaðri miðla.

En ef lágkúran snýr aðeins að hommum og lesbíum, þá er blaðið sekt um smækkun, og þá er það af sem áður var.

Hvað þér finnst er bara gott og gilt, til þess er jú athugasemdarkerfið. En það er ekki issjúið nema bara takk fyrir umræðuna, hún er hressandi eins og svo oft áður.

Gættu samt að nefinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2024 kl. 08:39

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Ég held að það sem þú kallar grátkór hafi ekkert að segja til eða frá um fylgi Baldurs. Baldur stendur fyrir ákveðin sjónarmið og höfðar mikið til fólks sem má vart vatni halda yfir ástunduð fávitastjórnmál Pírata og Samfylkingarinnar undir stjórn Loga Einarssonar.

Fylgi hans virðist vera stöðugt og breytist lítt milli kannana, ennþá virðist Jón Gnarr eða Halla Hrund ekki höggva í það þó ég sjái ekki persónu Baldurs standa undir þessu fylgi til lengdar, hann hefur ekki þetta karma, sem til dæmis Felix hefur, sem er nauðsynlegt til að ná til fólks í svona framboði.

Sem segir mér eitt, fólk styður hann út af skoðunum hans, og því sem hann er, en ekki persónu hans.

En hvað veit ég svo sem.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2024 kl. 08:46

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Sigurður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2024 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband