Vér markaðssinnar.

 

Erum bara hrifnir af markaðnum þegar við höfum stjórn á honum og græðum.

 

Ný tækni, nýjar lausnir, sem við höfum ekki stjórn á, eru fyrir okkur eins og þyrnirinn í fæti hlébarðans, eitthvað sem við viljum losna við.

Í þjóðgörðum og verndarsvæðum skjóta verðir hlébarðann í rassinn með deyfilyfi og fjarlægja þyrninn, en markaðssinnarnir grenja eftir inngripum.

Löggjafans ef lögin um markaðsyfirráð þeirra eru ekki nógu skýr, réttarkerfisins ef þeir telja lögin séu það.

 

Í þessu tilviki sem grenjað er yfir, og Mogginn af náð sinni þerrar tárin, er kvartað yfir að stór hluti almennings hefur flúið einokun og græðgi sjónvarpsstöðvanna yfir í frumstæða ókeypis streymisveitu sjóræningja og einokunin misst af drjúgum tekjum.

Sem auðvitað er sárt, um það skal ekki rifist, en nær væri að leita að skýringum í sínum eigin ranni en að siga bangsapabba markaðssinnanna, ríkisvaldinu á flóttafólkið.

Og spyrja þeirrar einföldu spurningar, af hverju er fólk, sem á unga aldri fattaði að fótbolti er lífið, og geðshræringar þess standa og falla með gengi liða þeirra, að flýja yfir í ömurleg gæði frá áskrift rétthafanna??

 

Þá muna menn kannski hin fornu sannindi, að græðgi er löstur, og það er ekki endalaust hægt að mjólka kúnna áður en hún verður blóðmjólkuð.

Og neytandinn flýr ef hann er ekki bundinn í bás einokunarinnar.

 

Þessi græðgi markaðssinnanna, sem hefur gegnsýrt vestræn samfélög frá því að þeir sameinuðust um þá markaðshugmynd að gera út hagbullið kennt við frjálshyggju með þau Reagan vestanhafs og Thatcher austanhafs í stafni, og mergsogið þau inn að beini, hefur skilið eftir sig sviðna jörð óreiðu og upplausnar.

Grunnhugmynd þeirra er eitthvað form af einokun (sameinast, sameinast í sífellt stærri einingar) og að gæði sé aðeins fyrir þá sem geta borgað, og drifkrafturinn er samnefnari hins lægsta; lægstu laun, lægstu gæði, lægstu tilboð.

Með þeim afleiðingum að æ fleiri hafa ekki efni á að taka þátt í samfélaginu.

 

Stærsti glæpurinn er, og um það þarf ekki að deila, að fótboltinn, þessi ástríðuíþrótt hinna vinnandi stétta, er orðinn að hátekjusporti líkt og póló, miðaverð á leiki er komið uppúr öllu valdi, og sjónvarpsútsendingar eru varðar með háum afnotagjöldum, sem eru með leitni til að hækka út í hið óendanlega því rétturinn er stöðugt boðinn út.

En það má líka benda á að vinnandi fólk víða í Evrópu hefur ekki lengur efni á að búa við hita og yl vegna tilbúinnar orkukreppu markaðarins, hreinn matur það er matur sem er ekki stútfullur af gervi og aukaefnum, er lúxusvara hinna betur borgandi, og húsnæðisbraskið hefur komið íbúðaverði í borgum á svið stjarnfræðinnar, það er þú þarft að hafa stjarnfræðilegar háar tekjur til að hafa efni á því.

Almennt á vinnandi fólk í erfiðleikum með að ná endum saman um brýnustu lífsnauðsynjar vegna þeirrar leitni að lækka laun en auka kostnað.

 

Í Evrópu kallast tæki markaðssinna Hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, flæði sem tryggir markaðssinnum ódýrasta vinnuafl sem er í boði hverju sinni, og girðingar gegn samkeppni einstaklinga og fyrirtækja þeirra með því sem kallað er Regluverk Evrópusambandsins.

Stjórnmálin hafa fyrir löngu verið keypt, þar ganga jafnt vinstri sem hægri flokkar í takt Regluveldis Brussels, einn flokkur, eitt ríki, eitt einokunarfyrirtæki sem kallast Markaðurinn.

Óánægja fólks er hlutlausuð með fjárfestingum í því sem má kalla fávitastjórnmál (Pírata og Samfylkingu allra landa) og Góða fólkið á að sjá til þess að aðeins ein skoðun líðst, Rétthugsunin.

Úr smiðju frelsisunnenda Norður Kóreu (þar er eitt ríki, einn flokkur, ein hugsun) er sótt efni í löggjöf um Hatursumræðu, svo fólk leyfi sér ekki aðra hugsun en þá einu.

 

Á fleiru má tæpa eins og samstarfið við Skipulagða glæpastarfsemi flótta og mannsalsiðnaðarins sem hefur yfirfyllt álfuna af fólki með framandi menningu, fólki sem er haldið á jaðri samfélagsins með girðingum tungumálsins og húðlitar, og gegnir því eina hlutverki að halda niðri launum, að vinna skítverkin á þrælakaupi.

Baráttuna við loftslagsvána, sem er öll á forsendum markaðssinna, úthugsað tæki til að brjóta niður smærri og meðalstór fyrirtæki einstaklinganna, og hefur sannarlega aukið loftslagsvandann í stað þess að ná tökum heildarútblæstri mannkyns á gróðurhúslofttegundum.

Eða niðurbroti tungumálsins í þágu Rétthugsunarinnar eða Talbalismann gagnvart sögu og menningu, því fólk áður fyrr var víst ekki eins og við, stenst ekki kröfur Góða fólksins.

 

Fólk í fjötrum reynir að brjóta hlekki sína, sama hvers eðlis þeir eru.

Það flýr græðgi rétthafanna, það leitar að nýjum lausnum framhjá einokun stórfyrirtækjanna, og það reynir að kjósa frá sér óværuna, Einflokkinn.

Til skamms tíma gleyptu fávitastjórnmálin þá óánægju, en núna leita flóttaatkvæðin í það sem Góða fólkið kallar hægri popúlista.

Hægri sinnaða flokka sem vilja vernda þjóðir sínar og menningu, tryggja vinnandi fólki mannsæmandi kjör, brjóta á bak aftur einokun markaðssinna, og hefja stríð við samvinnu þerra við Skipulögð glæpasamtök flótta og mannsalsiðnaðarins.

 

Og markaðssinnarnir grenja.

Ýta á takka og Góða fólkið grenjar með.

Sjóræningjana skal setja í bönd og flýta skal lagasetningu Góða fólksins um Hatursorðræðu.

Auka skal skatta og álögur, loftslagsskatta, einokunarskatta, braskaraskatta, og reglu og eftirlitsverkið fær nýjar hæðir útþenslunnar.

 

Fjötrar skulu halda, samfélög skulu arðrænd, heljartök Markaðarins skulu halda.

Eða þannig.

 

Hvað veit ég, ég vil bara fá að horfa á fótboltann minn í friði.

Og græt ekkert þó laun ofdekraða knattspyrnudrengja lækki

Græt ekki heldur þó Góða fólkið gráti.

 

Það er hækkandi sól og núna kjósum við forseta.

Guðni stóð sig vel þó hann hafi átt sína fortíð sem hann reyndi að fela í aðdraganda kosningabaráttu sinnar.

Því þetta snýst svo mikið um núið og hæfnina til að sinna framtíðinni.

 

Við þurfum samt að hlúa að samfélagi okkar og verjast grenji markaðssinna, þeir eru ágætir í hófi greyin en skaðræði ef þeir einir ráða.

Þess vegna er svo mikilvægt að standa á sínu og trúa á eitthvað betra.

Gróandann og gróskuna og framtíð barna okkar.

 

Þá fer þetta allt vel.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Tugþúsundir með ólöglegt streymi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 434
  • Sl. sólarhring: 731
  • Sl. viku: 6165
  • Frá upphafi: 1399333

Annað

  • Innlit í dag: 366
  • Innlit sl. viku: 5221
  • Gestir í dag: 337
  • IP-tölur í dag: 332

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband