28.4.2024 | 15:59
Auðvitað er María Sigrún vanhæf á Rúv.
Hún er ekki skattsvikari og kæmi því til dæmis aldrei til greina sem súperfréttamaður á stofnuninni, hvað þá að eiga möguleika að verða formaður BÍ.
Hún hefur ekki skipulagt eiturbyrlun til að afla gagna úr farsíma.
Hún hefur ekki hannað fréttir í þágu hagsmunaafla eða ákveðinna stjórnmálaflokka.
Og bítur svo höfuð af skömminni með því að fjalla um spillingu Góða fólksins.
Hún er aðeins hæfur fréttamaður.
Það er bara ekki spurt að því í dag.
Og því miður ekki bara hjá Rúv.
Kveðja að austan.
Ögmundur kemur Maríu Sigrúnu til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 787
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki ráð að spara stóru orðin, því getur hugsast að þú sért að rugla saman Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Sigríði Dögg Auðunardóttur?
Jónatan Karlsson, 28.4.2024 kl. 18:38
Lestu betur Jónatan, lestu betur.
Kveðja að austan
PS. Sigríður Dögg uppfyllir flest ef ekki öll þau skilyrði sem ég taldi upp hér að ofan, og María Sigrún skorti svo mjög, og er því augljóslega ekki vanhæf til að vera súperfréttamaður á Rúv.
Ómar Geirsson, 28.4.2024 kl. 18:43
Ómar myndi ekki klikka á þessu, Jónatan :0)
Wilhelm Emilsson, 28.4.2024 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.