4.4.2024 | 17:59
Hvað með alla hina??
Það er athyglisverð manngæska sem femínistar Morgunblaðsins sýna í þessari frétt.
Ágætisfólk, sem sannarlega þurfti að greiða mútur til að liðka fyrir brottflutning fólks frá Gasa,í gegnum gjörspillt landamæraeftirlit Egypta, það er ekki spurt einnar grundvallarspurningar.
Hvað með alla hina?
Allt fólkið sem var eftir á Gasa.
Heimilisfeður sem ekki yfirgáfu fjölskyldu sínar, til að leita að betri lífskjörum á Vesturlöndum.
Mæður þeirra, konur og börn.
Þeir sem öxluðu ábyrgð og sviku ekki sitt fólk.
Í súpunni sitja þeir, og fjölskyldur þeirra.
Þjakaðir undir ógnarstjórn miðaldahyskisins í Hamas, fórnarlömb hryðjuverkaárásar þessa hyskis á óbreytta borgara í Ísrael.
Öflugasta herveldisins í Mið-Austurlöndum, ríki sem næstum því sambærilegir miðaldaöfgamenn stjórna.
Femínistinn á Morgunblaðinu upphefur samt fólkið sem tók þátt í svikamyllunni, fólkið sem var fjarri hildarleiknum, en uppklappaði morðárásir Hamas á óbreytta borgara í Ísrael.
Eftir stendur spurningin, hvort er meiri viðbjóður, þó þeir sem telja sig í heilögu stríði við að drepa saklausa nágranna sína, eða femínistinn sem finnst það vera allt í góðu lagi.
Þeirri spurningu mun Lykla Pétur svara.
Eftir stendur samviskan, eða réttara sagt skortur á henni, sem hreykir sig af því að hafa hjálpað þeim sem flúðu, yfirgáfu konur sínar og börn, skildu þau eftir í ömurleik Gasa strandarinnar, en náðu að blekkja einn opinberan embættismann á Íslandi, mig minnir að sú blekkta hafi verið kennd við forstöðu Útlendingaeftirlitsins.
Já, mikil erum við þegar gúngur og auðnuleysingjar ráða örlögum fólks í skjóli meðvirkninnar, og enginn spyr sig um alla hina.
Sagan þekkir reyndar mörg dæmi um svona heilagt fólk.
Hún geymir þetta dæmi líka.
Á meðan deyja börnin á Gasa, ekki bara fórnarlömb miðaldaöfgamanna beggja vegna landamæranna, heldur ekki hvað síst vegna hins ofurgóða Góða fólksins sem í meðvirkni sinni fordæmir ekki það sem fordæma ber, tekur afstöðu, og upphefur voðaverk sem aldrei mega líðast.
Það er samt óþarfi að taka þetta aumingjapakk í guðatölu hér á Íslandi.
Það vill ekki vel.
Það er vandinn því miðaldamorðingjar Hamas treystu á meðvirkni þess.
Það traust skýrir harmleikinn á Gasa.
Hvers er þá sektin??
Kveðja að austan.
Allir dvalarleyfishafarnir komnir á næstu dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 463
- Sl. sólarhring: 723
- Sl. viku: 6194
- Frá upphafi: 1399362
Annað
- Innlit í dag: 392
- Innlit sl. viku: 5247
- Gestir í dag: 361
- IP-tölur í dag: 356
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.