Raunveruleikinn bankar á dyrnar.

 

Og það merkilega er að það er þýskur jafnaðarmaður sem bendir á hann; Olaf Scholz "seg­ir að fara verði í fjölda­fram­leiðslu á vopn­um og held­ur því fram að þeir sem vilji frið verði að geta fækkað árás­ar­mönn­um með góðum ár­angri".

Undanlátsemi eða strútshegðun er bein ávísun á ófrið, styrkur til varnar er það eina sem ófriðarseggir skilja.

Vestræn úrkynjun, tómhyggjan sem afneitar raunveruleikanum, og til vara ætlast til að bandarískir skattgreiðendur sjái um varnir Evrópu, beið endanlegt skipbrot við innrás Rússa í Úkraínu.

Og Evrópa átti aðeins vopn til að berjast í nokkrar vikur.

 

Önnur frétt dagsins, sem vildarvinir morðingja Hamas á Morgunblaðinu voru óþreytandi að benda á, dómsmálið sem mannréttindasamtök höfðu sigur í á lægra dómsstigi í Hollandi, að landið mætti framleiða íhluti í orrustuþotur, en það mætti ekki beita þeim í stríði, því það bryti á mannréttindum þeirra sem yrðu fyrir árásum viðkomandi orrustuþota, staðfesti þessa heljargjá á milli hinnar vestrænu úrkynjunar og raunveruleikans sem Olaf, kanslari Þýskalands benti á.

Það þarf vopn til að verjast árásum, og við lifum ekki friðartíma.

Þetta veit allt heilvita fólk en af einhverjum ástæðum er til glóbalfjármagn sem hleður undir vanvita í vestrænum stjórnmálum, hvort sem það er elliært gamalmenni í forsetastól Bandaríkjanna, eða fólkið á Alþingi sem nærist á upphlaupum vanviskunnar.

 

Það er engin tilviljun, ekki frekar en að meginhluti þunga og rafeindaframleiðslu vestrænna landa er komin til Kína, svo að Kínverjar þurfa aðeins að setja á útflutningsbann til að vinna öll stríð við Vesturlönd, eða landamærin eru galopin fyrir innrás fátæks fólks sem þiggur vinnu á hvaða kjörum sem er.

Með einu pennastriki, það er löggjöfin um frjálst flæði vinnuafls, var velferð vinnandi fólks þurrkuð út.

 

Samt er ennþá lífsmark með gömlu Evrópu.

 

Bretlandi stýrir gáfumenni sem heykist ekki á að verja landið fyrir alþjóðlegum glæpasamtökum mannsals og flóttamannaiðnaðarins, og hann hvikar ekki í stuðningi sínum við stjórnvöld í Ísrael í baráttu þeirra við morðóða Íslamista.

Í Þýskalandi er kanslari sem gegnst við arfleið sinni, gyðingahatrinu, ásamt þeirri fornu visku að þjóð sem ver sig ekki, er étin af þeim sem vígbúast til að ráðast á.

 

Sænsk stjórnvöld hafa áttað sig á að þau þurfa að beita hernum til að ná aftur völdum yfir hverfum múslima í stórborgum landsins, hverfum sem glæpaklíkur í vanheilögu bandalagi við miðaldamenn Íslamista stjórna.

Til þess þarf að efla herinn, allt tal um meinta yfirvofandi árás Rússa (til hvers í fjandanum ættu þeir að ráðast inní Svíþjóð??) er aðeins tylliástæða til að réttlæta aukin fjárframlög til hersins og að auka bardagahæfni hans.

Borgarastríð eru ekki unnin með vanbúnum her.

 

Þetta er líka raunveruleikinn sem blasir við norskum og dönskum stjórnvöldum, Rússar eru grýlan en raunveruleikinn er óhaminn fjöldi innflytjenda sem virða ekki vestræn gildi, lúta ekki lögum eða reglum.

Það tók tíma að átta sig á því, en borgir Norðurlanda eiga ekki að verða Harlem 21. aldar, í dag þegar Harlem er ekki lengur það glæpa og dóphverfi sem það var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Óöldin, morðin, stríðið milli glæpahópa, stjórnleysið sem núverandi réttarkerfi ræður ekki við, var ekki framtíðarsýn þeirra sem byggðu upp hin velmegandi Norðurlönd á síðustu öld, og afhentu þeirri kynslóð sem stjórnar á 21. öldinni.

 

Raunveruleikinn verður ekki umflúinn.

Þó það þurfi kjark til að orða hann.

 

Það var rétt hjá Trump þegar hann benti kjósendum sínum á að hann sæi enga ástæðu til að verja þá sem vildu ekki borga fyrir sínar eigin varnir.

Og það voru mistök hjá Bandaríkjamönnum að dreifa íhlutum í F-35 orrustuþotur til evrópskra bandalagsríkja sinna, í sumum þeirra stjórnar fólk sem gerir Dú Dú fuglinn gáfaðan, og er ég þá að vísa í þær stórskemmtilegu teiknimyndir um Ísöldina.

Því í dag er ekki bæði sleppt og haldið, bull og froðusnakk bíta ekki á raunveruleikann.

Þær þjóðir sem átta sig ekki á því, eru dæmdar til að farast.

 

Því þó þú rífist við raunveruleikann, þá sigrar hann alltaf að lokum.

Og já, það þarf konu og karl til að búa til börn, þess vegna eru kynin tvö.

Íslamistar hafa framið voðaverk um allan heim, þeir eru voðafólk, voðaverk þeirra hafa ekkert með meinta kúgun gyðinga á Palestínuaröbum að gera.

Við sem þjóð höfum ekki efni á að eyða tugum milljarða í til að þóknast mannsals og flóttamannaiðnaðinum, jafnvel þó við vitum að það eru börn þarna úti sem eiga bágt.  Okkur væri nær að reyna að hjálpa þeim í stað þess að fóðra atvinnugóðmenni í samstarfi við alþjóðleg glæpasamtök.

Og Morgunblaðið er blað borgarastéttarinnar en ekki útbú frá Íslamistum, í alvöru.

 

Þetta og svo margt annað bendir raunveruleikinn á.

Ef honum er úthýst, þá bankar hann á dyrnar.

 

Og hann kemst alltaf inn.

Í alvöru.

 

Alveg satt.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hvetur til fjöldaframleiðslu vopna í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta var sko raunverulegur pistill Ómar og engvu við hann að bæta.

Við erum á hraðri ferð til andskotans og nóg til að fávitum að styðja það.

Manni dettur stundum í hug hvort eitthvað af þessu fólki á alþingi hafi 

einhvern tímann lesið og lært. Við vitum að ansi margir þar hafa aldrei unnið

eitt einasta handtak alla sína hunds og kattartíð og má nefna gluggaskrautið sem dæmi.

En það er alveg víst að það er af nógu að taka og sér ekki fyrir endann á því.

Sigurður Kristján Hjaltested, 12.2.2024 kl. 23:25

2 identicon

Sæll Ómar; sem og Sigurður Kristján - sem annað skikkanlegt vísdóms fólk:: hjer, á Austfirðingsins síðu !

Ykkur að segja; sem öllum öðrum - eru Rússar - Ísraelsmenn og Kínverjar,

einhver allra mestu MEINVÖRP nútímans, og líklega fram eftir mestallri

21. öldinni ef ekki lengur, piltar.

Munum; Rússnesku árásina á Georgíu 2008, t.d. síðan 2014 og 2022 í Úkarínu

- munum yfirgang og steigurlæti Ísraelsmanna, hverjir áttu að vera svo óskaplega

friðsamir, þá Vesturlönd með Breta og Frakka í broddi fylkingar plöntuðu

Gyðingum víðs vegar að, suður í Filistealandi (Palestínu) og afraksturinn

er að sýna sig á Gaza strönd, sem og á Vesturbakka árinnar Jórdan, að ógleymdum

Golan hæðum og eyðileggingu Ísraelsmanna á hinu Kristna Líbanon, á sínum tíma.

Kínverjar; aftur á móti bíða færis, að ráðast gegn vinum mínum:: þjóðernissinna

stjórninni á Taíwan, hverri Chiang heitinn Kai- shek kom á laggirnar þar eftir

fall þeirra á meginlandi Kína undir lok V. áratugar síðustu aldar, eins og við

munum piltar.

Tek fram; að jeg hóf að fylgjast með alþjóðamálunum 8 ára gamall heima á Stokkseyri

(árið 1966, vel að merkja) og hefi stúderað hin ýmsu fræði varðandi nálæg lönd 

sem og til hinna ýmsu afkima veraldarinnar, sje því alveg í hendi mjer, hversu

skaðvænleg svo kölluð fjölmenning geti orðið hjerlendis / ekkert síður en víðar

um grundir, ágætu drengir.

Ykkur að segja; má víst kalla óprenthæft að nokkru, hvaða örlög jeg kysi óþverrum

eins og Putín og Netahanyahu, svo fram komi:: einnig.

Reynið ekki; Ómar nje Sigurður Kristján, að malda í þann mó, sem veröldinni mun

stafa hin allra mesta hætta af, á komandi áratugum:: Rússlandi - Ísrael og Kína

meginlandsins, þar eystra !

Með beztu kveðjum; sem endranær, austur í fjörðu, sem og víðar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 23:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Ég hef meiri áhyggjur af tíðarandanum og sé alls staðar för eftir putta hins skítuga glóbalfjármagn í forheimskun samfélagsins.

Þó við Palli kóngur séum ekki sammála um margt, þá deilum við áhyggjum af samfélögum sem er stjórnað af fólki sem veit ekki hvernig börnin verða til, og menntar börnin sín á froðu rétthugsunarinnar í stað þekkingar.

Uppskeran er eftir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.2.2024 kl. 07:15

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Af mér áður brá þegar fánar Romanov ættarinnar fylgdu stundum mergjuðum pistlum þínum sem froða rétthugsunarinnar illu heilli ákvað að frysta.

Rússar er fínt fólk, flott þjóð, en hefur síðustu nokkuð marga áratugi verið óheppin með stjórnendur.

Kínverjar, sú forna menningarþjóð, hvað getur maður sagt annað en gott um  hana, nema hún mætti kannski láta af þeirri áráttu sinni að þenja sig út um landabréfin, en það er viðnámsþróttur í Kínverjum, ekki þessi úrkynjun sem ég er að fjalla um hér að ofan.

Þó það komi málinu ekkert við, þá hefur mig lengið langað í kínverska tengdadóttur, meir að segja áður en ég átti tvíburana mína. Hin mætti svo vera frá Ghana eða Suður Súdan, það veitir ekki af að kynbæta íslensku víkingana. Reyndar hef ég líka verið mjög hrifinn af gáfum og styrk íranskra kvenna, en ég ræð samt engu um ástina, en maður getur alltaf haft skoðanir.

Síðan skil ég ekki hnýtingar þína út í Ísraelsmenn eða kenna þeim um örlög kristinna Líbana, þeim varð aðeins á að hanga of lengi á völdum sínum og átta sig síðan ekki af ógninni sem stafaði af Shium og píslarvættisgeðveiki þeirra.

Og að kenna Ísraelsmönnum um ófriðinn fyrir botni Miðjarðarhafs er fáránlegt, þetta fólk fullfært um að drepa hvort annað, og stundar það um víðan völl.  Ef eitthvað er þá hafa Ísraelsmenn stuðlað að friði á svæðinu, því þeir hafa náð að sameina trúarhópa, ættbálka og aðra í heilögu stríði gegn sér, á meðan hefur dregið úr innbyrðisdrápum, og til skamms tíma höfðu hinir sameinuðu lítið í ísraelska herinn að gera, og á meðan menn voru að undirbúa sig, þá var bara friður á þessum slóðum fyrir utan eina og eina róstur.  Svona eins og slagsmálin í Hafnarfirði í gamla daga á þrettándanum.

Ísraelsríki lúkkar stórt á korti miðað við ræmur Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gasa.  En þetta er aðallega klettar og grjót, með smá sandi inná milli.  Beitilönd Bedúína því þeir hafa ræktað geitur sem geta lifað á grjóti.

Gyðingarnir hafa hins vegar náð að rækta þetta grjót og þennan sand, og þeir væru guðsblessun fyrir þennan gamla heim sem er að þorna upp.  Ef ekki væru þessar trúardeilur og öfgar sem hrjá hinn múslímska heim.

Lúther er dauður Óskar, við eigum að láta þras hans út í gyðingana deyja með honum.

Og við eigum að verja mennskuna, það er forsenda framtíðar barna okkar.

Það eru of fáir sem verja hana í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.2.2024 kl. 07:41

5 identicon

 Sælir; sem fyrr !

Ómar !

Ekki er allt sem sýnist: kvað Galdra Imba (hálfsystir Dalhúsa Jóns) forðum.

En; hvað sem mjer og þjer kann að þykja til um hlutina Ómar minn, að þá

hrekjum við ekki óyggjandi staðreyndir:: hverjar sagan greinir frá, hjer

innanlands / sem og utan þess, í gegnum tíðina.

Jú; það er hárrjett hjá þjer, skjaldarmerki Rússneska Keisaradæmisins (sem

upphaflega tilheyrði Austur- Rómverska ríkinu:: Býzanz, unz það fjell í

hendur Tyrkja 1453) prýddi mína Svarthamars síðu 2007 - 2015, eða þar til

þeim Hádegis móa mönnum (Morgunblaðsins höndlurum) þótti nóg um margs konar

harða gagnrýni mína á innanlands málefnum, sem og utanlands, og köstuðu

síðu minni fyrir róða, í Janúar 2015.

Hopa ekki ferþumlung neinn; með þau viðhorf, sem jeg setti fram í athugasemd

nr. 2 hjá þjer - stend við allar þær ályktanir, sem þar koma fram mæti

Austfirðingur.

Jú; þó fyllibyttan Lúther sje dauður, má alveg sýna hans viðhorfum til hinna

óhefluðu Gyðinga, hinn bezta skilning - eftir:: sem áður.

Ekki lakari kveðjur; þeim hinum fyrri, austurum og víðar  /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2024 kl. 18:08

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Ég var ekki að fara fram á að þú stæðir ekki við orð þín, þó ég rifjaði upp fortíðina.

Kveifarskapur Morgunblaðsins hafði eitthvað með þrýsting frá landráðafólki að gera, að segja satt um það var eitthvað sem Moggann skorti kjark, það er ef það sem sagt var, var sagt umbúðalaust, tæpitungulaust á kjarnyrtri íslensku.

Mogginn umbar það fínna, og þess vegna var til dæmis minni síðu ekki lokað.

Núna vinnur Mogginn í þágu Íslamista, morðingja, fólks sem hefur fá önnur markmið en að drepa og myrða þá sem eru annarra trúar.

Það sárast finnst mér Óskar Helgi, að þú gengur erinda þessara morðingja líka.

Það fór aldrei svo að þú og kerlingarnar á Mogganum enduðu ekki í einu faðmlagi.

Eða eins og Bjartmar sagði, "Þannig líður tíminn".

Hver hefði ímyndað sér það Óskar Helgi??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.2.2024 kl. 18:51

7 identicon

Sæll sem fyrr; Austfirzki jöfur !

Reyndar; styð jeg fremur, við hugmyndafæði : Rjetttrúnaðar kirkjunnar (Hinna Austurlenzku Orthódox kirkjudeilda), Zaraþústratrúarmanna (gömlu Persíu / Íran og á Indlandi), Bhúddatrúar

manna og Hindúa t.d.: ALLS EKKI þeirra Múhameðsku, enda set jeg = merkið við þeirra ónáttúru, sem og stjórnenda : Rússlands - Ísraels og Peking- Kína, mæti fornvinur.

Klárt og kvitt ! ! !

Sömu kveðjur; vitaskuld /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.2.2024 kl. 19:09

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Óskar Helgi.

Mér líst nú best á þetta með Zaraþústratrúarmennina en það sem ég hef verið að benda þér á Óskar að þetta snýst ekkert um hver á hlut, hvort sem það er gyðingar, zaraþústramenn, samtök kynvillinga, rauðhærða eða hvaða hópa menn samsinna sér með eða á móti.

Þetta snýst um verknaðinn, grunnverknaðinn sem var rangur.

Sama hver gerir þetta, sama hvert fórnarlambið er.

Og þeir sem verða fyrir honum hafa fullan rétt á að verja sig, sama hver á í hlut. Hvort sem það eru gyðingar, Kínverjar, zaraþústramenn, Svíar eða frímúrarar.

Það er út um mannkynið ef menn átta sig ekki á þessu grundvallaratriði.

Tími dilkana er liðinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2024 kl. 06:59

9 identicon

Sælir; sem endranær !

Þóttist vita; að við næðum ágætri lendingu, gagnvart

fylgjendum Zaraþústra heitins.

Zarathustra

Zaraþústra (cirka. 1500 - 500, f. Krists burð, á dögum uppi)

Að mörgu öðru; getum við alveg verið ósammála, að

nokkru, án þess að til vanza yrði okkur - sem og þeim

ágætu samskiptum, sem við höfum átt hjer á síðu þinni,

um árabil.

Sízt lakari kveðjur; þeim hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.2.2024 kl. 22:56

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Sammál er ekki neinum til góðs sem setur fram skoðanir og rökstyður þær.

Við þjáumst ekki að rétttrúnaði Óskar.

En þetta eru merk trúarbrögð, sérstaklega þegar maður skoðar þann tíma sem þau þróuðust í, og hvernig þróun trúarbragða var hjá öðrum menningarþjóðum.

Og eiga erindi í dag, ólíkt villimennskunni sem er hin opinber trúartúlkun Írana í dag.

Illa komið fyrir þessari merku menningarþjóð að hafa þennan miðaldaskríl yfir sér.

Kveðja úr blíðunni fyrir austan.

Ómar Geirsson, 15.2.2024 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband