HVAÐ HEFUR BREYST?

 

Í hamfaraveðrinu sem gekk yfir landið í desember 2019 urðu mörg byggðarlög án rafmagns í langan tíma. Í kjölfar þess skipuðu stjórnvöld sérstakan Átakshóp, Átakshóp stjórnvalda um eflingu innviða í flutnings- og dreifikerfi raforku, til að greina hvað fór úrskeiðis varðandi þá innviði sem brugðust og til að koma með tillögur til úrbóta. Átakshópurinn skilaði inn skýrslu sem var kynnt fjölmiðlum í janúar 2020.

Þar má meðal annars lesa þetta: "Leggja þarf mat á tiltækt varaafl í landshlutanum og stýringu þess við aðstæður eins og sköpuðust".

• Almennt séð má segja að varafl sé langt frá því að vera nægilegt í landshlutanum. Í einhverjum tilfellum kemur það til af því að stofnanir sem reka raforkukerfið hafa stórlega vanmetið stöðu kerfisins og STAÐHÆFT AÐ VARAAFLS SÉ EKKI ÞÖRF. Hafa bæði stofnanir/fyrirtæki og bændur fengið slíka ráðgjöf.

• Ekki eru varaaflstöðvar í öllum þéttbýliskjörnum eða aðgengi að þeim tryggt. • Tryggja þarf nægilegt varaafl í landshlutanum.

• Allir þéttbýlisstaðir hafi varaafl.

 

Vegna þess sem segir í skýrslu átakshópsins að almenningur á allt undir að öll nútímakerfi eins og fjarskiptakerfi og önnur sem eru háð rafmagni virki á ögurstundu.

 

Um mikilvægi varaafls má lesa í frétt Vísis 12. Desember 2019; Varðskip veitir Dalvíkingum rafmagn: "Varðskipið Þór er nú á leið frá Siglufirði til Dalvíkur þar sem til stendur að nýta skipið sem rafstöð fyrir bæinn". Þetta var hægt vegna þess að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir mikilvægi varafls þegar dreifikerfið dytti út eða eins og segir í fréttinni; "Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis".

Augljóst er að varskipin geta ekki verið á mörgum stöðum í einu og þess vegna bendir átakshópurinn á mikilvægið "Tryggja þarf nægilegt varaafl í landshlutanum. Allir þéttbýlisstaðir hafi varaafl". Að sjálfsögðu gildir þetta um alla landshluta og alla þéttbýlisstaði.

Ríkisstjórnin tók mark á þessum tillögum átakshópsins eins og lesa má um í frétt RÚV 28.02.2020; Tillögur um tugmilljarða uppbyggingu eftir óveðrið, þar sem meðal annars er minnst á nauðsyn þess að varaafl sé til staðar sem víðast á landsbyggðinni.

 

Hvernig til hefur tekist má auðvitað deila um, lítið bólar á varaaflsstöðvum, hugsanlega mun þeim fjölga á seinni hluta þessa áratugar því áætlun ríkisstjórnarinnar átti að koma til framkvæmda á áratugnum 2020-2030.

 

Hinsvegar er ljóst að það gengur gegn opinberri stefnu stjórnvalda sem og lærdómnum frá hamfaraveðrinu 2019 að Rarik skuli taka niður þó þær varaaflsstöðvar sem til eru og selja þær úr landi eins og gert var í Neskaupstað. Þess vegna eigum íbúar í Fjarðabyggð að spyrja hvað hefur breyst? Okkur er sagt að það þurfi ekki varaafl því það sé komin tvöföld tenging til byggðarlagsins, það sé því ekki lengur þörf á því.

En lærdómur hamfaraveðursins 2019 eins og ítrekað er í skýrslu Átakshópsins er einmitt að dreifikerfi getur dottið út og þá þarf varaafl að vera til staðar því nútímasamfélag er ekki hægt að reka án rafmagns. Það er ótækt að ríkisstofnun geti unnið svona beint gegn opinberri stefnu stjórnvalda og vegið svona að rafmagnsöryggi okkar. Markmiðið er að fjölga varaafli en ekki fækka því.

Það er of seint að bregðast við þegar að rafmagnið fer, hvort sem það er vegna hamfaraveðurs, bilana í spennistöðvum eða öðru sem getur valdið langvarandi rafmagnsleysi. Það þarf að taka þessa umræðu því ÞAÐ HEFUR EKKERT BREYST.

 

Tekið af síðu Varaafls í Fjarðabyggð.

 

Svo mörg voru þau orð, að sjálfsögðu gerist ekkert fyrr en eitthvað slæmt gerist, hið raunverulega vit er ekki meir en það, stjórnmálastéttin okkar er eins og korktappi sem þeytist á litlum drullupolli eftir veðrum og vindum.

Það sást best á þeirri umræðu sem sást í fréttaskoti á Rúv, það þarf plan B,C og eitthvað var hrópað.

Það eru samt um 5 ár síðan ljóst var að gos yrði á Svartsengjarsvæðinu í mjög náinni framtíð, þá var ekki hrópað.

Og frá því að skýrsla nefndarinnar var kynnt með viðhöfn í janúar 2020 og loforð gefin, hafa þau ekki verið efnd, heldur svikin.

Ekkert er hrópað á þingi og almenningur þegir.

Svo koma veðrin.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"lítið bólar á varaaflsstöðvum" nú man ég ekki árið en einhverjar varaflstöðvar voru keyptar og þeim dreift til björgunarsveita um landið

Ég man líka eftir að hafa séð björgunarsveitarbíla með slíkar varaflsstöðvar í eftirdragi uppi á Hellisheiði á leið með þær heim í hérað

Hversu margar, hversu öflugar  og hvort hefði mátt nota þær Suðurnesjum veit ég ekki

Grímur Kjartansson, 13.2.2024 kl. 22:07

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur, rafstöðvar dregnar aftan í bílum duga ekki bæjarfélögum, þær hins vegar geta haldið nauðsynlegri starfsemi gangandi.

Síðan er færanlegar rafstöðvar það fyrsta sem dettur út í óveðri.

Það þarf að byggja upp varaafl í hverju byggðarlagi, þó það kosti, eða eins og frændi minn sagði; "Einu skiptin sem þú getur sýnt fram á ágóða af öryggisbúnaði er ef hann kemur í veg fyrir slys eða óhapp. En því miður þau atvik eru aldrei færð til tekna. Þar af leiðanda bara tap af þessu þþþþþþþþar til óveður, snjóflóð, jarðskjálftar, eldgos eða annars konar óhöpp eða slys verða. ÞÁ getur vantað orku til nauðþurfta þó það sé ekki meira , en þá er ekkert varaafl.".

Í skýrslu átakshópsins er þetta allt saman skilmerkilega tíundað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.2.2024 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband