12.2.2024 | 11:52
Vér sauðirnir
Það má segja að við sem þjóð erum eins og sauðir á færibandi á leið til slátrunar, og þá af stjórnmálastétt okkar.
Galopin landamæri kosta okkur rúmlega heilbrigðiskerfið í ár, kostnaður sem á bara eftir að aukast því þrýstihópar sem eru kostaðir af erlendum glæpasamtökum, það er mannsals og flóttamannaiðnaðinum, hafa þau ítök á Alþingi að þingið heykist á að takast á við glæpalýðinn sem stendur að baki flóttamannastrauminum.
Kaldhæðnin er svo algjör þegar barnamálaráðherra kynnti nýlega átök með hinum ýmsustu samtökum sem vinna gegn sjálfsvígum ungs fólks, og drifkrafturinn var fjármagn uppá heilar 55 milljónir.
Heilar 55 milljónir gegn mestu vá sem herjar á unga fólkið okkar, það er ekki einu sinni dropi af þeim rúmu 20 milljörðum sem glæpaklíkurnar og innlendir agentar þeirra knýja út úr ríkissjóði í ár.
Heilar 55 milljónir eru ekki einu sinni kostnaðurinn við lögfræðinga Pírata þegar þeir herjuðu í gegnum hið vanmáttuga kerfi útlendingamála landvist fyrir Íslamista sem þótti meir að segja of mikill öfgamaður og kynníðingur í Egyptalandi.
Í stærra samhengi er vanfjármögnuð geðheilbrigðisþjónusta þar sem biðlistar eftir hjálp styttast aðeins þegar vandi sem er hægt að leysa, er orðinn að bráðavanda, eða jafnvel kross á leiði út í kirkjugarði.
Og í ennþá stærra samhengi herjun erlendra glæpaklíka á ungmenni okkar, síframboð á eiturlyfjum og markaðssetningu þeirra fyrir því sem næst opnum tjöldum, sífjárskortur lögreglunnar sér til þess að ekkert er að gert.
Við bítum svo höfuðið af skömminni með því að horfa aðgerðarlaus í nafni umbyrðarlyndis fjölmenningarinnar á erlendar glæpaklíkur berjast um yfirráðin á dyravarðaeiturlyfjasölumarkaðinum, á skot og sprengjuárásir þeirra.
Löggunni hótað og stjórnmálamennirnir okkar segja; það má ekki benda á vandann, það er hatursorðræða.
Á meðan deyja börnin okkar, og á meðan lítur stjórnmálastéttin okkar í hina áttina.
Væri þetta hennar eina synd, þó reynda stærri geti hún ekki orðið, þá mætti fyrirgefa ef betrun og bót væri lofað.
En hún er að leggja landið okkar í rúst.
Grotnandi innviðir, myglaðar byggingar, lamandi regluverk, fáu eða engu komið í verk.
Hvort sem það er hjá ríki eða sveitarfélögum.
Stjórnmálastéttin hefur talað um orkuskipti lengur en elstu menn muna, og lengur en unga fólkið okkar man, því sú umræða hófst áður en það var getið.
Stef hennar var að landið okkar flyti í orku, og undir yfirborðinu væri bruni sem skapaði óþjótandi gufuvarma og gufuafl.
Hún væri umhverfisvæn, og við sem þjóð yrðum í fararbroddi í orkuskiptum í heiminum.
Í dag er orkuskortur á Íslandi og hið hlálega er að stórnotendur eins og loðnubræðslurnar eru neyddar til að brenna olíu, bara þau neikvæðu orkuskipti hafa þurrkað út ávinninginn af rafbílavæðingu þjóðarinnar.
Skýringin er að hluta til vegna flókins regluverks sem gerir hvaða kverúlant sem er kleift að stöðva eða tefja út í hið óendanlega orkuuppbyggingu, hvort sem það er lagning tenginga, eða nýjar virkjanir.
Sem og að hluti stjórnmálastéttarinnar vill orkuskipti, en vill bara ekki orkuna sem þarf til þess.
Annar hluti stjórnmálastéttarinnar hefur barist fyrir kerfi sígræðgi og sjálftöku örfárra úr orkuauðlindum þjóðarinnar.
Orkufyrirtæki hafa verið einkavædd, öðrum hefur verið breytt í opinber hlutafélög, öll eiga það sammerkt að eigendurnir gera stífa kröfu um arðsemi og að fjármunum sé ekki eitt í neina vitleysu, eins og viðhald, endurnýjun eða varaafl.
Græðgin, að sjúga út peninga, er engu betri hjá stjórnmálastéttinni sem fer með forræði yfir almannafyrirtækjum, en hjá þeim fyrirtækjum sem eru í einkaeigu.
Í dag er fólk að krókna úr kulda á Suðurnesjum.
Hraunið sem rann yfir leiðslurnar frá Svartsengi kom víst á óvart, enda kvikusöfnunin undir Svartsengi og Fagradalsfjalli aðeins atburðarrás sem hefur átt sér stað í nokkur ár.
Svo er varaafl og varatengingar dýrar, að vísu ekki eins dýrar og 20 milljarða meðgjöf til flótta og mannsalsiðnaðinn í ár, eða arðsogið úr orkuverunum við Svartsengi.
En þegar búið er að eyða peningum í annað, þá er dýrt að gera það sem gera þarf svo fólki sé kleift að lifa í landinu.
Ef heimska stjórnmálastéttarinnar á Suðurnesjum væri einsdæmi, að rafmagnsskorturinn stafaði af sérlegri óheppni með kverúlanta sem komu í veg fyrir endurnýjun á raflínum, og þar með tvöföldu kerfi, og eða að það hefði gleymst að huga að neyðarkerfum sem gætu haldið byggð og mannlífi gangandi, þá væri kannski hægt að fyrirgefa stjórnmálastéttinni.
Sérstaklega ef hún lofaði bót og betrun.
Nema heimskan er reglan, þetta eru ekki flón, þetta er annað og eitthvað miklu verra.
Þó byggðarlínan hafi verið endurnýjuð að hluta síðustu ár, þá dugar það ekki til á meðan hluti hennar byggist á áratugagömlum fúnum staurum sem munu ekki standast ofsaveður hamfarahlýnunarinnar sem ekki er lengur hægt að afneita.
Það kom frostrigning hér fyrir austan í haust, eitthvað sem ætti ekki að vera óvænt miðað við breiddargráðu landsins, það féllu rafmagnsstaurar á Héraði, lánið var að línan hélt þó hún lægi víða á jörðinni.
Annars hefði steinöldin tekið við hér fyrir austan, það er samfélag án orku.
Vegna þess að stjórnmálastéttin okkar, í þjónustu sígræðginnar, í vímu forheimskunnar, hefur markvisst unnið að því að eyða þó því varafli sem hún fékk í arð frá gegnum stjórnmálamönnum, sem vissu að land án orku væri ekki byggilegt land.
Og ekkert hefur komið í staðinn.
"Varaorka, eldsneytisbirgðir og fleiri áhyggjur sem Orkumálastjóri hefur af orkumálum okkar og er ekki ein um það. Landsnet og Rarik hafa undanfarin ár riðið um landið Og rifið niður allar amk flestar varaaflsstöðvar. Enginn rök voru fyrir þessum aðgerðum, nema að þetta væri ekki arðbært.
Einu skiptin sem þú getur sýnt fram á ágóða af öryggisbúnaði er ef hann kemur í veg fyrir slys eða óhapp. En því miður þau atvik eru aldrei færð til tekna. Þar af leiðanda bara tap af þessu þþþþþþþþar til óveður, snjóflóð, jarðskjálftar, eldgos eða annars konar óhöpp eða slys verða. ÞÁ getur vantað orku til nauðþurfta þó það sé ekki meira , en þá er ekkert varaafl. Stjórnmálamenn tóku ekkert undir þessa gagnrýni undanfarin ár á þessi opinberu fyrirtæki. Því er það fyrirsjáanlegt hvaða ástand verður þegar óhappið verður . Hverjir ætli beri ábyrgðina þá ?".
Þessu skynsemisorð hér að ofan eru ekki mín, ég tók þau af láni frá frænda mínum sem þekkir tímanna tvenna og er farið að ofbjóða fyrirhyggjuleysið og síðan sjálfsréttlætingu þeirra sem ábyrgðina bera.
En það er ekki þannig að menn viti þetta ekki, að reynslan hafi ekki kennt stjórnmálastéttinni okkar the hard way, eða annað var ekki skilið á henni eftir hamfaraveðrið sem gekk yfir Vestfirði og Norð-Vesturland í desember 2019.
Þá var skipuð nefnd, niðurstöður hennar rökfastar og skynsamar, og stjórnmálastéttin lofaði ekki bara bót og betrun, heldur líka aðgerðum og fjármagni.
Svo bara gerðist ekkert, alveg eins og það gerðist ekkert á Suðurnesjum fyrr en allt fór í sundur og neyðarástand skapaðist.
Samt stjórnar sama fólkið og lofaði bót og betrun með mikilli viðhöfn í Þjóðmenningarhúsinu í janúar 2020, þegar niðurstöður nefndarinnar um lærdóminn af hamfaraveðrinu í desember voru kynntar.
Það er auðvelt að vera með puttann á stjórnmálastéttinni, en fyrirsögn þessa pistils er ekki um hana, heldur okkur hin.
Okkur sauðina sem jörmum bara.
Líðum þetta, látum þetta viðgangast.
Samt er það ekki þannig að einstaklingar hafi ekki reynt að mótmæla, og ekki hvað síst, reynt að verkja fjöldann af værum Þyrnirósarblundi.
Ég þekki til dæmis úr minni heimabyggð, þegar einstaklingur nokkur blöskraði þegar rafstöðin okkar í Neskaupstað var rifin, og vélarnar sendar sem varaafl til Úkraínu, því stjórnmálastéttin okkar er svo umhyggjusöm gagnvart fólki í kulda í fjarlægum löndum, jafnvel þó sú umhyggja sé á kostnað fólks sem á öruggan kulda og trekk ef línur og lagnir rofna í hamfaraveðrum eða öðrum náttúruhamförum.
Hann stofnaði feisbókarhóp sem heitir Varaafl í Fjarðabyggð og þar birtist pistill sem bar það gagnmerka heiti; Hvað hefur Breyst?, og vísaði þar í niðurstöður nefndar ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu varafls á landsbyggðinni því steinöld væri ekki valkostur á 21. öldinni í samfélagi sem væri algjörlega háð aðgang að tryggri raforku.
Það þarf ekki að taka það fram að dauf voru eyrun sem talað var fyrir, en mér hefur undanfarna daga verið hugsað til þessa pistils, og tel að hann eigi erindi í umræðuna.
Þess vegna samdi ég þennan sauðapistil, og um stjórnmálastéttina sem er ekki þess heims sem við köllum raunveruleikann og líf fólksins í landinu.
Svona sem forkynningu á spurningunni; "Hvað hefur breyst??
Í þeirri vissu að tíst smáfuglanna hefur áhrif ef fleiri tísta.
Og ætla að birta hann í bítið einhvern morguninn.
Á meðan er hugurinn hjá þeim sem hýra í kulda og trekki án þess að vera skáld uppí hanabjálka.
Með þeirri frómu ósk að við látum að atferli sauða, látum ekki lengur bjóða okkur þessa yfirtöku á landinu okkar góða.
Við erum betri en þetta.
Í alvöru.
Það hefur ekkert breyst.
Látum ekki segja okkur annað.
Kveðja að austan.
Mega búast við heitu vatni undir hádegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 182
- Sl. sólarhring: 651
- Sl. viku: 5766
- Frá upphafi: 1399705
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 4918
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 153
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar, Ómar og Ómar. Þú ættir kanski að íhuhga að vera orðstyttri í þínum pistlum eins merkilegir og þeir eru Eðe er ég kannski sá eini sem nánast sofnaði yfir lestrium. En hef að öðru leyti ekki fram að færa annað en ég var sammálaþví sem ég náði að lesa
Bjarni (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 14:33
Elsku besti Bjarni minn, velkominn frá vistinni í neðra.
Orðstyttri get ég ekki verið, það er um hvert atriði sem ég ympra á, öll nauðsynleg til að ná fram heildarmyndinni um okkur sauðina.
Hvort hins vegar einhver lesi eða sofni, er hins vegar ekki mitt mál.
Vér jörmum sauðirnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2024 kl. 14:47
Ómar kanski er eitt vandamálið með essa stjórnendur er að þeir hafa aldrei unnið þarft handverk, ég er ekki viss um að að hafi verið til bóta að leyfa unglingum að vinna við fisk eða annað til að skapa verðmæti svo að þau skildu hvernig samfélagið virki, alla vega finnst mér að margt af þessu velmenntaða fólkiviti varla hvernig hlutirnir virka, gott dæmi er um afrek þessara þriggja deilda sem voru lagðar niður hjá Reykjavíkurborg.
Alfreð Dan Þórainsson (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 15:15
Blessaður Alfreð.
Ég ætla ekki að þykjast hafa einfalt svar við þessu, ég ympra á mörgu, gæti svo sem skrifað langa ritgerð um hvert og eitt atriði, hvort ég yrði nær eða aðrir sem læsu, veit ég ekki.
Hins vegar held ég að fólk vanmeti áhrif þess sem ég kalla hið skítuga fjármagn, og vísa þá í glóbalið, sem á líka sitt lókal hlutmengi svo ég vitni í vitlausu stærðfræðina sem ég lærði 14 ára gamall.
Það er ekkert eðlilegt við hvað vitlaust og innantómt fólk fær athygli fjölmiðla í dag, eða svo ég vísa í Góða fólkið í Reykjavík, að á bak við alla Dagískuna, allt bullið og froðusnakkið, að þá skuli skortur á íbúðalóðum þvinga lóðarverð upp, að braskarar nái endalaust að hækka íbúðarverðið á sama tíma þeir byggja verr. Að ekki sé minnst á háhýsaskrímslið sem miðbærinn, kjarni Reykjavíkur er orðinn, allt á vakt Góða fólksins.
Og í raun er enginn svo heimskur að hann trúi að Ísland geti endalaust tekið á móti fólki í hrakningum, set reyndar spurningu við Loga Einarsson, en annars er fólk ekki svona vitlaust. Að baki heimskunni eru dýpri hagsmunir, fjárstreymi til hinna meintu atvinnugóðmenna.
En þú ert ekki að spá í þessar pælingar mínar Alfreð, ég hygg að enginn hafi orði verri að hafa fengið vinnu í saltfisknum hjá Gauja Marteins, svo ég vitni í vinnu ungmenna í æsku minni. Og margir þeir sem hafa skitið uppá bak sitt við hagsmunagæslu þjóðarinnar hafa svipaðan bakgrunn. Þó Bjarni hafi fengið ótímabærar tannskemmdir vegna silfurskeiðarinnar sem hann fékk í æsku, þá held ég að það gildi ekki um Sigurð Inga, manninn sem hefur sjálfsagt logið flestu til að halda völdum.
Það breytir því hins vegar ekki að ég hef alið upp syni mína í góðu samfélagi, þar sem vissulega blasir við að meint vanhæft fólk hefur hlaðist utan um stjórnkerfið svo það er því sem næst óhæft um ákvörðunartöku, og sveitarfélaginu stjórnað eftir því, en breytir ekki að fólkið er gott, og skólarnir voru og eru góðir, frá leikskóla uppí framhaldsskóla.
Synir mínir voru svo lánsamir að fá vinnu á vinnustöðum innan um sér eldri og reyndara fólk. Ég get seint þakkað þessu fólki fyrir uppeldið, og samfélaginu fyrir þó að hafa vinnustaði þar sem unglingarnir okkar fá tækifæri til að læra og þroskast.
Og ég vona að sá kjarni fylgi þeim í gegnum "æðri" menntunina og þeir búi að henni eftir útskrift.
Þess óska ég svo öðrum ungmennum í dag, að fá tækifæri til að læra og þroskast innan sér eldra og reyndara fólk, þar sem manngildið fer eftir reynslu og þekkingu, en ekki uppskrúfaðri "æðri" menntun þar sem oft er ekkert innihald að baki gráðunni.
Veit ekki Alfreð, veit samt að svona möguleikar eru deyjandi á Íslandi í dag, í samfélagi Góða fólksins þar sem fólk af erlendum uppruna, helst litað, á að vinna hin almennu störf, og það er litið niður á innlenda sem hafa ekki gráðu, og vinna störfin með þessum erlendu.
Það er eitthvað úrkynjað við slíkt samfélag, og þessi pistill minn, óháð pólitískum skoðunum mínum, tæpir á þessari úrkynjun.
Ég bendi vissulega fingur á stjórnmálastéttina, en vandinn er vissulega miklu djúpstæðari en það.
Samt eru börnin okkar flott, og hinn almenni er góð manneskja, gott fólk.
Samt megum við ekki láta hið skítuga fjármagn stela landinu, eða erlendar glæpaklíkur stjórna landamærum okkar, eða að fáviskan eða forheimskan séu forsenda frama í stjórnmálum.
Við erum nefnilega betri en það, eða það held ég.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2024 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.