12.2.2024 | 08:32
Ólýsanlegt mannúðarslys
Er haft eftir Joseph Borell utanríkismálastjóra Evrópusambandsins vegna fyrirhugaðar sóknar Ísraelshers inní Rafah, síðasta vígi Hamasstjórnarinnar á Gasa.
Sem er alveg satt, það er nú þegar ekki hægt að lýsa þeim hörmungum sem íbúar Gasastrandarinnar hafa þurft að þola frá því að Íslamistarnir í Hamas gerðu innrás í nágrannaríkið sitt Ísrael með þeim eina tilgangi að drepa sem flesta óbreytta borgara á sem hroðalegasta hátt.
Einhver hefði þá haldið að þá hefði Joseph Borell, fyrst að hann gerir sér grein fyrir að hörmungum íbúanna á Gasa sé ekki hægt að lýsa með orðum, að hann hvetti stjórn Hamas til að leggja niður vopn sín svo hægt væri að forða hinu "ólýsanlegu mannúðarslysi", en það gerir Joseph Borell ekki.
Ísraelsmenn eiga að láta Hamas komast upp með að verjast hatrammlega innan um óbreytta borgara, komast upp með allar blóðfórnir óbreyttra borgara, beggja vegna landamæranna.
Þeir beri sökina en ekki Hamas sem hóf þennan ófrið með ólýsanlegum voðaverkum.
Öðruvísi mér áður brá, gleymt virðist mannfallið þegar miðstjórnin í Madríd réðist inní Katalóníu og tugi þúsunda óbreyttra borgara féll.
Barcelóna var vissulega ekki rústir einar, en hún sætti stöðugum loftárásum á meðan umsátrið um hana stóð, og það voru lýðveldissinnar sem björguðu borg sinni með því að hætta að verja hana húsi úr húsi.
Aftökurnar og harðræði miðstjórnarinnar í Madríd var líka ólýsanlegt á eftir.
Þetta er arfleið Joseph Borels, fulltrúa miðstjórnarinnar í Madríd í framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins.
Mannsins sem frá fyrsta degi átakanna tók einarða afstöðu með morðingjunum í Hamas, því það er afstaða að meina Ísraelsmönnum að láta þá sæta ábyrgð á þann eina hátt sem þeim er kleift, að senda her inná Gasa og brjóta Hamas á bak aftur.
Gamla rótgróna gyðingahatrið í Spánverjanum er það ríkt, að hann vill meina sem allar aðrar ríkisstjórnir hafa gert, hafi þær haft til þess burði.
Að svara árásum eða beita hervaldi til að halda ríkjum saman.
Það var þá, þetta er í dag, segja kannski einhverjir sem styðja Íslamista og voðaverk þeirra um allan heim.
Íslamistar séu svo kúgaðir að þess vegna megi þeir nauðga, limlesta og drepa fólk á sem viðbjóðslegastan hátt.
En það er ekki lengra síðan en 2017 að miðstjórnin í Madríd beitti hervaldi til að stöðva lögmæta atkvæðagreiðslu héraðsstjórnar Katalóníu um sjálfstæði Katalóníu frá Madríd.
Það kom vissulega ekki til bardaga, því það þarf tvo til að berjast, eitthvað sem stuðningsmenn voðaverka Hamas virðast gleyma í dag, Katalónar eru friðsamir.
Það breytti því ekki að miðstjórnin í Madríd handtók forystumenn Katalóna, og dæmdi þá í fangelsi fyrir uppreisn gegn miðstjórninni.
Að vilja sjálfstæði var sem sagt uppreisn, og enginn innan Evrópusambandsins mótmælti, meiri var lýðræðisástin ekki þegar sjálfstæðiskrafan var innan túnfótarins.
Hræsnin, tvöfeldnin, gyðingahatrið, skýrir þessi orð Josep Borells.
Öðrum skal bannað það sem hann og hans líkar skirrast ekki við að gera þegar þeirra eigin völd eru undir.
Fórnarlömb hræsninnar eru síðan íbúarnir á Gasa, sem vígamenn Hamas halda í gíslingu.
Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar gætu knúið á Hamas að hætta bardögum, sleppa gíslum sínum, og framselja síðan leiðtogana sem ábyrgina bera á voðaverkunum þann 7. október og stríðinu á Gasa.
Það eru vestræn ríki sem fæða og klæða íbúana, fæða og klæða Hamas, og það er mjög auðvelt að skilyrða aðstoðina þannig að Hamas legði niður vopn.
Það er líka auðvelt fyrir alþjóðasamfélagið að senda herlið inná Gasa til að afvopna Hamas og rétta síðan yfir forystumönnum samtakanna.
Þá væri ekkert stríð á Gasa því innrás Ísraelshers væri óþörf.
Ekkert af þessu þurfti að gerast.
En gerðist vegna þess að þeir sem leika sér að fjöreggi mannkyns, er nákvæmlega sama um þjáningar og hörmungar hins almenna, í fílabeinsturni sínum tefla þeir um mannslífin, skála svo í kampavíni á kvöldin, yfirleitt í faðmlögum.
Átökin og óöldin er þeirra valdatæki.
Þess vegna er ekki bara grátið á Gasa í dag.
Milljónir á milljónir ofan þjást vegna átaka og óaldar, tugi milljóna er á flótta undan þeim.
Og verður svo á meðan lítilmenni stjórna heiminum.
Það er hið ólýsanlega mannúðarslys.
Það er harmur heimsins á tímum þar sem sjálf framtíð barna okkar er undir.
Og við feisum það ekki.
Eins og við eigum ekki líf sem við skuldbundum okkur að verja
Kveðja að austan.
Lofar öruggri flóttaleið frá Rafah | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 498
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 6082
- Frá upphafi: 1400021
Annað
- Innlit í dag: 454
- Innlit sl. viku: 5218
- Gestir í dag: 436
- IP-tölur í dag: 431
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjárstreymið til Hamas hefur verið gífurlegt
Það hefur að vísu verið skrúfað fyrir fjárstreymið til UNRWA sem Hamas virðist hafa fengið stóran hluta af til að grafa göng og kaupa vopn
en í staðinn þá er nú söfnun í gangi á Íslandi "Í viðtali við þær á mbl.is kom fram að það kostaði um $5.000 á mann að koma fólki frá Gasa"
Spurning hvað Hamas fær mikin hluta af þessum peningum sem No Borders Iceland er að senda til Gaza
En eftir því sem mannúðarkrísunum fjölgar þá eykst vopnaframleiðslan og einhverjir græða á því
Grímur Kjartansson, 12.2.2024 kl. 09:14
Mjög áhrifamikill pistill.
Já, og hræsnin, tvöfeldnin og gyðingahatrið er aldrei langt undan hjá æðstu foringjum ESB.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 11:55
Blessaður Grímur, ég held reyndar að það sé ekki mikið, það var vasinn á egypskum ríkisstarfsmönnum sem eru fóðraður.
En alþjóðasamfélagið þarf að feisa að á meðan það fæðir og klæðir íbúa Gasa, kostar opinberar framkvæmdir og svo framvegis, þá er stjórn Hamas á Gasa stikkfrí með sínar tekjur, með þeim fóðrar hún vígamenn sína, og kostar hernaðaruppbyggingu.
Þess vegna finnst mér það alltaf jafn fyndið þegar tvöfeldnin á Vesturlöndum fjargviðrast við Íran fyrir að senda Hamas pening.
Henni væri nær að líta sér nær.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2024 kl. 12:51
Blessaður Símon Pétur.
Þetta er morgunn pistlanna, best að hreinsa hjartað svo það liggi ekki meir á því.
Vissulega beinist gagnrýni mín á ákveðinn lúsablesa, holdgerving vanmáttar og áhrifaleysis Evrópu í dag, álfu sem þolir ekki einu sinni réttmæta ábendingu Trumps um að þeir sem borga ekki í brúsann, geta ekki ætlast til að brúsinn komi og verji þá.
En ef einhver Norðmaðurinn hefði staðið vaktina með Hamas, þá hefði ég alveg eins getað minnst á þátttöku Norðmanna í að herja á blásaklausa bændur og hirðingja í Afganistan, þeir meir að segja monta sig af því að geta miðlað hernaðarreynslu til Úkraínu vegna reynslu sinnar við að skjóta mann og annan þar í landi.
Ennþá hefur enginn Norðmaður eða Dani beðist afsökunar á þeim hernaði, þó strax væri vitað að þarlendir bæru enga ábyrgð á árásinni á Tvíburaturnana. Það viðurkenna þó allir nema samtökin Ísland-Palestína og allavega hluti af ritstjórn Morgunblaðsins að Hamas framdi voðaverk í Ísrael og innrás þeirra á Gasa er ekki án tilefnis.
En Norðmenn, Danir, öll "góðu" ríkin í Nató höfðu enga afsökun fyrir loftárásunum á Serbíu eða Líbýu, innrásinni í Írak eða afskiptunum af borgarastríðinu í Sýrlandi sem var upphaf af ógnarstjórn Íslamistana í Ríki Íslams.
En Spánn er eina ríkið í Evrópu sem hefur sent herlið á 21. öldinni til að brjóta á bak aftur sjálfstæðiskröfu hluta íbúa sinna, þeir eiga því metið þegar kemur að hræsni og tvöfeldni.
Enda gyðingahatur þar landlægt frá fornu fari.
Svo halda menn að nútíminn hafi breytt einhverju!!
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.2.2024 kl. 13:08
Takk fyrir mjög svar þitt.
Það þyngir ádeilu þína.
Og já, það þarf ekki að fara alla leið til Pýrenea skagans til að finna hræsnina og tvöfeldnina. Nóg af þeim við völd í Skandinavíu og Lille Danmark. Og jafnvel nær hvað varðar viljug ríki.
Betur auðnaðist okkur að vera lítil friðsöm, hlutlaus, þjóð, nyrst í Ballarhafi.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.