Grætur páfi krókódílatárum??

 

Frans páfi fordæmdi voðaverk Hamas þann 7. október, en hann heyktist á að fordæma morðingjana, og krefjast þess að þeir sættu ábyrgð.

Þar með var fordæming voðaverkanna innantóm, sýndarmennska, svona But-röksemd.

"Já, já, þetta voru hroðaleg morð, en við megum ekki vera vond við morðingjana, þeir áttu örugglega eitthvað bágt í æsku".

 

Í kjarna er þessi sýndarmennska páfa, sýndarmennska Góða fólksins á Vesturlöndum, það fordæmir voðaverkin, nema náttúrulega viðbjóðurinn sem reyndir að afneita þeim eða gera lítið úr þeim með því að draga úr trúverðugleika þeirra, en gerir ekkert í að láta morðingjana sæta ábyrgð.

Og bítur svo höfuð af skömminni að þegar alþjóðasamfélagið bregst ekki við, að fordæma nauðvörn Ísraela að sækja inná Gasa til að uppræta Hamas, samtökin sem gerðu út vígamenn til að nauðga, limlesta og drepa sem flesta óbreytta borgara.

Upphefur þar með voðaverkin með því að fórnarlambsvæða morðingjana.

 

Harmleikurinn á Gasa er í boði þessa fólks, Hamas þrífst á fórnarlambavæðingu sinni.

Og núna fáum við fréttir að stuðningsfólk voðaverkanna lætur verkin tala á Vesturlöndum.

Löndum sem eru búin að yfirfylla sig af miðaldafólki sem telur svona voðaverk hinn sjálfsagðasta hlut í heimi.

 

Þetta veit páfinn.

Og hann veit ábyrgð sína.

 

En það er gott fyrir ímyndina að leika góða kallinn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Páfinn fordæmir aukið gyðingahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Líkt og haft er eftir einum af kennurunum á vegum UNRWA í MBL í dag

„Í nafni Allah, hver sá sem hefur tök á að drepa og slátra síonista og ísraelskan glæpamann, og gerir það ekki, á ekki skilið að lifa. Það á að drepa þá og elta þá alls staðar. Þeir eru mesti óvinurinn. Allt sem Ísrael á skilið er dauði.“

Þennan kennara ætla nemendur í Hagaskóla styðja með verkfalli á morgun með góðfúslegu leyfi skólayfirvalda

Grímur Kjartansson, 5.2.2024 kl. 09:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Nákvæmlega, það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2024 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 775
  • Sl. viku: 5586
  • Frá upphafi: 1400343

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 4800
  • Gestir í dag: 42
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband