Það eiga allar þjóðir sitt Ísland-Palestína.

 

Það er þannig að þeir sem styðja öfga og viðbjóð þrífast hjá öllum þjóðum.

 

Það sem þeim blaðamanni Morgunblaðsins sem núna sagði með sjálfum sér; Yes, þarna náði ég þeim, yfirsést að nefndin á vegum Sameinuðu þjóðanna sem gaf út þá yfirlýsingu að margt benti til að vígamenn Hamas hefðu gerst sig seka um glæpi gegn mannkyni;

"Að miðað við fjölda fórn­ar­lamba og vand­leg­an und­ir­bún­ing árás­ar­inn­ar ásamt sí­vax­andi fjölda sönn­un­ar­gagna um nauðgan­ir og lim­lest­ingu kyn­færa mætti leiða lík­ur að því að árás Ham­as-liða 7. októ­ber í fyrra teld­ist glæp­ur gegn mann­kyni".

Að hún vitnaði ekki hvorki í Ísland-Palestínu eða samtökin ZAKA.

Heldur staðreyndir sem byggðar voru af myndum á vettvangi, líkamsleyfum fórnarlamba, viðtöl við eftirlifendur og svo framvegis.

 

Hvað ritstjórn Morgunblaðsins gengu hins vegar til með svona fréttaflutningi er illt að skilja.

Alla vega hefur blaðið ekki sýnt fórnarlömbum voðaverka Hamas að fjalla ítarlega um örlög þeirra líkt og til dæmis BBC eða Sunday Times svo einhverjir breskir miðlar séu nefndir.

Eða tekið viðtal við þann hluta íbúa Gasa sem fordæmir voðaverk Hamas og þær hörmungar sem samtökin hafa kallað yfir íbúa þar.

 

Nei Mogginn dansar með.

Sem er stuðningur við viðbjóðinn út af fyrir sig.

 

Lítil er arfleið genginna ritstjóra.

Kveðja að austan.

 

Viðbót 17.55.

Ég hafði rúmar 10 mínútur í morgun til að henda inn þessum pistli áður en lagt var á stað í kaupstað til að ná í annað afkvæmið sem var að koma austur á Kommablót.

Það er svo margt hægt að segja um svona frétt sem í kjarna er beinn stuðningur við þann viðbjóð sem átti sér stað 7. október, og sem átti sér þann eina tilgang að kalla hörmungar yfir íbúa Gasa strandarinnar, markmiðið líklegast að sigra áróðursstríðið við Ísraela, og rjúfa kyrrstöðuna eða jafnvel friðarferlið sem var hafið í Mið-Austurlöndum, með því að kveikja ófriðarbál sem myndi breiðast út til annarra landa og jafnvel enda í stórstyrjöld fyrir botni Miðjarðarhafs.

Ég ætla láta mig duga að segja að það er langt síðan að ég áttaði mig á að í kjarna eru þeir sem afneita Helförinni rotnari að innan en þeir sem sömdu áætlun um útrýmingu meint óæðra fólks.

Ísraelsmenn mega eiga að þeir eru eitthvað byrjaðir að gera upp við öfgaskrílinn sem þrífst líkt og Hamas á óöldunni. Ísrael er lýðræðisríki þar sem ólík sjónarmið takast á, með frjálsum fjölmiðlum, og eftir því sem ég best veit er fólk þar hvorki grýtt eða hýtt fyrir framhjáhald eða hommum og lesbíum kastað fram á háhýsum, líkt og íslenskir hommar og lesbíur kunna svo vel að meta hjá Hamas og systursamtökum þeirra; Ríki Íslams.  Það hefur líklegast eitthvað með fórnarlambsvæðingu að gera, sjálfsmynd áratuga ofsókna upplifir tómarúm þegar menn eru alltí einu orðnir viðurkenndir góðborgarar í samfélaginu, þá er gott að vita af þjáningarbræðrum og systrum.

Öfgahópar ásamt netverksmiðjum í eigu hagsmuna framleiða og matreiða efni fyrir hina svokallað "frjálsa" fjölmiðlun netsamfélagsins, en hefðbundnir fjölmiðlar reyna svona að halda sig við atburði og staðreyndir.  Og vel unnin Wikipedia grein er gullnáma því hún vísar í heimildir sem mjög auðvelt er að kanna.

Eins og þessi; Sexual and gender-based violence in the 7 October attack on Israel.

Linkur:

https://www.google.com/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&cad=rja&uact=8&ved=2ahUKEwiCn4PdhpCEAxVn-gIHHWLcDSoQFnoECA8QAw&url=https%3A%2F%2Fen.wikipedia.org%2Fwiki%2FSexual_and_gender-based_violence_in_the_7_October_attack_on_Israel&usg=AOvVaw1fbKU640G5Sz4W_pkE2HiD&opi=89978449s

Hægri smella og hún opnast.  Og skrýtið, aðalheimildin er ekki ZAKA, en ef greinin er þrautlesin þá má sjá 6 tilvitnanir í samtökin, og vissulega var vitnað í bæði talsmenn þeirra sem og liðsmenn samtakanna í tilvitnuðum fréttum því þetta var jú liðið sem var á vettvangi ásamt öðrum.

Fjölmiðlar eins og BBC eða New York Times vinna sína heimildarvinnu sjálf, og sannreyna svona alvarlegar ásakanir, svo ég vitni í BBC; "The BBC has seen and heard evidence of rape, sexual violence and mutilation of women during the 7 October Hamas attacks.".

Og út frá þeirri vinnu setti stofnunin saman ítarlega frétt um árásina á unga fólkið á friðartónleikunum Supernova, þar sem stuðst var við myndbönd bæði tónleikagesta sem og vígamanna Hamas.  Linkur á þessa frétt er hér að neðan.

https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67056741.

 

Það er himinn og haf milli vinnubragða BBC og Morgunblaðsins, þó vinna örugglega margir femínistar á BBC.

Sá fyrrnefndi tekur ekki afstöðu með voðaverkum, heldur greinir frá þeim, sá síðarnefndi, síðasti meinti borgaralegi fjölmiðill Íslands, þegir yfir þeim eins og hægt er, en er fljótur að birta fréttir þar sem dregið er úr trúverðugleika fórnarlambanna. 

Mikið nær ræsinu er ekki hægt að komast.

 

PS. Mér var bent á að linkurinn á grein Wikipedíu um kynferðislegt ofbeldi Hamas þann 7. október hefði ekki virkað, svo ég setti inn lengri link, og birti hann svo í athugasemd númer 4, þar þarf aðeins að klikka á hann.

 

 

 


mbl.is Skáldaði upp fjölda hryllingssagna af innrás Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lygar þarf að leðrétta, sértstaklæega þegar þær eru notaðar til að réttlæta voðaverk og þkóðernishreinsanir

Agnes (IP-tala skráð) 3.2.2024 kl. 10:38

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Agnes.

Það er rétt Agnes, þú leiðréttir ekki heldur lygi með lygi.

Það eru fá vestræn lönd sem hafa svo brenglaða fjölmiðla eins og þeir íslensku, að nota samtökin Ísland-Palestínu sem sína megin heimild um voðaverk Hamas 7. október og átökin sem urðu á Gasaströndinni eftir þau víg.  En ennþá færri eða þá engin sem nota samtök miðaldagyðinga sem heimild sína.

Allur fréttaflutningur breskra og bandarískra fjölmiðla um voðverkin og þjóðernishreinsanirnar þennan örlagadag byggist á að gögn og heimildir eru sannreynd, og það birt sem hægt er að standa við. Heimildirnar eru aðallega þrennskonar, myndbönd sem morðingjarnir sjálfir tóku, myndir af vettvangi ásamt lýsingum sjónarvotta og eftirlifandi og í þriðja lagi vitnisburður meinafræðinga og annarra sem hafa rannsakað líkamsleifar fórnarlamba voðaverkanna.

"A video of the massacre shot by a survivor searching for her friends verified by The New York Times showed a woman lying on her back, dress torn, legs spread and vagina exposed while her face was burned and her right hand covering her eyes. She was later identified as Gal Abdush, mother of two from central Israel.[3][54] One witness told the paper that 100 Hamas militiants congregated along a road passing weapons and badly wounded women to each other.[3][54] The witness said she saw at least 5 women raped in front of her while she hid.[3][54] Another witness recounted that he saw men in civilian clothes drag a woman out of a van in route 232 nearby, he said they gathered about her and penetrated her while she screamed and then one of the men killed her with a knife".

Þetta auk margs annars er ástæða þess að konur, sem hafa eytt ævi sinni að upplýsa um þá skelfilega glæpi sem nauðganir og misþyrmingar kvenna í stríðsátökum eru, eins og til dæmis Christina Lamb, fréttastjóri erlendra frétta hjá Sunday, spyrja þessarar lykilspurningar; "Christina Lamb, says it is "very strange" feminist groups and the United Nations took so long to condemn Hamas’ violent attacks on women".

Ég vona það þín vegna Agnes að þú sért ekki ein af þeim sem eru í þessum þegjandi hópi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2024 kl. 15:53

3 identicon

Sæll Ómar, Wilkipedia linkurinn virkar ekki.

Takk fyrir góðar greinar um þessi mál.

Kristinn Ásgrímsson (IP-tala skráð) 3.2.2024 kl. 18:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er linkur á yfirgripsmikla grein á Wikipedíu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum í árás Hamas á Ísrael, árás sem Hamas segir að hafa verið beint af ísraelskum herstöðvum.  Það er sem sagt smá misskilningur á ferðinni þegar vígamenn Hamas rugluðust á ungum tónleikagestum á friðartónleikum, og þungvopnuðum ísraelskum hermönnum innan víggirtrar herstöðvar, fjölskyldufólkið sem var myrt í bílum sínum á hraðbrautinni var sem sagt í felubúningum, hermannabúningum, sérstaklega börnin í bílstólunum, að ekki sé minnst á að í tveggja metra fjarlægð þá litu fjölskyldubúningarnir eins og brynvarin ökutæki.

Og samyrkjubúin, sem nóta bene voru byggð hrekklausu fólki sem trúði á frið milli Ísraela og Palestínumanna, voru þá líka víggirtar herstöðvar.  Rosalega vígaleg þessi ungabörn sem voru sneydd lifandi í rúmum sínum.

En linkurinn er hér.

https://en.wikipedia.org/wiki/Sexual_and_gender-based_violence_in_the_7_October_attack_on_Israel

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2024 kl. 21:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristinn.

Hef bætt úr því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.2.2024 kl. 21:09

6 identicon

Ég bendi hér enn einu sinni á frábært viðtal við palestínska sálfræðinginn, Ahmad Mansour, sem alinn er upp í litlu arabaþorpi í Ísrael en býr nú í Þýskalandi. Hér lýsir hann uppeldi sínu sem byggðist á feðraveldi og barsmíðum. Hann segir frá námi sínu í Tel Aviv, hvers vegna hann fór til Þýskalands og "kúltúrsjokkinu" þegar honum var skipað að skúra gólf. Loks lýsir hann vanda í samskiptum innfæddra Þjóðverja og innflytjenda."Góða fólkið" sem vill meðhöndla landa hans eins og "gæludýr" kallar hann rasista.

í nýju viðtali hefur hann rætt um Hamas og ástandið á Gasa. "Ef afi minn hefði ekki ákveðið að halda kyrru fyrir í stríðinu 1948 þá væri ég nú líklega á Gasa".  Sækja má þýdda texta undir viðtalið sem er á þýsku.                             Ahmad Mansour – Psychologe (01.02.2016 Vis A Vis)           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 3.2.2024 kl. 23:42

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta Hörður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.2.2024 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 110
  • Sl. sólarhring: 752
  • Sl. viku: 5649
  • Frá upphafi: 1400406

Annað

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 4854
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband