"Staf­ar heim­in­um hætta af þess­ari stúlku?"

 

Spyr örvæntingarfullur ættingi sex ára gamallar stúlku sem óttast er um afdrif af eftir að bíll fjölskyldu hennar var sprengdur í loft upp og hefur ekki fundist þrátt fyrir ítarlega leit, enda sá hluti Gasasvæðisins sem bíll fjölskyldunnar var á, mjög víðfeðmur, með fjöllum og giljum sem gerir leitarmönnum mjög erfitt að finna bílflakið.

Fjöllin og gilin, og hið víðfeðma landsvæði Norður Gasa reyndar hvergi til nema í hugarheimi þess blaðamanns sem skrifar þessa frétt, annars gæti hvarflað að honum að hann væri leiksoppur grimmdarmanna sem fórna börnum sínum á altari stríðsáróðursins.

Hvernig var það svo annars??, var ekki stanslaust sagðar fréttir af því í 6-8 vikur að sjúkrahúsin yrðu rafmagnslaus eftir 1-3 daga vegna skorts á eldsneyti við að knýja díselrafstöðvar, og líf fyrirbura alltaf undir, samt mallaði stríðsvél Hamas í rólegheitum, og samt er fólk ennþá skotið í tætlur í bílum sínum??

Og hver ekur um á bílum með fjölskyldu sinni þegar vitað er að öll farartæki eru skotmark innrásarliðsins???, á landsvæði sem er lítið stærra en Stór-Hafnarfjörður??

 

En tilgangur þessarar færslu var ekki að hæðast að hinum meðvirku sem styðja stríðsvél Hamas með því að éta upp áróðurinn hráan og hafa hann eftir.

Heldur að svara spurningu fyrirsagnarinnar og stutta svarið er Nei. 

Og langa svarið er líka Nei.

 

Þessi unga stúlka er fórnarlamb, engu síður en börnin sem vígamenn Hamas drápu þann 7. október, eða þau tugþúsunda barna sem voru brennd lifandi í eldárásum Breta og Bandaríkjamanna á borgir Þýskalands, eða féllu í umsátri Sovétmanna um Berlín.

En þau ríki sem drápu börn í Þýskalandi, líka eldri systkini þeirra, mæður og feðurna á vígstöðunum, voru ekki að þessu til að svala morðfýsn sinni líkt og blaðamaður Morgunblaðsins er að gefa í skyn í þessari frétt.

Þau réðust á Þýskaland til að uppræta stríðsvél nasista sem hafði farið um Evrópu með báli og brandi og það dóu óbreyttir borgarar í þeirri innrás, eða alveg þar til nasistar gáfust upp.

En á meðan nasistar börðust þá dó fólk, svo einfalt var það, þannig eru stríð.

 

Það deyja börn á Gasa vegna þess að stjórnvöld þar ákváðu eins og nasistarnir forðum að ráðast með báli og brandi inní nágrannaríki sitt, vitandi að það sem eitt af mestu herveldum heims, myndi svara fyrir sig með innrás, og þá myndu börn deyja.

Og börn deyja, í gær, í fyrradag og daginn þar á undan, og í dag, á morgun, og næstu daga, eða alveg þar til að þeir sem hófu þetta stríð með voðaverkum sínum gefast upp.

Fyrir Ísraelsmenn er ekkert val, það líður ekkert ríki heims að nágrannaríki sendi morðsveitir yfir landamærin til að myrða, nauðga, limlesta, og þegar nágrannaríkið hefur það yfirlýsta markmið að útrýma þjóðinni, og sýnir það í verki, þá er það annaðhvort Þeir eða Við.

Þú semur ekkert við þann sem ætlar að drepa þig, um hvað á að semja??, að hann sleppi því að drepa þig í dag, en drepi þig eftir viku í staðinn??

 

Það er síðan æpandi í öllum þessum harmsögum frá Gasa, þegar óbreyttir borgarar harma lát ættingja sinna og vina, eru á vergangi, byggð þeirra í auðn, að fólk spyr; Hvað höfum við gert??

Svona fyrir utan að hafa haldið litla þjóðhátíð með skrúðgöngu þar sem heiðursgestirnir voru lík svívirtra ungra kvenna sem voru drepin á friðartónleikum hinum megin við landamærin.

 

Hvað höfum við gert???, við erum ekki Hamas.

En enginn segir; Hamas, hættið að berjast innan um fólkið ykkar!!

 

Harmurinn er því ekki raunverulegur heldur áróður, fólks sem hélt þjóðhátíð þegar nágranninn var drepinn, en er ekki eins ánægt þegar það sjálft er drepið.

Það væru engin átök á Gasa ef fólk þar fordæmdi Hamas og ábyrgð samtakanna á þeim hörmungum sem það upplifir á hverjum degi stríðsátakanna.

 

Það væru heldur engin átök á Gasa ef alþjóðasamfélagið hefði ekki brugðist skyldum sínum eftir voðaverkin 7. október, og fordæmt það sem átti að fordæma, síðan fullvissað stjórnvöld í Ísrael að þeir sem ábyrgðina bæru yrðu látnir sæta ábyrgð.

Það er jú alþjóðasamfélagið sem fæðir og klæðir íbúana, á meðan Hamas notar sjálfsaflafé sitt og alla milljarðana frá Íran til að fjármagna stríðsvél sína sem hefur það eina markmið að útrýma 9 milljón manna nágrannaríki sínu.

Hamas situr í skjóli alþjóðasamfélagsins og Hamas berst í dag í skjóli alþjóðasamfélagsins.

 

Og hvað eiga þá Ísraelsmenn að gera??

Gefast upp og bíða eftir næstu morðárás??

Eða hjálpa til og fremja fjöldasjálfsmorð?? og deilan þar með leyst.

 

"Við drepum þá" sagði ungur drengur í sjónvarpsfréttum í gær, þannig er hatrið sem hann er alinn uppí þegar hann stríðalinn étur úr hjálparpökkum frá þeim þjóðum sem hann ætlar að drepa.

Þetta er raunveruleikinn sem Ísraelsmenn búa við í dag og þeir neyðast til að feisa.

Þetta er líka raunveruleikinn sem kristnir Vesturlandabúar búa við í dag, nema þeir feisa hann ekki.

 

Alveg eins og Glæpir gegn mannkyni eru vopn Hamas þá er meðvirkni þeirra það líka.

Fólkið sem heldur að þeir sem vilja drepa það, séu vinir þess.

Fólkið sem í meðvirkni sinni styður voðamenn og voðaverk þeirra.

 

Slík meðvirkni gegnsýrir fréttir ríkisfjölmiðils okkar og hún mengar fréttamat Morgunblaðsins.

Svo mjög að það er hægt að týnast á Gasa, þessari ör-landspildu.

 

Á meðan deyja börnin á Gasa.

En blóð þeirra er ekki á ábyrgð ísraelsku hermannanna.

 

Ekki í þetta sinn.

Kveðja að austan.


mbl.is Óttast um afdrif sex ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill Ómar.

Hefði aldrei trúað því að það væru svo margir á Íslandi svo blindir á sannleikann

og einfaldar staðreyndir.

Þegar hommar og lesbíur eru farin að styðja HAMAS á Íslandi þá eru þau jafnframt

að lýsa stuðning við háhýsa þeytingar samkynhneigðra og svívirðingu og grjótaksti

á konum.

Hversu öfugsnúið er hægt að hafa það....???

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.2.2024 kl. 10:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja Sigurður, þau eiga ennþá eftir að ganga niður Laugarveginn með baráttuskiltið; Við styðjum SS, þannig að þetta getur ennþá verið öfugsnúnara.

En eitt er að vera blindir á sannleikann, annað er að nýta borgaralegan fjölmiðil til að styðja viðbjóðinn, og þegar það er gert, finnst mér að borgalegt íhaldsfólk eigi að mótmæla.

Því þegar sá sem á að verja borgarleg gildi, bregst, þá finnst mér fokið í flest skjól.

En auðvitað er miklu auðveldara að skammast út í Góða fólkið hjá Rúv, en það hefur aldrei þóst vera annað en það er.

Hitt er hins vegar tvöfeldni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.2.2024 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 750
  • Sl. viku: 5652
  • Frá upphafi: 1400409

Annað

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 4857
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband