27.1.2024 | 12:06
Hlutdrægar Sameinuðu þjóðir draga lappir.
Það hefði aldrei orði stríð á Gasa ef alþjóðasamfélagið hefði strax skorist í leikinn eftir morðárásir Hamas á óbreytta borgara í Ísrael, fordæmt þær, hafið strax rannsókn á hvort um Glæpi gegn mannkyni væri að ræða, og í framhaldinu skorað á yfirvöld á Gasa að framselja sjálfa sig svo hægt væri að rétta yfir þeim samkvæmt alþjóðalögum.
Ella myndi alþjóðasamfélagið grípa inní og senda herlið inní Gasa til að handtaka hina seku.
Í stað þess að gera ekki neitt.
Stofnun alþjóðasamfélagsins var hins vegar hlutdræg frá fyrsta degi.
Framkvæmdarstjórinn, Antonio Guterres gaf tóninn strax á öðrum degi eftir morðárásirnar, réttlæti voðaverkin með því að segja að þau hefðu ekki sprottið uppúr tómarúmi, vísaði í áratugaátök Ísraela við nágranna sína og fyrrum íbúa Palestínu sem hafa verið á vergangi eftir stríðið 1948.
Eins og eitthvað gæti réttlætt Glæpi gegn mannkyni, eða morðárásir sem höfðu þann eina tilgang að drepa sem flesta óbreytta borgara.
Og stofnanir Sameinuðu þjóðanna á Gasa hafa verið hlutdrægar frá fyrsta degi, þær láta einsog Ísrael séu árásaraðilinn en ekki Hamas, hvetja því Ísraela að hætta að herja á vígamennina sem réðust á landið, í stað þess að hvetja vígamennina til að leggja niður vopn, að hætta að verjast innan um óbreytta borgara.
Með þessari hlutdrægni, og með því að þrýsta ekki á Hamas, bera Sameinuðu þjóðirnar mikla ábyrgð á að viðhalda hörmungarástandinu á Gasa, á mannfallinu og vergangi íbúa þar.
Ef mennskan sigrar þetta stríð við öfganna, þá mun falla þungur dómur yfir því forystufólki Sameinuðu þjóðanna sem ábyrgðina ber, því hendur þessa fólks er mun blóðugri en hermannanna sem neyðast til að sækja inní þéttar byggðir gegn þungvopnuðum vígamönnum.
Annar glæpur, því þessi hlutdrægni er glæpur, er að láta Hamas komast upp með að misnota alþjóðastofnanir á Gasa, sem skjól og aðgerðastöðvar, draga þannig trúverðugleik stofnana algjörlega niður í svaðið.
Í framhjáhaldi geta að samstarfið við Rauða Hálfmánann er svipað eðlis, þau samtök starfa ekki á sama grunni og Rauði krossinn í vestrænum löndum, þau er skjól og hjálp fyrir vígamenn og vígasamtök.
Takandi þátt í hinu heilögu stríði við trúleysingjana.
Núna er Sameinuðu þjóðirnar loksins í nauðvörn.
Þurfa vonandi að gangast við hlutdrægni sinni og glæpum.
Þar þykjast menn vera voðalega hissa þegar raunveruleikinn stillti þeim loksins upp við vegg, og neyddu þá til að kannast við skálkaskjólið sem vígamenn hafa nýtt til voðaverka.
Og núna þykjast hinir seku ætla að rannsaka það sem þeir hafa alltaf vitað, og draga hina ábyrgu fyrir dóm.
Eru sem sagt að leita að númerinu hjá skúringarkonunni.
Vonandi tekst þeim það ekki.
Kveðja að austan.
Kanada og Ástralía frysta fjárveitingar til SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.