26.1.2024 | 14:41
Mennskan 0 - Glæpir gegn mannkyni 1
Og kannski er háðungin algjör að sóknaraðilinn sem réttlætir tilhæfulaus morð á óbreyttum borgurum, dráp á heilum fjölskyldum, á sem viðbjóðlegasta hátt, á morðum og nauðgunum, limlestingum, á öllu því sem alþjóðalög hafa skilgreint sem Glæpi gegn mannkyni, að það eru núverandi stjórnvöld í Suður Afríku.
Þar sem spillingin er svo algjör, að mútuþægir ráðherrar sem þiggja laun frá glæpasamtökum, bera beina ábyrgð á orkuskorti í landinu.
Fólk sem ætti að sæta rannsókn, vogar sér að ákæra aðra.
Alþjóðadómstólinn í Hag náði ekki að tækla Glæpi gegn mannkyni, hann hins vegar bað stríðandi fylkingar að reyna ekki að stuðla að þjóðarmorði.
Pútín var sem sagt sýknaður, líklegast Hitler líka, allir þeir sem hafa ráðist á önnur lönd, drepið, myrt, nauðgað, og til viðbótar sem Hamas og bræðralag Íslamista ber ábyrgð á, að limlesta, að brenna börn lifandi, allan þann viðbjóð sem mannkynssagan hefur hingað til fordæmt.
Sem óeðli, einhvern sjúkleika sem ber að vinna gegn.
Haag hefur aldrei lagst lægra.
Að fordæma ekki Glæpi gegn mannkyni.
Það er eins og rétthugsunin sé án siðar og mennsku.
Á meðan olíugróðinn fjármagnar, þá skal lúta höfði.
Hver veit hver verður hálshöggvinn næst??
Ekki Ég segir Góða fólkið.
En er það svo.
Kveðja að austan.
Komi í veg fyrir þjóðarmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 510
- Sl. sólarhring: 681
- Sl. viku: 6241
- Frá upphafi: 1399409
Annað
- Innlit í dag: 432
- Innlit sl. viku: 5287
- Gestir í dag: 396
- IP-tölur í dag: 390
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, þakka þér fyrir að vaka yfir því sem í gangi er og benda á hið augljósa.
Jesaja spámaður sem var uppi um 700 árum fyrir Krist skrifaði:
20 Vei þeim, sem kalla hið illa gott og hið góða illt, sem gjöra myrkur að ljósi og ljós að myrkri, sem gjöra beiskt að sætu og sætt að beisku.
21 Vei þeim, sem vitrir eru í augum sjálfra sín og hyggnir að eigin áliti.
22 Vei þeim, sem kappar eru í víndrykkju og öflugar hetjur í því að byrla áfengan drykk,
23 þeim sem sýkna hinn seka fyrir mútur og svipta hina réttlátu rétti þeirra.
Það má segja að hann hafi verið að skrifa um þá tíma sem við lifum á. Það er með ólíkindum hversu ranglætið er talið rétt og hið rétta talið rangt í hugum svo margra. Ég vil meina að það er fyrir þá sök að við höfum hafnað Drottni Guði skapara himins og jarðar og farið eftir eigin duttlungum og hyggjuviti heimsríkisins, en ritningin talar um að heimurinn sé á valdi hins illa. Réttarríkið er að breytast í ríki ranglætis, öllu snúið á hvolf sem hægt er. Sem dæmi þá var ég að lesa um fimmtugan mann í Kanada sem skilgreinir sig sem 13 ára stúlku, hann tók þátt í sundkeppni ungra stúlkna, hann er ósnertanlegur, það má ekki gagnrýna hann, hann hefur lögregluvernd. Þetta er galið.
GUÐ FRELSI OKKUR og
GUÐ BLESSI ÍSLAND.
Tómas Ibsen Halldórsson, 26.1.2024 kl. 15:18
Þakka, þú ert óstöðvandi. þakka kennsluna.
Egilsstaðir, 26.01.2024 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.1.2024 kl. 17:00
Mína er ánægjan Jónas.
Blessaður Tómas.
Var þetta ekki skrifað fyrir alla tíma?
En tómhyggjan, andleysið hefur nagað vestræna menningu og sið inn að rótum svo hún riðar til falls.
Slíka tómhyggju þekkja múslímar ekki og það er eitt af því sem ég virði við þá og þeirra trú.
Íslamistarnir hins vegar eru birtingarmynd illskunnar eins og allir trúaröfgar í gegnum tíðina.
Og þeir eiga sviðið í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.1.2024 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.