20.1.2024 | 18:06
"Nefnd sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna"
Segir loksins, tekur loksins afstöðu með mennskunni;
"Að miðað við fjölda fórnarlamba og vandlegan undirbúning árásarinnar ásamt sívaxandi fjölda sönnunargagna um nauðganir og limlestingu kynfæra mætti leiða líkur að því að árás Hamas-liða 7. október í fyrra teldist glæpur gegn mannkyni".
Nauðganir og limlestingar kynfæra, sem eru framkvæmd samkvæmt fyrirfram leiðbeiningum herstjórnar Hamas er Glæpur gegn mannkyni.
Nauðvörn þess ríkis sem verður fyrir slíkum glæp, er það hins vegar ekki á meðan þeir sem fyrirskipuðu þessa glæpi, halda áfram árásum sínum á það, sem og verjast heiftarlega innan um óbreytta borgara þegar ráðist er á þá.
Árásir Ísraela eru aðeins stríðsglæpir ef og þegar nauðgarar Hamas leggja niður vopn, og árásir á byggðir Gasa héldu áfram.
Á það hefur ekki reynt, en þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra réttarreglna, sem og að flest vestræn ríki hafa lög sem banna stuðning við hryðjuverkasamtök, hvað þá stuðning við Glæpi gegn mannkyni.
Slík lög myndu ná yfir ríkisfjölmiðil okkar sem hundsar Glæpi Hamas gegn mannkyni, en lýgur stríðsglæpum upp á réttmætar varnaraðgerðir Ísraela gegn árásaraðilanum.
Slík lög myndu líka ná yfir tjaldbúana við Austurvöll sem upphefja þessa Glæpi gegn mannkyni, sem og viðbjóðinn sem gengur reglulega niður Laugarveginn til stuðnings honum.
Nema slík lög virðast ekki hafa verið sett á Íslandi, þess vegna hafa þeir starfsmenn Rúv sem bera ábyrgð á stuðningi við Glæpi gegn mannkyni verið reknir, viðbjóðurinn sem styður morð, "nauðganir og limlestingu kynfæra" ekki verið lögsóttur fyrir stuðning við Glæpi gegn mannkyni, eða tjaldbúarnir við Austurvöll reknir úr landi.
Og stuðningurinn við Glæpi gegn mannkyni er svo algjör hjá Góða fólkinu, að það vinnur að því hörðum höndum að breyta Íslandi í griðastað stuðningsfólks Hamas og þess viðbjóðs sem samtökin standa fyrir.
Enginn andæfði fyrr en Bjarni Ben breyttist úr mús í mann og mótmælti hryðjuverkavæðingu Góða fólksins hjá Reykjavíkurborg, ásamt því að kalla eftir andspyrnu gegn mannsals- og flóttamannaiðnaðinum.
Stjórnmálamaðurinn sem ekki var einu sinni orðinn orðin ein, reis þannig upp eins og fuglinn Fönix.
Nema um sýndarmennskuna eina hafi verið um að ræða, það veit aðeins tíminn.
Viðbjóðurinn fékk klapp hjá Gísla Marteini, ekki í fyrsta sinn (nema þetta er í fyrsta sinn sem ég eyði orðum á Gísla).
Viðbjóðurinn mætti ásamt Hamasliðum á Íslandi og öskraði "drullusokkar og aumingjar" að ríkisstjórn Íslands.
Viðbjóðurinn hefur svívirt ákall mennskunnar um frið og réttlæti með því að gera friðargöngur þjóðarinnar að sérstökum stuðningsgöngum fyrir morðingja, nauðgara, sem Sameinuðu þjóðirnar segja seka um Glæpi gegn mannkyni.
Og kemst upp með það.
Þess vegna megum við ekki gleyma af hverju þetta fólk er Viðbjóður.
Því aðeins viðbjóður styður svona voðaverk og vísa þá í viðtengda frétt;
"á myndskeiði frá innrásinni megi sjá unga konu liggja á grúfu á hleðslurými pallbifreiðar þar sem maður rífur í hár hennar á meðan aðrir sem þar eru heyrast hrópa lofsyrði til guðs síns, Allah.
.. líki hinnar ísraelsk-þýsku Shani Louk með því fyrsta frá innrásardeginum sem komst í dreifingu. Er þar um að ræða myndskeið sem sýnir lík Louk, sem var 22 ára gömul er hún mætti örlögum sínum, borið í skrúðgöngu um götur Gasaborgar.
Bandarísku fjölmiðlarnir New York Times og NBC hafa til samans borið kennsl á þrjátíu konur og stúlkur sem Hamas-liðar myrtu og bera áverka sem benda til kynferðisofbeldis.
.. að hann hefði komið að látinni konu sem hefði verið nakin neðan mittis og líkið beygt fram yfir rúm. Hún hefði verið skotin í hnakkann. Í leggöngum annarrar látinnar konu, sem fannst á heimili sínu, hefði hann uppgötvað fjölda oddhvassra hluta, meðal annars nagla. lík kvenna sem báru öll merki þess að hafa verið nauðgað og voru fórnarlömbin allt frá fullorðnum konum niður í stúlkubörn.
"Við vorum í áfalli [...] Lík margra ungra kvenna komu inn til okkar klædd aðeins blóðugum fatatætlum og nærfötin voru oft alblóðug. Teymisstjórinn okkar sá nokkra kvenkyns hermenn sem höfðu verið skotnar í kynfærin eða brjóstin, Hefðu mennirnir skipst á að nauðga einni kvennanna uns einn þeirra hefði skorið af henni annað brjóstið og hent því á jörðina þar sem mennirnir hefðu svo "leikið sér með það", svo notuð séu hennar eigin orð. Aðra konu hefðu þeir tætt í sundur (e. shredded to pieces) og sú þriðja verið stungin ítrekað í bakið á meðan henni hefði verið nauðgað.
..komið að líkum þriggja ungra kvenna sem lágu naktar að neðan með sundurglennta fótleggi á jörðinni. "Kveikt hafði verið í andliti einnar þeirra," sagði Shumel, önnur hefði verið skotin í andlitið og sú þriðja haft fjölda skotsára á neðri hluta líkamans.
.. yfirgeðlæknir á Ichilov Tel Aviv-heilsugæslunni og greinir hún The Guardian frá því að fjórtán þeirra sem Hamas-liðar héldu í gíslingu vikum saman hlytu enn aðhlynningu vegna upplifana sinna þar og hefðu margir þeirra, þar á meðal börn, sætt kynferðislegri misnotkun eða orðið vitni að henni".
Þetta er aðeins úr einni frétt sem Mogginn birtir, en fyrir löngu löngu tóku breskir og bandarískir fjölmiðlar, margir hallir undir málstað Palestínu gegn Ísrael að lýsa þessum voðaverkum, og knúðu að lokum stofnanir Sameinuðu þjóðanna að bregðast við.
Pistlahöfundur hefur vitnað í þær fréttir, ásamt því að skoða myndbönd um ummerkin eftir morðárásirnar á samyrkjubúin.
Að sjá blóðugan barnabílstól eftir sundurskotið barn, eða alblóðugt barnarúm sem bar þess augljós merki um að sveðja hefði verið notuð til að búta í sundur ungabarn, það er eitthvað sem maður getur ekki horft á, og látið síðan eins og ekkert hafi gerst.
Það er skýring þess að ég kalla fólk sem styður svona Viðbjóð, ég hef aldrei áður upplifað megnari fyrirlitningu á nokkru fólki.
Var ég þó ekki beint vinveittur landráðahyskingu sem studdi ICEsave fjárkúgun breta og Hollendinga, eða fyrr því fólki sem skrifaði til stuðnings Pol Pot og voðaverkum hans gegn íbúum Kambódíu.
Sólveig Anna var mín kona, núna er hún aðeins enn ein manneskjan sem hefur afneitað mennskunni, í langri röð fyrri ómenna sem hafa vegið að manninum, mennskunni í gegnum tíðina.
Þess anga hennar sem réttlæti voðaverk með einhverri sögulegri nauðsyn, eins og einhverjar hugsjónir gætu réttlætt einhvern viðbjóð.
Og þegar ég sé viðtal eða mynd af Ragnari og Vilhjálmi, þá sé ég aðeins gungur, mannræfla sem höfðu ekki kjarkinn til að standa gegn þessum viðbjóð, sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur loksins viðurkennt að hafi gert sig seka um Glæpi gegn mannkyni.
Það er nefnilega ekki bæði sleppt og haldið, og íslensk verkalýðshreyfing er siðferðislega gjaldþrota í dag.
Viðbjóður er aldrei neitt annað en viðbjóður, og gungur er alltaf gungur.
Þannig er Ísland í dag.
Án siðferðis, án þess að þekkja muninn á réttu og röngu.
Leiksoppur voðamenna og voðafólks.
Styðjandi glæpi gegn mannkyni.
Og hinn Þögli meirihluti þegir.
Eins og hann eigi ekkert líf sem hann sór að vernda.
Lætur voðafólkinu eftir sviðsljósið.
Ég get samt ekki þagað.
Þögn er ekki í boði.
Kveðja að austan.
Nauðguðu konu og skáru brjóst hennar af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 409
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6140
- Frá upphafi: 1399308
Annað
- Innlit í dag: 346
- Innlit sl. viku: 5201
- Gestir í dag: 319
- IP-tölur í dag: 315
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tók eftir því Ómar að í viðtengdri frétt var ekki fjallað um þann fjölda barna sem brennd voru lifandi eða barnshafandi konuna sem rist var á kvið og barnið stungið með hníf í móðurlífi meðan naflastrengurinn var enn tengdur. Mörg önnur illvirki áttu sér stað sem aldrei hafa náð fréttaflutningi í vestrænum fjölmiðlum, ég á ekki von á því að RÚV fjalli um þetta mál frekar en mörg önnur mál sem falla ekki að þeirra rétttrúnaði.
Glæpir Hamas og annarra hryðjuverkahópa má aldrei afsaka en því miður hefur fjöldi fólks tekið upp málstað þeirra og verja gjörðir þeirra og vilja útrýma gyðingum, ekki bara í Ísrael heldur um heim allan. Svo eru menn að tala um rasisma þeirra sem vilja verja gyðinga. Margir "Palestínumanna" sem búa á Gaza eru búnir að fá sig full sadda af yfirgangi Hamas, því að stjórn þeirra og yfirgangur kemur verst niður á þeirra eigin fólki þ.e. "Palestínumönnum".
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.1.2024 kl. 22:13
Tek undir allt hér ad ofan.
Snilldar pistill.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.1.2024 kl. 04:24
Þakka þér fyrir þessi skrif Ómar. Þetta er ágæt úttekt á viðbjóðinum. Þú gleymir þó að minnast á að þegar líki Shani Louk var ekið um götur Gasa borgar, limlestu og svívirtu þá hrækti götulýður borgarinnar á það. Sýnir vel hvar þetta fólk er statt.
Alveg ótrúlegt að íslensk stjórnvöld skuli heimila landtökufólki, stuðingsfólks Hamas á Austurvelli að vera þar og það er með ólíkindum að hlusta á hvernig fréttastofa RÚV rekur einhliða áróður fyrir Hamas og gegn Ísrael. Ég eins og þú tek mér sjaldan í munn nafn þáttastjórnanda hrútleiðinlegu þáttana á föstudagskvöldum, en hann hefur oft ráðist á fjarstatt fólk með svívirðingum og brigslyrðum svo ekki sé talað um pólitísk innskot hans sem eru oftast honum til skammar.
Jón Magnússon, 21.1.2024 kl. 11:12
Eitt til viðbótar Ómar. Ef ríkisstjórn Íslands heimilar komu hælisleitenda frá Gasa núna hvort heldur á meintum grundvelli fjölskyldusameiningar eða annars þá eru það svik við þjóðina og atlaga að öryggi hennar.
Jón Magnússon, 21.1.2024 kl. 11:13
Af hverju er ekki tekin upp andlitsskönnun eða augnskönnun sem er þá tengd við Interpool eða alþjóðlega lögreglu, þannig er hægt að koma í veg fyrir að glæpaklíkur komist síður inní landið,við erum eyríki og eigum að geta varist óþurftarlýð sem breiðir úr sér um allann heiminn til að sundra núverandi friðsemd á jörðinni og er alveg sama um stjórn annarra í heiminum.Þetta er sannkallað helstefnulið er sækir of víða að til spillingar.
Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 21.1.2024 kl. 12:14
Blessaður Tómas.
Vissulega var ekki minnst á voðaverkin sem framin voru í samyrkjubúunum við landamæri Gasa, fókus fréttarinnar er á þann Glæp gegn mannkyninu sem skipulagðar nauðganir og limlestingar kvenna er, og að Góða fólkið getur ekki lengur þaggað niður voðaverk bestu vina sinna í Hamas.
Hins vegar er það ekki rétt að að vestrænir fjölmiðlar hafi þagað yfir þessum voðaverkum, BBC tók við sér eftir að ísraelsk stjórnvöld sýndu vestrænum blaðamönnum bein sönnunargögn um voðaverkin, meðal annars myndir af líkamsbútum barna sem höfðu verið hlutuð í sundur, sum svo brennd, krufningar bentu svo til að önnur höfðu verið brennd lifandi.
Það sama gildir um Sunday Times, yfirmaður erlendra frétta á blaðinu, Christina Lamb,var einörð um að þessir glæpir gegn konum yrðu ekki þaggaðir niður, ég horfði á YouTube viðtal við hana þar sem hún upplýsti áskrifendur Sunday Times um voðaverkin, hvers eðlis þau hefðu verið, og sannanir væru um að þau hefðu verið skipulögð fyrirfram af æðstu stjórnendum Hams. "Hamas used rape and violence against women as a weapon of war on October 7th | Christina Lamb". https://youtu.be/Ua12DGUBTcw. Eftir að hafa hlustað á það hvarf allur efi úr huga mér um hvort eitthvað væri ýkt hjá ísraelskum stjórnvöldum.
Guardian afneitaði þessu til að byrja með, blaðamaður þar, karlremba reif kjaft þar til hann var kurteislega spurður (smá einföldun á aturðarrásinni) hvort hann hefði blautlega hugsanir um nauðganir og limlestingar, í dag skilst mér að blaðið þegi ekki. Bandarískir fjölmiðlar tóku strax við sér, þegar ég aflaði mér gagna og sannreyndi þau, þá komu oft upp linkar sem vísuðu í fréttir fjölmiðla vestanhafs, til dæmis þessi linkur hjá MSNBC; https://www.youtube.com/watch?v=iGLMBan0Os8. Þar má meðal annars sjá mynd af hinu alblóðuga rúmi sem ég vísaði í hér að ofan.
Vesalingarnir á íslenskum fjölmiðlum kóa hins vegar með Hamas og innlenda viðbjóðnum sem styður samtökin. Þar eru femínistarnir á Morgunblaðinu ekki undanskildir, fyrir utan viðtalið við Birgir þingmann, þá hefur blaðið ekki minnst á voðaverkin á samyrkjubúunum.
Þögnin er afstaða, hún er í raun verri en hjá því fólki sem marserar niður Laugarveginn til stuðnings Glæpi gegn mannkyni.
Það eru vesalingarnir sem láta viðbjóðinn þrífast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2024 kl. 13:55
Blessaður Sigurgeir.
Ég held að stutta svarið við þessu sé það að við búum ekki í Kína.
Sem betur fer.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2024 kl. 14:35
Blessaður Jón.
Ég minntist eiginlega á hana; ".. líki hinnar ísraelsk-þýsku Shani Louk með því fyrsta frá innrásardeginum sem komst í dreifingu. Er þar um að ræða myndskeið sem sýnir lík Louk, sem var 22 ára gömul er hún mætti örlögum sínum, borið í skrúðgöngu um götur Gasaborgar".
Því má bæta við að upptalning á voðverkum Hamas í þessari frétt er langt frá því að vera tæmandi. Í fyrri pistlum mínum hef ég vitnað í BBC og Sunday Times, til dæmis þegar mér ofbauð þegar vesalingarnir á Morgunblaðinu slógu upp í fyrirsögn hatursorðræðu Óla Palla útvarpsmanns; "Segir það afstöðu að mæta í "söngpartí með morðingjum".
Það er hollt að rifja upp fleiri lýsingar á þessum voðaverkum;
"She was alive," the witness says. "She was bleeding from her back". She goes on to detail how the men cut off parts of the victims body during the assault. "They sliced her breast and threw it on the street," she says. "They were playing with it." The victim was passed to another man in uniform, she continues. "He penetrated her, and shot her in the head before he finished. He did not even pick up his pants; he shoots and ejaculates.".
Auk nauðgunarinnar og líflátsins, þá var millikaflinn limlestingar þar sem fullorðnir karlmenn skáru brjóst af unglingsstúlku sem þeir nauðguðu og léku sér síðan af því með því að kasta því á milli sín eða spörkuðu í það, á meðan aðrir horfðu á félaga sína halda áfram að nauðga hinni limlestu stúlku.
Eða síðustu orð unglingsstúlku sem gat ekki tekið við fleiri raðnauðgunum.
"Talking to UK s Sunday Times, Yoni Saadon, a reveller at the Nova Music Festival, recounted tales of horror from October 7. "I saw this beautiful woman with the face of an angel and eight or 10 of the fighters beating and raping her," he recalled. "She was screaming, "Stop it already! I am going to die anyway from what you are doing, just kill me!" "When they finished, they were laughing, and the last one shot her in the head," said the 39-year-old.".
Já drepið mig bara. Eða aðra útgáfu af að bjarga sér með því sem tiltækt er svo hægt sé að spila fótbolta, afskorin brjóst kannski óhentug;
"He also claims to have witnessed the beheading of a young woman who had fought back as Hamas stripped her. "They threw her to the ground, and one of the terrorists took a shovel and beheaded her," he told The Sunday Times, adding, "And her head rolled along the ground. I see that head, too.".
Óli Palli var jú alltaf hrifinn af fótbolta. En viðrinishátturinn að kalla heila þjóð morðingja, og fá þau orð endurtekin í fyrirsögn á virtu íhaldsblaði segir margt um innra siðferði íslensku þjóðarinnar.
Þetta er svo miklu meira en fólkið sem gengur niður Laugarveginn hrópar vígorð til stuðnings fólkinu sem hefur gerst sekt um Glæpi gegn mannkyni. Það er lítill minnihluti en hinn stóri meirihluti þegir.
Það er svipuð þögn sem þekktar bandarískar baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi gagnrýndu UN Women fyrir, og spurðu í opni bréfi samtökin hvort þau teldu ekki gyðingakonur vera konur, og því væru glæpir gegn þeim ekki rannsakaðir.
Staðreyndirnar lágu fyrir en þeim var mætt með þögn. Þögn sem tókst að rjúfa með því að halda sig við kjarnann, að þetta má ekki, sama hver gerandinn er, sama hvert fórnarlambið er.
Þessi þögn hefur ekki verið rofin á Íslandi, og það er okkur sem þjóð til skammar.
Kveðja að austan.
Ps. Varðandi það að breyta Reykjavík í Minimini Gasa, þá held ég að það verði kosningamál.
Ómar Geirsson, 21.1.2024 kl. 15:08
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2024 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.