18.1.2024 | 16:08
Það er kominn tími til að tengja.
Sú fagnaðarfrétt barst í gær að tveir unglingspiltar sem komu hingað með meintum frænda sínum til landsins, og hafa síðan dvalið hjá fósturfjölskyldu sem hefur tryggt þeim öryggi og gott líf, myndu fá efnislega meðferð á ósk sinni um vernd.
Það er svo að okkur sem þjóð er illa við að sjá börn rekin út á gaddinn, eða lamað fólk sé borið út í flugvél svo hægt sé að vísa því á götuna í öðru landi.
Hins vegar þurfum við að spyrja okkur sem þjóð, af hverju erum við trekk í trekk að lenda í þessum aðstæðum, að láta fólk í viðkvæmri stöðu festa hér rætur og síðan fær það tilkynninguna að koma sér úr landi?
Margir segja að við eigum skilyrðalaust að hjálpa börnum á flótta, börnum í neyð, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja.
Hvað ætli það séu mörg börn á vergangi á Gasa í dag eftir stanslausar sprengjuárásir Ísraela frá morðárásum Hamas?? Eigum við að hjálpa þeim öllum??
Hvað þá með sýrlensku flóttabörnin í Líbanon sem voru til dæmis eina fyrirvinna fjölskyldna sinna í flóttamannabúðunum þar í landi?? Eða þá öll börnin sem komast ekki í skóla í Líbanon í dag vegna hinnar djúpstæðu efnahagskreppu í landinu.
Þegar allt er talið erum við að tala um hundruð þúsunda barna sem búa við algjörlega óviðunandi aðstæður, bara í þessum tveimur löndum, Gasa og Líbanon. Börn sem vilja alveg eins og drengirnir tveir bara að fá að búa við öryggi, geta stundað skóla og leikið sér í fótbolta í frístundum sínum.
Síðan eru það öll hin börnin, talin í milljónum, tugmilljónum.
Við örþjóð, á lítilli eyju út í ballarhafi, við getum ekki hjálpað öllu, ekki einu sinni brotabroti, en samt viljum við hjálpa.
Þá hljótum við að spyrja okkur, á hvaða forsendum hjálpum við, og hvernig nýtum við best okkar takmörkuðu fjármuni til þess??
Áður en við svörum því er gott að horfast í augun á raunveruleik dagsins í dag, mannsalsiðnaðurinn, human trafficking er talinn vera næst stærsti glæpaiðnaðurinn í heiminum í dag, á eftir eiturlyfjaiðnaðinum, og sá sem er í hröðustum vexti.
Flóttamannaiðnaðurinn, systuriðnaður hans skilar einnig miklu gróða fyrir glæpamenn, "Migrant smuggling is a highly profitable business in which criminals enjoy low risk of detection and punishment. As a result, the crime is becoming increasingly attractive to criminals. Migrant smugglers are becoming more and more organized, establishing professional networks that transcend borders and regions.".
Það er sá hluti hans sem er ekki opinber, en atvinnugóðmenni og reglusmíðasnápar raka inn fjármuni með flækjustigi reglugerða, gera kerfið óskilvirkt, til samans er flóttamannaiðnaðurinn mjög arðbær sem skapar mörgum góðar tekjur.
Mannsalsiðnaðurinn gerir mikið út á börn, þau eru send fylgdarlaus milli landa, sækja þá um hæli og láta sig svo hverfa úr flóttamannabúðum, eða þau eru í fylgd meintra ættingja (eða raun ættingja sem hafa selt þau) sem koma þeim á áfangastað þar sem einhver viðbjóður býður þeirra.
Er þetta eitthvað sem við kveikjum á???
Allavega kannast frændur okkar á Norðurlöndum mjög vel við þennan mannlega viðbjóð.
Einn anga mannsalsiðnaðarins könnumst við Íslendingar vel við; "A new report has highlighted how organized crime groups are preying on Venezuelan migrants, turning the regions biggest displacement crisis into a lucrative criminal opportunity." Glæpasamtök stofna ferðaskrifstofur og auglýsa auðvelt aðgengi að löndum með hálfopin landamæri eins og Ísland. Smáletrið tekur fram að greiðann þarf að borga til baka, eða eins og talsmaður slíkra glæpasamtaka sagði í viðtali við Rúv; "Það er sko ekki mannsal þó allir kjarasamningar séu brotnir, ekki ef viðkomandi samþykkir það fyrirfram".
Síðan eru það öll samtökin sem berjast fyrir opnun landamæra, allt eru þetta angar í köngulóarvef glæpasamtaka sem gera út á mannsal og smygl á fólki.
Vefirnir yfir í atvinnugóðmennin eru flóknari en við skulum segja að hagsmunirnir eru sameiginlegir.
Spurningin sem við þurfum að svara er því mjög einföld, hvort viljum við velja sjálf fólkið sem við hjálpum, eða hvort við ætlum, eins og við höfum gert undanfarin ár, látið glæpasamtök og glæpalýð stýra streymi flóttafólks til landsins??
Síðan þurfum við að spyrja okkur hvort við viljum nota takmarkaða fjármuni okkar (þeir eru alltaf takmarkaðir miðað við umfang vandans) til að hjálpa fólki í neyð, eða megnið af þeim til að fóðra atvinnugóðmenni og halda uppi lífskjaraflóttafólki á meðan beðið er eftir flækjukerfið afgreiði gerviumsóknir þess.
Munum að það vinnur enginn lögfræðingur kauplaust fyrir flóttamenn og laun þeirra eru tekin frá þeim fjármunum sem annars gætu hjálpað. Flækjustig og fáránlegur málflutningur er aðeins gróðaleið samviskuleysingja.
Og þegar starfsfólk Rauða krossins bendir með hneykslun á skeggjaða unga karlmenn og segir að börn eiga njóta vafans, þá er það ekki svona heimskt, það er aurinn sem stýrir orðræðu þess.
Það eru ekki sjálfboðaliðar sem gæta hagsmuna lífskjaraflóttamannanna, það er fólk á fullum launum, laun sem ríkissjóður borgar en ekki frjáls framlög allra góðmenna þjóðarinnar.
Góðmennin krefjast en borga aldrei krónu.
Við þurfum að átta okkur á þessu.
Við þurfum að tengja.
Það er fólk þarna úti sem þarfnast hjálpar, fólk sem er að flýja stríð og átök, og sveltur hálfu eða heilu hungrinu í flóttamannabúðum heimsins.
Það fólk hefur ekki efni á að borga glæpalýð háar fjárhæðir til að koma sér í skjól vestrænna landa, og það fólk fær ekki þá hjálp sem við getum veitt, á meðan atvinnugóðmenni flóttamannaiðnaðarins sitja að sjálftökunni.
Aðeins samviskuleysingjar sjálftöku liðsins mæla núverandi kerfi bót.
Sem og öll samtökin sem eru angar út frá mannsals og flóttamannaiðnaðinum.
Það eitt og sér ætti að fólk til að tengja, skilja hvað býr að baki öllum fagurgalanum.
Upphrópunum, aðkastinu að embættisfólki sem er að framfylgja lögum landsins.
Það er ekki að hjálpa, heldur sýnast.
Síðan er svo komið fyrir okkur að það er fólk í okkar eigin landi sem þarfnast hjálpar samfélagsins.
Yfirspenntur húsnæðismarkaður vegna flökku- og farandaverkafólks gerir samfélaginu næstum því ófært að koma Grindvíkingum til hjálpar á ögurstundu.
Það er ekki endalaust hægt að fjölga íbúum landsins um tugþúsunda á hverjum áratug, án þess að eitthvað bresti.
Og húsnæðismarkaðurinn er brostinn.
Sem og að fjármunir liggja ekki á lausu.
Það er því tími til kominn að tengja.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 506
- Sl. sólarhring: 679
- Sl. viku: 6237
- Frá upphafi: 1399405
Annað
- Innlit í dag: 428
- Innlit sl. viku: 5283
- Gestir í dag: 393
- IP-tölur í dag: 387
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.