"Tjáir sig ekki frekar".

 

Hver væri staða blaðamennsku á Íslandi ef meint brotafólk kæmist upp með frasann; "Tjái mig ekki frekar"??

Eigum við að rifja upp þau orð Hjálmars sem kostaði hann starfið??

"Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn og ég tel held­ur ekki að fólk sem hef­ur ekki hrein­an skjöld í fjár­mál­um og gef­ur ekki skýr­ing­ar í þeim efn­um eigi að vera í for­svari fyr­ir fé­lag eins og Blaðamanna­fé­lag Íslands sem stend­ur fyr­ir gildi op­inn­ar og lýðræðis­legr­ar umræðu.".

 

Váá, það er ekki von þó maðurinn hafi verið rekinn.

Það er ef Blaðamannafélag Íslands væri einkahlutafélag, þú rífur jú ekki kjaft við eigandann.

Spyrjið bara alla sem voru hjá Chelsea á meðan rússneska mafían réði þar ríkjum.

 

Nema þetta er bara svo grátbroslegt að þetta er eiginlega ekki hlægilegt lengur.

Skjaldborgin um meinta skattsvikara og eiturbyrlara er orðin brothættari en Skjaldborg Jóhönnu Sigurðardóttur um heimili landsins.

Og þá er mikið sagt.

 

Morgunblaðið, eins sorglegt og það blað er orðið í kópy/paste blaðamennsku sinni, má þó eiga að það spyr, og segir fréttir.

Hvort það sætti sig við frasa hinna seku; Tjái mig ekki frekar, á eftir að koma í ljós.

Síðan eru til ærlegir blaðamenn á Rúv, hvort þeir hristi af sér slen óttans, á líka eftir að koma í ljós.

 

En alveg eins og Alþingi er búið að vera ef það sættir sig við krimma í ráðherrastól, þá er Blaðamannafélag Íslands, og trúverðugleiki blaðamanna fyrir bí ef glæpablaðamenn komast upp með þennan gjörning sinn.

Þögnin í kringum eiturbyrlun Páls Steingrímssonar er fleinn í holdi blaðamannastéttarinnar, en þetta er banvænt holsár.

 

Svo hélt maður að það væri ekki hægt að toppa óskiljanlegu skipan Bjarna Ben á Svanhvíti Hólm sem sendiherra, eða forherðingu Svanhvítar eftir álit umboðsmanns Alþingis.

En hirðin í kringum Sigríði Dögg tókst það.

 

Hvað næst?

Hvað næst í Íslandi í dag?

 

Í landi sem telur það gott og gilt að menn sem telja nauðganir og limlestingar kvenna vera gilt vopn í stríð, sé hampað af fjölmiðlum þjóðarinnar.

Lægra reyndar ekki hægt að leggjast frá sjónarhól mennskunnar.

 

Hvað næst?

Hverju kokgleypum við næst??

 

Eru á því engin mörk.

Spyr sá sem ekki veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Í launalaust leyfi frá RÚV – Tjáir sig ekki frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. 

Þú skrifar mikla langloku og segir ekki neitt.

HJ telur að formaður félagsins sé ekki starfanum vaxinn eftir að formaðurinn var staðinn að því að gefa ekki upp leigutekjur. HJ vill að formaður blaðamannafélagsins sé einstaklingur sem er með flekklausan feril. 

Stjórnin er greinilega skipuð fólki sem lætur sig orðspor félagsins lítt varða. 

Blaðamannafélagið heldur áfram að sýna fólki hvers vegna venjulega fólkið ætti alls ekki að treysta fjölmiðlafólki og nægir að nefna klúðrið í sambandi við covid og Úkraínustríðið sem dæmi. Meginstraumsfjölmiðlar eru að verða algerlega ómarktækir. Hvers vegna er ekki nánast daglega rætt að Rvkborg er nánast gjaldþrota? Kannski vegna þess að fjölmiðlamenn eru alltof margir í flokki með borgarstjóranum?

Sagt upp eftir ágreining við formanninn (mbl.is)

Helgi (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 19:16

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Spurningar þessa pistils hitta í mark. Það eru þó ekki miklar fréttir að forréttindaliðið í ríkisstjórninni telji sig komast upp með fleira en gott þykir. En að blaðamenn telji sig í forréttindahópi sem vilji ekki tjá sig... það eru tíðindi.

Eins og fram kemur í þessum pistli fer ástandið versnandi en ekki batnandi. Verður ekki almenningur að reyna að ýta á breytingar ef valdaliðið vill það ekki? Rétt eins og í Búsáhaldabyltingunni?

Enn fremur finnst mér það marka tímamót að loksins kemur annar bloggari Páli Vilhjálmssyni til hjálpar í því að gagnrýna skortinn á fréttamennskunni um mál skipstjórans sem var byrlað. 

Þannig að hér er ýmislegt sagt í þessum pistli. Sem hittir í mark.

Ingólfur Sigurðsson, 10.1.2024 kl. 21:29

3 identicon

Þetta er bara svona prívat og  innanbúðarmál Sigríðar Daggar og fréttastjóra Rúv.  Það er alla vega það sem hún segir.

Laumast burt smá stund.

Nú sem bæði framkvæmdastjóri og formaður BÍ.  Plássið bíður hennar á meðan hjá fréttastofu Rúv.  Garderað í bak og fyrir.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 22:39

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stungið á ýmsum "kýlum" og mál rifjuð upp.  Mjög góðúr pistill og ekki nema von að spurt sé: "HVAÐ NÆST"?????

Jóhann Elíasson, 10.1.2024 kl. 23:16

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi minn.

Gaman að sjá þig meðal vor á ný.  En Helgi minn, þetta er engin andskotans langloka, í besta falli stuttloka, sem kæmist á stóran minnismiða ef henni væri þjappað saman.

Síðan segi ég ýmislegt, eða réttara sagt vísaði í margt sem ég hef fjallað um áður þó ég eigi eftir að henda inn einum pistli eða svo um krimmann Svanhvíti. Þú ert bara fúll að ég skrifaði ekki um það sem þú vildir skrifa um, en þú greipst gæsina, og þó ég hafi teljarann yfir innlit sterklega grunaðan um að vera í ruglinu, þá fékkst þú örugglega einhvern lestur á þín hugðarefni, og einhver kurteis myndi segja; Takk fyrir aðstöðuna.

Hafðu annars gott Helgi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2024 kl. 09:42

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Ég er ekki innherji eins og Palli kóngur, en vissulega hefur Páll unnið þrekvirki við að fletta ofan af einni mestu svikamyllu seinni ára í fjölmiðlun. Ég hef hinsvegar pistlað einu sinni eða tvisvar út frá frétt um málið, og í mínum huga eru staðreyndir málsins borðliggjandi.

En almenningur, það er þetta með almenning, hann hristir sannarlega hausinn, en meinið er að fólk veit innst inni að það er ekkert val á kosningaseðlunum.

Þess vegna fara menn bara í apótekið og kaupa panódíl þegar haushristingurinn hefur framkallað höfuðverki.

Halda svo áfram að hrista hausinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2024 kl. 09:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég held að það séu veðrabrigði í þessu máli.

Sé ekki leikfléttu Sigríðar Daggar og Rúv ganga upp.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2024 kl. 09:52

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Jóhann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2024 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 197
  • Sl. sólarhring: 659
  • Sl. viku: 5781
  • Frá upphafi: 1399720

Annað

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 4932
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband