Hve illa er komið fyrir blaðamannastéttinni??

 

Fyrir utan að flesta fjölmiðla er annaðhvort að finna á Þjóðskjalasafninu eða Þjóðminjasafninu, og þeir sem ennþá skrimta eru á leiðinni þangað, þá virðast flestir af þeim sem eftir eru ekki skilja til hvers lög og reglur eru.

Eru haldnir einhvers konar Svanhvítarheilkenni.

 

Allt frá því fyrir Hrun virðist ríkisfjölmiðill okkar vera í bullandi pólitík, fyrst og fremst Evrópupólitík, það er fréttastefna hans er mjög lituð  af hagsmunum þeirra sem vilja gangast Brussel valdinu á hönd. 

Sem og hann virðist vilja gera sig gildandi í landsmálum, og þá í þágu Evrópusambandsflokka.

Upphlaup, upphrópanir, allt til að skapa glundroða í þjóðmálaumræðunni, hafa verið hans ær og kýr.

 

Og þegar það hefur ekki dugað til, þá hefur Rúv hannað fréttir til að ná höggstað á meinta andstæðinga Brussel veldisins.

Sagan um hina meintu skæruliðadeild Samherja er dæmi um slíka hönnun, en meinið er að við þá hönnun var framinn alvarlegur glæpur, manni byrlað ólyfjan og aðeins tilviljun ein að hann lá ekki örendur á eftir.

Það er glæpur að byrla manni ólyfjan, það er glæpur að stela síma hans, það er glæpur að vinna síðan frétt uppúr hinum stolnu gögnum.

En það er þetta með lög og réttinn, til hvers eiga blaðamenn að láta slíkar reglur dauðlegra trufla sig í æðri störfum sínum??

 

Einhverjar slíkra spurninga hljóta íslenskir blaðamenn að hafa spurt sig, því niðurstaða þeirra er skýr, gerendurnir eru meira og minna í kringum stjórn Blaðamannafélag Íslands, eða þeim er reglulega hampað með viðurkenningu ýmiskonar.

Skýrarar getur svarið við einni spurningu ekki verið, við erum fjórða valdið, við eru hafnir upp fyrir lög og reglur,

 

Þess vegna var það svo bjánalegt hjá Hjálmari Jónssyni að halda að 20 ára trúmennska og vinna fyrir BÍ myndi skapa honum þau grið að hann gæti spurt eins og einfeldningarnir.

Þurfa blaðamenn ekki að hafa hreinan skjöld, hvort sem þeir eru kosnir til trúnaðarstarfa eður ei.

Er trúverðugleiki blaðamannastéttarinnar ekki undir??

Mega þeir vera á kafi í sukkinu og svínaríinu sem þeir eru svo endalaust að gagnrýna aðra fyrir??

 

Þvílíkur barnaskapur, enda maðurinn rekinn á staðnum.

Ríki í ríkinu líður ekki slíkar spurningar.

 

En hvað með okkur hin??

Bara spyr.

Kveðja að austan.


mbl.is Sagt upp eftir ágreining við formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg burtséð frá Samherjamálinu, þá má líta svo á að uppsögn blaðamannafélagsins sé heiður fyrir viðkomandi. Svona miðað við trúverðugleika  fjölmiðla í dag. 

Magnús Sigurðsson, 10.1.2024 kl. 15:00

2 identicon

Það er stutt síðan ljósmyndari fréttastofu ríkisútvarpsins reyndi innbrot í Grindavík.

Þar áður voru fregnir af skattsvikum formanns BÍ.

Þá hefur einn bloggari hér greint frá eiturbyrlun og þjófnaði blaðamanna á síma manns sem lá þungt haldinn á spítala eftir byrlunina.

En þetta má víst ekki ræða, hvað þá að setja í samhengi við brotavilja hinnar vesælu blaðamannastéttar hér á landi og yfirmanna þeirra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 16:38

3 Smámynd: Hrossabrestur

Sælir.

Er ekki kominn tími til að fara að gera uppreisn gegn öllum þessum elítum sem tröllríða þjóðfélagi voru?

kv. hrossabrestur

Hrossabrestur, 10.1.2024 kl. 17:02

4 identicon

Eftir að hafa flett því upp hvaða taglhnýtingar Sigríðar formanns, starfsmanns fréttastofu Rúv, skipa stjórn BÍ, þá verður það algjörlega augljóst að bloggskrif Palla Vill um glæpahneigð þessa liðs er óyggjandi og trúverðug.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 17:07

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.

Það er erfitt að vera blaðamaður í dag, eigum við ekki að sannmælast um það.

En þjóðin þarf virkilega á góðu fjölmiðlafólki að halda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.1.2024 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband