Free Palestina.

 

Hefur dunið á þeim hluta landsmanna sem eru fæddir um og uppúr miðri síðustu öld, það er okkur sem eru það gömul að það er vani að byrja kvöldið á að horfa á fréttir Ruv.

 

Ef það eru ekki gegnar friðargöngur undir þeim sérstöku formerkjum að öðrum deiluaðilanum sé heimilt að drepa og myrða hinn aðilann, en það sé ekki gagnkvæmt, þá eru gengnar kröfur um að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael, taki ekki þátt í Eurovision, eða eitthvað annað, tilefnin svo mörg að það er engan veginn hægt að muna þau öll.

En stefið er alltaf Free Palestína, því þeir sem mótmæla hæst og mest eru palestínskir innflytjendur og arabískir trúbræður þeirra, og þeir sýna gestgjöfunum sem hýsa þá ekki einu sinni þá lágmarksvirðingu að hrópa slagorðið, Frjáls Palestína.

Með öðrum orðum, við sem þjóð eru langt komin með að flytja átökin fyrir botni Miðjarðarhafs inn fyrir túnfótinn hjá okkur.

 

Tjaldbúðirnar við Austurvöll eru sama eðlis.

Þær lýsa fyrirlitningu á gestgjöfunum og eru tákn um botnlausa heimtufrekju.

Í alvöru, hvernig á okkar litla þjóð að geta hýst allt flóttafólk hörmunganna á Gasa??

Og viljum við það??

Viljum við Litla Gasa í Reykjavík??

 

Látum það vera að falleg ung stúlka, vel menntuð, talandi góða ensku, ekki hennar sök að hún er kúguð af feðraveldi sem þekkir ekki orðið kvenfrelsi, hafi fengi hér flýtimeðferð til að fá ríkisborgararétt, hennar eini lifandi ættingi var hér á Íslandi, og það hrein mannvonska að leyfa henni ekki að koma til landsins.

En getum við hjálpað svona öllum, eftir vikufréttaneyslu í nóvember var maður búinn að sjá fleiri limlest börn en nokkur á að sjá alla sína lífstíð??

 

Sem og við megum alveg spyrja okkur réttmætrar spurningu um góðmennsku okkar, hefðu viðbrögð kerfisins verið þau sömu ef limlesta stúlkan hefði verið með skögultönn, og ótalandi á aðra tungu en arabísku???

Erum við í raun sömu hræsnararnir og ensku broddborgaraeiginkonur 19. aldar sem héldu teboð til að safna fjármunum til að styðja kristinboð í svörtu Afríku, en horfðu í hina áttina þegar þær sáu neyð fátækrahverfa verkamannastéttarinnar??

Eini munurinn að þær höfðu ekki lækin til að sannfæra sig um hve þær voru góðar og flottar og mega rétthugsandi?

 

Veit ekki.

Veit það samt að við getum ekki flúið raunveruleikann.

Við erum fá og við erum smá, og við erum eins og við erum.

 

Þess vegna getum við ekki bjargað heiminum, og ef við viljum reyna, og samt vera eins og við erum, þá er ekki mjög gáfulegt að flytja inn fólk sem er í hlekkjum feðraveldis sem á rætur til menningarátaka hirðingja fyrir um 4.000 árum síðan.

Hvað þá átök haturs og heiftar sem morðingjar og miðaldaöfgaskríll nærir og stjórnar.  Og það gildir um báða deiluaðila því þó Hamas hafi hafið þessi átök með voðaverkum sínum, þá er miðaldaskríllinn í ríkisstjórn Ísraels engu betri.

Hamas var bara á undan.

 

Veit ekki.

En ég virði örvæntingu þeirra sem tjaldbúðirnar gista.

Aðeins sá sem reynir getur skilið örvæntinguna sem að baki býr.

Eiga látna ættingja, limlesta ættingja, eða eiga ættingja sem ennþá hafa sloppið, en enginn veit um morgundaginn.

Og morgundagurinn kemur aftur og aftur, alltaf deyja fleiri, alltaf eru fleiri og fleiri limlestir.

 

Hver myndi ekki reyna að bjarga sínu fólki??

Með öllum þeim ráðum sem í boði eru??

 

En að styðja voðaverk Hamas, að keyra blístrandi og flautandi niður Laugarveginn til að fagna morðárásum liðsmanna samtakanna á óbreyttum borgurum, er ekki leiðin að mínu hjarta.

Fólk sem hefur ekki sið til að fordæma voðaverk, er ekki fólk sem ég vil sjá í mínu landi.

 

En samt, ég skil alveg örvæntinguna.

Skil alveg mótmæli þess, óttann sem nagar með hverjum degi sem það dregst að ættingjar þess fái að koma í öryggið og skjólið á Íslandi.

Það er svo margt í þessu og ekkert af því er gaman, skemmtilegt, ekkert sem myndi rata inní áramótaskaup tómhyggjunnar þar sem veislan og glaumið lak um hverjar dyr og út um hvern glugga.

 

Heitasta,heitasta helvíti sagði oft góður maður sem ég hafði lán að kynnast.

Þau orð lýsa vel þeirri dilemmu sem ráðafólk okkar er í.

Eða stöðu tjaldbúa á Austurvelli.

 

Þessi orð ætla ég samt ekki að gera að lokaorðum þessa pistils.

Mitt svar var alltaf; Það er ekkert grín að vera svín.

Sjaldan verið eins djúpur.

 

Palestína verður aldrei frjáls fyrr en hún slítur af sér hlekki miðaldaöfgamanna Íslamista sem nota þjóðina fyrir fóður valdabaráttu sinnar.

En það er ekki mitt að segja Palestínumönnum það.

 

Svo ætli ég endi ekki þennan pistil á fleygum orðum.

Jæja, það er nú það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Mótmæli við Alþingishúsið vekja upp spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þessi mótmæli á Austurvelli hafa verið friðsamleg og maður ber að virða rétt fólks til friðsamlegra mótmæla

en nú er komið fordæmi svo hvernig verður hægt að banna öðrum að gera hið sama
fá t.d. þeir sem vilja hvalveiðar að slá upp sínum tjaldbúðum á Austurvelli til að mótmæla Svandísi?

Grímur Kjartansson, 8.1.2024 kl. 16:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Vissulega hafa þau verið friðsamleg, og það ber að virða það sem knýr fólkið áfram.

Hins vegar eiga þau líka að virða lög og reglur gestgjafa sinna, og heimtufrekja er aldrei leiðin til að ná árangri, ekki nema að þú sért flugumferðarstjóri.

Ég skil þau en þau eiga ekki mína samúð.

Sjónarmið sem ég hef útskýrt skilmerkilega, en tek um leið skýrt fram að ég skil þeirra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2024 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband