19.12.2023 | 16:56
Einangruð Sólveig Anna.
Ekki nýbúin að brenna allar brýr Samstöðu að baki sér, þær brýr brenndi hún í fyrra, talar um bandalag.
Eins og einhver innan verkalýðshreyfingarinnar taki mark á henni lengur??
Því að baki öllum persónuárásunum, öllum ofstopanum var andvana fædd mús úr ranni hinnar stóru fílskúar, sem átti að fæða von og kjark fyrir komandi kjarabaráttu láglaunafólks, þar fremst láglaunakvenna, í raun sami samningurinn, sem Sólveig Anna og Viðar kusu að reka rýting í bak, og ausa aur yfir, og félagi Vilhjálmur samdi um.
Eðlilega skyldi maður halda að Villi væri sár, en samt ekki sárari en það, að hann skar Sólveigu Önnu úr snöru einangrunar sinnar, sem hún uppskar með því að hlusta á ráðgjafa sem höfðu ekki alveg taktinn á púlsinum.
Samt, og vísa í aðra frétt sem ég er nýbúin að lesa, þá fann Villi einhvern gamlan, fyrir löngu rekin brýnara úr ranni HB, sem kunni ennþá að brýna, og kutinn var brýndur, og Sólveig Anna skorin úr snöru sjálfskipaðar einangrunar sinnar.
Sem er vel fyrir kjarabaráttu láglaunafólks.
Sem ber að fagna.
En við sem eldri erum en tvívetra munum þá tíð þar sem Seðlabankinn var ekki Ríki í ríkinu.
Eitthvað sem breyttist þegar frjálshyggja Friedmans og Haeyk tók yfir hugmyndaheim Vestur Evrópu.
Og það er eins og það sé sjálfgefið í dag.
En alveg eins og prestar Azteka höfðu rangt fyrir sér um að forsenda sólarupprisu væri sífelldar mannfórnir, þá hefur frjálshyggja Friedmans og Hayeks rangt fyrir sér með að sívaxtahækkanir í þágu auðs og auðróna, séu eitthvað annað en það sem þær eru.
Síþjófnaður fjármagns þó réttlæting þeirra sé bendluð við hagstjórn.
Nákvæmlega þetta vantar inní hið brothætta bandalag Sólveigu og Villa.
Vitið og kraftinn til að takast á við hugmyndafræði síþjófa sem hafa náð að útsetja Seðlabanka þjóðarinnar frá allri hagstjórn eða það sem kallað er heilbrigð skynsemi.
Allt annað í raun skiptir ekki máli.
Sama hvað barist er um, sama um hvað fólkið sem þolir ekki hvort annað hefur komið sér saman um.
Líkt og Sólveig og Villi séu aðeins í aukahlutverki sem fáir taka eftir, og ennþá færri kommentera á.
Fá hvorki umsögn i ritdómi, eða eiginlega nokkur maður viti af tilvist þeirra.
Hugsanlega ná þau að knýja fram einhverjar krónutöluhækkanir.
Það er eina hugsanlega í dæminu.
Annars vegar mun hið sífrjálsa flæði Evrópusambandsins um lægstu kjör skipta út því fólki sem þiggur krónutöluhækkanirnar, hins vegar mun Maðurinn sem hugmyndafræðin skar úr um að það væri hægt að nota hann, í stóli Seðlabankastjóra hækka vexti þar til allur ávinningur er orðin öfug mínustala.
Eitthvað sem hefur gerst áður, og mun gerast í kjölfar næstu kjarasamninga, sama hve ábyrgir þeir eru, sama hve sáttin við Samtök Atvinnulífsins er sterk.
Samningarnir munu ekki halda.
Aflið sem sígrefur undan þeim, er óhamið, hefur í raun öll völd sem skipta máli í samfélagi okkar, hvort sem litið er á efnahaginn, stjórnmálin, eða þá hugmyndafræði sem knýr áfram kjarna frjálshyggjunnar, kröfuna um hið Lægsta tilboð sem knýr áfram mygluvæðingu þjóðarinnar.
Og meðan ekki er barist gegn því, þá ræður það öllu.
En það er samt gaman að Sólveig Anna sé komin til byggða.
Í alvöru kjarabaráttu láglauna fólk er hún betri en engin.
Ístaðið sem þarf að stíga í.
Gangi það vel.
Það er ekki vanþörf á.
Kveðja að austan.
Sólveig Anna boðar nýtt bandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 474
- Sl. sólarhring: 713
- Sl. viku: 6058
- Frá upphafi: 1399997
Annað
- Innlit í dag: 430
- Innlit sl. viku: 5194
- Gestir í dag: 415
- IP-tölur í dag: 410
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar; sem áður og fyrri !
Það var ágætt; að þú nefndir þá Hayek og Friedman:: einmitt Yfir- guðir skálksins
Hannesar Hómsteins Gissurarsonar, og annarra ámóta hjarðsveina Eimreiðar klíkunnar
hjerlendu, en þeirra óheilla hugmyndafræði hefur sitt lögheimili í Valhallar kjallar-
anum suður í Reykjavík, sem kunnugt er.
Efnahagsóstjórnin; sem ríkt hefur hjerna um langan tíma byggir einmitt, á síngirni-
og eiginhagsmuna froðunni, sem þeir fóru fremstir fyrir.
Vitaskuld; eru EFTA og EES aðildirnar (að ógleymdri Schengen ómyndinni) líka stórir
þættir í þeirri andlegu vesöld, sem ónytjungar íslenzkrar stjórnmálastjettar leiða
og sjáum til:: nú reynir á hreysti og hugprýði Sólveigar Önnu Jónsdóttur, hinnar
mætu stórfrænku minnar, að leiða það fólk sem fyrir gangverki atvinnulífsins fer
á skaplegar brautir:: já, . . . . og án þess að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri
nái (með hefðbundnum klækjabrögðum stýrivaxtanna) að slá tiltölulega öflug vopnin
úr höndum þeirra Eflingar fólks, sem og annarra þeirra, sem undir Alþýðusambandið
heyra - munum samt alltaf Ómar:: óeðliegan artarskap Vilhjálms Birgissonar, sem og
væntumþykju hans, í garð lánleysingjans Sigurðar Inga Jóhannssonar og hans slímugu
hirðar / ekki síður.
Með beztu kveðjum; sem oftsinnis áður af Suðurlandi, austur í fjörðu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.12.2023 kl. 21:53
Góðan daginn Óskar.
Þurfum ekki að hafa fleiri orð um þetta; "nú reynir á hreysti og hugprýði Sólveigar Önnu Jónsdóttur".
Og já líka, vitsmuni Stefáns Ólafssonar í baráttunni við vaxtaskrímslið, þá skepnu sem auðrónarnir nýta sem násvipu á bak og herðar launafólks.
Hana þarf að fella.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.12.2023 kl. 07:19
. . . . sæll Ómar - þakka þjer andsvarið, og ábendinguna
um Stefán Ólafsson, hver ekki er minni að vitsmunum, en
hinn gengni frændi minn Stefán Ólafsson Vallaness Prestur
(1619 - 1688).
Bið forláts; á ritvilluhnökrum þeim, sem finna má í fyrri
athugasemd minni, hjer að ofan.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2023 kl. 13:39
Sá ekki betur á mynd sem birtist af Sólveigu á MBL um daginn en að hinumegin við borðið sæti Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Ef til vill er kominn tími á rödd skynseminnar á þessum vetfangi
Grímur Kjartansson, 20.12.2023 kl. 16:23
Sælir; á ný !
Grímur !
Þjer að segja; er EKKERT skynsamlegt, sem úr bækistöðvum Samfylkingarinnar
hefur komið / eða kann að koma.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir; vafalaust vel meinandi kona, er því illa marki
brennd, að hafa verið vara- þingmaður kratanna (Samfylkingarinnar) frá því í
Janúar - Febrúar árið 2005, og er því undirorpin spje speki Össurar Skarphéðins-
sonar og illyrmis kerlinganna Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur og vita megum við Grímur minn, að engri hollustu stafar úr þeirri
áttinni til íslenzks Verkafólks nje annarra launþega - og hefur aldrei verið.
Takist Hjördísi Þóru; að sverja af sjer öll tengsl við nýjustu Janusar ásjónu
kratanna:: Kristrúnu fyrrum Kvikubanka meyjar Frostadóttur, að þá mætti kannski
gefa orðræðu og meiningu Hjördísar Þóru einhvern gaum - fyrr ekki, Grímur minn.
Svo; allrar sangirni mætti gæta, að nokkru.
Með þeim sömu kveðjum - sem hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2023 kl. 17:55
Sæll Óskar Helgi
Eftir bankahrunið þá hefði ég kosið andskotann sjálfan sama í hvað flokki hann hefði verið
Eina krafan var að hann væri með raunhæfa áætlun um að koma okkur út úr þeim vandræðum.
Engin kom með áætlun og Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn réði hér öllu
Grímur Kjartansson, 20.12.2023 kl. 18:39
. . . . sæll Grímur.
Þarna sýnist mjer; sem við sjeum tiltölulega sammála, í
öllum meginatriðum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.12.2023 kl. 18:43
Takk fyrir spjallið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.12.2023 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.