Er Morgunblaðið vettvangur hatursorðræðu.

 

Eða hvernig á að skilja fyrirsögn þessarar fréttar; Segir það afstöðu að mæta í "söngpartí með morðingjum". Og þar er vísað í orð hins ástæla útvarpsmann; Óla Palla.

 

Hvernig sem á það er litið þá felst í þessari fyrirsögn bláköld fullyrðing um að ísraelska þjóðin sé morðingjar, og menn detti ekki í það með morðingjum.  Enginn greinarmunur gerður á fólkinu sem býr í Ísrael og þeirri stefnu ríkisstjórnar landsins að svara morðárásum og mannránum með því að ráðast inná Gasa til að koma lögum yfir ódæðismennina. 

Í því samhengi má geta að það kom fram í Spegli Rúv áðan að sjálfsvörn þjóða, það að svara árásum, er grundvallarréttur meitlaður í alþjóðalög.  Þess vegna var til dæmis innrás Bandamanna í Þýskaland á sínum tíma ekki stríðsglæpur þó hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafi fallið í þeirri innrás, aðeins vörn Berlínar kostaði yfir hundrað þúsund óbreyttra borgara lífið, en enginn talaði samt um Sovétborgara sem morðingja fyrir vikið, enda var árásum á Berlín snarhætt eftir að borgin gafst upp.

 

Samt þarf þessi vettvangur hatursorðræðunnar ekki að koma á óvart, lesendur Morgunblaðsins hafa lítið fengið að lesa um þau voðaverk sem Hamas framdi 7. október síðastliðinn, ef frá er skilið ítarlegt viðtal við Birgi Þórarinsson alþingismann, eftir ferð hans til Ísraels skömmu eftir morðárásirnar.

Meinið er að Birgir er ekki talinn sérstaklega áreiðanlegt vitni þegar átök gyðinga og araba eru annars vegar. 

 

Sem aftur vekur upp spurningar að kannski vita blaðamenn Morgunblaðsins ekki betur, að þeirra hlutverk sé ekki að fylgjast með erlendum fréttum heldur að elta upphrópanir og múgæsingu netumræðunnar.

Og þess vegna hafi þeir ekki spurt Óla Palla, svona í ljósi ástar hans á tónlist og tónlistarhátíðum, hvort hann telji ungt fólk réttdræpt fyrir það eitt að hlusta á tónlist.  Og vísað þar í dráp vígamanna Hamas á ungu fólki á Supernova tónlistarhátíðinni.

 

Þess vegna er full ástæða að fjalla um þá hátíð og örlög unga fólksins sem þar mætti og skemmti sér undir kjörorðinu; "journey of unity and love", ferðalag ástar og samljómunar, og vitna í grein BBC um voðaverkin sem þar voru unnin.

Greinin byggist á vitnisburði eftirlifanda ásamt því að fréttafólk hefur unnið frétt sína úr tilfallandi gögnum eins og ljósmyndum og myndupptökum.

Þessi grein á að vera skyldulesning fyrir alla þá sem ástunda hatursorðræðu, eða upphefja morð, nauðganir, limlestingar á saklausu fólki, og í þessu tilviki, ungu fólki sem mætti á tónlistarhátíð undir merkjum friðar og ástar.  Sem engin hætta er á og lítil að blaðafólk Morgunblaðsins leggi slíkan lestur á sig, en ef einn í viðbót les, þá er það þess virði að birta linkinn; https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67056741. Sjá athugasemd 1.

 

And indeed, there are many happy faces to be seen in a video uploaded at 07:22 local time, showing festival-goers laughing and dancing in the weak morning light. But above their heads, small black clouds of smoke signal the start of the terror that is approaching. 

BBC Verify has pieced together the events of the weekends festival bloodbath using video and social media posts that we have verified, and facial recognition technology. Some of the festival-goers can be seen in the same footage looking up at the dark wisps above their heads. Others are oblivious and keep dancing.

Já fólk skemmti sér og dansaði, og svo hófst skothríðin;

Gilad Karplus, 31, and working as a massage therapist at the festival, told the BBC. "I saw people going down. As we saw that, we just jumped into the jeep and drove into the fields."

All the accounts suggest the camp was effectively surrounded and the roads in and out of the site were blocked. Festival-goers were running in all directions, but some were still within range of the gunmen.

 

Síðan hefst lýsing á slátruninni, vitnisburðurinn er ekki bara lík þeirra sem voru drepnir, BBC hefur undir höndum beinar sannanir um aðfarir vígamanna Hamas;

Slaughter captured on camera. While some were fleeing into the fields and desert, the militants were methodically prowling through the festival killing on sight. Dashcam footage time-stamped at 09:23, taken from a parked car, shows three of the gunmen who took part in the massacre. In the opening frame of the footage a motionless body is seen lying curled up next to a car. A militant armed with an automatic weapon is then seen ordering a bloodied man out of shot to get to the ground, before grabbing him by the back of his T-shirt and leading him away past the cameras gaze. It is unknown whether he survived.  And then the body by the car moves. The man, who appears to have been playing dead, stirs. He raises his head to see if the coast is clear. It is a fatal error. Seconds later, another militant jogs into frame and shoots him in the head at point blank range and walks away.

In a later section from the same footage, a group of men appear. Only one is armed - they appear to be there to loot. They are seen rifling through the pockets of the dead man by the car, and going through a suitcase in another parked vehicle. But they find more than luggage. Two people, a man and a woman, who were hiding in a car are discovered and led away. The woman who was taken suddenly reappears two minutes later. She jumps and waves her arms in the air. She must think help is at hand - by this time, the Israeli Defence Forces had began their efforts to repel the incursion. But seconds later she slumps to the floor as bullets bounce around her. We do not know if she survived.

 

Áfram heldur BBC að lýsa voðaatburðunum, hvernig fólk er skotið þar sem það hefur leitað skjóls, hvernig ráðist er á ökutæki þeirra sem reyna að flýja og sýnir svo myndband af brenndum rústum bíla tónleikagestanna.

Lokamyndbandið sýnir svo hvernig ungum tónleikagest, alblóðugri konu er það sem í frétt Ruv í nóvemer, handtekin og færð í varðhald á Gasa.

Og ég vil bara ítreka, eftir að hafa horft á þetta myndband, að ég velti fyrir mér hvorir eru meiri viðbjóður, Hamasliðarnir sem rændu þessari ungu konu, eða fréttamenn Rúv sem töluðu um handtöku og varðhald í þessu samhengi.

 

Í annarri frétt BBC er fókusað á kynferðisglæpi Hamasliða, nauðganir, limlestingar, á jafnt lifandi sem dauðum, aðallega kvenfólki þó, og þar má lesa þessa frásögn sem ég endurbirti í síðasta pistli mínum um samstöðufundinn með voðaverkum Hamas, og þar sem þessi viðbjóður má aldrei gleymast, sem og nöfn þess fólk sem upphefur hann, þá ætla ég að endurbirta endurbirtingu mína;

She was alive," the witness says. "She was bleeding from her back". She goes on to detail how the men cut off parts of the victims body during the assault. "They sliced her breast and threw it on the street," she says. "They were playing with it." The victim was passed to another man in uniform, she continues. "He penetrated her, and shot her in the head before he finished. He did not even pick up his pants; he shoots and ejaculates.

 

Þarna vitnar BBC í vitnisburð sjónarvotts sem fréttafólkið fékk að hlusta á.

Svona vitnisburðir eru nokkrir, en væru fleiri ef svo margir eftirlifandi væri ekki í algjöru losti, og sumir þegar farnir að taka líf sitt því þeir geta ekki afborið upplifanir sínar.

Ef sjálfsmorð eru morð, þá hefur Óli Palli vissulega rétt fyrir sér að tala um morðingja, en þau orð eru harður dómur um þá eftirlifendur sem hafa haft þrek til að greina frá því sem þeir upplifðu á friðartónleikunum kennda við ást og samhljóman.

 

Morðingjar eða ekki, þessi orð mega ekki gleymast á meðan einhver von er um mennskuna í heiminum;

Talking to UK s Sunday Times, Yoni Saadon, a reveller at the Nova Music Festival, recounted tales of horror from October 7. "I saw this beautiful woman with the face of an angel and eight or 10 of the fighters beating and raping her," he recalled. "She was screaming, "Stop it already! I am going to die anyway from what you are doing, just kill me!" "When they finished, they were laughing, and the last one shot her in the head," said the 39-year-old.

Giving an account of how he survived the massacre, Saadon, the father of four, revealed that he had smeared himself with the blood of a slain woman to look dead. "I will never forget her face," he said, talking about his saviour, who had been shot in the head by the attacking militants. "Every night I wake to it and apologise to her, saying, "I am sorry."" He also claims to have witnessed the beheading of a young woman who had fought back as Hamas stripped her. "They threw her to the ground, and one of the terrorists took a shovel and beheaded her," he told The Sunday Times, adding, "And her head rolled along the ground. I see that head, too."

 

Ísraelsmenn eru morðingjar segir Óli Palli. Kannski, sá samt engan morðsvip á tveimur unglingsstelpum, kannski ekki með andlit engla en fallegar engu að síður, þar sem þær voru spurðar á götu Jerúsalem hvernig þær upplifðu ástandið.  Þær sögðu að árásirnar á Gasa, hörmungar íbúa þar væru hræðilegar, en bættu við að stjórnvöld yrðu að tryggja öryggi þeirra.

Þeirra eini glæpur, líkt og limlestra kynsystra þeirra á Supernova tónlistarhátíðinni, var að fæðast og lifa í þessu landi átaka og hörmunga, þar sem öfgamenn í báðum fylkingum viðhalda stöðugu ógnarástandi.

 

Morðingjar eða ekki, að þó önnur þeirra kynni að syngja og verða valin fyrir hönd þjóðar sinnar til að keppa í Eurovision, að þá breytir það ekki þeirri staðreynd að ríkisstjórn þeirra hóf ekki þessi átök með morðárásum á saklaust fólk.

Og sannarlega hefur enginn málsmetandi aðili á Gasa eða Vesturbakkanum fordæmt þessar morðárásir og lagt til að voðamennirnir verði framseldir til að sæta ábyrgð gjörða sinna.

 

Hvað var þá til ráða fyrir stjórnvöld í Ísrael??

Og fyrst að Palestínuaröbum finnst alltí lagi að skjóta eldflaugum í þúsundatali, af fyrra bragði, á Ísrael, að senda vígasveitir yfir landamærin til að myrða, nauðga, limlesta, alla sem tök var á, af hverju er það ekki í lagi að það sé á hinn bóginn??

Ef þú mátt drepa gyðinga, af hverju mega gyðingar ekki þá drepa þig??

Þetta er ástæða þess að siðferðislegur málstaður Palestínuaraba er enginn í þeirri deilu, ástæða þess að þeir drápu ekki fleiri er sú að þeir höfðu ekki getuna til þess, en viljinn var einbeittur. 

Gerist reyndar ekki einbeittari.

 

Eiga þá Ísraelsmenn, sérstaklega öfgamenn innan ríkisstjórnar Ísraels, þá að grípa gæsina og jafna alla byggð á Gasa við jörðu með tilheyrandi mannfalli og hörmungum íbúa Gasastrandarinnar.

Meinið er að það er ekki alþjóðasamfélagsins að ákveða það, heldur íbúa á Gasa, þeim er í lófa lagi að hætta að berjast og gefast upp fyrir ofureflinu.

Gætu jafnvel í friðargjöf framselt voðamennina.

 

Geri þeir það ekki, kjósa frekar að varðveita heilagann rétt sinn til að drepa eins marga nágranna sinna í Ísrael og þeir geta, þá verða þeir einfaldlega að sæta afleiðingum gjörða sinna.

Geti alþjóðasamfélagið hins vegar ekki sætt sig við hildarleikinn, þá er því í lófalagi að grípa inní.

Krefjast friðar og framsals.

 

Það hefur alþjóðasamfélagið ekki gert fram að þessu.

Aðeins lagt fram sýndartillögur sem eru aðeins til þess fallnar að styrkja áróðursstöðu Hamas, og eru í raun verðlaun til samtakanna fyrir vel heppnaða PR-brellu.

Voðaverk og hörmungar eigin landsmanna.

 

Á meðan deyja börnin á Gasa.

Hræsnin og skinhelgin fær þar engu breytt.

Kveðja að austan.

.

 


mbl.is Segir það afstöðu að mæta í „söngpartí með morðingjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hér er linkurinn á grein BBC um morðin tónleikargestum á Supernova tónlistarhátíðinni, vonandi þannig að það dugi að klikka á hann.


https://www.bbc.com/news/world-middle-east-67056741

Ómar Geirsson, 11.12.2023 kl. 21:31

2 identicon

Sæll æfinlega; Austfirðingur mæti - líka sem og aðrir, þinna gesta !

Jeg má til; að taka til láns hjá vini okkar, Jóhanni Stýrimanni Elíassyni

hvað jeg reit á hans merku síðu: gærdegis, og setja hjer inn til þinnar

síðu, að nokkru ::

 

Friður mun ekki nást í Filistealandi (Palestínu); fyrr en Gyðinga samfjelagið

hypji sig á brott, þaðan. Jeg hefi lengi undanfarið; velt fyrir mjer þeim

möguleika, að Síberíu Rússar (Yakútíumenn o.fl.) yrðu tilleiðanlegir til, að

útvega Gyðingunum (Ísraelsmönnum) einhverjar eyðibyggða spildur norður við

Íshaf (Evrópumegin eða þá Asíumegin Úralfjallanna) þá fyrst:: mætti fara að

ræða um friðvænleg Mið- Austurlönd piltar, ef svo ólíklega gæti orðið.

Bara; ein fjölmargra hugmynda, um lausn Gyðinga vandamálsins, piltar.

Gyðingar; hafa frá örófi verið sjálfum sjer sem öðrum til viðvarandi leiðinda,

Rómverjar:: líkt mörgum annarra stórvelda Fornaldarinnar áttu í stöðugu bazli

með þetta leiðinda fólk:: leiðinda fólk segi jeg, hvar óhugnanleg tignunin á

ósýnilega guðnum Jehóvah hefur fylgt þessum mannskap full lengi, sem kunnugt er.

Jóhann !

Við Hægrimenn; margir hverjir, erum ekkert síður orðnir pirraðir á þessu ástandi

í Mið- Austurlöndum en vinstra liðið, þau hafa engan EINKA rjett á Ísraels mótstöðunni.

Síðan; skulum við ekki gleyma, hinni sögulegu atburðarás // Balfour yfirlýsingunni,

sem og stofnun Ísraels 1948, hvar Gyðingarnir hafa vaðið yfir lönd Palestínumanna

og hirt átölulaust - spildu fyrir spildu, þrátt fyrir að hafa samþykkt upphaflegu

landamærin, frá 1948.

Vitaskuld; eru það klerka skrattarnir í Íran, sem og Jói Bætir (Biden) sem viðhalda

djöfulskapnum á Gaza ræmunni svo og á Vesturbakka Jórdan árinnar, og mega hafa mestu

skömm fyrir, þó þakka megi Jóa Bæti staðfestuna með Úkraínumönnum gagnvart illfyglinu

Vladimír Pútín, engu að síður.

Með beztu kveðjum; sem fyrr og áður, af Suðurlandi / 

 Svona; þjer og öðrum til nokkurrar umþenkingar og

forsorgunar, Ómar.

Og; með beztu kveðjum austur í fjörðu, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2023 kl. 23:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Hvar viltu að ég byrji??

Þeir sem dýrka ósýnilega guðinn Alla hafa verið fullfærir um að drepa hvorn annan í Mið-Austurlöndum, þarf ekki gyðinga til.

Þú minnist á Balfour-yfirlýsinguna sem upphaf vandans, og só??, það hefur lengi tíðkast að ráðstafa annarra manna landi, spurðu bara íbúa landsbyggðarinnar hvernig er með jarðir eftir að bændum er gert ókleyft að búa vegna reglugerðarfargans ESB eða þorpurum að róa því elítu var afhent lífsbjörgin.  Ottómanríkið var kraðak þjóða með miklum tilfærslum innan þess, að gyðingum hafi langað heim er ekkert óeðlilegt, og ef þeim tókst að plata einhverja til að leyfa sér að stofna þjóðríki þá var það bara svo. 

Síðan segir þú að þeir hafi vaðið yfir lönd Palestínumanna og hirt átölulaust, þeir þurftu að hafa fyrir því, strax við stofnun Ísraels, sem var eins lögleg og hægt var samkvæmt alþjóðalögum, þá hófu nágrannar þeirra stríð, sem þeir töpuðu, og það vill oft fylgja ósigrum að menn missi landspildur. Þýskaland til dæmis stækkaði ekki beint við að ráðast á nágrannaríki sín. Svo máttu ekki gleyma því Óskar að stærstu landþjófarnir voru Transjórdanar sem stálu Vesturbakkanum og Egyptar sem rændu Gasa, og það var þá Óskar sem forsendur hins nýja ríki Palestínumanna brustu.

Það sem síðan hefur gerst er það sem alltaf gerist þegar tveir deila, og annar hótar að útrýma hinum, að þeim sem er hótað, hann bregst við. Hvort hann hefði brugðist eins við þó honum hafi ekki verið hótað, það má guð vita, það er þessi ósýnilegi þarna, það reyndi aldrei á það.  Hins vegar brutu Ísraelar alþjóðalög þegar þeir hófu landtökur sínar á hernumdum svæðum, því sem hernámslið þá bar þeim skylda til að tryggja grunnréttindi hinna herteknu.

Þú segir síðan Óskar að gyðingar hafi verið sjálfum sér og öðrum til leiðinda í gegnum aldirnar, þykir mér það fullmikil þykkja fyrir hönd Rómverja eftir öll þessi ár eftir að þeim datt í hug að herja á Róm með því að drepa Rómverja á fæti, hélt að Rómverjar hefðu gert upp það dæmi með því að útrýma gyðingasamfélaginu á Kýpur og rústa byggðum gyðinga í gamla heimalandi þeirra. Síðan þá veit ég ekki annað en að gyðingar hafi gegnt því mikilvæga samfélagshlutverki að vera ventill samfélaga þar sem órói  er við það kominn að sprengja allt í loft upp. Þá dugði alltaf að hrópa; Drepum gyðingana og allt varð með spektinni á eftir, allavega á meðan morðæðið rann af fólki.

En víkjum þá að alvörunni Óskar, þó þetta innlegg þitt hafi alveg átt rétt á sér hjá örpistli Jóhanns, þá er það eins og skrattinn í leggnum gagnvart þeirri orðræðu sem ég hef haft í undanförnum pistlum. Í alvöru Óskar, ég veit að þú hefur lesið pistla mína í gegnum tíðina, hvernig dettur þér í hug að krafa mín um mennsku og fordæming á ómennsku hafi eitthvað með þjóðir, kynþætti, flokkadrætti stjórnmála eða annað að gera???

Það eina sem mér dettur í hug þér til betrunar er að þú hafir ekki lesið orð af skrifum mínum og skiljir því ekki af hverju ég dansa ekki Hrunadansinn með öllum hinum meðvirkum kóurunum.

Þess vegna ætla ég að segja þér Óskar að það hafi mikið farið aftur siðferðið á Suðurlandi frá því að ég var þar að flækjast veturinn 82-83, ef menn skilja ekki alvöruna að baki voðaverkum þar sem réttarfræðingar fá í hendur sér líkamsleifar kvenna sem bera merki um hroðalega misþyrmingar og nauðganir, að bein séu brotin til að fá sem mesta opnum hjá barnungum stúlkum, kynfæri séu limlest, skorin, negld með nöglum, eða líkamshlutar sneiddir af með sveðjum, svona just for the fun. Allavega man ég ekki til þess að þannig hafi naglar eða sveðjur verið auglýst í byggingarvörudeildum kaupfélaganna á Hellu eða Hvolfsvelli, en þekki ekki til á Selfossi, fór aldrei þar inn.

Þetta er alvaran Óskar og þessa villimennsku þarf að stöðva.  Voðaatburðirnir í Ísrael er aðeins síðasta birtingarmynd hennar, Svíarnir sem voru sneyddir fyrir það eitt að vera Svíar er síðasti voðaatburðurinn í Evrópu, morðin á þeim voru liður í óttastjórnun þessa miðaldahyskis sem heldur álfunni í heljargreipum, málfrelsi er skert til að þóknast öfgunum, rithöfundar og blaðamenn þora ekki að tjá sig, og jafnvel þarf ekki annað en að mennta út frá klassískum bókmenntaarfi okkar Vesturlandabúa, það reyndi frönsk kennslukona á sínu eigin skinni, eða eigum við réttara sagt að segja á sínu eigin höfði, því það var sneytt af vegna einhvers sem mátti víst ekki segja.  Svo þegja hinir, það veit enginn hver er næstur.

Og ekki grípa til þeirrar afsökunar Óskar að við höfum eitthvað verið vond við þetta fólk, láttu viðrini Góða fólksins um hana.  Kúrdísku konurnar sem vörðu heimalendur sínar í Sýrlandi gagnvart innrás Tyrkja, og náðu ekki að falla í vörn sinni, þeim var líka nauðgað svona, þær voru líka skornar, afsneydd brjóst þeirra voru notuð sem bolti.  Þeirra sök að hafa ekki gengist undir miðaldakúgun þessa hyskis.

Eða á ég að minnast á voðaverkin sem þetta miðaldahyski frömdu í friðsælum sveitarþorpum Jasída, það sem Hamas gerði í Ísrael var aðins kópí/peist af þeim voðaverkum, nema þeir höfðu ekki hernaðarstyrkinn, helv. Ísraelsher, til að selja eftirlifandi konur á þrælamörkuðum, það er það eina sem skilur á milli þeirra og íslamistanna í Ríki Íslams, þeir vildu en gátu ekki.

Nei Óskar, stundum þarf maður að hugsa sinn gang.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2023 kl. 08:10

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér verður nú á að bera þetta saman við Víetnamstríðið sem haldin voru ótal mótmæli gegn í fjölda landa á sínum tíma
en þrátt fyrir harðann tíðaranda m.a. slagorðið  "The only good communist is a dead communist"

Þá man ég ekki eftir að slaufa ætti neinu frá USA hvorki tónlist kvikmyndum,  neysluvöru né fólki almennt - til að stöðva stríðið
Að vísu voru það sláandi myndir frá m.a. My lai sem urðu til viðhorfsbreytinga í USA

 en í dag virðist fólk bara trúa þeim myndum sem það vill trúa og telur hitt fake news

Grímur Kjartansson, 12.12.2023 kl. 09:47

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Grímur.

Það var ekki vanþörf á þeim mótmælum, og blaðamenn, sem betur fer, náðu að upplýsa almenning um hryllinginn, og ef ein mynd hefur stöðvað stríð, þá var það myndin af skaðbrennda dregnum sem kom æpandi á móti ljósmyndaranum eftir enn eina fosfórsprengjuárásina á strákofaþorp.

Hefði öfgaliðið í ríkisstjórn Ísraels fengið það í gegn að Ísraelsmenn hefðu ráðist að fyrra bragði á Gasa til að útrýma Hams, þá væri öll gagnrýni á Ísrael sem ríki, réttmæt, svona gerir maður ekki, en hatursorðræða væri samt ekki réttmæt líkt og Morgunblaðið gerir sig sekt um að dreifa.

Annars fór ég að skoða fréttavídeó The Sun, pólitíska rétthugsunin að þegja hrjáir þá ekki, eftir að ég henti inn athugasemd minni til Óskars, og ef satt skal segja þá er ég hálf miður mín.  Það sló mig mjög að hlusta á viðtal við hertan ísraelskan herforingja sem beygði af þegar hann lýsti hryllingnum sem blasti við honum og mönnum hans á einu samyrkjubúinu sem ráðist var á.  Myndirnar af eyðileggingunni, sundurskotnum fjölskyldubíl þar sem blóðugur barnabílstóll var í forgrunni, voru svona undirspil orða hans. 

Fyrirsögn fréttarinnar segir allt; UNIMAGINABLE EVIL. Hamas beasts ‘sliced baby out of pregnant Israeli’s womb’ while bodies of 20 children found tied up and burned.  Og óeðlið var það mikið að morðingjarnir tóku mynd af sér á snæðingi á meðan þeir voru að dunda sér að pína börnin.

Ómennskan er aldrei réttlæt með því að afneita staðreyndum vegna þess að það er "okkar" fólk sem er ásakað.  Það lýsir aðeins svartri sál, beintengdri í neðra.

Takk fyrir innlitið Grímur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2023 kl. 10:57

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur Grímur, svona fyrir þá sem tala um feikfréttir, þá segir þessi mynd hér að neðan allt sem segja þarf, alblóðugt barnaherbergi, líkin svo borin út.

https://www.thesun.co.uk/wp-content/uploads/2023/10/newspress-collage-24370350-1697103258901.jpg?w=620

Þessi börn voru reyndar ekki handtekin og færð í varðhald eins og Rúv lýsti gíslatökunni, meintir glæpir þeirra sjálfsagt taldir réttlæta tafarlausa aftöku.

Og þau voru reyndar heldur ekki brennd lifandi, mikil er miskunn hins miskunnsama Samverja. 

Spurning hvort prestar Góða fólksins taki það ekki fyrir í næstu guðþjónustu sem dæmi um kærleik og miskunn hinna kúguðu á stund hefndarinnar.

Veit ekki, það er ekki lengur hægt að ljúga uppá þessi viðrini.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.12.2023 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 2037
  • Frá upphafi: 1412736

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1790
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband