Margur er vandinn.

 

Og það eina sem er öruggt er að hann leysist ekki með því að benda á aðra, segir skólamaðurinn í þessu stórgóðu viðtali sem þessar hugleiðingar eru tengdar við.

 

Hvernig sem á það er litið, þá er það visst afrek hjá skólakerfinu að við útskrift úr grunnskóla geti um 50% drengja ekki lesið sér til gagns.

Hver sem skýringin er þá er hennar ekki að leita í menntun eða launum kennara, starfsumhverfi eða öðru, og þegar þær afsakanir eru að baki ætti skólafólk að geta rýnt í sín eigin störf, hvað er að virka, og hvað ekki.

 

Sem foreldri, sem er nýbúinn að sjá börnin sín fara í gegnum góðan skóla, með góðum kennurum, þá veit ég að sökin er ekki alltaf skólans, ég get alveg fullyrt að þar er fólk að reyna sitt besta, ytri aðstæður og þróun tímans vinna einfaldlega gegn þeim markmiðum að börn í dag hafi góð tök á því örmáli sem íslenskan er.

Enskan er útum allt, hún er ekki bara í símanum, hún er úti í búð, hún er á veitingastöðum, í strætó, í umönnunarstörfum, jafnvel læknarnir okkar eru að verða enskumælandi.

Allt þetta fólk sem vinnur störfin, og er lítt mælt á íslenska tungu, það á börn og þau börn eru ekki geymd uppí hillu, þau er líka í skólanum eins og börn innfæddra.

 

Bara þessi eina skýring, hinn einbeitti vilji ráðandi afla að skipta um þjóð í landinu, grefur undan íslenskunni og notkun hennar, og það væri óeðlilegt ef þau umskipti myndu ekki mælast í könnun eins og Pisa.

Það er ekki bæði sleppt og haldið, við erum búin að ákveða að sleppa íslensku þjóðinni og hljótum því í kjölfarið að missa íslenskuna sem samskiptamál.

Það er ekkert flóknara en það.

 

Ef Pisa myndi mæla samskiptamál krakkanna í dag, símamál og einföldu enskuna, þá myndi margur skora hátt sem núna skorar lágt.

Krakkarnir eru ekkert vitlausari i dag en þau hafa alltaf verið, það er aðeins mælistikan sem er misvitlaus, og í dag hefur hún ekki aðlagað sig að þeim miklum breytingum sem hafa orðið í nærumhverfi barnanna okkar.

Við erum ekki að mæla það sem skiptir börnin máli og þau þurfa að nota í framtíðinni.

 

Framtíðin mun spyrja um kunnáttu, ekki formlega menntun.

Framtíðin krefst aðlögunar, ekki stöðnunar.

 

Höfum það í huga áður en við förum algjörlega á límingunni.

Krakkarnir okkar eru flottir, hafa aldrei verið flottari.

 

Látum ekki segja okkur annað.

Kveðja að austan.


mbl.is Óboðlegur árangur grunnskólanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 629
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband