Af hverju er sannleikurinn ekki sagður??

 

Hver er ábyrgð þess fólks sem afneitar honum og babblar út í eitt, án nokkurrar tilraunar til að segja það sem segja þarf.

Sem er sú staðreynd að hinn venjulegi borgari á Gasa er gísl miðaldaöfgamanna sem halda samfélaginu þar í heljargreipum.

Og það voru morðárásir þeirra á Ísrael sem hófu þessi átök.

 

Því þær árásir rufu öll grið, skilaboð þeirra voru skýr, "við drepum ykkur fáum við til þess færi".

Og mikið mega stjórnvöld í Ísrael vera aum ef þau bregðast ekki við þessum skilaboðum.

Jafnvel sá sem er heimskari en heimskt er, og kýs Samfylkinguna eða Pírata vegna meints andófs þessa auðrónaþjóna, fattar að að teningum var kastað, að í framtíðinni eru það annaðhvort þið eða við.

 

Og allan tíma átakanna hafa miðaldaöfgamennirnir sent eldflaugar á byggðir Ísraela, og þeir hafa varist innan um íbúðablokkir og sjúkrahús.

Hvað á þá her að gera sem sækir að þessum miðaldaöfgalýð??

Gefast upp og kaupa sér frið með því að senda að handahófi fleiri konur til að nauðga og svívirða, fleiri börn til að brenna lifandi, jafnvel að útbúa svona leikmynd þar sem Hamasliðar geta sótt inná og skotið venjulegt fólk á færi??

 

Hvaða bull er þetta, er fólkið sem kallar á frið án þess að miðaldaöfgarnar séu stöðvaðar, tilbúið að leggja fram sín eigin afkvæmi til að friða blóðþorsta þeirra??

Er Ísland-Palestína til dæmis tilbúin að senda börnin sín, til dæmis unglingana sem dreymir um frið á jörð, sem skotmörk fyrir hinn morðóða skríl sem hóf þessi átök??

Láta kannski fylgja með neyðarpakka frá Stígamótum um hvernig á að bregðast við nauðgunum og svívirðingum, eða hughreystingarorðum um að sú fórn að láta skjóta sig á færi á friðartónleikum, sé í þágu friðar og kærleiks á jörð, og verði umbunað í næsta lífi.

 

Sú forheimska eða fávitaháttur, eða sá viðrinisháttur að samþykkja voðaverk miðaldahyskisins í Hamas, með vísan í átök fortíðarinnar, er kannski meinsemd sem íslensk þjóð þarf að glíma við, heilbrigðu fólki er ljóst að það er ekki alltí lagi með þennan viðrinishátt, en það afsakar ekki hið þegjandi samþykki stofnana Sameinuðu-þjóðanna með voðaverkum Hamas, sem er kveikjan af þessum átökum.

Ef forsvarsfólk þeirra væru ekki svona undir hælnum á olíuauð miðaldahyskisins við Persafóla, eða hlekkjað á klafa rétthugsunarinnar, þá hefði það strax sagt satt.

 

Að voðaverk miðaldahyskisins bera ábyrgð á hörmungum íbúa Gasa, og því beri íbúum Gasa að rísa upp gegn þessu hyski, sleppa gíslum, framselja viðbjóðinn sem ábyrgðina ber.

Og íbúar Gasa, hinn venjulegi maður, átti að fá til þess fullan stuðning alþjóðasamfélagsins, þar á meðal stofnanna Sameinuðu þjóðanna.

Þá hefði enginn dáið nema þau sem voru myrt í árásum Hamas.

 

Rétthugsunin eða þrælsóttinn við olíuauðinn kom í veg fyrir það sem þurfti að gera.

Og Gasa var lögð í rúst, líkt og aðrar borgir í gegnum tíðina þar sem vopnað fólk verst innrás, það hefur enginn unnið stríð með því að verjast innan um sitt eigið fólk í trausti þess að óvinurinn láti af árásum sínum.

Eða nota það sem mannlega skyldi, hvað þá að nota sjúkrahús og sjúkrabíl sem tæki í vörninni.

 

Þar skiptir engu þjóðerni, hugsjónir, hver það er sem ræðst á, eða hver það er sem verst, ef þéttbýl svæði eru varin, hvað þá ef þau eru notuð til árása á borgir og bæi meintra óvina, þá eru þau sprengd í loft upp, og þá deyr fólk.

Árþúsunda gömul sannindi, sem tómhyggja eða rétthugsun samtímans fær í engu um breytt.

Ef stofnanir alþjóðasamfélagsins fatta það ekki, þá er einfaldlega ljóst að óhæft fólk stýrir þeim eða leiðir.

 

Og á meðan deyja börnin í Gasa.

Á meðan er allt sem er ofan jarðar sprengt þar í loft upp.

 

Eina spurningin er; hvor ábyrgðin er meiri, miðaldahyskisins sem hóf þessi átök, eða alþjóðasamfélagsins sem gat gripið inní á frumbernsku átakanna, og komið í veg fyrir hörmungarnar sem hinn óbreytti borgari Gasa hefur þurft að þola vegna þess að enginn gerði neitt.

Gamla konan sem hafði séð tímanna tvenna, og viðtalið við hana komst í gegnum skilvindu forheimsku fréttafólks Rúv, velktist ekki í neinum vafa.

Ábyrgðin var þeirra sem hófu þessi átök með voðaverkum sínum.

 

Viðrinin í Ísland-Palestínu taka örugglega ekki mark á henni, þetta var jú kona, marghert af kúgun miðaldahyskins, sem gerir lítinn greinarmun á húsdýrum og kvenfólki, en við hin eigum að leggja við hlustir.

Orð hennar voru sönn.

Átakanleg en sönn.

 

Það eru viðrinin annarsvegar, hins vegar er það sársauki konu sem ól líf, og sá líf sitt ala nýtt líf.

Heilbrigt fólk velkist ekki í vafa um hvort vegur þyngra.

 

Og það er tími til kominn að það segi hingað og ekki lengra.

Það eru líf undir og þeim á ekki að blóta á altari viðrina eða tómhyggju rétthugsunarinnar.

 

Þannig er lífum bjargað.

Ekki fórnað.

 

Svo einfalt er það.

Kveðja að austan.


mbl.is Framhald átaka á Gasa hörmulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þú ættir að vinna í nokkra daga með Ísraelum og kynnast fyrirlitningunni sem þeir bera í brjósti til allra annarra þjóða, þar með talið Íslendinga enda erum við samkvæmt þeirra trú annars flokks manneskjur því þeir eru guðs útvaldir að eigin sögn og áliti.

Í þessu viðhorfi liggur vandamálið, því þetta er sama viðhorf og Nasistar höfðu gagnvart Gyðingum nema að þar var það ekki að vera guðs útvaldur heldur að vera af hinum Aríska hreina kynstofn.

Að öðru leiti er þetta Copy-Paste menning sem aldrei mun upplifa frið eða sættir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.12.2023 kl. 17:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þorsteinn, hvað viltu að ég segi á svona fyrsta degi fyrstu aðventuhaldi jólahátíðarinnar??

Að í nafni kristilegs kærleiks þá finni ég til með þér??

En þér að segja þá snýst þetta ekkert um gyðinga, múslima, kristna eða kynsegin, þetta snýst um voðaverk, og sem eru ekki þau fyrstu sem miðaldahyski Íslamista bera ábyrgð á.

Og vanhæfni alþjóðasamfélagsins að bregðast við þeim.

Hefðu Ísraelsmenn (og nota bene, stjórnvöld þar eru engin birtingarmynd gyðingadóms) hafið voðaárásir á Gasa uppúr þurru, þá væri fordæmingin öll þeirra.

Það var bara ekki svo Þorsteinn, og megir þú finna frið í sannleikanum.

Með kveðju að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2023 kl. 17:49

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég tek undir orð Ómars um gefa sannleika og friði séns. Það eru að koma Jól wink

Wilhelm Emilsson, 1.12.2023 kl. 21:15

4 identicon

Hinn venjulegi borgari á Gasa er gísl Ísraelmanna, miðaldaöfgamanna sem haldið hafa samfélaginu þar í heljargreipum og ráða lífi, heilsu og framtíð, rafmagni, fæðu, vatni og hverjir fá að koma eða fara. Og það voru svo stöðugar morðárásir hers þeirra og landtökumanna á Palestínumenn sem kveiktu þessi átök. Í áratugi hafa miðaldaöfgamennirnir drepið börn Palestínumanna. Og skilaboð þeirra voru skýr, við drepum ykkur fáum við til þess færi. Nokkur börn drepin á leið í skóla í hverjum mánuði til að þið haldið ykkur á mottunni. Við höfum frelsi ykkar og líf í okkar höndum og munum ætíð drepa fleiri Palestínumenn en Palestínumenn Ísraela og frelsissvipta fleiri Palestínumenn en Palestínumenn Ísraela. Við tökum heimili ykkar, land, frelsi og líf hvenær sem okkur þóknast.

Allir Palestínumenn eru réttdræpir í augum þungvopnaðra miðaldaöfgamannanna. Eins og glöggt sést þegar þeir gera mistök í aftökunum. Það nægir víst ekki að vera vopnlaus, á hnjánum og með hendur á lofti ef Ísraelskur hermaður telur þig vera Palestínumann. https://www.visir.is/g/20232497668d/miskunn-samur-samverji-tekinn-af-lifi-af-her-monnum 

Og enn eitt árið og enn einn mánuðinn deyja börnin í Gasa.

Vagn (IP-tala skráð) 1.12.2023 kl. 22:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Vagn.

Ég get ekki fundið til með þér því rafeind þekkir ekki til siðs, siðferði er ekki hægt að prógramma.

Ég reikna samt með að algóritmi þinn hafi peistað upp rökfærslur viðrina sem gera ekki greinarmun á stríðsátökum eða voðaverkum. Og þar sem viðrini eru aldrei sérstaklega gáfuð, þá átta þau sig ekki á innihaldsleysi röksemdanna að voðverkin megi skýra með fyrri átökum á Gasa eða Vesturbakkanum og meintri kúgun Ísraelsmanna á Palestínumönnum.  Meinið er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem miðaldaöfgamenn Íslamista fremja slík voðaverk, síðast fyrir botn Miðjarðarhafs þegar Tyrkir lánuðu þeim fána sinn í hervirkjum í Kúrdistanhluta Sýrlands, á Sahelsvæðinu hafa voðaverk þeirra verið viðvarandi ógn síðasta áratug eða svo.

Svona voðaverk eru nýjasta trend Íslamista, Ríki Íslam hóf þau til virðingar innan hins múslímska heims, og þau virðast njóta stuðnings langt inní raða hans, sérstaklega hjá ungum karlmönnum á Vesturlöndum.

Varðandi aðra söguþekkingu þína sem þú lepur upp, þá búa Palestínumenn og gyðingar saman í þokkalegu samlyndi í Ísrael, Palestínumenn njóta þar að mestu fullra réttinda á við gyðinga, að halda öðru fram er sögufölsun. Eftir stendur þá sambúðin við fólkið sem flúði frá hinu nýstofnaða ríki gyðinga í átökunum 1948, það fólk vill heim en gyðingarnir vilja ekki fá það, af mörgum ástæðu, flestar hafa eitthvað með stríð og stríðsástand að gera.

Í sjálfu sér reyndi ekki mikið á sambúðina, flóttafólkið dvaldi allflest í nágrannríkjum Ísraels, í Líbanon, á Vesturbakka Jórdan og á Gasasvæðinu. Tvo síðastnefndu héröðin áttu að vera kjarninn í ríki Palestínumanna en meint hjálpa Arabaríkja í stríðinu '48 fólst í að Jórdanar hernámu Vesturbakkann og Egyptar Gasa.  Það var ekki fyrr en að Ísraelar gerðu þau mistök 1967 að hertaka þessi svæði af Jórdaníu annars vegar og Egyptum hins vegar, að þeir fengu sambúðina beint í æð og þurft að glíma við fólk sem vill land sitt og sjálfstæði. 

Auðvitað hafa orðið átök, það eru alls staðar átök þar sem fólk krefst frelsis. Í Katalóníu voru menn lamdir og barðir og síðan fangelsaðir fyrir þann eina glæp að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins.  Hvað hefði gerst ef þeir hefðu farið að skjóta á her og lögreglu miðstjórnarinnar í Madríd???  Bretar höfðu her á Norður Írlandi, í Austur Evrópu þurftu Rússar ítrekað að grípa inní þegar þarlendir vildu losna undan yfirráðum þeirra, fenjaarabarnir í Írak voru skotnir sundur og saman fyrir það eitt að vilja ráða sínum málum sjálfir.  Að ekki sé minnst á drápin á Kúrdum í Tyrklandi, sem eiga sér stað ennþá dag í dag.

Ísraelsmenn hafa ekki gert neitt annað en það sem aðrar þjóðir hafa gert til að tryggja yfirráð sín á herteknu landi, beitt valdi gegn valdbeitingu, haldið fólki niðri sem er ósátt við yfirráð þeirra.  Það gerir íbúa landsins ekkert réttdræpa eða að sá sem telur sig kúgaðan megi gera hvað sem er til að endurheimta frelsi sitt og réttindi. Þannig virkar heimurinn ekki og mun aldrei gera á meðan siðmenningin hefur villimennskuna undir, hvað svo sem síðar verður þegar þið rafeindirnar taki yfir Vagn minn góður.

Íbúar Palestínu hafa rétt á sjálfstæði eins og annað fólk, alveg eins og íbúar Katalóníu, Baskalands, Wales, Skotlands eða Bretagne svo ég telji upp nokkrar kúgaðar þjóðir af fjarlægu miðstjórnarvaldi, en þeir hafa líka þann rétt að vera laus við eigið miðaldahyski sem heldur öllu í helgreipum löngu genginnar hugmyndafræði miðaldanna, hyskið er Palestínumenn en Palestínumenn eru ekki hyskið, þó að hvorki rafeind eða viðrini átti sig ekki á því.

Ákallið Free Palestína ætti því að vera koma Hamas fyrir ætternisstapa, og til þess þurfa Palestínumenn hjálp.

Á meðan sú hjálp berst ekki, þá deyja börnin, en það er ekki hægt að ætlast til að þú rafeindin skilji það Vagn minn.

En fólk ætti að gera það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2023 kl. 12:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Wilhelm.

Því miður held ég að það sé borin von, öfgamennirnir hafa tekið yfir hælið svo ég vitni í þekktan dægurlagatexta.

Og það er öfgamannasiður að koma öllu til helvítis og ég sé ekkert fái stöðvað þá þróun þarna fyrir botni Miðjarðahafs.  Alveg ótrúlega ömurlegt eins og hið tilgangslausa stríð í Úkraínu, nægur er vandinn vegna lofslagsbreytinga þó öflin sem græða á stríði og tortímingu hafi ekki frjálsar hendur með Hrunadansinn sinn.

Grátlega sorglegt allt saman og aðeins eftir að versna.

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.12.2023 kl. 12:26

7 identicon

Þegar IRA sprengdi upp pöbba og skaut Breska hermenn þá voru ekki gerðar loftárásir á Írskar borgir. Þegar Baskar sprengdu upp lestarstöðvar og aflífuðu opinbera starfsmenn þá var Barcelona ekki lögð í rúst. Þegar Bandaríkjamenn hertóku Írak þá voru íbúarnir ekki fluttir í flóttamannabúðir og borgirnar fylltar af Bandaríkjamönnum.

Réttlæting Ísraelsmanna er sú sama og Nasistar notuðu í hernumdu löndunum og Rússar nota nú í Úkraínu. Réttlæting sem þú virðist sáttur við og samþykkur.

Afbökun þín á sannleikanum, útúrsnúningar og rangfærslur, réttlæting þín á brotum á alþjóðalögum, á stríðsglæpum og fjöldamorðum Ísraelmanna er óskiljanleg og þér til skammar. Ég er nokkuð viss um að sama hvað þú gerðir og hvar þú fælir þig þá sæir þú enga réttlætingu fyrir því að einhver dræpi börnin þín.

Siðferði er víst ekki meðfætt og ekki kennt þarna í hinu innræktaða austri þínu.

Vagn (IP-tala skráð) 2.12.2023 kl. 17:36

8 identicon

Það sem mér viriðist vera grunn þátturinn í þessu eru trúmál, bæði gyðingar og islamistar grundvalla trú sína á gamla textamentinu, hvortveggja ein gyðistrú, gallinn við hana að þetta gerist allt inni í hausnum á fólkinu og það er íllviðráðanlegt.

Kristin trú er af sama meiði en þar er fyrirgefnig grunnatriði, en kristni fyrir 6-700 árum var ekki mikið betri og hjaðningavígin sem foru framin þegar kaþólskakirkjan var að klofna voru ekki mikið betri.

Kv.

Alli

Alfreð Dan Þórainsson (IP-tala skráð) 2.12.2023 kl. 19:05

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir kveðjuna, Ómar. Öllum stríðum líkur að lokum, en eins og þú bendir á þá er því miður ekki mikil von á varanlegum friði í þessum heimshluta eins og er.

Með kveðju.

Wilhelm Emilsson, 2.12.2023 kl. 19:28

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Félagi Vagn.

Ég hélt að við hefðum farið yfir það áður að þú þarft ekki að koma inní athugasemdarkerfið hjá mér til að reyna fullvissa gesti mína og gangandi að það stafi engin ógn af gervigreind því hún er í eðli sínu heimsk.  Þó ég hafi minnst á viðbrögð miðstjórnarinnar í Madrid að berja mann og annan og fangelsa síðan fólk fyrir að skipuleggja þjóðaratkvæði, af hverju hefðu Madrííngar átt að sprengja Barcelóna í tætlur vegna hryðjuverka íslamskrar óværu sem er af sama meiði og Hamas???

Eða þó ég bendi á að Bretar höfðu her á Norður Írlandi, af hverju hefðu þeir átt að sprengja upp írskar borgir þó IRA hefði sprengt upp pöbba??  En sem gamall lesandi Jack Higgins þá veit ég að breski herinn stóð ekki aðgerðarlaus hjá þegar skotið var á hann, og þeir voru ekki alltaf í kokteil á kvöldin, þeir áttu það líka til að ráðast inní hverfi kaþólska og herja á meint aðsetur IRA liða.  Miðað við tilefni þeirra árása má spyrja sig hvað þeir hefðu gert ef þeir hefðu glímt við íslamska óværu, en það reyndi bara aldrei á það, enda hefur slík óværa hvergi skotið rótum nema í hinum múslímska heimi.

Ég skyldi samt þessa tengingu, ef svo sem oft lesið heimskara, en ég sé engan veginn tenginguna milli flóttans 1948, hertöku Jórdana og Egypta í kjölfarið á því landi sem Sameinuðu þjóðirnar ætluðu Palestínumönnum til að stofna sjálfstætt ríki, og þess að "Þegar Bandaríkjamenn hertóku Írak þá voru íbúarnir ekki fluttir í flóttamannabúðir og borgirnar fylltar af Bandaríkjamönnum.", þetta er eiginlega svo frumlegt að það gengur gegn markmiðum þína að leika heimska gervigreind.

Víkjum svo að gagnabanka viðrinanna sem þú sækir í, en viðrini er fólk sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu, svona ef þú skyldir ekki vita það. Þegar Rússar héldu í fyrsta skiptið uppá fall Berlínar, og öll skiptin síðan, þá voru þeir ekki að halda uppá stríðsglæpi og fjöldamorð þó borgin væri í rúst og hundruð þúsunda borgara hafði fallið í vörn nasista, þeir héldu uppá sigur gagnvart erlendu afli sem hafði ráðist inní land þeirra og framið þar hryllilega glæpi.  Mannfall í víggirtri borg sem er varin, er ekki fjöldamorð, eyðileggingin er ekki stríðsglæpur, hvað þá að vopnaður her verði stikkfrí af gjörðum sínum þegar hann leitar skjóls innan um óbreytta borgara.  Stríð eru ekki svona síðasti leikur þar sem þú ert sloppinn ef þú kemst inní fyrirfram ákveðna "borg", sem yfirleitt var peysa í mínu ungdæmi.

Þetta vita viðrinin og því er fúkyrðaflaumurinn þeirra síðasta vörn, í öruggu skjóli innan um sína líka.  Ef þau þekktu til siðar, og tækju í alvörunni það nærri sér að sjá mannfallið og eyðilegginguna á Gasa, þá myndu þau sameinast um kröfuna um að Sameinuðu þjóðirnar hristu af sér klafa olíuauðsins og hjálpuðu íbúum Gasa að losna við miðaldahyskið sem hefur leitt þessar hörmungar yfir íbúa Gasa strandarinnar.

Viðrinin eiga nefnilega ekkert svar við orðum hinnar öldruðu konu sem slapp í gegnum rétttrúnaðarsíu Rúv þann 27. nóvember, og þó þú félagi Vagn, eðli málsins vegna, skilur ekki bofs í orðum hennar, þá hafði ég ritað þau niður er ske kynni ef einhver rétttrúnaðurinn liti hér við.  Varð ekki þess heiðurs aðnjótandi, svo ætli ég geri þér ekki þann grikk að láta þessa kínversku í þínum eyrum (hefur gervigreind eyru??)fljóta hér með að neðan, það er þegar ég er búinn að svara Alfreð.

En á meðan er það friðurinn að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2023 kl. 11:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður  Alfreð.

Trúin er oft skálkaskjól fyrir illvirki en ég sé ekki að hún drífi áfram þann Hrunadans sem núna er stiginn í heiminum.

Þetta er einhver óskiljanleg feigð, og mannkynið virðist ekki geta tekist á við hana.

Því miður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.12.2023 kl. 11:24

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja félagi Vagn.

Þá er það kínverskan í eyrun þín, já ég veit að það er ekkert sérstaklega gáfulegt að tala um eyru við þig, en svona er vaninn.

Úr kvöldfréttum Rúv 27. nóvember.

Öldruð palestínsk kona, Amna Ismail Shwaf eftir að vopnahléð var framlengt um 2 daga:

"Þetta er ekki sigur heldur hörmungar fyrir alla Palestínumenn.  Þessi  15 þúsund sem féllu er tengd okkur.  Ekki endilega allt börnin okkar en samt okkar börn, börn skyldmenna og nágranna okkar."

Þulur: ... Shwaf er afar ósótt við stjórn Hamas á Gasa.

"Ég nálgast núna sjötugt og þetta er versta stríð sem ég hef upplifað.  Meira að segja 1967 var ekki svona slæmt.  Þetta eru örlög okkar.  Þetta er það sem ríkisstjórnin og Hamas hafa kallað yfir okkur".

Ómar Geirsson, 3.12.2023 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband