Sannleikurinn er sagna bestur.

 

Og víti Svía er til að varast.

 

Danir hafa núna allra síðustu ár reynt að verjast því víti, þar skiptir mestu snöfurmannleg viðbrögð Mette Frederiksens, forsætisráðherra, jafnaðarmanns.

Dag einn fyrir nokkru árum hætti hún að ljúga að þjóð sinni og snérist til varnar, fyrst og fremst gagnvart glæpaklíkum og Íslamistum.

 

Samt of seint því í dag vita Danir að þetta snýst ekki um innflytjendur sem flóttamannaiðnaðurinn ferjar til landsins, heldur um aðra kynslóðina, og jafnvel þá þriðju, fyrsta kynslóðin aðlagast en börnin ekki.

Þau sætta sig ekki við nútímaþrælahald Góða fólksins, hinnar menntuðu yfirstéttar, þó foreldrarnir sætta sig við að þrífa skítinn, að halda velferðarkerfinu gangandi á lúsarlaunum, þá vilja börnin betra líf, en reka sig á veggi, þeim er ætlað að vinna skítastörfin.

 

Flóttaleið þeirra er annaðhvort skjól glæpahópa eða miðaldahyggja Íslamista.

 

Hvorutveggja ógnar samfélögum Norðurlanda, og augljóst að leikreglur lýðræðisins duga ekki til að hamla gegn þeirri þróun.

Í Svíþjóð tala stjórnvöld opinskátt um að kalla út herinn til að ná aftur stjórn á úthverfum stærri borga, úr höndum glæpagengja og Íslamista.

Ástandið er litlu skárra í Danmörku og Noregi, hið skárra felst aðeins í að tímalínan er ekki samhliða, niðurbrot samfélagsins hófst aðeins fyrr í Svíþjóð.

 

Hér á Íslandi erum við sirka 10 árum á eftir, hnífstungurnar, skotin, sprengingarnar eru ennþá á frumbernsku þess sem var í Svíþjóð á fyrstu árum þessarar aldar.

Glæpagengin er þegar byrjuð að berjast, börn innflytjenda sætta sig ekki við skítastörf foreldra sinna.

Því jaðarsettari sem foreldrarnir eru í nútímaþrælahaldi Góða fólksins, því viljugri er næsta kynslóð til að hafna leikreglum samfélagsins.

 

Kannski er okkar eina gæfa að tiltölulega fáir innflytjendur játa Íslam, þar með er markhópur Íslamista ekki stór hér á landi, þar með er einni óværunni færri miðað við Svíþjóð, Danmörk og Noreg.

Samt sáum við á fögnuðinn á óréttlætanlegum hryðjuverkum Hamas að þetta fólk er hérna, og á ákveðnum tímapunkti þurfum við að mæta því.

Enn höfum við svigrúm og ráðrúm til þess

 

Ekki að við séum að fara að gera það í dag.

Siðferðisbresturinn að þekkja ekki muninn á réttu og röngu, nær djúpt inní samfélagið.

Inní æðstu menntastofnun okkar, inní ríkisfjölmiðilinn okkar, gegnsýrir stjórnun Reykjavíkur í dag.

 

Sannleikurinn verður ekki beint sagður næstu vikur og mánuði, ár eru í að leifarnar af íslensku jafnaðarmönnum hafi kjark til að mæta Góða fólkinu, firringu þess og sjálfsblekkingu.

Svo má ekki gleyma að Góða fólkið er drifkrafturinn í nútímaþrælahaldinu, að láta litað fólk, fátækt fólk þrífa skítinn og vinna velferðarstörfin á lúsarlaunum.

Flest af því vinnur svo kinnroðalaust fyrir hina Örfáu, auðræningjanna sem markvisst hafa mergsogið vestræn samfélög frá frjálshyggjubyltingu Reagans og Thatchers.

Glóbalið þrífst á förufólki til að halda niður lífskjör vinnandi fólks í hinum vestræna heimi.

Hið frjálsa flæði Evrópusambandsins er sniðið að þörfum þess, forsenda hins nútímaþrælahalds í hinum vestræna heimi.

 

Sannleikurinn gengur gegn hugmyndaheimi Góða fólksins og hagsmunum Auðrónanna sem það þjónar.

Og Góða fólkið stjórnar umræðunni á Íslandi í dag.

Í afneitun þess mun ástandið aðeins versna.

Verða sænskar, verða óviðráðanlegra.

 

Samt er ljóstýra þarna úti.

Frá því að ég skrifaði pistil minn um hið handtekna 10 mánaða barn sem liðsmenn Hamas hnepptu í varðhald, það er að sögn Rúv, líklegast fyrir grjótkast, eða fólkið sem var fyrirfram skotið á færi, vegna þess að það hefði hugsanlega hafnað handtöku Hamasliða á sínu eigin landi, þá hefur fréttaflutningur Rúv færst nær raunveruleikanum.

Núna talar fréttastofan um hryðjuverkaárás Hamas og kannast jafnvel við voðaverk samtakanna.

 

Og það vakti athygli mína að í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan var birt myndskeið þar sem eldri kona á Gasa fordæmdi stjórn Hamas, hún hefði kallað hörmungar yfir íbúana.

Með fréttinni kom engin réttlæting á voðaverkum, eða viðrini Ísland-Palestínu fengju að afbaka sannleikann.

Fréttastofan gat sem sagt sagt satt og rétt frá.

 

Næsta sannleikskorn gæti kannski verið um gjaldþrot fjölmenningarinnar í Skandinavíu, ásamt aðvörunarorðum um upplausnin verði hinn kaldi raunveruleiki morgundagsins, ef við grípum ekki strax inní.

Jafnvel hvatning um að fólkið sem blístraði og klappaði yfir voðaverkum Hamas, sem fréttastofan viðurkennir loksins að hafi verið viðbjóðsleg hryðjuverkaárás, verði vísað úr landi.

Því við þurfum ekki þetta fólk, það getur fundið sér búsetu annars staðar.

 

Því brunn þarf að byrgja áður en barnið dettur ofaní.

Og þó brunnarnir séu margir, þá er gott að byrja á einum sem blasir við.

 

Svo má byrgja fleiri.

Hinn möguleikinn er að sætta sig við sænska ástandið.

 

Meinið er að Svíarnir sætta sig ekki við það lengur.

Kveðja að austan.


mbl.is Svíar að skipta um skoðun á förufólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Amen

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.11.2023 kl. 23:17

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill Ómar, -fyrir utan að það að mér finnst örla á óþarfa flokkadráttum, því pistillinn talar sínu máli betur en flestum öðrum hefur tekist sem fjallað hafa um þessi mál, -og þarf ekki flokkadrætti til.

Það hlýtur öllu hugsandi fólki að vera ljóst að örþjóð týnist með opnum landamærum úr því að Svíar eru nú komnir á þennan stað. En kjarni pistilsins er að mínu mati þessi;  "Því jaðarsettari sem foreldrarnir eru í nútímaþrælahaldi Góða fólksins, því viljugri er næsta kynslóð til að hafna leikreglum samfélagsins."

Þetta er lykilsetning, og á vonandi við á öllum tímum allsstaðar, annars verða næstu kynslóðir þrælar góða fólksins í stærra mæli en áður hefur þekkst, -sumir kalla góða fólkið elítuna.

Með kveðju úr muggunni í efra.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2023 kl. 06:36

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Magnús, þegar fyrstu þrír mennirnir komu saman, þá urðu til flokkar.

Og ég er lengi að gefa títuprjóna hafi menn á annaðborð unnið fyrir þeim.

Kveðja að neðan í aðdraganda élja og suður yfir fjöll og firnindi að Hákoti.

Að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 06:54

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég get alveg óhætt fullyrt að þótt Danir séu á bremsunni gagnvart innflytjendum þá eru þeir það ekki gagnvart útlendingum. Til dæmis eru Indverjar alveg hjartanlega velkomnir í bæði nám og starf í Danmörku. Ég hef nánast án undantekninga seinustu 20 ár verið samstarfsmaður Indverja í mínum störfum, þvert á deildir og fyrirtækja. Í minni 19 manna deild í dag eru bara 10 Danir. Restin að vísu öll frá Evrópusambandinu, frá Eistlandi til Portúgal, fyrir utan Indverjann auðvitað.

Það má því ekki rugla saman að vilja verja samfélag og velferðarkerfi gegn rotnun, og því að vera á móti útlendingum.

Geir Ágústsson, 30.11.2023 kl. 07:20

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Geir enda held ég að hvorki viðtengd frétt eða pistill minn fjalli um útlendingaandúð, þó hann fjalli um margt til dæmis Batnandi fólkinu á Rúv sem á kannski eftir að fjalla um sannleikann um gjaldþrot afþjóðvæðingar Norðurlanda.

En takk fyrir innlitið, þetta er þörf áminning.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 10:00

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg hárrétt hjá þér Ómar, -við erum ekki allir innan raða Góða fólksins. 

Það er engin tilviljun að fólki er fokkað upp á flótta og það er ekki því fólki um að kenna rétt eins og þú kemur listilega vel til skila.

Með opin landamæri í gegnum Schengen og fjórfrelsið er um sjálfskaparvíti að ræða, og þegar góða fólkið gróðavæðir flóttann þá er fátt um fína drætti, og orðið erfitt að fela hvar glæpurinn er framinn;

"Því jaðarsettari sem foreldrarnir eru í nútímaþrælahaldi Góða fólksins, því viljugri er næsta kynslóð til að hafna leikreglum samfélagsins."

Þá ætla ég bara að tala út frá okkur strákunum í steypunni sem sluppum við ADHD lyfin í uppvextinum og fengum að velja okkur þann starfsvöll sem við fundum okkur heima.

Við eldri ræðum oft um það hvað það var gott að fá að vera það sem maður er, og vöndum þá hvorki góða fólkinu né fræðingunum kveðjurnar, hvað þá mannauðsverkfræðingunum. Það lengi höfum við mátt horfa upp á þetta góða fólk fokka upp góðu fólki á flótta við að manna þrælahaldið.

En þetta bítur í hælana á sér á endanum. Og ef þú vilt þá geturðu valið þér alslags glæpagengi sem hafa verið talin stór vandamál í fréttum á norðurlöndum, Hel Angels, Banditos svo eitthvað sé nefnt, rétt eins og að minnast á Íslamista komna frá langtíburtukistan.

Þessi pistill er allt að því það góður hjá þér að það þarf hvorki að flokka hann hægri né vinstri eða nokkuð annað, hann ætti að geta höfðað til góðs fólks án nokkurra flokkadrátta.

Með slyddu kveðjum úr hamfaraóræktinni í efra.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2023 kl. 13:37

7 identicon

Frábær greining og athugasemdir

Pálmi Pálmason (IP-tala skráð) 30.11.2023 kl. 14:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Meinið er að hann var ekki hugsaður þannig, og þú sem eldri en tvævetra átt að vita til hvers hann var skrifaður, og hverja ég var að hjóla í.

Í árdaga lágu öll vötn til Icesave-þjófa, og þannig séð hefur stílbeiting mín ekkert breyst.

Hins vegar er ég þakklátur athugasemd þinni, þó ég taki ekki undir fyrri hluta orða Pálma hér að ofan, þá er ég sammála seinni hluta orða hans, kannski er góður pistill sá sem vekur upp hugrenningar og kallar á athugasemdir.  Eitthvað sem Steypufræði þín hafa svo margoft vakið viðbrögð, fengið athugasemdir, og heildin fær mann til að hugsa, stundum til að lúta höfði og þakka.

Án þess að ég hafi spurt Skáldið, þá veit ég að hann mun taka undir þau orð mín að Steypufræði þín, ásamt útleggingum þínum á þeirri visku, sem og annarri visku kennd við Lífsins visku, eigi að vera skyldunám, á þriðja ári í íslensku þar sem grunnurinn er gott mál og beiting þess, en málið notað til að víkka út skilning og hugsun nemanda. 

Þú veist það hins vegar mæta vel Magnús að ég er að fjalla um voðaverkin á Gasa, og afleiðingar þeirra. Ég grét þegar annar tvíbura minna var sendur suður í súrefniskassa, eftir fæðinguna, og bakið meinaði mér för með honum.  Vökna ennþá um hvarma þegar ég hugsa til þess, en þeir hvarmar vöknuðu að kveldi laugardags voðaverkanna þegar mér varð ljóst hvaða afleiðingar þau myndu hafa í för með sér.

Og það sem ég sá fyrir mér, hefur gengið eftir.

Allt á sér sínar skýringar, og þær skýringar hef ég fordæmt, haft kjark til að ráðast á þær.

Mennskan er undir Magnús, og bjargleysið að horfa á Hrunadansinn nístir inn að beini.

Þögnin er samt ekki valkostur, og vissulega er að fleiru að hyggja, líkt og kannski flestir upplifa þessi skrif mín hér að ofan.

En rótin er sú sama, Ómennskan, og Auðróninn sem fjármagnar hana.

Þetta er fjölhöfða skrímsli sem við berjumst við Magnús, og þar dugar ekki að velja úr, höfðin eru öll eða engin.

Við í frændgarði Bjarts kenndan við Sumarhús erum hvorki til vinstri eða hægri, við erum bara, og okkur er frekar illa við stjórnlyndi eða kúgun þeirra sem telja sig hafa rétt á að kúga, Maddaman frá Útirauðsmýri er aðeins birtingarmynd þeirrar áráttu.

En við virðum mennskuna Magnús, við virðum hana.

Kveðja úr snjóéljum að neðan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 16:28

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Pálmi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 16:29

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér svarið Ómar.

Það er nú samt þannig með marghöfða Hýdruna, að henni vaxa tvö höfuð fyrir hvert sem af er höggvið, -og af því þú tengir þennan vætt við Landið helga, þá er það löngu vitað að fyrir hvert höfuð Guðs útvöldu þjóðar fjúka tíu.

Sá sagna besti segir að aðferðin til að ráða niðurlögum þess marghöfða óvættar sé hvorki steypa né flokkadrættir, -eina aðferðin er að stinga hana beint í hjartað.

Með kveðju úr sortanum í efra.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2023 kl. 17:30

11 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Engvu viið þetta að bæta.

Frábær pistill og góðar atugasemdir.

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.11.2023 kl. 18:10

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Hef það í huga Magnús.

Þó er ég ekki svo grunnhyggin að telja mig hafa kraft til þess.

En að mjög veikum mætti hef ég samt náð að orða hugsun sem aðrir lesa, og taka afstöðu til.

Skrif mín eru ekki fyrir Jámenn, þau eiga að vekja hugsun og viðbrögð.

Vissulega hefur mér sárnað sum viðbrögð þín, eins og þú hafir haldið að ég væri þú, þá hef ég brugðist við.

Í vissu að aðrir nytu, sbr. að njóta.

Ekki merkileg gjöf í ljósi næstum óendanlegra pistla og athugasemda, við pistla þína, sem ég hef lesið og notið.

En ég get ekki gert betur en það sem ég get, samt máttu trúa mér Magnús, að ég reyni mitt besta.

Spjallið, hvort sem það er hjá mér, eða þér, vekur viðbrögð, höfðar til hugsunar, aðeins eitt gæti skemmt það, ofuráhersla að vera sammála.

Það er styrkur okkar Magnús, við erum eins og við erum.

Breytir samt ekki því að ég hef þegið mikla visku frá Steypufræðum, megi sú viska lengi halda áfram að steypast.

Kveðjan úr stillunni sem kannski er lognið frá frekari éljum, en samt sem áður að neðan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 18:15

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Við Magnús reynum okkar besta.  Eins og við erum, þakka ber samt innlegg Geirs, hann bætti við.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 18:17

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Ómar,-ég vona að þú fyrirgefir mér fautaskapinn, og á reyndar ekki von á öðru, fautaskapurinn gæti allt eins stafað af fáfræði.

Án gríns, ég horfi ekki á sjónvarp og veit því ekkert um hvað RUV er að fabúlera, ég fylgist ekki með mediunni að öðru leiti en mbl fréttum, og hvað menn segja fréttnæmt hér á blogginu, í kaffistofunni og svo þvælist ég um í gegnum auglýsingarnar á facebook.

Ég geri mér full ljóst að djöfullinn er við völd þegar menn skjóta sér leið að marghöfða skrímslinu í gegnum barnahópinn sama hvort hann telur 5 eða 50. -Ég er einfaldlega of viðkvæmur til að horfa í þá átt, þó svo að ég sé afkomandi Sigurðar Fáfnisbana rétt eins og þú.

Mér hefði ekki dottið í hug að steypa við þennan pistil þinn nema af því að mér fannst hann sérdeilis góður -og finnst enn. Ég veit að við erum alveg sammála um börnin.

Bestu kveðjur í neðra úr alhvítu efra. 

Magnús Sigurðsson, 30.11.2023 kl. 19:15

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Magnús, þó mér hafi sárnað stundum, þá breytir það því ekki að ég viti ekki fyrir hvað þú stendur.

Tel mig hafa lýst því vel hér að ofan.

Sem og áður, fyrr, og á þínum vettvangi.

Og ég tel orðræðu okkar gefa allavega pistlum mínum margvíðar víddir sem annars væru ekki í boði.

Og við erum sammála um börnin.

Kveðja úr snjófjölinni í neðra.

Ómar Geirsson, 30.11.2023 kl. 19:35

16 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Tek undir orð gestanna að þetta er gagnlegur pistill í umræðuna, og góður. Ég þekki Ómar samt það vel að hann þrífst á deilum og eins og hann skrifar, ekki fyrir jámenn. Ég er ósammála mörgu oft í hans skrifum, en er ekki oft í skapi að deila. Ég er talsvert ósammála því til dæmis að hafa ekki næga samúð með Gazabúum, því þótt Hamas séu skúrkar, þá er oft erfitt að slíta þarna á milli almennings og Hamas. Málið er nefnilega það að þar sem ástandið er slæmt þar hefur almenningur tilhneigingu til að ríghalda sér í fanta og skúrka, sem berja frá sér og berjast gegn yfirvaldinu, jafnvel þótt það kosti árásir á móti sem valda meiri skaða en annað, og þegar her Ísraels er stærri og sterkari en vopn Palestínumanna, þá er vafasamt að gagnrýna ekki aðfarir Ísraelsmanna. Reyndar er afstaða Ómars ekki einhliða, hann gagnrýnir báða aðila. En ég skil Gazabúa að styðja öfgamenn, í veikri von um skárri niðurstöðu, þótt hún kosti hryllilegar fórnir. Alþjóðasamfélagið er líka sekt, að kalla ekki einhuga eftir skýrari lausnum, sem felast í tveggja ríkja lausn og ströngu eftirliti með vopnaburði og vopnahléi.

En með hýdruna og að stinga hana í hjartað, eins og Ómar skrifar, ekki hægt að búast við að stakir einstaklingar hafi mátt til þess, en með samtakamættinum tekst það þó.

Ég lít á þetta frekar þannig, að hún spýr eitri, og það eina sem hægt er að gera er að vera með skaðaminnkandi aðgerðir, gagnrýna hýdruna (auðrónana) og þar með fá fólk til að varast að nálgast hennar eitur.

Þetta er það sem vinnst með svona pistlum og okkar hinna. Hýdruna er tæplega hægt að fella, en það er eins og hún hræðist almenningsálitið, að þegar bent er á hvar hún vinnur skaða, eru einhver grið gefin.

Jón Magnússon hefur of lengi (næstum) einn barizt gegn gagnrýnileysi "Góða fólksins". Þessi pistill er hróssverður sannarlega, því höfundurinn er að voga sér inná þann vettvang, því það þarf kjark og ritfærni til að fá ekki á sig of miklar skammir "Góða fólksins". En ef hann heldur áfram að rita pistla gegn "Góða fólkinu" fær hann ábyggilega á sig neifólk þaðan.

Það tókst að láta ekki Ísþrælsáþjánina yfir fólk okkar koma. (Icesave). Margir góðir komu að því verki. 

Þótt nú sé frekar seint að snúa við öllum mistökum í sambandi við opin landamæri, þá eru teikn á lofti að hér eins og í Svíþjóð sé kúrsinn að verða pínulítið skynsamlegri.

Einmitt er dýrmætt að þið sem tókuð þátt í baráttunni gegn Icesave áþján hjálpið til við að laga stefnuna í þessum málum.

Ómar er fullhógvær fyrir þennan pistil. Ég tek nefnilega alveg undir það, að hann er með því bezta frá honum. Ég á erfitt með að rita um "Góða fólkið" af kurteisi og fullri stillingu, því það þykist vera betri en aðrir og þolir ekki gagnrýni, kallar þá aðra ónöfnum, en afleiðingar af gerðum þeirra eru allt annað en góðar.

Það er afrek að rita svona um "Góða fólkið" að gagnrýnin er alveg rétt og hittir alveg í mark. Frábær pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 30.11.2023 kl. 19:41

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Ingólfur.

Sammálun, sem er nýyrði yfir það að vera of oft sammála, er óholl, fer ekki vel í maga.

Öfgar sem beinast að náunganum eru alltaf viðurstyggð, óháð því hvort þeir eru haldreipi fólks eður ei.

Stóri vandi nútímans er tómhyggjan, trúleysið, sem öfgarnar fylla uppí, þess vegna er mennska steypufræðanna svo mikilvæg og ætti því að vera skyldufag í menntó.

Njótum þess að tjá okkur hér á Moggablogginu, það er það afskekkt að engar líkur eru á að rekast á varðhund rétthugsunarinnar.

Mikil sammálun er ekki mælikvarði á gæði, aðeins að menn séu sammála því sem pistlahöfundur ritar.  Gæði fara eftir uppbyggingu og hvernig tekst til með markmið eða hugsun viðkomandi pistils, og hið augljósa stílbrot, að fara úr einu í annað til að þjóna duttlungum ritara, verður seint talinn uppbyggileg uppbygging.

En athugarsemdarkerfið getur bætt við, fyllt uppí, bætt og kætt.

Hafðu þökk fyrir þína Ingólfur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.12.2023 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 1655
  • Frá upphafi: 1412769

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1475
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband