24.10.2023 | 12:54
Aumingjaverkfallið.
Það eru liðin ár og öld frá því að konur nutu jafnréttis á Íslandi, bæði í kjarasamningum sem og í löggjöf.
Margt gekk hins vegar treglega, þess vegna voru sett lög um jafnlauna eitthvað, sem líklegast á eftir að verða haldreipi karla gegn beinni mismun á vinnumarkaði.
Mismunun sem stafar af því að launakerfi hins opinbera gerir ekki ráð fyrir starfsreynslu eða þekkingu á viðkomandi störfum, heldur er skylt að ráða fólk eftir heildarmenntun, það er sá eða sú sem ekkert getur eða kann, og leggst því eins og mara á háskólamenntun, sífellt að bæta við meintar "5 gráður", hefur forgang að störfum.
Með þeirri beinni afleiðingu að hið opinbera veit ekki lengur að það þarf að þétta leka til að koma í veg fyrir myglu.
Stúlkan, sem er framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, benti á fáráð þessa kvennaverkfalls, að það þyrfti framleiðslu og verðmætasköpun til að standa undir góðum lífskjörum, eitthvað sem raðmengi tugþúsunda háskólamenntarða kvenna hjá hinu opinbera á algjörlega ómögulegt að skilja, og hún benti á að samkvæmt tölum hagstofunnar er meintur óútskýrður launamunur á milli kynja innan við 4%.
Innan við 4% er algjörlega á skjön við þann áróður sem haldið er að ungu fólki í dag, og glögglega mátti heyra á viðtölum við ungt fólk í MR, fyrir utan að viðtölin voru beinn áfellisdómur yfir sögukennslu skólans, að þau héldu að ástandið væri eins og þegar konur fóru fyrst í verkfall fyrir um hálfri öld síðan.
Börnin okkar, í kafi í snjallsímum sínum, sem fá litla eða lélega menntun eftir styttingu framhaldsskólanna, þau trúa, enda hámenntaðar konur sem matreiða lygarnar og falsið ofaní þau.
Áður en lengra er haldið þá er gott samt að rýna í þennan meinta mismuna á launum karla og kvenna, það er þessi innan við 4%.
Ef samskonar könnun yrði gerð milli karla, sem annars vegar væru ekki fæddir í Garðabænum eða nærumhverfi Elítu Íslands, sem hefðu ekki geð í sér að ganga í ungmennahreyfingar Flokksins, sem hefðu ofnæmi fyrir allskonar karlaklúbbum, þar á meðal elítu fótboltafélögum 101 Reykjavík, þá væri mældur meintur launamunur milli venjulegra, og hinna sem spila með elítusamfélagi fortíðarinnar, langtum hærri en þessi innan við 4% sem konur hafa þó náð að jafna.
Því þessi meinti 4% mismunur er útkoman af vanhæfni þeirra sem rannsaka, þau spyrja ekki réttu spurninganna, og tengja saman óskylda hluti.
Í raun er þessi litli launamunur kynjanna staðfesting af réttmætri, og árangursríkri baráttu kvenna fyrir jafnrétti á Íslandi.
Staðreynd sem ætti að fagna með kyrrðarstund í kirkjugörðum þjóðarinnar eða á elli og hjúkrunarheimilum landsins þar sem þær konur sem stigu fyrstu skrefin, og sögðu Nei við kynjamun, dvelja í dag.
En frekjan í valdabaráttu hinna háskólamenntuðu kvenna virðir ekki, hjá þeim er lygin betri förunautur en virðingin fyrir þeim sem þær eiga næstum allt að þakka, nútíminn gerðist ekki að sjálfu sér.
Að baki býr réttlætisbarátta kynslóðanna sem í dag er vanvirt með lygum og rangfærslum.
Varnarskjól lyganna og blekkinganna er ef marka má umfjöllun Rúv, ákall um leiðréttingu á kjörum láglaunakvennastétta.
Og þær nær hræsnin botnlausu hyldýpi sem ennþá er ekki hægt að mæla.
Hvaða sveitarfélag barðist gegn þeirri sanngirniskröfu Eflingar að ómenntað starfsfólk á leikskólum gæti allavega haft í sig og á, þó hrísgrjón yrði í flest mál??
Hvaða hópur með fyrrverandi formann ASÍ lagði sérstaklega á sig níðherferð með karlkellingum til að troða æru núverandi formanns Eflingar í svaðið??
Hjá hvaða hópi er stuðningurinn við hið frjálsa flæði mannsals og vinnu á lægstu kjörum, sem kennt er við hið frjálsa flæði Evrópusambandsins, yfirgnæfandi??
Svarið er frekjuliðið sem er í grimmilegri valdabaráttu, og getur ekki einu sinni virt baráttu genginna kynslóða kvenna fyrir jöfnum launum og réttindum.
Háskólamenntaðar konur, að kjarna til vinstri í samfélaginu.
Ekki ein af þeim kom Sólveigu Önnu til varnar, eða lyfti litla putta gegn útvistun starfa hjá hinum opinbera í hendur á mannsalsfyrirtækjum eða viðbjóði hinna alþjóðlegu stórfyrirtækja sem gera út á lægstu laun hins frjálsa flæðis.
Rakkarapakk sem ekki einu sinni skammast sín að vitna í hin lægstu laun kvennastétta til réttlætingar þessa verkfalls sem ekki nokkur maður skilur því árið er 2023, ekki 1975, 1995, 2005, eða jafnvel 2015.
Þess vegna er þetta verkfall, aumingjaverkfall.
Því stefið er aumingja ég.
Vanvirðir baráttu kynslóðanna.
Vanvirðir konur.
Og allir dansa með.
Kveðja að austan.
Hvenær hvenær hvenær? Núna núna núna! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Ómar, -góður og andríkur er pistillinn.
Vonandi verða svokallaðir kvennafrídagar sem flestir því mér sýnist blessuðum konunum ekki vanta gefandi verkefni heimafyrir, frekar en mæðrum okkar í denn, sælla minninga. Eins og þú kemur reyndar svo skilmerkilega inn á í pistlinum.
Varðandi lekann og mygluna, þá er vandamálið fjölþættara en svo að aðeins þurfi að þétta leka, það þarf að hleypa rakanum út því megnið af honum verður til innandyra.
Til þess höfðum við opnanleg gluggafög og þvottasnúrur í gamladaga því segi ég að það ætti að kenna öllum kynjum í háskóla að opna glugga í fyrsta tíma eins og var í barnaskólanum í gamla daga, -ekki síst verkfræðideildinni.
En þetta er nú samt algjört aukaatriði svona meira til að hafa eitthvað að jagast yfir varðandi pistilinn.
Eigðu góðan eftirmiðdag í neðra, ég efast ekki um að sólin leikur við ykkur rétt eins okkur Hérana og hérna í efra.
Með bestu kveðju að ofan.
Magnús Sigurðsson, 24.10.2023 kl. 13:34
Blessaður Magnús.
Jú, jú sólin er hérna, guðsblessun af henni.
Og megi vera sem flestir kvennafrídagar, það eiga konur okkar og dætur skilið.
En ekki undir formerkjunum; æ ó, aumingja ég.
Já, myglan á sér margan jarðveginn, en eigi skal fáorðu pistill, sem tæpir á mörgu, verða að heilli ritgerðinni, aðeins að hæðast að opinberri stjórnsýslu (sveitarfélagið), sem kemur æ færra í verk, og sá hluti skattpeninga okkar sem hún sýgur ekki í sig til að fjármagna sjálfa sig, virðist sogast í neyðarframkvæmdir sem má rekja beint til skorts á viðhaldi.
Ég átti reyndar von á, það er ef einhver nennti að lesa og hnýta, að bent væri á að eigi bæru eingöngu konur í stjórnunarstöðu ábyrgð á skammsýninni, og þá var mótsvarið náttúrulega nýyrðið, karlkelling.
Ég á það þá inni.
Sólarkveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 24.10.2023 kl. 13:54
Þetta er svona svolítið spurningin um það hvar kvár raðast í rófið. Ef orðið verður stafsett með effi þá er það kfár, sem allt ein gæti útlagst kerlinga-fár, en með vaffi verður það eins og hvert annað hán.
Annars er allt í friði og spekt á mínu heimili og við Matthildur mín sammála um kvennafrídaginn og jöfn laun fyrir sömu vinnu, og meir að segja það að fábjánar eigi ekki að hafa jafnari laun fyrir minna en þeir sem verkin vinna, -fyrir ekki annað en þykjast hafa vit. Það kallast reyndar skaðmenntun samkvæmt minni mygluðu orðabók.
Samt ekki með síðri sólarkveðjum úr efra en síðast, -því nú syngja blessuð börnin hérna fyrir utan, eru sennilega heima hjá mömmu í dag.
Magnús Sigurðsson, 24.10.2023 kl. 14:34
Mjög góður pistill Ómar. Í gær var þátturinn Torgið á RÚV og rætt um mömmuskömm. Svona til að staðfesta að þú hefur rétt fyrir þér að þetta er komið út fyrir velsæmi, og löngu verið að bera í bakkafullan lækinn, þá ræddu þau um að það væri DYGGÐ að konur fengju HÆRRI grunnlaun en karlar sem byrjuðu að kenna??? Hvar er allt jafnréttið?
Þau skammast sín ekki fyrir að hafa ómerkt tungumálið svona, að tala um jafnrétti sem er það ekki lengur.
Það væri meira réttlætismál að hafa karlafrídag á okkar öfgafemínismatímum.
Þau spyrja sig ekki að því hvernig hægt er að fá fleiri karlkennara, hvort það sé réttlætanlegt að þetta sé orðið kvennastarf, og fleiri störf?
Hvar er jafnréttishugsjónin í þessu fólki? Ekkert nema græðgi, meira, meira, meira, meiri völd og bara fyrir annað kynið, konur.
Segi það aftur: Meiriháttar pistill, orð í tíma töluð.
Ingólfur Sigurðsson, 24.10.2023 kl. 14:35
Já, já við njótum sólarinnar Magnús, og ef ég hugsa til baka, þá hefði ég mjög svo viljað að svona verkföll hefðu verið 2-5 sinnum á vetri, ekki að við krakkarnir hefðu þurft einhverja mömmu til að vera heima, það var vissulega frábært, og þá uppá hlaðin kaffiborð að gera, en reglan var að þau eldri pössuðu voðann hjá okkur yngri, en það voru bara aldrei frí frá skólanum, jafnvel í það sem myndi kallast aftakaveður í dag, þá var arkað, og einhvern veginn lifði maður þetta af.
Það er að segja skólann, aldrei, hvorki fyrr eða síðar, hef ég upplifað eins langar 20 mínútur (það sem eftir var af tímanum eftir að kennarinn fékk ró, athygli og setja svo fyrir) eins og stafsetningaræfingarnar voru í 4., 5. og sjötta bekk, og aldrei upplit, reyndar minnir mig að stafsetning hafi aðeins verið einu sinni í viku í íslenskunni, en maður minn, heilbrigðari tilraun til að drepa mann úr leiðindum hefur aldrei verið framin, hvorki fyrr eða síðar, á tilveru okkar sem vorum of ung til að segja hingað og ekki lengra, "stafsetningarverkfall".
En ég sé að mýktin kemur með betri helmingnum Magnús, jú jú í nafni mannúðar má vissulega sættast á jöfn laun fábjána sem þykjast hafa vit, þó skaðavit sé, og þeirra sem vinna verkin.
Það mætti samt gera kröfu um skóla lífsins áður en mannaforráð fást, allavega hér í Fjarðabyggð áður en óefnið verður viðvarandi ástand.
En eins og ég sagði við góðan sveitunga þinn, þá er alltaf þrautaráð að segja sig til sveitar uppá Hérað.
Tala ekki um ef við fáum göng til að losna við veðravítið a Dalnum, en það er önnur og lengri saga.
Enn blessaður er sá dagur, virkur dagur, þegar heyrist í börnum í leik, það eru góðir dagar.
Kveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 24.10.2023 kl. 15:37
Blessaður Ingólfur.
Það er alltaf gaman að fljóta gegn straumnum, svona líkt og það mátti þekkja indíána í bæði myndum og bókum, það er þegar trjábolur fór upp ána, þá var alltaf ógn að baki sem skapaði spennu og hroll niður hrygginn. Seinna las ég þetta minni og sá, í Hringadróttinssögu, þegar Gollrir synti að bátum Föruneytisins.
En í Torginu er ekki fengið fólk sem hugsar, eða hefur kjark til að andæfa, hjáróman hefur fyrir svo margt löngu yfirtekið mannlega hugsun, í dag snýst allt um að ganga í takt, bæði meðvitað af ótta við að skera sig úr eða upplifa jafnvel útskúfun, sem og ómeðvitað, tungumál forheimskunnar er fólki svo tamt, að það teljast tíðindi, sjaldgæfari en hamfaraveður á 100 ára fresti, að einhver í opinberri umræðu orðar frumlega hugsun, að hann hafi eitthvað segja sem skiptir máli, eitthvað sem tæklar nútímann og þær áskoranir sem mannkyn og kvárakyn (segja menn svo að ég kunni ekki tungumál rétthugsunarinnar) tekst á við.
Þess vegna eru hlutirnir eins og þeir eru, ekkert ístað gegn því ógnarafli, tregðunni, sem vill mannkyni öllu í Hel koma.
Hvort sem það ógnarafl knýr áfram stríð og stríðshörmungar, eða vegur að vörnum mannsins gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, eða við köfum dýpra og bendum á fyrirséð borgarastríð í Vestur Evrópu gegn Íslamistum, eða hvernig gervigreindin ógnar sjálfu lífinu.
Nei, það er blaðrað út í eitt Ingólfur, mín vörn er að ég er löngu hættur að hlusta á Torg forheimskunnar, læt mér duga að hafa áhyggjur af blóðmjólkun hinna bandarísku auðróna á félaginu eina kennt við United.
Sem eldri og mildari maður get ég fyrirgefið Friedman margt, en ekki þetta; nó way.
Það er jú margt mannanna meinið og við ráðum þó ennþá hvað fer mest í pirrur okkar.
En það er bara ennþá Ingólfur, bara ennþá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.10.2023 kl. 16:00
Og meðan ég man félagar, þá biðst ég afsökunar að hafa notað orðið "síðan" í fyrstu línu, ég var greinilega að hugsa út frá tímanum "síðan" konur fengu jafnan rétt á vinnumarkaði, en í það kom út úr mér eins og að það væri liðið.
En það er ekki eins og ég eyði tíma í svona pistla, þeir koma hraðar en puttarnir ná að slá inn, svona ósjálfráð skrift eins og einhver góður maður sagði.
En þetta leiðréttist hér með, og ég leiðrétti þetta hér að ofan.
Með góðri kveðju engu að síður.
Ómar Geirsson, 24.10.2023 kl. 16:04
Mynd segir meir en orð svo hvað er að gerast á barnum í kvöld
Grímur Kjartansson, 24.10.2023 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.