Það er ekki sama hver á í hlut.

 

Hver er drepinn, á hvern er ráðist, hvaða þjóðir eru hraktar á flótta.

 

Hér á Íslandi er það lenska góða fólksins að standa bara með einum hóp, góðmennska þess ræður ekki við meira í einu.

Úthreinsun kristinna manna í Austurlöndum, núna síðast í Nagorno-Karabakh, loftárásir miðaldamannanna í Saudi Arabíu á varnarlaust fólk í Yemen og hin manngerða hungursneyð þar, eru dæmi um hrylling sem vekur fá eða engin viðbrögð hjá Góða fólkinu.

 

Einnig má minnast á framferði Tyrkja gegn íbúum þess hluta Kúrdistans sem eru innan landmæri Tyrkjasoldáns, eða þegar þeir gerðu út geðvillinga Íslamista til að herja á Kúrda á sjálfstæðum svæðum þeirra innan landamæra Sýrlands. 

Íslamistar meta konur minna en geitur, þess vegna létu þeir sér nægja að skera geitur á háls, en bardagakonur Kúrda sem þeir tóku höndum, svívirtu þeir á grimmilegan hátt, og skáru iðulega brjóstin af þeim, hvort sem þær voru lífs eða liðnar. 

 

Þau voðaverk hreyfðu ekki einu sinni við femínistum góða fólksins, þeirra gæska og góðmennska var þegar frátekin fyrir ákveðinn hóp kúgaðra, kenndan við Palestínu.

Og vegna þess að það er hægt að ganga að þessari gæsku og góðmennskri vísri, jafnt hjá Góða fólkinu á Íslandi sem og í öðrum löndum Vestur Evrópu, þá ákváðu íslamistarnir í Hamas að skjóta fólk á færi og brenna það lifandi í trausti þess að hefndin yrði grimmileg.

 

Fórnarkostnaðurinn, hörmungar þeirra eigin þegna, var talinn léttvægur miðað við ávinninginn.

Gæsku Góða fólksins og fleyginn sem það myndi reka í mótstöðu siðmenningarinnar gagnvart óskiljanlegum voðaverkum.

 

Núna er kátt í höllinni og víða skálað hjá þeim æðstu sem þær gista.

Ósnertanlegir frá hörmungum þegna sinna.

 

Á meðan grætur mennskan sem hornreka kerling, henni er alltaf fyrst vísað á dyr, þegar vélráð höfðingjanna ganga eftir.

Enginn er lærdómurinn, sagan þarf alltaf að endurtaka sig.

Þar til fyrsta gjöreyðingarvopninu er beitt, þá er engin saga til að endurtaka.

 

Við lifum þá tíma að þetta er raunveruleg ógn, gjöreyðingin.

Og meðan ekki er staðið ístaðið gegn allri kúgun, öllum voðaverkum, öllum innrásum, eða við gerum mannamun á hver á í hlut, þá er aðeins eitt sem er öruggt, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum eða gervigreindinni.

 

Sem einstaklingar er kannski lítið sem við getum gert, en við þurfum allavega ekki að láta spila með okkur.

Og við þurfum að átta okkur á því að það er sama hver á í hlut.

Annað hvort fordæmum við alla, eða erum hluti af leiknum sem er spilaður grimmt þessa dagana og kallast; hver er fyrstur í mark í Ragnarrökum.

 

Það er engin þriðja leið í þessu máli.

Annaðhvort virðum við lögmál mennskunnar eða afneitum siðmenningunni.

 

Þeir sem eiga líf sem þeir sóru að vernda ættu að skilja það.

Kveðja að austan.


mbl.is Alþingismaður á svörtum lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

14 Fyrir því spá þú mannsson og seg við Góg:

Svo segir Jehóva Guð: Munt þú ekki á þeim degi, er lýður minn Ísrael býr óhultur, leggja af stað 15 og koma frá stöðvum þínum, lengst úr norðri, þú og margar þjóðir með þér, allir ríðandi hestum, mikill liðssafnaður, fjölmennur her,16 og fara í móti lýð mínum Ísrael eins og óveðursský til þess að hylja landið?

Á hinum síðustu dögum mun ég leiða þig móti landi mínu, til þess að þjóðirnar læri að þekkja mig, þegar ég auglýsi heilagleik minn á þér, Góg, fyrir augum þeirra. Esek. 38.

4 Á Ísraels fjöllum skalt þú falla, þú og allar hersveitir þínar og þær þjóðir, sem eru í för með þér. Alls konar ránfuglum og dýrum merkurinnar gef ég þig til fæðslu. 5 Úti á víðavangi skalt þú falla, því að ég hefi talað það, segir Jehóva Guð. Esek. 39.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 16.10.2023 kl. 12:14

2 identicon

Sæll Ómar; líka sem aðrir þínir gestir !

Ómar !

Svolítið sjerstakt; að þú tengir þennan pistil við frjett af raupi

Birgis Þórarinssonar:: svikhrapps þingkosninganna 2021, hver gerði

sig með öllu ómarktækan til allrar umræðu, innanlands málefnum 

tengdum eða þá erlendis, með framferði sínu gagnvart hrekklausum

kjósendum hjer, í Suðurkjördæmi / þóktist vera málsvari Miðflokksins

en var í makræðis tengzlum við glæpa fabrikku Bjarna Benediktssonar

og fylgjara hans, eins og allir muna, sem geyma vilja og brúka, þessum

hrappi til háðungar og verðugrar lítilsvirðingar: aldeilis.

Guðmundur Örn; stórfrændi !

Þjer leiðist ekki; að vitna til margtugginar þvælu Gamla Testamentisins,

einhvers mesta lyga- og óheillarits Fornaldarinnar, frændi minn góður.

Væri ekki nær; að vísa til vizku og speki þeirrar, sem Zend Avesta þeirra

Zaraþústratrúarmanna austur í gömlu Persíu (Íran) hefur að geyma, í stað

hins ómerka Gyðinga hjegilju rits / eða þá:: annarra merkra bóka, frá fyrri

tíð, Guðmundur Örn ?

Ekki hvað sízt; í ljósi atburðanna í Mið- Austurlöndum í dag, hvar Júðarnir

gátu ekki látið sjer nægja þau lönd, sem þeim var úthlutað til búsetu, árið

1948 ?

Með beztu kveðjum; sem oftsinnis fyrr, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.10.2023 kl. 12:41

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar Helgi.

Ég hélt að þú af öllum mönnum sæir húmorinn í þessu með tenginguna, en ég valdi þennan til að koma að síðustu þjóðernishreinsunum sem eru heimsplága um þessar mundir.  Þar með gat ég komið að skömmum mínum vegna voðaverka Tyrkja og Íslamista, og síðan tengt það við ádrepu mína á Góða fólkið, sem síðan leiddi til niðurstöðu þessara pistla minna.

Voðaverk eru voðaverk, óháð hver fremur, og það er ekkert, EKKERT sem réttlætir þau.

Ég vona að við deilum þeim sama skilning Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2023 kl. 07:46

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Guðmundur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2023 kl. 07:46

5 identicon

Ágætis hugleiðingar og vangaveltur,endurtekning á voðaverkum mannkyns endurtekur sig aftur og aftur,skyldi það vera vegna þess að fyrirgefning og kærleikur í hugsun er takmörkuð hjá leiðtogunum heldur er það tönn fyrir tönn,er það vegna þess að mannsálin lifir aftur og aftur og er full af hefnigirni líf eftir líf og fæðist inní stríðsaðstæður vegna eiginhagsmuna og til hefndar,er það vegna þess að maðurinn hefur ekki skilning á lífinu eftir dauðann,hann heldur að hann lifi einu sinni og geti hagað sér eins og idjót í lifandi lífi sínu, honum vantar víðsýnina.

Sigurgeir Árnason (IP-tala skráð) 17.10.2023 kl. 09:48

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurgeir.

Tilbreyting að fá svona pælingar í stað réttlætingar á voðaverkum Hamasliða, með vísan í að einhver hafi verið vondur áður.

Eiginlega veit ég þetta ekki, en sem Viðfirðingur veit ég að það er margt skrýtið í kýrhausnum, en að það sé lykkja í okkar heimi, að lífið endurtaki sig aftur og aftur, og því getum við í núinu hagað okkur sem svín eða viðbjóður í boði forsvarsmanna Íslands-Palestínu, það mætti svo sem alveg vera.

En endurtekningin afsakar samt ekki voðverk eða viðbjóð.

Leiðtogarnir gerðu, en mín gagnrýni er á þá sem dönsuðu með, í mörgum pistlum hef ég gagnrýnt meðvirkni og upphafningu voðaverkanna.

Það er svo síðan langt að athugasemdarkerfið hefur virkað hér á Moggablogginu, því er ekkert hægt að ráða í þögn eða athugasemdir.

Þó skýra athugasemdir að ég er ekki einn sem fordæmi voðaverkin, það er að fordæming mín vekur viðbrögð.

Í stærra samhengi skiptir mig engu hvort líf mitt sé eitt eða fleiri, ég veit að ég ól líf sem ég sór að vernda.

Orð mín hér að ofan er árétting þar um.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.10.2023 kl. 11:53

7 identicon

Sælir; á ný !

Ómar !

Í meginatriðum; erum við sammála í þessum efnum, þá eru 

punktar Sigurgeirs hinir áhugaverðugustu, ekki síður.

En; Jehóvah dálæti Guðmundar Arnar frænda míns, er alltaf

jafn kúnstugt (við Guðmundur Örn erum fjórmenningar) jeg 

verð að viðurkenna, að mjer finnst frændi óþarflega snokinn

fyrir Gamla Testamentis raupinu - eins:: og það sje hinn

eini og sanni sannleikur / það er kannski ekki að marka mig

jeg las mjer talsvert til í Heimsspeki, Vestrænni sem og

Austrænni á yngri árum sem og ýmsum trúarbrgðanna á 16 ára

til tvítugs aldursskeiðsins, og langt er í frá, að mjer

hafi tekizt að öðlazt hina einu og sönnu vizku af þeim

vísdómi hvað þá á hinum seinni árum, svo sem.

Vona bara; að Guðmundi Erni takist, að víkka sinn sjón

deildarhring, og þá ekki einungis:: til höfuðáttanna  

einna, sá mæti drengur.

Með sömu kveðjum; sem öðrum áður /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2023 kl. 21:33

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Og látum það vera lokaorðin á þessum pistlum og athugasemdum í bili.

Eins og oft áður þá fékkst þú mig til að brosa, jafnt ytra sem hlýju innra brosi.

Íslenskan er allavega ekki dautt tungumál meðan þú lifir Óskar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.10.2023 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 704
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 6288
  • Frá upphafi: 1400227

Annað

  • Innlit í dag: 643
  • Innlit sl. viku: 5407
  • Gestir í dag: 610
  • IP-tölur í dag: 596

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband