15.10.2023 | 11:54
Hvað er svo flókið við að sleppa gíslum??
Gegn því að fá vatn, rafmagn og brýnustu lífsnauðsynjar??
Og það að gera það ekki kallast að kalla afleiðingarnar yfir sig.
Eftir stendur lítil spurning; Hver ber þá ábyrgðina á núverandi hörmungum íbúa Gasa.
Þeir sjálfir, eða nágrannaríki þeirra sem sættir sig ekki við að þegnar þess séu teknir í gíslingu??
Þetta er ekki stór spurning því svarið er svo augljóst.
Kveðja að austan.
Neyðaraðstoð bíður við landamærin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar einfeldingur gerir tilraun til að einfalda flókið mál verður útkoman heimskuleg.
Kveðja úr neðra.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.10.2023 kl. 17:27
Það er flókið þegar þá sem vantar vatn, rafmagn og brýnustu lífsnauðsynjar eru ekki þeir sem eru með gísla í haldi. Og hver ber ábyrgðina á núverandi hörmungarástandi á Gasa er auðsvarað, þeir sem eru að skapa það. Íbúar Gasa hafa ekkert gert sem réttlætir þær aðgerðir sem beinast gegn þeim og eru ekki með neina gísla í haldi.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2023 kl. 20:33
Vagn, ef ég skil Ómar rétt þá er hann að benda á að það er Hamas sem stjórnar Gaza. Þeir eru með gíslana, ekki almennir borgarar. Það er einfalt mál fyrir Hamas að láta gíslana lausa, ekki satt?
Wilhelm Emilsson, 15.10.2023 kl. 23:01
Hamas græðir ekkert á því að láta gíslana lausa. En þeim mun öfgafyllri og grimmari sem árásir Ísraela verða gegn almennum borgurum þeim mun fleiri ganga til liðs við Hamas. Ísraelar eru ekki að skapa sér neina góðvild og frið með því að ráðast gegn almennum borgurum. Heiftin verður bara meiri og Hamas sterkara.
Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2023 kl. 23:37
Blessaður Bjarni.
Það er greinilegt að þú hefur ekki séð Forrest Gump.
Síðan er það ljótt að kalla einfeldninga heimska.
Ég tel þig hins vegar ekki einfeldning, þú ræður við þá hugsun að þú þarft ekki að rökstyðja fullyrðingar þínar, ef þú rökstyður þær ekki.
Það er klókt en til hvers þú ert að koma inná síðuna mína til að upplýsa lesendur athugasemdarkerfis míns um að þú sért klókur, það finnst mér spúkí, en bros í tilveruna er allaf þakkarvert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 07:54
Blessaður félagi Vagn.
Ég sé að draumasvefninn hefur gert þér gott, og mæli með honum þegar þér finnst pirringurinn vera svipta þig ráð og rænu.
Kosturinn við rökhyggju er að hún afhjúpar yfirleitt kjarnann á bak við hismið, og það tókst þér bæði í upphaflegu athugasemdinni sem var beint að mér og síðan í þeirri seinni sem var beint að Wilhelm.
Í þeirri seinni afhjúpar þú það sem ég kalla hið Stóra hryðjuverk Hamas, en það er sú einfalda staðreynd að voðverk Hamas voru til þess eins hugsuð að valda eigin þegnum hörmungum og dauða, til þess að styrkja sína eigin vígstöðu. Ef þú þekktir til siðar Vagn, þú mundir þú fordæma þessi hryðjuverk gegn eigin fólki, en ég bjó þig ekki til svo það er kannski ekki mitt að ætlast til þess.
Það er að þú þekkir til siðar.
Í athugasemd þinni til mín afhjúpar þú hins vegar kjarna þess sem er að gerast á Gasa, og hefur staðið lengi yfir. Íbúar þar er gíslar öfgamanna sem náðu völdum með ofbeldi, og hröktu lögleg stjórnvöld yfir á Vesturbakkann.
En gíslar geta snúist til varnar, það er þekkt saga. Hamasliðar eru aðeins dropi í mannhafi Gasastrandarinnar og því gætu feður og mæður þar auðveldlega bjargað lífi barna sinna með því að hrekja öfgamenn burt eða drepa þá ella.
Miði er jú alltaf möguleiki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 08:11
Takk fyrir innlitið Wilhelm.
Þeir sem fordæma hryðjuverk og dráp, allra, skilja þessa einföldu staðreynd sem þú hnykktir á.
Á meðan fordæming er valkvæð, fer eftir því hver á í hlut, þá breytist ekkert og það eina sem er öruggt, er stanslaus ófriður, morð og dráp.
Ekki mikil góðmennska í því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 08:16
Það er ekki Hamas sem er að ráðast á almenna borgara Gasa. Hamas hefur ekki framið nein hryðjuverk gegn íbúum Gasa. Ábyrgðin á þeim hryðjuverkum er bara á þeim sem þau fremja. Þeir völdu að svara einum hryðjuverkum með öðrum og meiri. Og afleiðingin meiri stuðningur við Hamas ekki minni.
Vagn (IP-tala skráð) 16.10.2023 kl. 08:38
Kæri Vagn minn.
Þó ég hafi aldrei þessu vant eytt á þig hrósyrði, þá þarftu ekki að sýna að þú ræður líka yfir rökleysunni.
Ef þú ræður yfir rökhyggjunni, þá er rökleysan alltaf vísvitandi.
Ég stend við hrós mitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 09:01
Mundu bara að aldrei hefur verið framið hryðjuverk án réttlætingar. Og kjósir þú að taka þá réttlætingu gilda þá ert þú að styðja hryðjuverk.
Vagn (IP-tala skráð) 16.10.2023 kl. 10:07
Sorry Vagn minn, þó ég viti að ég hafi gert þér óleik með því að kasta á þig hrósi, þá losnar þú ekki undan því með því að spila þig stupido.
Hrósið stendur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.