Hinn mannlegi skjöldur.

 

Eru börnin sem deyja á Gasa í dag.

Það er hið stóra hryðjuverk Hamas samtakanna.

 

Hin kaldrifjaða morðárás þeirra á óbreytta borgara í Ísrael, var eingöngu hugsuð til að neyða ríkisstjórn Ísraels til heiftarárása því annars hefði henni ekki verið stætt á þegar völtum völdum sínum.

Hamas samtökin vissu að börn myndu falla, hvernig á annað að vega hægt á landsvæði þar sem helmingur íbúanna eru börn?

 

Börnum samlanda þeirra var vísvitandi fórnað til að samtökin gætu styrkt stöðu sína í nornpotti íslamskra öfgasamtaka Arabaheimsins. 

Stigmögnun átaka er alltaf fóður fyrir öfga og öfgafólk, færir því völd og áhrif, og góð lífskjör eins og sjá má á vellystingum forystumanna Hamas.

 

Hamas treystir á að myndir af dánum börnum, fórnarlamba þeirra eigin voðaverka, hreyfi almenningsálit Vesturlanda gegn hernaðaraðgerðum Ísraelsstjórnar ásamt því að samtökin fái á sig hetjuljóma í Arabaheiminum.

Hvað eru þá nokkur dáin börn milli víka, þau selja vel??

 

Eftir stendur hinn mannlegi skjöldur sem deyr, og deyr, og deyr.

Í endalausu morðæði stríðandi fylkinga.

 

Það er harmur íbúa Gasa í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Á fimmta hundruð börn hafa farist á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 1412812

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband