12.10.2023 | 11:42
Verða sambærileg lög sett á Íslandi?
Eða þykir okkur það allt í góðu að meðal okkar sé fólk sem upphefur fjöldamorð, að ungt fólk sé skotið á færi, að vísvitandi sé kveikt í húsum til að brenna inni heilu fjölskyldurnar.
Eða svo talað sé á femínískum nótum, að ungar konur séu afklæddar, þeim nauðgað, síðan drepnar, og lík þeirra keyrð á pallbílum um götur Gasa, undir hrópum og blístri ungra karlmanna, sem betur fer sást engin kona á vídeóinu sem Hams birti, sem tók þátt í þeim óhugnaði.
Hvað óeðli er þetta og hvaða yfirgengilegi sjúkleiki er það að geta ekki fordæmt þennan óskapnað??, hvað þá að vega að þeim sem fordæma slík voðaverk líkt og ein af fréttum Mbl. greinir frá.
Hamas samtökin er ekki palestínska þjóðin, þeir eru miðaldamenn sem halda íbúum Gasa í heljargreipum ofbeldis og ótta, þeir vega að grunnmannréttindum kvenna, þeir ofsækja og jafnvel drepa hinsegin fólk, þeir eru allt það versta í ofsafenginni miðaldatrú Íslams.
Hryðjuverk þeirra voru kaldrifjuð, til þess eins hugsuð til að vekja ofsafengin viðbrögð stjórnvalda í Ísrael og fórnarlömbin eru óbreyttir borgarar Gasastrandarinnar. Á meðan eru leiðtogar þeirra í öruggu skjóli í lúxushótelum og lúxusíbúðum Persaflóaríkjanna, liðsmenn samtakanna síðan flestir öryggir í neðanjarðarbyrgjum sínum, á meðan eru konur og börn óvarin á yfirborðinu.
Tilgangurinn sá eini að valda miklum hörmungum meðal sinna eigin þegna. Til að auka völd sín og áhrif.
Það er stærsta hryðjuverkið, mesti sjúkleikinn og hið aumkunarverða fólk rétthugsunarinnar dansar með, hræsnifullt fordæmir það drápin á óbreyttum borgurum, en er svo endalaust með réttlætingar á þessum voðaverkum.
Slíkt er vegsömun á hryðjuverkum, upphafning þeirra og í raun stuðningur.
Sérstaklega stuðningur við það stærsta, hinar fyrirséðu hörmungar íbúa Gasa.
Þó verðum við að gera greinarmun á innlendum stuðningsmönnum glæpalýðs Hamassamtakanna, og þeim Palestínuaröbum sem komu og mótmæltu á Austurvelli í gær.
Það er þeirra fólk sem deyr og auðvita svíður því.
Það hefur rétt á að minna á svik alþjóðasamfélagsins og kúgun og yfirganga öfgahægrisins í Ísrael.
Mómæli þess voru hógvær, á engan hátt lík þeim skrílslátum sem urðu víða í Svíþjóð þar sem fólk fór út á götur og fagnaði fjöldamorðunum.
Auðvitað á ekki að þurfa svona lög á Íslandi, en við eigum að staldra við, og hafa kjark til að ræða þessi mál.
Fólk hefur rétt skoðana sinna, það má upphefja hryðjuverk, alveg eins og stráklingarnir sem voru dregnir fyrir dóm fyrir það eitt að tala.
En einhver mörk þarf að virða, og gildir það sérstaklega um opinbera aðila, þingmenn, ráðherra, sem og þá sem beita fyrir sig ríkisstofnunum eins og um einkafyrirtæki þeirra sé að ræða.
Þau mörk hefur til dæmis ríkisútvarpið farið yfir, átölulaust.
Það gengisfellir voðaverk Hamas með því að bera þau að jöfnu við þann stríðsglæp að skera á vatn og nauðsynjar til Gasaborgar.
Og gengisfelling voðaverkanna er í raun upphafning þeirra, vegsömun sem jafnaðarmaðurinn Olaf Schols vill láta varða við lög.
Ólíkt hafast þjóðir að en það er ekki það sama og gera ekki neitt.
Að láta klapplið voðaverkanna komast átölulaust upp með stuðning sinn, eða stinga því steininn, einhver þriðja leið hlýtur að vera í boði.
Að einhver segist til dæmis skammist ykkar, eða krefjist afsagnar útvarpsstjóra, að vinnubrögð fréttastofunnar séu ekki líðandi.
Allavega þá þarf að ræða þessi mál, núna þegar vegið er að siðmenningunni úr öllum áttum.
Og mér fannst forsætisráðherra okkar, Katrín Jakobsdóttir komast vel að orði þegar hún var spurð um viðbrögð sín við voðaverkum Hamas. Hún harmaði þau, fordæmdi, án þess að í þeim orðum væri nokkur stuðningur við kúgun og yfirgang núverandi ríkisstjórnar í Ísrael, og hún dró fram heildarmyndina, ófriðarbálin víðs vegar um heiminn.
Þar talaði þroskuð manneskja.
Það sama verður ekki sagt um talsmann Ísland Palestínu.
Hann gat ekki rifið sig uppúr hjólförum fortíðar.
Og gerði málstað Palestínuaraba engan greiða með málflutningi sínum.
Eftir situr samt orðræða sem þarf að taka.
Kveðja að austan.
Þeir sem vegsami Hamas verði sóttir til saka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert sem sagt búinn að finna hóp sem þú getur fordæmt umfram aðra sem þú styður, hefur allavega látið vera að fordæma, en gera svipaða hluti. Það er örugglega voða gott fyrir sjálfsálitið að vera réttsýnn á öðru auganu og blindur á hinu. Og þögull sem gröfin þangað til ódæði vikunnar er framið af réttum hópi. Menn sjá greinilega ekki bjálkann í auganu við grjótkastið úr glerhúsunum þarna í innræktaða austrinu.
Vagn (IP-tala skráð) 12.10.2023 kl. 15:18
Það væri náttúrlega í trássi við stjórnarskrá að setja svona lög.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2023 kl. 15:59
Elsku Vagn minn, manstu hvað ég sagði þér, það er miklu hreinlegra að öskra út í loftið, "ég er ekki gervigreind", heldur en að reyna að afneita henni með því að bæta í heimskuna.
Mundu regluna um forritun sem ég sagði þér frá síðast þegar þú mættir hingað í tilvistarkreppu þinni, annars áttu alla mína samúð.
Ef ég kynni að linka á youtube hérna á firefox vafra mínum, það er hér í blogginu, þá myndi ég senda þér gott hughreystingarlag, en þú kannski kannt það utanbókar.
Sleeping in ..
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2023 kl. 16:41
Blessaður Ásgrímur.
Stjórnarskrá virðist aldrei vefjast fyrir vestrænum stjórnvöldum þegar lög um hryðjuverk eru annars vegar. Ekki man ég til þess að héraðsdómur hafi vikið frá málinu um gasprið í strákunum á forsendum þess að þeir hefðu stjórnarskráarbundinn rétt til að tjá sig, jafnvel þó símar þeirra væru hleraðir og njósnað um netsamskipti þeirra. Var því ekki frekar vísað frá vegna þess að dómarinn skyldi ekki ákæruna??
Allavega, þá var nú þessi spurning aðeins inngangspunktur að því sem sagt vildi ég hafa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2023 kl. 16:46
Þetta íslenska terorista mál snerist heldur ekki um málfrelsi, heldur reyndu þeir að kæra menn fyrir glæp sem var aldrei framinn.
Smá munur.
Stór skandall, en ekki það sem þú heldur.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.10.2023 kl. 17:54
Vegna þess að þeir göspruðu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2023 kl. 18:56
Ég er öfundsjúkur. Vagn okkar allra er hér að skrifa athugasemdir en lætur mína síðu alveg í friði og hefur gert lengi. Er hann hættur með mér?
Geir Ágústsson, 12.10.2023 kl. 21:02
Góðan daginn Geir.
Hvar eru rauðu krullurnar???, tákn um óbreytanleika í heimi á hverfandi hveli??
En það er rétt, Vagn er okkar allra og viss heiður að hann skuli mæta mispirraður. En ætli það sé ekki með hann þessa dagana, eins og manninn sem átti heima hér í bæ fyrir frekar margt löngu, að hann hafði orð á sér að vera kvensamur, og það lagaðist lítt þó hann festi ráð sitt. Eftir minni reyndar, þá sagði hann; "ha ég er ekki kvensamur, ég er alltaf bara með einni konu í einu".
Vagn kemur alltaf aftur, hress að vanda.
Kveðja að austan út til landsins sem gaf okkur Tuborg og Carlsberg.
Ómar Geirsson, 13.10.2023 kl. 07:38
Mér er bara alveg sama hvort Geir er á TikTok eða ekki. Annars hélt ég að hann væri í fríi einhverstaðar utan þjónustusvæðis og að krakkar hefðu komist yfir aðganginn hans.
Vagn (IP-tala skráð) 13.10.2023 kl. 08:57
Það er smá moldviðri í kringum þetta Ísrelstríð eins og venjulega og nú ætla Þýsk stjórnvöld að nota tækifærið og herða tökin á almenningi.
Er einhver svo grænn að halda að þetta snúist um að bæta samfélagið
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2023 kl. 10:01
Blessaður Borgþór.
Það sem gerðist síðasta laugardag í Ísrael kemur stríði og stríðsátökum ekkert við. Og hvað þýsk stjórnvöld ætla gera, ekki heldur, en ég skil þau fullkomlega að vilja hafa lög til að koma böndum á verstu íslamistanna þar í landi.
Svo ég endurtaki það sem ég sagði hér að ofan við Ásgrím, þá var þessi frétt aðeins útgangspunktur ákveðinnar umfjöllunar.
Kveðja úr neðra með von um tengingu fjarðanna uppá Hérað.
Ómar Geirsson, 13.10.2023 kl. 10:43
Þessir atburðir sem eru í gangi í dag eru í sjálfu sér ekki sérstakt stríð heldur orusta í stríð sem hefur staðið með hléum frá því 1948.
Grunnástæða stríðsins er að á fjórða áratugnum hófust þjóðflutningar frá Evrópu til Palestínu ,þar sem milljónir manna lögðu land undir fót og settust að á svæði þar sem var fólk fyrir.
Svoleiðis atferli leiðir óhjákvæmilega til stríðog hefur alltaf gert.
Venjulega hefur slíkt endað með því að hinn aðvífandi þjóðflokkur útrýmir þeim sem fyrir er.
Það eru líkleg úrslit þessara þjóðflutninga eins og annarra slíkra.
Þetta ævintýri fór í gang að frumæði Breta sem á þessum tíma var nýlenduþjóð og stjórnendur þar voru úr hófi rasískir.
Þeir töldu sér því heimilt að rástafa þessu landi að villd án þess að tala við fólkið á svæðinu.
Það sem gerir síðan málið enn verra er að hinn aðvífandi þjóðflokur telur sig eiga Guðlegann rétt á þessu landi,og ekki bara því landi sem Bretar og seinna SÞ létu þeim í té,heldur öllu landi sem Guð gaf þeim fyrir tvö þúsund árum eða meira ,sem er miklu stærra.
Ráðandi öfl í Írael eru staðráðin í að ná öllu landi sem Guð gaf þeim forðum
Það sem byrjaði um helgina er ekkert öðruvísi en stríð eru almennt. Hermenn og almenningur er drepinn og kvenfólki er nauðgað.
Svona gengur stríð fyrir sig.
Það sem gerir þetta svolítið myndrænna er að tæknin sem Palestínumenniirnir hafa er þess eðlis að allt verður mikið persónulegra.
Það eru sagðar hryllinggsögur af andstæðingnum og framgangur eigin hers er dásamaður.
Írael er okkar her þannig að kanslara Olaf er ekkert vel við að það sé verið að segja eitthvað ljótt um herinn okkar og enn síður að einhver skemmi fordæminguna sem er búið að innræta okkur varðandi Palestínumenn.
Vissulega eru Palestínumanna óhugnanlegr ,en þeir er ekkert öðruvísi en gengur og gerist í stríði.
Ritskoðunartilburðir Olafs kanslara eru ekki gerðir til að koma í veg fyrir falsfréttir.
Þessari ritskoðun er ætlað að koma í veg fyrir að fréttaveitur á netinu komi upp um það þegar stjórnvöld eru að ljúga í okkur.
Það er það sem Olaf vill stoopa.
Dæmi:
Nýlega kom skrifstofa Ísraelsforseta þeirri lygasögu á kreik að Palesrínumenn hefðu hálshöggvið 40 börn.
Biden forseti endurómaði svo þessa lygasögu í ávarpi skömmu seinna.Fyrir tilstuðlan netfréttaveitna kom síðan í ljós að þetta var uppspuni og forsetaskrifstofa Bidens neyddist til að koma framm og leiðrétta málið.
Líklega fjalla vestrænir fjölmiðlar ekki mikið um þessa leiðréttingu þannig að stór hluti almennings mun áfram lifa í þeirri lygi að Palestínumenn hafi hálshöggvið 40 börn.
Hið sanna hefði aldrei komið í ljós ef að internetsins hefði ekki notið við.
Það er þetta sem Olaf kanslari vill stoppa. Hann vill geta logið í okkur án þess að verða fyrir sífelldum truflunum.
Ég er hræddur um að það sé verið að draga þig svolítið á asnaeyrunum félagi Ómar.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2023 kl. 16:20
Blessaður Borgþór.
Ég kannast ekki við þessa flökkusögu, áttu heimild??
Hinsvegar varðandi það sem má og má ekki í stríði, þá greinir þig mjög á við Genfarsáttmálann, og þarft því að taka umræðu við þá í Genf að breyta honum, ef þér finnst þetta allt í lagi.
Margt annað sem þú segir er mikið rétt en það breytir því ekki að það þarf að spyrna við fótum, annars er engin von.
Með góðri kveðju að neðan um von um tryggar samgöngur uppá Hérað.
Ómar Geirsson, 14.10.2023 kl. 10:52
Auðvitað er allt rétt sem ég segi :)
.
Ég var reyndar ekki að vitna í Genfarsáttmálann eða almennt hvað má og hvað má ekki í stríði.
Ég var að tala um það sem er gert í stríði.
Ég man ekki eftir neinu stríði þar sem farið er eftir Genfarsáttmálanum.
Hér er fjallað um þetta eins og staðreynd. Þetta er út um allt.
Ég nenni ekki að leita uppi ræðu Bidens ,en hún er þarna á netinu.
Stundum eru svona bommertur reyndar fjarlægðar.
https://nypost.com/2023/10/10/hamas-kills-40-babies-and-children-beheading-some-of-them-at-israeli-kibbutz-report/
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2023 kl. 22:29
Takk fyrir þetta Borgþór.
Ég hélt áfram að skoða fréttaflutninginn um þessar fullyrðingar Bidens og það blasir við að annað hvort er karlinn dulítið elliær eða hann hefur mjög slæma ráðgjafa, því forseti Bandaríkjanna gasprar ekki út frá orðrómi, einhver sagði, einhver sem ég þekki heyrði hann segja það og svo framvegis.
En kostur frjálsrar fjölmiðlunar er að hún leitast við að leiðrétta sig og í þessum link útskýrir CNN sína staðreyndaleit; https://edition.cnn.com/2023/10/12/middleeast/israel-hamas-beheading-claims-intl/index.html
Og þar er kannski kjarni þess sem siðuð stjórnvöld gera, þau reyna að halda sig við staðreyndir; "The Israeli government has not confirmed the specific claim that Hamas attackers cut off the heads of babies during their shock attack on Saturday, an Israeli official told CNN, contradicting a previous public statement by the Prime Minister’s office.
“There have been cases of Hamas militants carrying out beheadings and other ISIS-style atrocities. However, we cannot confirm if the victims were men or women, soldiers or civilians, adults or children,” the official said.".
Og það er ekki allt rétt sem þú segir þó þú hafir vissulega bent á marga góða punkta.
Stríð eru mishroðaleg og til dæmis meðhöndlun á óbreyttum borgurum er himinn og haf á milli annars vegar framgöngu breskra, franskra og bandaríska hersveita í Þýskalandi, eða hins vegar rússneskra. Og ef við höldum okkur við nútímann þá er stór munur á framgöngu Ísraelsmanna á Gasa í gegnum tíðina, miðað við sprengjuregnið er mannfallið á svona þéttbýlu svæði í algjöru lágmarki, og til dæmis þegar Rússar brutu á bak aftur uppreisn Tétena.
https://en.wikipedia.org/wiki/Casualties_of_the_Second_Chechen_War
Síðan má benda á loftárásir Sauda í Jemen og hina manngerðu hungursneyð þar.
https://www.nrc.no/perspectives/2019/why-yemen-is-the-worlds-worst-humanitarian-crisis/
Síðan eru ekki mörg dæmi um svona árásir á óbreytta borgara eins og Hamas gerði fyrir viku síðan, einna helst má finna sambærileg dæmi í stríðshrjáðum Afríkuríkjum þar sem engin takmörk virðast vera á hvað manneskjan getur gert annarri manneskju.
Þetta fordæmir allt siðað fólk Borgþór, og ég finn til með þeim hinum sem gera það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2023 kl. 12:30
Eitthvað ertu nú farinn að kalka.
Við skulum ekki gleyma því að Bandaríkjamenn brenndu íbúa tveggja borga til bana í Japan af óþörfu ,engöngu í þeim tilgangi að lama baráttuþrek Japana.
Bretar og Bandaríkjamenn brenndu til grunna fjölda borga í Þýskalandi með íbúunum innanborðs, í sama tilgangi.
Íkveikjusprengjum var sérstaklega beint gegn almennum borgurum.
Tilgangurinn var að drepa konur og börn þangað til að Þjóðverjargæfust upp.
Vestæn stjórnvöld eru ekki eins siðuð og þú heldur.
Þokkalega siðuð stjórnvöld mundu ekki gera svona,eða kannski hitt að þegar það er komið út í stríð þá er ekkert siðferði lengur. Hlá neinum.
Íraelssmenn eru líka hvegi nærri eins nærgætnir og þú virðist halda.
Síðustu tíu ár þá hafa þeir að meðaltali drepið 23,3 Palestínumenn fyrir hvern Ísraelsmann sem fellur. Að mestu almenna borgara,þar á meðal margumtöluð börn.
Þetta mun stafa af því að Íraelmenn telja eigin landsmenn verðmeiri af því að þeir eru útvaldir af Guði.
Þetta er einskonar rasismi.
Þú manst kannski að Nasistar höfðu þessar sömu hugmyndir að undanskildu því, að í þeirra tilfelli kom Guð ekki að málinu.
Við erum orðin svolítið áttavillt í þessu siðferðismati.
Það er talið ósiðlegt að ráðast á tónleika með hríðskotabyssum og drepa 200 manns ,en það er ekki talið ósiðlegt að varpa sprengjum á íbúabyggðir og drepa 2000 manns eins og Ísraelsmenn gerðu 2007 að mig minnir,eða voru þeir 2700 kannski.
Það er talið ósiðlegt að sprengja upp ritstjórn dagblaðs í París,en það er ekki talið ósiðlegt að drepa gesti brúðkauðsveislu með Predator dróni.
Kannski verðum við aðeins að leiðrétta kompásinn varðandi siðferði.
.
Varðanndi hungursneið þá vil ég benda á að við Íslendingar tóku þátt í að drepa 500 Þúsund börn í Írak með hungri og lyfjaskorti.
Þetta kom fram í viðtali við Magdalenne Albright í viðtali í 60 mínútum.
Miðað við hið hreina og tæra siðferði sem þú heldur að við höfum ,þá hefðu þessar upplýsingar átt að valda stórkostlegu fjölmiðlauppþoti og mótmælum almennings.
það gerði það hinsvegar ekki. Allir voru sáttir.
Einnig mætti týna til að við erum í dag að reyna það sama í Sýrlandi með hafnbanni,viðskiftabanni og ásamt því að Bandaríkjamenn hersitja landbúnaðarsvæði og olíuvinnslusvæði landsins.
Það eina sem verður Sýrlenskum börnum til bjargar er að Rússar og Kínverjar virða ekki viðskifta og hafnbannið og færa þeim mat og lyf.
Annars væri manngeð hungursneið í Sýrlandi og við Íslendingar værum þáttakendur í þeim morðum.
Ég verð ekki var við mikla fordæmingu frá blaðamönnum okkar ,hvað þá almenningi. Allir eru sáttir.
Vert er að hafa í huga að við höfðum nákvæmlega enga ásæðu til að ráðast á þessi ríki.
Ekkert þeira hafði gert okkur neitt.
Ekki heldur Bandaríkjamönnum eða hinum NATO ríkjunum. En við gerðum það samt af einhverjum ástæðum, og drápum hátt í tvær milljónir manna.
Það mætti líka henda Libýu inn í þetta.
Þó að ég mælli ekki með því að það sé verið að drepa fólk þá er ekki hægt að horfa framhjá því að Palestínumenn hafa ástæðu til að vera fúlir.
Það er hópur fólks frá Evrópu að taka landið þeirra og hefur verið að því síðan fyrir stríð
Vandamálið er að breta ákváðu upp á sitt einsdæmi að hleypa milljónum manna frá Evrópu inn á landsvæði sem þegar var byggt fólki.
Þetta var alveg glórulaus hugmynd ,af því að það er algerlega vitað í ljósi sögunnar hvað gerist þegar þjóðflutingar af þessu tagi eiga sér stað.
Kannski hefði verið nærtækara fyrir Evrópuþjóðirnar,ef þau vildu koma upp sérstöku ríki Gyðinga ,að láta þa´hafa land í Evrópu.
Hvernig hefði það verið?
Hvað varðar fordæmingu þá er það þannig að það er ekki auðvelt að æsa mig upp í að fordæma eitthvað sem ríkisstjórnin mín gerir sjálf í margfalt meira mæli.
Ég er ekki á autupilot þannig að stjórnvöld geti hringlað með mig fram og til baka með því að snúa einum takka.
Það er alveg makalaust hvað hjarðeðlið er orðið ríkjandi hjá okkur.
Ef við viljum hafa siðferði í alvöru. þá verður það sama siðferði að gilda líka fyrir okkur.
Varðandi lygina þá er það ekki þannig að Bandaríkjastjórn hafi skyndilega fengið samviskubit og ákveðið að segja satt.
Þeir neyddust til að gera þetta af því að það komst upp um lygina og hvaðan hún vr sprottin.
Þetta er ástæðan fyrir að Kanslari Olaf vill ekki að almenningur sé að skifta sér af svona málum.
Við erum í stöðugum hernaði í Miðausturlöndum og Afríku og höfum veriðí áratugi.
Ekkert af þessum ríkjum hefur gert okkur neitt.
Er einhver möguleiki að við séum "the bad guy"
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2023 kl. 14:42
Varðani Sovéska hermenn í síðari heimstyrjöld.
Vissulega hafa þeir án efa framið allskonar ódæði þó að það sé örugglega stórlega ýkt.
Ég tel mig hafa orðið þess áskynja að þú er frekar skapheitur maður.
Ef við Hérðsmenn komum nú til Norðfjarðar og dræpumm 170 manns +80 af þeim sem reyndu að verjast okkur.
Ef við hefðum svo í fórum okkar áætlun sem hljóðar upp á að drepa alla Norðfirðinga sem eru ónauðsynlegir til að reka Síldarvinnsluna ,þætti mér ekki ólíklegt að þér rynni í skap og myndir ekki vera sérstaklega næs þegar þú næðir yfirhöndinni.
Það mætti segja mér að þér yrði laus höndin.
Þér virðist meira að segja ekki þykja vænt um okkur þó að við höfum aldrei gert þér neitt.
Það hefur í árhundruð verið talið alveg sjálfsagt í Evrópu að drepa Rússa og það er enn.
Það er gjarnan talið þeim til hnjóðs ef þeir bregðast við.
Mér sýnist að viðbrögð þeirra gagnvart Þýskalandi hafi verið frekar hófstillt miðað við þann óskunda sem Þjóðverjar gerðu ,og ekki síður miðað við þau örlög sem Þjóðverjar höfðu ætlað Sovétmönnum.
Sumir taka þetta lengra en þú .
Það er til fólk sem heldur því fram að Sovétmenn hafi ekki haft neinn rétt til að elta Þýska herinn út fyrir landamæri Sovétríkjanna
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2023 kl. 15:06
Borgþór.
Stríð eru lögleg, það er löglegt að drepa í stríði. Í því felst að það er löglegt að sprengja borgir í tætlur til að brjóta óvin þinn á bak aftur. Eins siðlaust og það er að steikja fólk lifandi líkt og loftárásirnar á Hamborg og Dresden voru, þá er það innan marka þess sem má, hin kaldrifjuðu rök eru að þannig brýtur þú baráttuþrek óvinarins á bak aftur, og fækkar þar með mannfalli í röðum þinna eigin hermanna.
Það er líka löglegt að taka fólk höndum í sigruðum ríkjum og senda það í helkulda Síberíu, líklegast vegna þess að fyrirfram er ekki vitað hverjir munu lifa eða deyja. En það er ekki löglegt að taka borgara hertekinna ríkja, hvað þá eigin borgara, og senda þá í dauðabúðir þar sem eina sem öruggt er steindauðinn, hvort sem það var vegna hungurs, byssukúlna eða eiturgas.
Nauðganir á stríðssvæðum eða á óbreyttum borgurum í hernumdum löndum varðar hins vegar við alþjóðalög og það er sjúk meðvirkni að draga fjöður yfir glæpi Sovétmanna á þýskum borgurum.
Vísan í fyrri glæpi réttlætir ekki núverandi glæpi, annað er eilífðarvél.
Það er löglegt að sprengja upp innviði í innrás líkt og Bandaríkjamenn gerðu í Írak, en það er ekki löglegt að ljúga til um forsendur innrásar, en líklegast er löglegt að segjast hafa verið plataður af einhverri skúringarkonu á vettvangi, annars hefðu þeir Blair og Bush verið ákærðir.
Það er röng nálgun að slá því fram að líf Palestínumanna séu minna virði en Ísraela, það er út frá tölfræði um fallna. Þegar árás er gerð á annað land, og árásamennirnir fela sig innan um óbreytta borgara, þá er ljóst að almennir borgarar falla þegar reynt er að stemma sigu við upphaflegu árásirnar. Það sem ég átti við með tiltölulega lítið mannfall miðað við þéttbýli þeirra svæða sem sprengd eru, er vísan í hið hefðbundna að sprengja allt í loft upp. Líkt og Rússar gerðu til dæmis í Grozní, eða Kaninn þegar hann ætlaði að lama baráttuþrek Víetnama með því að sprengja Hanoi í loft upp.
Þetta er óumdeilt og það þarf mikla meðvirkni til að rífast við þessa staðreynd.
Sem og það þarf mikla meðvirkni til að réttlæta þann hroða sem Hams framdi í Ísrael. Þegar þín ágæta upptalning er lesin Borgþór, að þá svona fyrir utan að ég sakna sprengjuárásanna í Víetnam, þá blasir það við að þú áttar þig á að það má ekki gera hvað sem er, og hræsnin er yfirgengileg í nútímaumræðu. Ekki bara þegar Vesturlönd horfa ætíð með blinda auganu á sínar eigin gerðir, heldur líka sá yfirdrepskapur að telja sig góða manneskju að fordæma þegar gyðingar pína aumingja Palestínuarabana, en varla orð um aðrar hörmungar, til dæmis framferði Sáda í Yemen, úthreinsun kristinna í Austurlöndum, framferði Tyrkja í Kúrdistan svo eitthvað sé talið, af því sem þú taldir ekki.
Siðferði er nefnilega óháð flokkadráttum, það er algilt.
Daginn sem þú fattar það Borgþór, þá sendir þú mér póst og segir einmitt.
Þangað til er það kveðjan með ósk um greiðar samgöngur uppá Hérað.
Ekki nema þú ætlir að nýta bættar samgöngur við firðina til að fækka okkur, og já það er rétt, ég yrði piss.
Kveðjan engu að síður.
Ómar Geirsson, 16.10.2023 kl. 07:44
Ég er ekki útlærður í alþjóðalögum ,en ég hygg að það sé ekki löglegt að beina árásum sérstaklega að óbreyttum borgurum.
En eins og ég bendi á þá eru í raun engin lög í hernaði.
Það fer enginn eftir neinum lögum í hernaði,eingöngu eigin hagsmunum.
Það er klassísk hundalógik hjá þér að halda því fram að ég sé að réttlæta árásir Hamas á almenna borgara í Ísrael.
Þetta stafar sennilega af því að þú treystir þér illa til að ræða sjálft málefnið og reynir því að kasta skít að mér í von um að eitthvað festist .
Þetta er ómerkilegur málflutningur rökþrota manns.
Eins og þú væntanlega veist þá er ég að benda á það að þegar Hamas drap þetta fólk þá upphófst mikið fjaðrafok ,eins og þetta væri í fyrsta skifti sem almennir borgarar eru drepnir í stríði,allavega eitthvað sem var mjög óvenjulegt og því ófyrirgefanlegt. Helgislepjan var að sjálfsögðu mest á meðal þeirra þjóða sem hafa drepið lang flesta almenna borga í stríðátökum.
Þjóðverjar sem meiga ekki vamm sitt vita í þessum efnum ,voru fokreiðir yfir þessari ósvinnu.
Eins er ég að benda á þá hugsanavillu hjá þér að það skifti máli með hvaða vopni hinn almenni borgari er myrtur.
Þér finnst greinilega að ef einhver er skotinn með byssu þá sé það glæpur,en ef það er hent sprengju í hausinn á honum þá sé það fullkomlega eðlilegt athæfi og teljist ekki með.
Ég er þess fullviss að ef Hamas heði átt flugvélar þá hefðu þeir örugglega notað þær til að drepa þetta fólk frekar en að vera að bagsa þetta og þar með hefðu þeir kannski sloppið við að vera ásakaðir um stríðsglæpi
Þetta er jafnframt afstaða vestrænna stjórnvalda ,enda eru þau einu aðilarnir sem hafa stundað fjöldamorð með sprengjuárásum.
Þess vegna eru þau dæmd siðleg hjá okkur.
Ég er hinsvegar að benda á að siðferðið í þessum efnum markast ekki af því með hvaða vopni fólk er drepið,heldur vernaðinum sem slíkum.
Það sem ég er að benda á er það sem kallast tvöfalt siðgæði.
Þú heldur því fram að ég hafi tvöfalt siðgæði ,af því að ég vil horfa á verknaðinn sem slíkann en þú virðist vilja að það sé eingöngu siðlegt að drepa almenna borgara með aðferðum sem vesturlönd ráða yfir og hafa notað mest.
Hamas fór inn í Ísrael og drap í leiðinni ca 1000 óbreytta borgara.
Við ásmt bandamönnum höfum bara á þessari öld drepið almenna borgara sem nemur ca 2000 sinnum hærri tölu.
Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að ég er ekki grátandi út á götu með NATO fána í annarri og fána Ísrael í hinni.
Þegar þeir aðilar sem hafa drepið lang flesta almenna borgara svo miklu munar ,vilja semda mig út á götu til að mótmæla drápi á 1000 manns ,þá fer ég ekki rassgat.
Þetta er bara klassískur hernaður. Hinsvegar skil ég reiði Íraelsmanna ,jafnvel þó að þeir hafi ekki úr háum söðli að detta.
Aðeins nánar um framferði Sovéskra hermanna í Þýskalandi.
Vissulega frömdu þeir ódæði í Þýskum borgum ,einkum í byrjun.
Þetta var hinsvegar ekki stefna Sovéskra stjórnvalda og þegar það var ljóst í hvað stefndi þá var sett dauðarefsing í Rauða hernum fyrir slíkt athæfi.
Vissulega stoppaði þetta ekki með öllu glæpi af þessu tagi ,af því að sumir stjórnendur í hernum sáu í gegnum fingur sér með þetta. En það dró fljótlega verulega úr þessu.
Það er gjarnan talað um þessa atburði sem dæmi um hvað Rússar eru miklir villimenn.
Að mínu mati þá sýndu Sovéertmenn mikla stillingu við þessaar aðstæður.
Það voru þrjár milljónir Sovéskra hermanna í Þýskalandi sem næstum allir höfðu misst ættingja í hreinsunum Þýska hersins.
Mjög margir höfðu misst börn eða eiginkonu. Sovéskir hermenn gengu yfir lík 17 milljón landa sinna á leiðinni frá Stalingrad til Berlínar +10 milljón félaga sinna úr hernum.
Ég held að hvorugur okkar búi yfir því siðferðisþreki að láta sem ekkert sé þegar við kæmum í land þeirra sem drápu ástvini okkar.
En margir eiga í erfiðleikum við að skilja sjónarhorn annars fólks.
Það snertir þig að sjálfsögðu ekkert þó að þessar 27 milljónir hafi verið drepnar ,enda er það í sjálfu sér eðlilegt í ljósi þess að þú þekktir ekki þetta fólk.
Ég er heldur ekki grátandi ef út í það er farið.
Hinsvegar þegar menn eru að ræða þessa tröllvöxnu atburði þá er sjálfsögð krafa að fólk beiti heilbrigðri skinsemi í þeirri umræðu,en stundi ekki uppgerðar vandlætingu.
Lítillega um Grosnii.
Ég er ekki kunnugur árásum Bandaríkjamanna á Hanoi, tilgang þeirra og umfang.
Ég get því ekkert tjáð mig um það.
Að þinni sögn var það til að lama baráttuvilja Víetnama og það er í sjálfu sér ekki ólíklegt.
Árásin á Grosnii var hinsvegar EKKI til að lama baráttuvilja Téténa.
Það voru um 3000 hermenn sem höfðu tekið sér bólfestu í borginni. Þetta voru að mestu leiti málaliðar frá Pakistan,slangur af Úkrainskum Nasistum og eithvað af öðrum málaliðum frá Eystrasaltsríkjunum til dæmis. Þarna var til dæmis Dimitry Yaros,stofnandi tveggja Nasistaflokka í Úkrainu og maðurinn sem stóð í dyrum þinghúss Úkrainu ásamt 500 félögum sínum þegar þingið rak Viktor Yanokovich ólöglega úr embætti. Dimitry vildi gæta velsæmis í atkvæðagreiðslunni ef svo má segja.
Í Grosnii voru reyndar líka Téténar en í raun var hernaðurinn í Téténíu borinn uppi af erlendum málaliðum ,mest Pakistönskum. Svipað og ISIS í seinni tíð.
Árásin var gerð í þeim tilgangi að hreinsa út þessa hermenn úr borginni en ekki til að drepa almenna borgara.
Samt létu 5-8000 almennir borgarar lífið.
Almennt séð þá man ég ekki eftir að Sovétmenn eða Rússar hafi stundað stórfelldar árásir á almenna borgara í þeim tilgangi einum að lama baráttuþrek andstæðingsins.
Kannski stafar þetta af einhverju leiti af því að Rússaar eru ekki rasískir.
Kannski manstu eftir einhverju slíku og það væri fróðlegt að ræða það.
Ég veit ekki hversu kunnugur þú ert þessu stríði,en ég hef alltaf gaman af því að ræða það líka.
Það er ekki það sama að óbreyttir borgarar láti lífið vegna átaka í borgum,og að það sé ráðist á borg til að drepa íbúana.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2023 kl. 12:49
Borgþór.
Þú rífst ekki við staðreyndir líkt og þú gerir þegar þú reynir að bera blak af framferði Rússa í Kákasus. Grosní var sprengd í loft upp, og það voru Tétsenar sem voru að berjast. Alveg eins og í uppreisninni þar á undan, þar á undan, alveg aftur í Kákasusstríðin seint á 19. öld. Láttu ekki plata þig svona því ég sé alveg að þú býrð að góðri söguþekkingu, ekki oft sem maður rekst á svona.
Og feisaðu það Borgþór, "Hvað með" röksemdir, eða já já "en" röksemdir eru réttlæting á voðaverkum eins og þessum; "Ástand líkanna tveggja sýnir að hinn fullorðni reyndi að vernda barnið. Þau voru bundin og síðan brennd lifandi" svo ég vitni í nýjustu frétt Mbl.is. Það eru lög í stríði og sumt má og sumt ekki og það má ná í þyrlu og sprengja allt í loft upp og það má líka senda stýriflaug úr 2.000 kílómetra fjarlægð og sprengja upp heilt brúðkaup, bara ef þú segir; úps, óvart.
En sumt má ekki samkvæmt alþjóðalögum, til dæmis að pynta og afhöfða stríðsfanga líkt og Hamas liðar gerðu við hertekna ísraelska hermenn, fyrsti Genfarsáttmálinn tók á því strax á 19. öld, og sá fjórði og síðast bannaði ýmislegt eins og það sem ég vitna í að ofan eða að "Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd".
En það á ekki að þurfa að segja þér þetta Borgþór, þú átt að hafa þann sið að vita að þetta er rangt. Alltaf, alls staðar og þú átt að hafa það vit að reyna ekki að réttlæta viðbjóð með öðrum meintum viðbjóð, eða að svona hafi þetta alltaf verið. Og þetta hefur ekki alltaf verið svona, þetta eru undantekningar.
Og það eru rökþrot Borgþór að spyrja um okkar eigið siðferðisþrek en ég ætla að svara fyrir þína hönd, þú myndir ekki vanvirða minningu hinna látnu með því að verða meiri skepna en sá sem kúgaði þig og þína og ber ábyrgð á voðaverkum.
Að rjúfa vítahring ofbeldis er hægt, og það tókst til dæmis að mestu leiti eftir Síðustu heimsstyrjöld, lykilþátturinn var að aðstoða við uppbyggingu hjá hinum sigruðu, og rétta síðan yfir helsta glæpahyskinu eftir lögum. Í nútímanum er líklegast frægasta dæmið forganga Nelson Mandela við að binda enda á aldalanga kúgun svarta í Suður Afríku án þess að í kjölfarið fylgdi hjaðningavíg, Nelson var það skynugur að vita að drápin hætta aldrei, þegar drápararnir eru búnir að drepa einn hóp, þá finna þeir sér bara þann næsta, niðurstaðan er alltaf endalaust morðæði og kúgun eins hóps á öðrum.
En besta dæmið, þó það fari ekki hátt, er hvernig Tútsar í Rúanda tækluðu Hútúa eftir fjöldamorð þeirra síðastnefndu á minnihluta Tútsa, sem og þeim Hútúum sem neituðu að breytast í morðvélar. Engin hefnd, aðeins réttarhöld yfir morðingjum, sem voru vissulega margir, en iðrun hinna óbreyttu dugði til sakauppgjafar.
En morðæðið endar hins vegar aldrei. Ung stúlka var drepin í Bandaríkjunum, móðirin helsærð, tilefnið, þau voru Arabar. Vegna þess voru 2 Svíar skotnir á fæti í gær, hin endalausa hringekja knúin áfram af hatri og heift, allir þykjast vera hefna einhvers.
Þessi eilífðarvél hefnda og gagnhefnda verður því aðeins tekin úr sambandi ef menn hafa þann sið að fordæma voðaverk, allra, sama hver á í hlut.
Aðeins þannig er hægt að gera sér von um hitt, friðsamlegri heim.
Ég vil samt göng uppá Hérað.
Með kveðju að neðan.
Ómar Geirsson, 17.10.2023 kl. 07:41
Ummæli þín um stríðið í Kákasus sýna svo hafið er yfir allan vafa að þú hefur yfirborðslega söguþekkingu.
Vissulega voru Téténar að berjast í Kákasus,en það voru málaliðar sem báru hitann og þungann af bardögunum.
Þessir málaliðar voru á vegum Saudi Araba og Bandaríkjanna aðallega.
Stríðið var háð af þremur hópum.
Það voru Rússaar annarsvegar og á hina hliðina voru annarsvegar Téténskir þjóðernissinnar og hinsvegar öfga Íslamistar.
Þessir Íslamistar voru flestir útlendir málaliðar,mest Pakistanar. Alveg eins og ISIS í Sýrlandi, og á vegum sömu aðila.
Ég geri ráð fyrir að þú vitir að meginþorri ISIS voru málaliðar.
Almenningur í Téténíu hataði málaliðana ,enda ríkti alger óreiða í landinu eftir að þeir náðu völdum eftir fyrra stríðið.
Það voru að meðaltali eitt mannrán á dag,fólk var látlauust drepið fyrir engar sakir og Íslamistarnir stálu öllu fé sem Rússar sendu til Téténíu til að greiða ellilífeyri og aðrar bætur.Ég geri ráð fyrir að þú vitir að Rússar héldu áfram að greiða slíkar bætur eftir að þeir töpuðu fyrra Téténíustríðiu.
Téténar höfðu engann áhuga á að búa í Íslömsku ríki þrátt fyrir að vera múslimar ,enda voru flestir þeirra fæddir og uppaldir í Sovétríkjunum þar sem Evrópskt hugarfar var ríkjandi.
Síðan ráðast Íslamistarnir inn í Dakestan ,og við fáum seinna Téténíustríðið.
Því stríði var stjórnað af Valadimir Putin sem án vafa er fremsti stjórnmálamaður samtímans.
Hann er maður sem reynir alltaf að semja um deilumál,og tekst það oftast.
Putin vissi að hann mundi ekki geta samið við Íslamistana af því að þó hann næði samnng þá mundu íslamistarnir strax svíkja samningana ,líkt og NATO ríkin gera í dag,
Hann náði hinsvegar samkomulagi við þjóðernissinnana og þeir gengu til liðs við Rússneska herinn.
Samningurinn hljóðaði í stuttu máli upp á að Téténar yrðu áfram hluti af Rússneska ríkjasambandinu en fengju í staðinn verulega sjálfstjórn,verulega framyfir það sem aðrir hlutar Rússlands hafa.
Í annan stað þá lofaði Putin að byggja aftur upp Téténíu.
Þetta gekk eftir eins og annað sem Putin semur um.
Rússar og þjóðernissinnarnir unnu stríðið eins og kunnugt er orðið og Putin er afar vinsæll í Téténíu.
Téténska þjóðin fékk það sem hún sóttist eftir.
Mikla sjálfstjórn,frið í landinu og stórbættann efnahag.
Rússland fékk það sem þeir sóttist eftir,en það var örugg suður landamæri.
Fjárveitingar Bandaríkjamenna til Íslamistanna stöfuðu ekki af skyndilegum trúarhita,heldur af því að þeir ætluðu að kljúfa Kákasussvæðið frá Rússneska ríkjasambandinu sem fyrstu aðgerð í að skifta upp Rússlandi í minni ríki.
Saudar vildu aftur á móti þenja út áhrifasvæði sitt eins og þeir reyna stöðugt.
Bandaríkjamenn töpuðu þessari lotu ,og eru í þann veginn að tapa annari í Úkrainu.
Varðandi stýriflaugina sem þú talar um .
Þegar þú sendir slíka stýriflaug 2000 Km og sprengir upp brúðkaup þá ertu að brjóta tvennskonar lög í flestum tilfellum.
Annarsvargar ertu að ráðast á óbreytta borgara,sem er bannað, og hinsvegar ertu í flestum tilfellum að ráðast á annað ríki,sem er líka bannað í flestum tilfellum.
Ástæðan fyrir því að þér dugar að segja "Úps" eru ekki alþjóða lög ,heldur stafar það af því að þú hefur svo mikinn hernaðarmátt að aðrir ráðast ekki á þig.
Þess vegna eru fáar þjóðir sem gera þetta nema Bandaríkin og Ísrael sem er undir 100% vernd frá Bandaríkjunum.
.
Svo vitnað sé í alþjóðalög þá hefur þjóð rétt til að hefja stríð ef það er gild ástæða til að halda að öryggi ríkisins stafi ógn af nærliggjandi þjóð.
Árás Téténskra islamista á Dakestan gefur tli kynna svo hafið er yfir allan vafa að stríð Rússa í Téteníu var fyllilega réttlætanlegt.
Sama gegnir um Úkrainustríðið.
Það er hinsvegar ekkert sem réttlætir Íraksstríðið.Libýustríðið,Stríð NATO gegn Sýrlandi eða þáttöku vestrænna ríkja í Yemen stríðinu.
Vestrænum ríkjum stafaði engin hætta frá þessum ríkjum. Þetta voru hreinræktuð árásarstríð.
Sýrland var meira segja frekar jákvætt gagnvart Vesturlöndum og lánaði Bandaríkjamönnum meira að segja aðstöðu til að pynta Írakska fanga í Íraksstríðinu.
Þessi stríð hafa enga réttlætingu í alþjóðalögum,eingöngu í hernaðarmætti Bandaríkjanna.
Sama gildir um stýriflaugina. Ástæðan er eingöngu hernaðarmáttur Bandaríkjanna.
Ísraelsmenn hafa sama rétt og aðrir til að vernda eigin þjóð og þeir geta því hafið stríð ef því er að skifta.
Þeir hafa stundum gert það.
það er ekki með öllu óréttmætt í ljósi þess að sum ríki í miðausturlöndum vilja hrekja Ísraelsmenn úr landi.
Grunnástæðan fyrir þessum ófiði er samt að Breskir ráðamenn ,sem voru úr hófi rasískir nýlenduherrar , ákváðu upp á sitt einsdæmi að senda milljónir manna inn á svæði þar sem var fólk fyrir. Þessi aðkomuþjóð fór síðan fljótlega að taka landið af fólkinu sem bjó þar fyrir.
Það má því segja að Palistínumenn eigi fullan rétt á að reyna að endurheimta það land sem af þeim var tekið.
Gallinn er fyrst og fremst að það virðist sem þeir hafi framið stóra stríðsglæpi í leiðinni.
Ekki að þeir séu einir um það ,en gerðin er söm.
Ólíkt þér þá geri ég engann greinarmun á því með hvaða verkfæri fólk er brennt til bana. Mér finnst í öllumm tilfellum slæmt að það sé vísvitandi kveikt í saklausu fólki.
Varðandi stríðsglæpi Palestínumanna.
Að sjálfsögðu veit ég ekki hvað hefur gerst þarna og kemst sennilega seint að því.
Ég hef hinsvegar varann á mér þegar svona sögur fara á kreik.
Eins og þú veist væntanlega þá ljúga Bandarískir stjórnmálamenn alveg hiklaust þegar þeir eru í stríðsbraski.
Ofan á það þá hafa þeir öflugustu áróðursvél heims sem eru vestrænir fjölmiðlar.
Þegar átök standa yfir þá er engra spurninga spurt.
margir hafa lært það af undanförnum stríðum Bandaríkjamanna að þeir hafa engin takmörk þegar þeir eru að ljúga í okkur.
Dæmið um fólkið sem var bundið og brennt ber töluverðann keim af sögunni um ungabörnin í hitakössunum í fyrra Íraksstríðinu ,sem við vitum ná að er lygi.
Þessi saga hafði gríðarleg áhrif á fólk,eðlilega.
Önnur saga um að Líbýustjórn væri að gefa hermönnum Viagra til að þeir ættu auðveldara með að nauðga.
Við vitum á dag að þetta var lygi ,en á sínum tíma hafði þetta gríðarleg áhrif á álit almennings.
Fjölmiðlar spurðu engra spurninga ,og það var meira að segja Amerískur fjölmiðill sem setti upp leikritið um hitakassana.
Þess vegna hleyp ég ekki upp úr skónum þegar svona sögur líta dagsins ljós.
Það er hinsvegar ekki útilokað að þetta sé rétt.
Hver veit.
Það er ekkert að ástæðulausu að Putin kallar Bandaríkin "Empire og lies"
.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2023 kl. 12:18
Blessaður Borgþór.
Þú hefðir betur, það er þín vegna, haft vit á því að taka upp þras um meint Austfjarðagöng.
Hvað viltu að ég segi, ég kann alveg ágætlega að meta söguþekkingu þína, og hef látið það mat í ljós. Að hins vegar að þú skulir ekki kveikja á háði mínu um meinta hernaðaraðgerð sem sprengdi í loft upp brúðkaup, og hún var aðeins ein af mörgum, það svo ég dæmi ekki, kapp er stundum betra með forsjá.
Fjöldamorðin í Grosní átt þú hins vegar ekki að réttlæta, það setur niður mennsku þína, það er ekki afsökun að lesa þræði frá rússneskum nettröllum.
En kjarni þess sem ég er að skrifa um, og hef síðan ítrekað rætt við þig, má nema í þessum orðum þínum; "Varðandi stríðsglæpi Palestínumanna.
Að sjálfsögðu veit ég ekki hvað hefur gerst þarna og kemst sennilega seint að því.".
Þér varð á að ráðast á mennskuna, og hví reynir þú ítrekað að nota kattarþvott eða réttara sagt það eðli katta að sópa sand yfir úrgang sinn??
Voðaverkin eru staðreynd, kommon. Ég hef rætt við ungnasista, vegna þess að ég er forvitinn um mannlegt eðli, um afneitun þeirra á helförinni, mér er minnisstætt þegar einn ungur gafst upp á réttlætingu sinni, það er þegar ég benti honum á beinagrindurnar sem komu til Svíþjóðar, og að hvorki þær, myndir af þeim, eða allt fólkið sem tók á móti ástvinum sínum, væru hluti af leikmynd eða meintum lygum gyðinga.
Og bætti svo við, finnst þér í lagi að kasta ungabörnum lifandi inní brennsluofn??
Þögn þessa unga drengs, gegnsýrður af svipuðum heimildum nettrölla og þú ert að vísa í Borgþór, sagði mér aðeins eitt, honum fannst það ekki í lagi.
En það er eins og þér finnist þetta í lagi Borgþór; "Ástand líkanna tveggja sýnir að hinn fullorðni reyndi að vernda barnið. Þau voru bundin og síðan brennd lifandi, ... Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd". Í sömu frétt er tekið fram að ekki sé hægt að staðfesta afhöfðun barna, en mjög margar líkamsleifar eru án höfuðs, limlestingarnar eru svo hroðalega að það er ekki hægt að greina á milli jarðneskra leyfa einstaklinga.
Og þú rífst við þetta Borgþór!!!
Það finnst mér mjög sorglegt, ekki bara fyrir þína hönd, heldur líka fyrir hönd mennskunnar, sem svona voðaverk eru bein árás á.
Stundum þarf maður að staldra við.
Kveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 17.10.2023 kl. 13:10
Þú ert nú um það bil eina nettröllið sem ég er í samskiftum við.
Þó að þú teljir þig af einhverjumm ástæðum vera handhafa mennskunnar þá er ekki víst að það sé allkostar rétt hjá þér.
Handhafi mennskunar reynir örugglega ekki í sífellu að gera viðmælanda sínum upp skoðanir sem hann hefur ekki.
Eftir þetta samtal við þig þá get ég ekki séð annað, en að í þínum huga þá skifti engu hvort einhver sé drepinn svo lengi sem það er framkvæmt með réttu verkfærunum.
Gagnrýni þín á dráp snýst alltaf um verkfærið
Þetta sæmir ekki handhafa mennskunnar. Þetta er meira í ætt við græjufíkn.
Við erum ólíkir um margt.
Eitt af því sem skilur á milli er að ef einhver lýgur ítrekað í mig þá hætti ég að trúa honum.
Af einhverjum ástæðum hefur þú ekki tileinkað þér þessi einföldu vísindi.
.
Það er nú ekkert sérstakt afrek að tala við einhverja krakkabjálfa sem halda að þeir séu Nasistar.
Ég hef átt samræður við alvöru Nasista inn á Úkrainskum spjallþráðum. Nasista sem eru Banderistar og Nasisminn hefur gengið mann fram af manni síðan í seinni heistyrjöld.
Það eru fuglar sem hiksta ekki þó að þeim séu sýndar ljótar myndir.
Þær æsa þá bara upp í að reyna að gera betur.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2023 kl. 00:19
Borgþór.
Þú sekkur aðeins dýpra í kviksyndi rökleysunnar með því að bulla svona.
Þó ég sé eindreginn andstæðingur dauðarefsinga þá geri ég samt greinarmun á löglegum morðum ríkisins og ólöglegum morðum borgaranna.
Þó ég virði réttinn til að verja sig þá deili ég þeirri sýn með þorra jarðarbúa að heimurinn væri betur kominn án stríðsátaka. Það breytir því samt ekki að ég veit að þau eru lögleg samkvæmt alþjóðalögum og þar með manndrápin sem fylgja þeim. Það að ég viti að þau séu lögleg þýðir ekki það sama að ég sé sérstaklega hlynntur þeim.
Hins vegar fagna ég þeim áfanga siðmenningarinnar, sem náðist eftir Seinna stríð, að gera sum voðaverk í stríði ólögleg. Og ég tel það stórt skref fyrir siðmenninguna þegar það var stofnaður dómsstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna til að lögsækja þá aðila sem bera ábyrgð á þeim.
Ég fordæmi slík voðaverk alltaf, alls staðar. Og ég fordæmi að slík voðaverk séu notuð sem vopn í stríði, vopn sem nýtir sér þjáningar og hörmungar þegna sinna sem tæki til að ná fram pólitískum og hernaðarlegu markmiðum.
Ég hef vit og þroska til að skilja að það skipti máli hver hefur svona átök, og ábyrgðin er alltaf hjá þeim sem byrjar þau. Eins ömurlegar og loftárásirnar á þýskar borgir voru, þá voru þær afleiðingar þess árásarstríðs sem Þjóðverjar hófu.
Mannfallið í Grosní er staðreynd, og eyðing borgarinnar var lögleg því réttmæt yfirvöld, og þar skiptir ekki máli hvort þau séu erlend og heimamenn upplifa þau sem kúgara, mega kveða niður vopnaðar uppreisnir, það er þeirra að meta hve drastískar aðgerðir þarf til kveða niður viðkomandi uppreisn. En ég vanvirði ekki mannfallið með því að tala það niður.
Það er gott að þú hefur talað við nasista Borgþór, vonandi hefur þú skammað þá á kjarnyrtri austfirsku. En ég tók unga manninn sem dæmi um að menn gætu innst inni ekki réttlætt allt.
Ég geri þér ekki upp skoðanir Borgþór, þú ert fullfær um það sjálfur.
Og að lokum Borgþór, ef þú lítur á mig sem nettröll, hvað í andskotanum ert þú þá að gera á þessari síðu??
Engu að síður er það kveðjan að neðan.
Ómar Geirsson, 18.10.2023 kl. 07:28
Að lokum vil ég minnast á atvik sem gerðist nýlega.
Ísraelsmenn skutu eldflaug á spítala á Gaza og drápu tæplega 1000 sjúklinga og starfsmenn.
Þeir gripu til þess ráðs að kenna Palestínumönnum um ódæðið þegar þeir áttuðu sig á að þetta var aðeins og mikið fyrir fólk að kyngja.
Til sönnunar máli sínu birtu þeir myndbannd á X og víðar.
Meðlimir X fóru þegar af stað til að kanna sannleiksgildi þessa sönunargagns og fundu mjög flótlega að þetta myndband var tekið 2022.
Það var semsagt til nákvæmlega sama myndbandið frá því ári.
Það er ekki eins auðvelt fyrir opinbera aðila að ljúga í okkur og var fyrir daga samfélagsmiðla.
Í kjölfarið fjarlægðu Ísraelar "sönnunargagnið" af X og settu annað í staðinn sem var kynnt sem samtal tveggja aðila ,en var alveg augljóslega lesið upp af blaði.
Þetta er ástæðan fyrir að ESB vill banna að viðlagðri refingu að skrifa eða segja hluti sem hægt er að túlka sem jákvæða fyrir Palestínu.
Það er nánast ógerningur að ljúga í fólk ef allir fá að leggja orð í belg.
Ég hef veitt því athygli að það eru margir sem VILJA láta ljúga í sig, af því að það er svo ansi notalegt, og bregðast illa við ef þeim er sagt satt.
Það má kannski segja að þetta sé mál sem snertir okkur ekki mikið,en ég vil benda á að fyrst þeir eru tilbúnir að ljúga í okkur um þetta þá eru þeir líka tilbúnir að ljúga í okkur um allt annað.
Það er einmitt það sem stjórnmálamennirnir okkar gera.
Við búum í "The empire of lies"
Stór hluti af því sem við "vitum " er lygi.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.10.2023 kl. 22:03
Góðan daginn Borgþór.
Þegar menn segja að stór hluti þess sem við vitum sé lygi, þá er það aðeins vísbending um eitt, þeir eru undir áhrifum falsmiðla sem útbúa og matreiða fréttir í tilgangi, en ekki til að segja frá, eða upplýsa.
Það er rétt að stjórnvöld alls staðar, og þannig séð á öllum tímum, reyna að hagræða, matreiða eða þagga niður upplýsingar. En dýnamík frjálsrar fjölmiðlunar og tjáningarfrelsis er að sannleikurinn leitar alltaf uppá yfirborðið, þó vissulega getur tímafaktorinn verið langur.
Það sem menn gera á samfélagsmiðlum er bara þannig séð brandari og alveg stórfurðulegt að einhver skuli leggja trúnað á eitthvað sem kemur þaðan, án þess að sannreyna í meinstrím miðlum. Það er þannig með þá, að þó því miður allflestir séu komnir undir ægisvald auðróna, þá róa samt alltaf einhverjir í aðra átt, og debat þeirra halda réttum upplýsingum á floti. Bretar eiga nokkra sjálfstæða fjölmiðla, og svo máttu ekki gleyma arabísku sjónvarpsstöðinni. Þar reyna menn að sanntékka allt sem Ísraelsmenn segja.
Varðandi þessa árás á spítalann þá liggja engin rök fyrir að Ísraelsmenn standi að baki henni. Ísraelsmenn, það er ef þú dregur frá miðaldahyskið, er líklegast gáfaðasta þjóð jarðar og þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Það þjónar engum hagsmunum þeirra að sprengja spítala í loft upp, og sprengingar þeirra undanfarin ár á Gasa, sýna að tækni þeirra til að hitta í mark er mjög þróuð. Þeir drepa orðið fáa óvart (allflesta viljandi) þó vissulega getur orðið bilun í tæknibúnaði þeirra eins og annarra.
En leiðtogar Hamas, sem vísvitandi sköpuðu þetta hörmungarástand á Gasaströndinni í dag, þeim er trúandi til alls. Eina spurningin er hvort þeir eigi nóga öflugar eldflaugar til að valda svona skaða eins og sprenging sjúkrahússins er, þar er eini vafinn.
Íslamistar sýndu það í borgarstríðinu í Sýrlandi sem og í átökunum í Írak eftir fall Sadams, að þeim er trúandi til alls, meiri viðbjóður skríður ekki á jörðu hér í dag.
Það er sorglegt að fólk á Vesturlöndum skuli ekki sjá og skilja að palestínska þjóðin á svo miklu betur skilið en yfirráð þessa miðaldamanna, stuðningur við Hamas er ekki stuðningur við palestínsku þjóðina, en hins vegar stuðningur við öfga og miðaldahugsun beggja vegna landamæranna.
Það mætti halda að þetta væri eitt bræðralag, allavega róa þeir í sömu átt, til þjáninga og hörmunga venjulegs fólks, síns fólks.
Og þú dansar með Borgþór.
Kveðja að neðan.
Ómar Geirsson, 19.10.2023 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.