Báðir aðilar hafa framið stríðsglæpi.

 

Er réttlætingarmandra sem fréttastofa Ruv ítrekar í hverjum kvöldfréttatíma.

Þetta er ekki "hvað með" röksemd, eða já já glæpur, "en", líkt og formaður utanríkismálanefndar Alþingis bendir á að hrjáir ýmsa á samfélagsmiðlum, heldur er þessi villandi málflutningur beinn  stuðningur við fjöldamorð Hamas, sem og gíslatöku þeirra.

Hvað sem á eftir að gerast á Gasasvæðinu, sem og Ísrael, þá leggur þú ekki að jöfnu upphaflega atburðinn, fordæmalaus hryðjuverk, og síðan þær stríðsaðgerðir sem þær hlutu að kalla á.

Og í stað þess að rífast við skrif á samfélagsmiðlum, þá ætti Alþingi Íslendinga að líta sér nær.

 

Þeir sem stjórna fréttaflutningi ríkisfjölmiðils okkar geta stigið fram og útskýrt fyrir þjóðinni hvort þeir séu siðblindir eða bara einföld skítseyði, en að þeir komist upp með að upphefja fjöldamorð á óbreyttu borgurum eða þá viðurstyggð að ungmenni á friðartónleikum voru skotin á færi, er áfellisdómur yfir þingi og þingheimi.

Þá er það aðeins sýndarmennskan ein að formdæma hryðjuverk, og þras við skrif á samfélagsmiðlum aðeins hjárænan ein.

 

Ekki að Diljá mælist vel, en hún á að hafa kjark til að beina orðum sínum að réttum aðilum.

Þó ægisvald Ruv sé mikið þá er það kjarkleysið eitt að mæta því ekki.

 

Jafnvel heybrækur vita að sumt á ekki að líðast.

Kveðja að austan.


mbl.is Andúð á gyðingum vaxandi vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband