Mannfall í átökum.

 

"Þetta er ekki stríð, þetta er ekki víg­völl­ur. Þetta er fjölda­morð", segir ísraelskur hershöfðingi. Og þó hann sé hermaður og þar að auki Ísraeli, þá er þetta rétt hjá honum.

Skipulagðar aftökur á óbreyttum borgurum er alltaf fjöldamorð, og á stríðstímum stríðsglæpur.

 

Samt kýs ríkifréttastofa Íslands að kalla þessi fjöldamorð, þennan stríðsglæp, mannfall í átökum, ítrekað, fréttatíma eftir fréttatíma.

Og þó hún geti ekki þagað yfir þessum hörmungum, þá leiðir fréttastofan alla sína athygli að hörmungum íbúa Gasastrandarinnar, sem er hinn stóri hópur fórnarlamba þessa morðóðu miðaldamanna sem kenna sig við Hamas.

Auðvitað á ekki að þegja yfir þeim hörmungum, en þær eru afleiðingar, ekki orsök eins og mætti ætla ef eini upplýsingagjafinn er fréttastofa Ruv.  Svo tala menn um Pútín og einhliða áróður ríkisfjölmiðla í Rússlandi.

 

Hve djúpt er fólki sokkið í hugmyndaheim rétthugsunarinnar þegar það getur í firringu sinni ekki gert greinarmun á stríðsátökum og stríðsglæp, mannfalli í átökum og fjöldamorðum.

Það sem hefur víða átt sér stað í Úkraínu er ekki stríðsátök heldur stríðsglæpir, og þegar rússneskir hermenn skutu til dæmi óbreytta borgara á færi í þegar hernumdum bæjum og þorpum, þá er það ekki mannfall í átökum heldur morð, fjöldamorð.

Þetta veit allt heilbrigt fólk, þetta vita starfsmenn Ruv, en þegar óhæfuverkin eru framin af "okkar" fólki, þá slökkva margir á perunni.

 

Hver segir síðan að Hamasliðar séu "okkar" fólk, Ruv er jú ríkisfölmiðill og starfsfólk stofnunarinnar þiggur laun frá almenningi.

Hvernig voga starfsmenn stofnunarinnar sér að taka afstöðu í svona máli þegar þeirra hlutverk er að segja fréttir, greina frá?

Hvernig datt þeim til dæmis í hug að taka viðtal við aldraðan fyrrum varaþingmann Samfylkingarinnar (þannig var hún kynnt) þar sem hann fékk að tjá hrifningu sína á árásum Hamas og velti fyrir sér hvort samtökin væru orðin nógu sterk eins og Hizbolla samtökin í Líbanon, ekki orð um hvort hún skyldi ekki að svona hrottafengin árás kallar alltaf á margfaldar hefndaraðgerðir.

 

Gleymum fjöldamorðunum, gleymum þessum lýsingum; "Þú sérð börn, mæður, feður, inni í svefn­her­bergj­um sín­um, inni í ör­ygg­is­her­bergj­um sín­um og hvernig hryðju­verka­menn­irn­ir myrtu þau".  Gleymum að ungmenni voru skotin á færi, þau hnakkaskotin til öryggis, kveikt í líkum þeirra, konum nauðgað og nakin lík þeirra svívirt.

Varaþingmaðurinn er jú Palestínuarabi og spyrillinn gekk út frá því að hann væri sáttur við þann hroða, en var ekki lágmarkið að spyrja þann sem þekkti til hvort hvort hann skyldi ekki að svona árásir kölluð á hefndarárásir, og þær myndu leiða til ómældra hörmunga fyrir íbúa Gasa.

Er hún þess virði eða var hún glæpur gegn eigin þegnum??

 

En það er langt síðan að hlutlaus fréttamennska hefur blómstrað á Efstaleitinu, lengi hafa starfsmenn þar upplifað sig í hlutverkaleik, sem skemmtilega vill til að þeir fá borgað fyrir en þurfa ekki að spila seint á kvöldin og um helgar, hlutverkaleik þar sem þeir eiga taka afstöðu, hafa áhrif, jafnvel vera gerendur.

Í þágu rétthugsunarinnar og þeirra flokka sem hafa eignað sér hana.

 

Maður spyr sig samt, hvað ef??, hvað ef til dæmis að það hefðu verið ungmenni frá Íslandi á tónlistarhátíðinni sem liðsmenn Hamas réðust á, hrópandi Alla er mikill, Alla er góður, og skutu svo á allt sem hreyfðist.  Það voru ekki bara hinir "réttdræpu" Ísraelar sem voru skotnir á fæti, líka ungmenni frá öðrum löndum.

Fréttaþulirnir sem töngluðust á mannfalli í átökum, þeir eru á þeim aldri að þeir hefðu alveg getað átt ungmenni sem hefðu sótt svona friðartónleika, eða vinir þeirra eða ættingjar.  Hefðu þeir samt svívirt minningu fórnarlamba þessa viðbjóðs með því tala um mannfall í átökum.  Og síðan með bros á vör skipt yfir á fréttaskot af einhverjum yfirmanni Hamas á Gasa sem talaði um slátrun á óbreyttum borgurum.

Hvað þarf til að fólk verði mennskt og skilur að ekkert að þessu er í lagi???

 

Veit ekki, en ég veit að það er grimmur hráskinsleikur að upphefja svona fjöldamorð eins og þau séu svona part of the programmið svo ég vitni í Kristján heiti ég Ólafsson.

Og það er ábyrgðarhlutur að taka afstöðu með þeim sem hóf þetta gjörningastríð í þeim eina tilgangi að stigmagna átök svo allt endi í báli og brandi.

Þar sem þúsundir, tugþúsundir, jafnvel milljónir eiga eftir að falla.

 

Það er ekkert gott við það og þó þeir sem geri slíkt séu kannski hluti af Góða fólkinu, þá eru þeir ekki góðar manneskjur.

Heldur skítseyði á pari við þá sem voðaverkin fremja.

Og þeir sem skipulögðu þessi voðaverk treysta á liðsinni þeirra til að móta neikvætt almenningsálit gagnvart Ísraelum, að þeir séu fótgönguliðar Hamas í þessu stríði.

 

Fórnarlömb voðaverka Hamas eru ekki mannfall í átökum, það voru engin átök þegar árásin var gerð.

Átökin urðu þegar Ísraelar snérust til varnar, og þá er hægt að tala um mannfall í átökum.

Á þessu er grundvallarmunur sem siðað fólk skilur.

 

Siðað fólk skilur líka að það hafa allir rétt á að verja sig, líka vondu karlarnir.

Það skilur líka að til að rjúfa vítahring ofbeldi og hefnda, þá þarf einhver að stíga fyrsta skrefið, en fjöldamorð á konum, börnum, ungmönnum, er ekki leiðin til þess, voðaverk Hamas var ekki friðarskref.

Burtséð frá öllu í fortíðinni, þá var það ekki friðarskref.

 

Ófriðarbálið í dag er á ábyrgð Hamas.

Allir sem falla, jafnt í Ísrael sem og á Gasaströndinni, eru á ábyrgð Hamas.

 

Og þetta ófriðarbál verður aðeins slökkt ef Hamas axlar sína ábyrgð.

Aðeins þá er hægt að tala um ábyrgð annarra, jafnt í fortíð sem nútíð.

 

Það þurfum við hin að skilja.

Kveðja að austan.


mbl.is Heilu fjölskyldurnar fundist myrtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þessa sannleikstölu, þetta er ekki hægt hjá RÚV. Ömurlegt að horfa upp á þetta.

Ívar Pálsson, 11.10.2023 kl. 12:35

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, þetta er ekki félegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2023 kl. 22:27

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Meðan ég reyni að koma hugsunum mínum á blað finn ég til með Ísrael sem á engra annara kosta völ en svara af fullri hörku.Um leið minnir það mig á Goldu Meir forseta (?)sem sagði þetta um óvini Ísrael;Það er hægt að fyrirgefa þeim að þeir drepi okkar menn,en alls ekki að neyða okkur til að drepa þeirra. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2023 kl. 22:44

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirgefðu Ómar minn að ég hvorki heilsa né kveð,hræðist vöktunina,góða nótt báðir hér.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2023 kl. 22:50

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Helga.

Það er enginn Stóri bróðir hérna svo þú mátt alveg gefa þér tímann.

Já þetta eru hörmungaratburðir og fyrirsjáanlegt að það myndi sjóða uppúr þegar örvæntingarfullt fólk rís upp.  En þetta er ekki leiðin, ef menn geta ekki sannmælst um það, þá sannmælast menn ekki um neitt.

Það er kannski stóra sorgin í málinu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.10.2023 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 1412819

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 396
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband