Við getum gert betur.

 

Og við ætlum að gera betur, saga okkar segir að fyrirtæki okkar getur alið upp lax í sjókvíum, án þess að laxar sleppi og mengi ár.

Segir Ivan, forstjóri norska fyrirtækisins sem á íslenska laxeldið.

Ekki samhljóma fyrrverandi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð sem hefur rifið kjaft út í eitt til að afneita alvarleika þess að eldislax slapp úr kvíum, og mengaði íslenska laxastofna.

 

Merkilegt viðtal við alvöru mann, mann sem veit hvað hann er að segja, kannast við  mistök, og hefur skýra sýn á úrbætur.

Hvort sem það er rétt eða rangt, þá færir hann rök fyrir sínu máli, er málefnalegur,, virkar eins og hann viti hvað hann er að segja.

 

Þar með þarf að spóla til baka, til netgreina fyrrverandi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð, stráksins sem Alli ákvað að gera ríkan, þar sem viðkomandi hæðist að alvarleik þess að eldislaxar sleppi úr sjókvíum sínum.

Eins og óþægur strákur sem forstjóri Mowi hafi gleymt að hirta.

 

En sú gleymska er kjarni íslenskra stjórnmála í dag, röflaðu, bullaðu, og aldrei að viðurkenna það sem miður fór, hvað þá að ljá máls á úrbætum eða því sem kennt er við framþróun, reynslu, úrbætur.

Sem lókal er þessi forheimska vítahringur Fjarðabyggðar, í stærra samhengi eru stjórnvöld föst í vítahring hagsmuna og aðgerðaleysis.

Er einhver svo heimskur þarna úti að hlusta á Guðlaug Þór sem virðist ekki hafa vaxið frá klappfundum Ungra Sjálfstæðisanna??

 

Og í bullinu og sullinu þá gleymist ein grundvallar staðreynd.

Við getum gert betur.

Og það þurfti Norðmann til að segja það.

 

Þetta er Ísland í dag.

Land sem hefur fyrir löngu misst sitt sjálf í ginningargap auðs og auðrána.

 

En þetta er samt landið okkar.

Kveðja að austan.


mbl.is Telur sjókvíaeldi án stroks mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband