13.7.2023 | 15:30
Það þarf stórslys!!
Segir langþreyttur björgunarsveitarmaður á heimsku mannanna.
Eins og hann viti það ekki að Samfylkingin mælist yfir 30% fylgi.
En það er ekki endalaust hægt að passa fíflin.
Og löngu kominn tími á að hætta því, það á ekki að þurfa stórslys til þess, aðeins heilbrigða skynsemi.
Líklegast var ömurlegast að hlusta á fundinn hjá almannavörnum að kveldi gosdags, þar sem tilmælum þetta og tilmælum hitt var beint að fólki.
Líkt og almannavarnir trúi því að þær hafi hvorki boðvald eða lögregluvald.
Það er því ekki skrýtið að limirnir dansi eftir höfðinu, kaos og ringulreið.
Kjarninn er sá að ef einhver hegðun er ekki liðin, þá er hún ekki liðin.
Við henni á þá að liggja sekt, eða jafnvel fangelsisvist ef ekki annað dugar.
Að koma ábyrgðinni yfir á sjálfboðaliða björgunarsveitanna er fáránlegra en sjálfur fáránleikinn.
Er í raun gjaldþrot vanhæfs stjórnvalds.
Sem beinir tilmælum til fólks í stað þess að stjórna því.
Að opna fyrir umferð inná lífshættulegt svæði er síðan sér kapítuli.
Hverjum dettur slíkt í hug??, ef aðstæður er hættulegar þá á að banna aðgang, vilji menn leyfa fólki að njóta, þá á slíkt að gerast eftir fyrirfram´ ákveðnum leiðum, og útsýnisstaðurinn á að vera öruggur.
Annað er ekki óábyrgt, heldur glæpsamleg vanhæfni.
Það á nefnilega ekki að þurfa stórslys til að fólk gæti að sér.
Almannavarnir, hið lögskipaða stjórnvald á að koma í veg fyrir slík slys, slíkur möguleiki á aldrei að vera í umræðunni.
Klénust rökin eru að fyrst að lögleysa Villta vestursins er ekki leyfð, að þá brjóti fólk bara boðin og bönnin, og reyni hvort sem er að koma sér í lífshættulegar aðstæður.
Lög og reglur eru sem sagt tilgangslaus, því fólk gæti brotið lögin, farið á svig við þau, eða eitthvað.
Hvaða kjaftæði er þetta??
Vitleysunni þarf að linna.
Þeir sem ábyrgðina bera, þurfa að axla hana.
Eða víkja ella.
Kveðja að austan.
Barnalegur frekjuskapur: Fúkyrði frá Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ríkisvaldið fór að miðstýra björgunarsveitum landsins úr Skógarhlíðinni í gegnum svokallaðar almannavarnir áttu þær að segja nei þetta er í verkahring lögreglu.
Nú er svo komið að fjöldi björgunarfólks eru að missa áhugann á sjálfboðastarfinu.
Sem skattgreiðandi er aðeins eitt að gera, -hætta að kaupa flugelda.
Því miður, úr efra.
Magnús Sigurðsson, 13.7.2023 kl. 16:34
Hinn valkosturinn við að reyna að stjórna áhættuhegðun fólks með valdi er að veita því fullt frelsi til að að framfylgja lögmáli Darwins um náttúruval og bæta þannig stofninn.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2023 kl. 19:24
Sammála Guðmundi.
Hið opinbera er komið langt út fyrir sínar heimildir til boða og banna. Vitleysingar sem kunna ekki fótum forráð verða einfaldlega að súpa seyðið af sínum gjörðum með tilheyrandi afleiðingum.
Að loka vegum og banna gangandi för er kjánaskapur og viðkomandi ætti að heimta þann lagastaf sem stuðst er við.
Björgunarsveitir eru að auki ekki framlenging hins opinbera, líkt og bent er á. Það styttist líklega í neitun gagnvart þáttöku í svona rugli og skítkasti sem því fylgir.
Sindri Karl Sigurðsson, 13.7.2023 kl. 21:11
Ég var samt alls ekki að mæla með því að hlaupa ofan í gjósandi eldfjall eða inn í reykjarmökk frá gróðureldum, svoleiðis er yfirleitt slæmt fyrir heilsuna. ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2023 kl. 21:21
Góðan daginn Magnús.
Ég hefði nú frekar bætt við einum flugeldi, hefði ég á annað borð efni á því, ekki veitir af í heimi þar sem allt kostar meira, og næstum það eina sem er ókeypis er hið óeigingjarna starf sjálfboðaliða okkar í björgunarsveitum landsins.
En "Litli herinn" okkar þarf að finna sitt ístað gegn nískum stjórnvöldum, gott samstarf milli almannavarna og björgunarsveita er mikilvægt það má að sjálfsögðu ekki vera einhliða eða íþyngjandi, og greiðslur eiga að koma á móti. Þarna reynir á forsvarsfólk björgunarsveitanna að standa með sínu fólki, sveitunum, jafnframt því að verkaskiptingin milli almannavalds og sjálfboðaliðasamtaka sé skýr og um hana sé sátt innan samtakanna.
Ég get ekki að því gert að mér finnst ég vera farinn að vakan inní einhvers konar Groundhog Day og bíð alltaf eftir að Bill Murray birtist á skjánum, skítkalt í galla, kvartandi yfir að fólk sé að reyna að drepa sig. "Þetta gangi ekki".
Þarna liggur ábyrgðin hjá almannavörnum, þær eru ekki beint að læra af reynslunni.
Kveðja úr hlýja föðurlandinu hérna í neðra, gott að stefna í að verða með elstu mönnum, því ég man eftir hlýrri dögum.
Ómar Geirsson, 14.7.2023 kl. 08:23
Blessaður Guðmundur.
Valdboð er forsenda almannavalds, það var ekki þannig í den að einhver sagði; "Hey strákar, eigum við ekki að stofna ríki??", og allir sögðu; "Jú, jú, gerum það".
Auðvitað er það klassísk umræða hve langt á ríkisvaldið að ganga í valdboðum sínum en reynslan hefur kennt að heimur án valdboða er heimur stjórnleysis. Þetta snýst ekki um að hafa vit fyrir fólki heldur að tryggja almannaró og almannaöryggi.
Þar sem þúsundir manna koma saman við aðstæður sem geta orðið lífshættulegar á nokkrum mínútum vegna veðrabreytinga, eða jafnvel þess að nýjar sprungur geta opnast, þá bera almannavaldinu að hafa stjórn á aðstæðum. Það er ekkert valkostur, því ber, og það gerir það með valdboði, ekki tilmælum.
Valdboðið fer eftir aðstæðum, sem þarf að meta hverju sinni, menn geta kosið að loka fyrir umferð næst gosstöðvunum, og þá framfylgja menn því, eða menn geta ákveðið hvaða áhætta sé viðunandi og þá stjórnað henni með merktum gönguleiðum, og fyrirfram ákveðnum útsýnistöðum. Og séð til þess að það sé farið eftir því, og þá að sjálfsögðu með valdboði þeirra stofnana ríkisins sem hafa heimild til að beita valdboði.
Þriðji kosturinn, að gera ekki neitt, er ekki í boði við þessar aðstæður, og það er heimskt að láta sér detta annað í hug.
Lögmál Darvins í þessu samhengi er ekki bara lögmál stjórnleysisins, ringulreiðar og kaosar, heldur ganga þau gegn lífsréttindum fífla, sem eru að það þarf að hafa vit fyrir þeim. Fíflin hafa sama tilverurétt og við, og heimur án fífla væri litlaus heimur, og margar sögur ósagðar, sem sagðar eru í dag.
Svo býr fífl í okkur öllum, þess vegna eigum við að sýna hvort öðru samhygð.
Ég mun samt ekki tala um legbera þó valdboðið muni sekta mig fyrir að segja kona.
Á öllu eru takmörk.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.7.2023 kl. 08:40
Góðan kuldadag Sindri.
Það má alltaf styðjast við lög um öryggisbelti, ef annað dugar ekki.
Það er margt valdboðið og sjálfsagt að spyrja um tilgang þeirra, ef það er ekki gert, þá hafa þau trend til að kæfa allt og alla.
En almannaöryggi þarf að tryggja, það er skylda allra stjórnvalda, og ef eldgos nokkra kílómetra frá byggð telst ekki til slíks öryggis, þá held ég að fátt geri það.
En kjarni þess sem ég var að koma á framfæri er að stjórnvald stjórnar ekki með tilmælum, ekki þegar sjálf alvaran er undir.
Það þarf stjórnvaldið skilja.
Kveðja að innan.
Ómar Geirsson, 14.7.2023 kl. 08:46
Heimur án valdboða er heimur ábyrgðar, heimur þar sem ríkisvald hhefur vit fyrir öllum er heimur algers ábyrgðarleysis.
Með þeim afleiðingum sem við höfum verið að súpa seyðið af núna lengi.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2023 kl. 14:12
Blessaður Ásgrímur.
Þú gleymdir að bæta við að það væri heimur Litlu Gulur hænunnar.
Það gilda önnur lögmál í the real world, og þann heim þurfa stjórnvöld að tækla.
Ekki með því að hafa vit heldur stjórna.
Hversu mikið vit er svo í þeirri stjórnun er svo annað mál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.7.2023 kl. 18:25
Um hvað ertu að tala? í hvaða heimi býrð þú eiginlega?
Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2023 kl. 12:52
Sælir; Ómar síðuhafi / líka sem og aðrir þínir gestir, ágætir !
Ásgrímur; frændi minn góður, af Kallaðarness ætt (Kaldaðarnesætt) !
Lestu þjer betur til; gagnyrtar meiningar hins mæta Austfirðings Ómars,
áður en þú lætur í veðri vaka:: þitt hugsanlega torlæsi, ágæti frændi.
Flest okkar; sem eigum til skyldleika við Einar Hannesson Spítalahaldara (1781 - 1870)
að telja, höfum ekki hingað til þótt neitt sjerstaklega tornæm á bókina, Ásgrímur minn.
Jeg reikna fremur með; líklegri fljótfærni þinni, hvað þessa merku umfjöllun Ómars varðar.
Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2023 kl. 13:41
Ekki sniffa svona mikinn þynni, þú hefur ekki gott af því.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.7.2023 kl. 20:06
. . . . Ásgrímur !
Hafi þessi sneið; (í athugasemd þinni / nr. 12) átt að beinast að mjer, varla Ómari,
sýnir það harðla ljelegan húmor þinn, hvað þá röksdemdafærzlu til alvarlegra umræðna.
Margt má upp á mig klaga; en sízt þó, að jeg hafi nokkurn tíma / hvað þá í samtímanum
fengizt við nokkurt sniff:: hvorki þynnis nje annarra efnasambanda, af nokkru tagi.
Fer þjer ekki bezt Ásgrímur minn; að halda þig til hljes:: hvort heldur er hjer á síðu
Ómars Geirssonar eða annarra yfirleitt, hafir þú ekkert annað fram að færa, nema leiðinlegan
skæting í garð fólks ?
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2023 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.