12.7.2023 | 09:14
Ég ræð.
Því ríkið er ég, sagði Lúðvík konungur 14., kenndur við sólina.
Þessi orð hans eru táknræn fyrir þann tíma sem kenndur er við einveldi, þar sem furstinn fór með allt framkvæmdavald, en var vissulega bundinn af grunnlögum samfélagsins, þeim fór hann ekki gegn, hann þurfti að breyta þeim fyrst, og fá samþykki þegnanna fyrir því.
Gegn þessu einræði reis borgarstéttin upp og þróaði það sem var kallað borgarlegt lýðræði, ætli við tölum ekki um lýðræði í dag.
Sagan vill samt alltaf endurtaka sig og stundum er sagt að hún fari í hringi.
Við Íslendingar upplifum í dag eitt tilbrigði við slíkan hringsnúning, ríkisstjórn okkar virðist vera skipuð fólki sem iðulega segir; Ég er ríkið, ég ræð öllu, og fer svo sínu fram óháð hvað öðrum finnst, samráðherrum, samstarfsflokkum, þingi eða almenningi.
Ríkisvaldið er í raun orðið smákóngaveldi, ríkisstjórnin aðeins stjórn að nafninu til.
Ég ræð sagði Svanhvít Svavarsdóttir þegar hún svipti hundruð manna lífsafkomunni daginn áður en veiðar á hval áttu að hefjast.
Gerræði sem hún veit að hefði gert Stalín frænda stoltan væri hann ennþá meðal vor.
Að sjálfsögðu klappaði Góða fólkið hana upp, enda missti það ekki vinnuna. Undirliggjandi er algjör fyrirlitning á vinnandi fólki, hlutskipti þess og örlögum. Enda fylgir það afsiðun samfélaga að siður er tröllum gefinn.
Ég ræð sagði Svandís kotroskin og ennþá ræður hún.
Núna ræður hún því að bregðast ekki við aukinni fiskgengd á miðum smábáta, vitnar í Exelinn sem kannast ekki við að gjafir Náttúrunnar eru breytilegar eftir árferði.
Hvað þá að Exelinn viti að fiskgengd á mið einstakra landshluta fer eftir umhverfisaðstæðum en ekki dagsetningunni sem skráð er í Exelinn.
Um sanngirni er ekki spurt, eða þá heilbrigðu skynsemi að aðlaga veiðar að náttúrunni en ekki Exelskjalinu.
Hvað þá að spyrja þeirrar spurningar hvort smábátamið á Norður og Austurlandi séu ekki vannýtt eftir tilkomu kvótakerfisins því víðast hvar hafa hefðbundnar veiðar lagst af og ekkert komið í staðinn.
Fiskurinn er þarna samt sem áður, bara ónýttur.
Sanngirni, að taka tilliti til venjulegs fólks, jafnvel að íhuga hvernig hægt er að styrkja viðkvæmar byggðir, ekkert af þessu fer í gegnum huga Svanhvítar Svavarsdóttur, og hún veit hvar skal höggva.
Venjulegt fólk er þar efst á lista, Hrunsaga hennar sannar það.
Hrunsaga hennar sannar líka að hún fer aldrei gegn valdinu, hinu raunverulega valdi.
Gegn kvóta- eða fjármagnsaðli.
Ég ræð segir Svanhvít, en ég þjóna.
Og ég hlýði.
Hvernig einhverjum datt í hug að Svanhvít myndi gera annað en að gera ekki neitt varðandi veiðar smábáta er mér hulin ráðgáta.
Einu sinni undirlægja, alltaf undirlægja, það er bara í eðli mannskepnunnar.
Trúgirni líka.
Það er til fólk sem trúir því í einlægni að Svanhvít sé bæði græn, vinstri og róttæk og það trúir því jafnvel líka að flokkur hennar sé vígi vinstrimennskunnar á Íslandi.
Svo er verið að gera grín að mér þó ég trúi á álfa og huldufólk.
Fólk bara trúir ýmsu, það er bara svoleiðis.
Það sem er, er hins vegar.
Og eitt af því er að Svanhvít Svarsdóttir trúir því í fyllstu einlægni að hún ráði.
En það er bara ekki svoleiðis.
Hún þjónar.
Bara ekki okkur.
Kveðja að austan.
Strandveiðar stöðvaðar á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún heitir nú reyndar Svandís en ekki Svanhvít en reyndar áttar þú þig á því síðar í pistlinum svo ég kýs að kalla þetta "ásláttarvillu". En ég er svo hjartanlega sammála því sem þú skrifar þarna og verst þykir mér að ENGIN viðurlög skuli vera við því að ráðherrar komi svona fram og jafnvel brjóti lög eins og í tilfelli Svandísar......
Jóhann Elíasson, 12.7.2023 kl. 09:54
Ryðgaður Jóhann, ryðgaður.
Þá tala ég stundum Vaðlvísku og ætli það sé ekki best að ég sýni þeirri arfleið minni tryggð og láti mismælið standa.
Því mismæli var þetta en ekki ásláttarvilla.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.7.2023 kl. 10:02
Hafi Loðvík XIV sagt þessi orð sem honum eru eignuð: L'État, c'est moi (ríkið, það er ég) og hafi hann verið einvaldur, má þá ekki segja að orðin lýsi stöðu hans innan rikisins mjög vel?
Voltaire á að hafa sagt að ekki sé hægt að nefna Loðvík á nafn án virðingar og án þess að hugsa til minnisstæðra tíma í sögunni. En hvað um smákónganna? Hvert liggur þeirra leið?
Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 12.7.2023 kl. 15:43
Blessaður Esja.
Þar sem talningarhæfileikar mínir eru takmarkaðir, og hafa versnað með aldri og stirðleka, og ekki bætir það úr þetta sem er alltaf að flækjast fyrir þegar tærnar eru notaðar sem talningartæki, þá hef ég eiginlega ekki tölu á hvað þú hefur nýtt greind þína og þekkingu í tuð sem varla má kenna við keisarans skegg.
Vissulega kannast ég við tilvísun þína sem má segja að hafi verið upphaf að því að sumir einvaldar vildu láta kenna sig við upplýsingu, það er "upplýstir einvaldar", en svo hnýttir þú við Esja minn góður, í samhengi sem stækkar mjög pistil minn.
Svona stundir gera margt þess virði sem er sagt af mismikilli alvöru, og oftast án mikillar íhugunar.
Já; hvert liggur þeirra leið??
Að mínum dómi í þroti lýðræðisins, það er ef öllum sé sama.
En ef ekki, þá upphaf að einhverju nýju.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.7.2023 kl. 16:32
Sæll Ómar æringi austan af landi, það sé ekki Loðvík sem dragspilið þandi, heldur er nær að geta þess sem sargaði fiðluna í Róm.
Þessi ríkisstjórn, eða hvað svo sem á að kalla brjálsemi flissandi fábjána, stígur nú dansinn í Hruna.
Hefur fyrir löngu selt sál sína til höfuðs öllu sem íslenskt er, hvort sem það er suðakindin, þorskurinn eða barn í móðurkviði.
Með ekki síðri kveðjum að ofan en vanalega austfirðingur minn góður (eins og Óskar Helgi hefði orðað það).
Magnús Sigurðsson, 12.7.2023 kl. 17:34
Jæja Magnús.
Það er nú bara svona, það er greinilega hætt að steypa í efra, en reyndar sá ég malbik í neðra, lítil viska þar að baki, nema náttúrulega brosið og verksvitið sem hefur ekki ennþá verið dánládað til okkar hinna smæstu launaþiggjandi bræðra á hinu Göfuga evrópska efnahagssvæði, í boði hinna bestu; hins íslenska Góða fólks.
Óskar Helgi, það toppar hann enginn.
Jafnvel hið góða gestgjafandi kaffi í Húsasmiðjunni hjá ykkur í efra, reyndar smá stílýkjur sem eru ekki alveg sannar.
Dýpri rök er ekki mitt að blogga um, ég er meira svona í hversdagnum, jafnvel slorinu, látum önnur ágreiningsefni liggja á milli hluta.
Ég var hins vegar að borða þarna í Efra, einn besta hamborgara sem sígræðgin gat ekki skemmt, líklegast var eyðilegging hennar næg fyrir sem kom niður á fleirum kúnnum en mér, sá hin blikkandi ljós, og fann til í hjarta mínu.
Ennþá ríkir þessi samkend meðal vor, hvort hún dugi til að ístaðið sé staðið, ég er reyndar mjög farinn að efast um, en líklegast er það bara aldurinn og heilsuleysið.
Þegar sá grámi sækir að, þá er fátt betra en áeggjan Óskars Helga.
Um það erum við allavega mjög sammála.
Hefur eitthvað með guðsgæfuna að gera.
Og henni ber að þakka.
Kveðja úr langum meiri sól í neðra, en for helvede með norðan kuldann.
Samt úr neðra.
Ómar Geirsson, 12.7.2023 kl. 17:57
Óskar Helga toppar enginn, hann var langt á undan sinni samtíð, enda fyrir löngu búin að valda upplýsingaóreiðu á rétttrúnaði góða fólksins.
Varðandi slorið þá vil ég bara árétta það sem ég sagði við Jóhann stýrimann; að slorið við ströndina er lifibrauð heimilisins.
Strandveiðimenn þurfa bæði að dýfa hendinni í kalt vatn og míga í saltan sjó, auk þess eru þeir einyrkjar - nokkurskonar handverksmenn við sinn bát. Þetta vissi Guðrún formóðir okkar í Viðfirði.
Þeir eru einnig undir þá sök seldir að fiskur verður ekki að verðmætum fyrr en hans hefur verið veiddur og aflinn seldur, -öfugt við sægreifana.
Sægreifarnir eiga annaðhvort bankana eða bankarnir þá, -er ekki alltaf alveg viss um þetta atriði frekar en hvor var músíkalskari Loðvík eða Neró, -en mér kæmi ekki á óvart, hvort sem það er, að þeir hafa gengið í sömu björg og flissandi fábjánar sem stíga nú dansinn í Hruna.
Því nú ver og miður, með kveðjum úr norðan nepjunni í efra.
Magnús Sigurðsson, 12.7.2023 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.