Já, það er ljótt að segja satt.

 

Og Jóni Gunnarssyni hefur kannski orðið það á einu sinni eða tvisvar áður.

 

Eða hvernig halda menn að okkar litla örþjóð geti leyst flóttamannavanda heimsins með því að láta undan stjórnlausum innflutningi flóttamanna á vegum skipulagðra glæpahópa??

Þetta er jú sá glæpaiðnaður sem skaffar mest í dag, meir en framleiðsla og dreifing á eiturlyfjum.

Jón er kannski klaufalegur í orðum og framgöngu, en kjarni orða hans er samt sannur, við eigum að verjast glæpaiðnaðinum, en ekki vera hluti af honum, þó margir geri það feitt að kóa með.

 

En víkjum að þessari frétt sem er tilefni þessa pistils og fyrirsagnar hans.

Og víkjum að síbyljunni sem sveitarstjórnarmenn út í horni uppá Héraði nýta sér í múgæsingu forheimskunnar varðandi Fjarðaheiðargöng.

 

Í það fyrsta vill meirihluti innfæddra á Seyðisfirði ekki þessi göng, það vill enginn borga stórfé vegna átthagafjötra við að lulla í gegnum myrk jarðgöng, þegar sama leið er fljótfarnari í frelsi náttúrunnar, og gleymum því ekki að síðasta vetur þá lokaðist vegurinn yfir Fjarðaheið í aðeins einn dag, oft ófært hluta af degi, en Fagridalurinn, samgönguæð Austurlands var miklu oftar lokaður.

Í öðru lagi er vandfundinn sá vitleysingur sem trúir því að bjartsýn kostnaðaráætlun, sem samt sýnir óheyrilega kostnað miðað við ávinning, standist.

Í þriðja lagi eru Fjarðaheiðargöng rothögg fyrir það þó sjálfbæra atvinnulíf sem þrífst á Seyðisfirði, miklu öflugri þjónusta og verslun uppá Héraði mun toga til sín það sem ennþá lifir.  Hins vegar eru engin dæmi frá því að þéttbýli myndaðist í landi Egilstaða að uppsveitungar hafi sótt sér þjónustu niður á firði, ekki nema þá illa tilneyddir eins og að þurfa að nýta þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað.  Sjúkrahús sem þeir hafa grafið undan í áratugi.

Í fjórða lagi er það beinlínis rangt að fullyrða að Fjarðarheiðargöng skipti einhverju máli fyrir samgöngur, atvinnulíf eða menningu á Austurlandi. Seyðisfjörður er ekki hluti af hinu kraftmikla atvinnulífi fjarðanna, þar sem peningarnir sem halda þjónustu uppsveitunga á lífi, verða til, eina sem göngin gera í raun er að túristarnir eru fljótari að koma sér í burtu.

Í fimmta lagi þá er þetta bara svo rosalega heimskt, svo heimskt að trúa að þetta fjárhagslega fíaskó verði einhvern tímann að raunveruleik.

 

Þess vegna þarf stundum að segja sannleikann, þó hann svíði.

Jón Gunnarsson hafði manndóm til þess.

Kveðja að austan.


mbl.is Forseti hnýtir í ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll vertu Ómar.

Bara fyrir forvitnis sakir langar mig að fá nokkur atriði á hreint hjá þér

Í það fyrsta vill meirihluti innfæddra á Seyðisfirði ekki þessi göng, það vill enginn borga stórfé vegna átthagafjötra við að lulla í gegnum myrk jarðgöng, þegar sama leið er fljótfarnari í frelsi náttúrunnar, og gleymum því ekki að síðasta vetur þá lokaðist vegurinn yfir Fjarðaheið í aðeins einn dag, oft ófært hluta af degi, en Fagridalurinn, samgönguæð Austurlands var miklu oftar lokaður.

Hvar getur þú vitnað í heimildir um andstöðu við göngin á Seyðisfirði.  Er til einhver opinber könnun sem styður mál þitt?

Ég var í Færeyjum fjórða til áttunda maí sl. og fór í gegnum fjórtán kílómetra undirsjávargöng.  Ég tók tímann og það reyndist átta mínútur og sextán sekúndum betur að renna þar í gegn.  Göngin voru björt og fín eins og Eskifjarðargöngin.

Í öðru lagi er vandfundinn sá vitleysingur sem trúir því að bjartsýn kostnaðaráætlun, sem samt sýnir óheyrilega kostnað miðað við ávinning, standist.

Aftur hlýtur maður að spyrja um heimildir.  Fulltrúar Vegagerðarinnar, fólk í ráðuneyti samgöngumála og KPMG (stjornarradid.is)  hafa komist að jákvæðri niðurstöðum um þessa framkvæmd, það ég best veit.  Getur þú vitnað í önnur betri rannsóknargögn.

Í þriðja lagi eru Fjarðaheiðargöng rothögg fyrir það þó sjálfbæra atvinnulíf sem þrífst á Seyðisfirði, miklu öflugri þjónusta og verslun uppá Héraði mun toga til sín það sem ennþá lifir.  Hins vegar eru engin dæmi frá því að þéttbýli myndaðist í landi Egilstaða að uppsveitungar hafi sótt sér þjónustu niður á firði, ekki nema þá illa tilneyddir eins og að þurfa að nýta þjónustu Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað.  Sjúkrahús sem þeir hafa grafið undan í áratugi.

Ég verð að mótmæla þessum fullyrðingum.  Það er ekki nokkur leið að rökstyðja hvernig bættar samgöngur geti verið rothögg á nokkra byggð.  Það eru margir Héraðsmenn sem hafa tengsl við Austfirði og sækja þangað þá þjónustu sem þar er að hafa.  Ég þekki marga sem gera sér dagamun við að fara slíkar ferðir og á meðan Byko var og hét voru þó nokkuð margir sem nýtti sér það, enda í mögrum tilfellum betra verð þar.  Sjálfur þekki ég til í PAN og gist og borðar bæði hjá Hildibrand og í Beituskúrnum Margir nýta sér möguleikana á að fara utan frá Seyðisfirði og þar er hægt að njóta matar á góðum veitingastað og skoða umhverfi og mannlíf.  Í gegnum tíðina hafa verið góð og gagnkvæm tengsl við nágranna okkar og margt höfum við sótt til þeirra hvað varðar ýmsa aðdrætti.  Reyðarfjörður hefur sinn sérstaka sess í hjörtum Héraðsbúa og þangað sækja margir vinnu sína.  Hvað varðar samanburð vegna ófærðar á Fjarðarheiði og Fagradal væri gott að fá upplýsingar um og jafnframt hvernig göng milli Norðfjarðar og Seyðisfjarðar bæti tengslin til Egilsstaða.

Í fjórða lagi er það beinlínis rangt að fullyrða að Fjarðarheiðargöng skipti einhverju máli fyrir samgöngur, atvinnulíf eða menningu á Austurlandi. Seyðisfjörður er ekki hluti af hinu kraftmikla atvinnulífi fjarðanna, þar sem peningarnir sem halda þjónustu uppsveitunga á lífi, verða til, eina sem göngin gera í raun er að túristarnir eru fljótari að koma sér í burtu.

Hvað hefur þú fyrir þér í þessari fullyrðingu?  Er hægt að vitna í sömu gögn og ég bið um undir lið eitt?

Í fimmta lagi þá er þetta bara svo rosalega heimskt, svo heimskt að trúa að þetta fjárhagslega fíaskó verði einhvern tímann að raunveruleik.

Þarna er ég þér 100% ósammála.  Allar samgöngubætur eru til góða.  Það þarf ekki annað en að líta til nágranna okkar í Færeyjum til að fá heimildir fyrir því. 

 

Kveðja

 

Benedikt V Warén

 

PS. Læt fylgja með ágæta grein úr Morgunblaðinu, þér fróðleiks.

 

==========================

 

Sniðganga staðreynda um Seyðisfjarðargöng

Umræða um kostnað hefur verið í gangi frá því að ákvörðun um Seyðisfjarðargöng undir Fjarðarheiði til Héraðs var tekin. Launaðir pennar hafa hamast við að láta gangagerð til Héraðs líta illa út og spilað undir átök innan Austurlands um þessa gangagerð, þó svo að það hafi verið ljóst lengi að vilji meirihluta Seyðfirðinga er að grafa göng til Héraðs. Margar staðreyndir í málinu hafa verið sniðgengnar.

Skiptar skoðanir hafa gert vart við sig vegna lagningar jarðganga til Seyðisfjarðar. Nokkrir þættir virðast þó hafa farið fram hjá sumum, sem hafa tjáð sig um framkvæmdina. Við sameiningu fjögurra sveitarfélaga í eitt voru bættar samgöngur ein höfuðáherslan við sameiningu þeirra í sveitarfélagið Múlaþing. Allir hljóta að viðurkenna að með sameiningu er hvorki verið að stefna að lakari samgöngum né lengri leiðum í gegnum önnur sveitarfélög.

 

Fjarðarheiðin er í fjallgarði sem er sá hæsti á Íslandi og hefur þau áhrif að þegar veðraskil fara yfir hann þá sleppa þau allri úrkomunni úr sér á móti austri, sem veldur snjóflóðahættu ásamt skriðuhættu um alla firði. Svo er eina jökulmyndin í fjallgarðinum, er Fönn nefnist, milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Rannsóknir um gangaleið frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar hafa ekki farið fram og það mun taka allt að tíu ár að framkvæma þær rannsóknir, en um er að ræða jarðfræðirannsóknir og veðurfarsrannsóknir ásamt umhverfismati.

 

Gangaleið um Mjóafjörð er órannsökuð svo sem fyrr segir, en vitað er um stór snjóflóð úr Króardal sem er í fjallgarðinum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Snjóflóð úr Króardal koma fram rétt utan við bæinn Fjörð, þar sem þau hafa tekið af mannvirki í eigu Fjarðar á fyrri tíð. Skriðuföll eru algeng rétt innan við Fjörð milli bæjanna Fjarðar og Fjarðarkots (Innri-Fjarðar). Þau hafa ítrekað eyðilagt tún þessara jarða. Skriðuföll eru þekkt á Asknesi og í hlíðunum fyrir innan. Friðheimur var byggður eftir að hús tók af við hvalstöðina í Hamarsvík innst í Mjóafirði.

 

Fannardalur er lítt eða ekki rannsakaður hvað snjóalög, snjóflóð og skriðuföll varðar, að sögn veðurfræðings.

Nú fyrir skemmstu varð ófært vegna snjóflóðahættu frá Norðfjarðargöngum út í Neskaupstað og því ekki hægt að koma hjálparliði til Norðfjarðar nema sjóleiðina frá Seyðisfirði, eftir að brotist hafði verið yfir Fjarðarheiði. Ekki var hægt að fljúga á þyrlu vegna veðursins og Fagridalur lokaður vegna snjóflóða og skriðufalla. Hólmanes var einnig lokað vegna snjóflóða. Fram kemur í annálum að skriðuföll hafi oft eyðilagt tún og engi á prestssetrinu forna, Hólmum.

Núna í vetur stóð til að rýma Fjórðungssjúkrahús Austurlands í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu og spurningin er því: hvert átti að fara með fólkið? Allir vegir voru lokaðir þrátt fyrir jarðgöng og ekki hægt að fljúga. Jarðgöng til Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði hefðu opnað leiðina að flugvellinum og tryggt leiðina að einni bestu höfn Íslands árið um kring. Auk þessa er alger nauðsyn að gera göng gegnum Austfjarðafjallgarð til Héraðs, ekki bara með ströndinni, til að efla byggð og auka öryggi íbúanna.

 

Vilja menn velja þann kost að leggja veg frá Seyðisfirði um Mjóafjörð til Norðfjarðar með þá hættu yfirvofandi að þegar veður gerast válynd sé hvorki hægt að komast til Seyðisfjarðar né frá? Auk þess er vegurinn mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu og tenging milli samgöngumannvirkja. Með göngum til Seyðisfjarðar undir Fjarðarheiði er tryggt að hægt er að komast þangað stystu leið frá flugvellinum á Egilsstöðum og örugg sigling frá öruggri höfn á Seyðisfirði til annarra fjarða á Mið-Austurlandi. Gröfum göngin strax og tengjum þau við þá vegi sem liggja fram hjá gangamunnunum báðum megin stystu leið. Förum svo í varanlega vegagerð þegar aðalskipulagi lýkur fyrir sveitarfélagið.

 

Í þessu máli er mikið talað um peninga en aldrei nefnt að peningar sem aflað er á Austurlandi duga í þessa framkvæmd og meira til. Talað er um að peningarnir fari frekar til byggingar samgöngumannvirkja í Reykjavík en á Austurlandi. Samkvæmt skýrslu frá Háskólanum á Akureyri fá Austfirðingar aðeins eina krónu af hverjum fimm sem þeir afla ríkissjóð. Tími til kominn að réttlæti fari að ráða í ráðstöfun fjármagns á Íslandi. Þeir fái að njóta sem afla.

 

Svo má benda á að leiðin til Seyðisfjarðar er einnig vegtenging Íslands við Evrópu með Norrænu inn á þjóðleið E39 í Danmörku. Með henni koma þúsundir farþega ár hvert og frakt í báðar áttir. Það hentar hins vegar ekki alltaf að nefna það. 

 

Björn Ármann Ólafsson
Höfundur er 4. maður á lista Miðflokksins í Múlaþingi.

MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2023 bls.16

 

Benedikt V. Warén, 26.5.2023 kl. 00:51

2 identicon

Mér sýnist á skrifunum hjá þér Ómar að þú sért einn af þeim sem vilja frekar engin göng heldur en göng sem bæti samgöngur við Hérað.
Þú ert svo sem ekki einn um þetta,en þú ættir að reyna að vaxa upp úr þessu.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 08:09

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Núna er ég alvarlega farinn að efast um lesskilning þinn, síðan fer þér það ekki vel að bullumsulla.

Fjarðaheiðargöng verða aldrei grafin, það finnst enginn svo foráttuvitlaus maður sem trúir því í eina einustu mínútu, þau eru einfaldlega of löng og of dýr.  Lengdin gerir þau of dýr í rekstri því það verður ekkert komist hjá því að uppfylla Evrópustaðla varðandi öryggiskröfur, kostnaðurinn sligar síðan allan meintan ávinning.

Brothætt byggðin á Seyðisfirði mun aldrei standa undir þessum kostnaði, bæði rekstrar sem og að borga niður tugi milljarða lán með vöxtum og vaxtavöxtum.  Þegar menn viðurkenna þá staðreynd verður síðasti íbúinn flúinn frá Seyðisfirði.

Austfirðingar, það er þeir sem nenna að íhuga þetta mál stundarkorn, vilja bættar samgöngur sem eru lífsnauðsynlegar fyrir framtíð fjórðungsins, það þýðir að bora þarf göng.

En bara ekki þessi göng.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 08:53

4 identicon

Þetta eru alveg ný rök.
Heldurðu að Fáskrúðsfiirðingar standi undir Fáskrúðsfjarðargöngum?
Eða á þetta bara við um Seyðisfjörð?
Ég hef enga ástæðu til að ætla að fólk flýi frá Seyðisfirði ef lífskjör þeirra eru bætt.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 09:38

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Það er ekki til betri skoðanakönnun en tilfinning rótgróinna innbyggja og þeir fullyrða að þeir séu kúgaðir af háværum minnihluta sem er meira eða minna tengdur eða í vasanum á Hérunum.

Það er 70 kílómetra hámarkshraði í jarðgöngum á Íslandi, það er sama hvað maður þarf að flýta sér yfir á Eskifjörð, á reyndar að vera til en svona er málvenjan eftir áratugaferðir yfir Oddskarðið, maður sleppur ekki við þessar tæpu 8 mínútur í gegnum göngin, og það er hundleiðinlegt að keyra í gegnum jarðgöng, nema í vondum veðrum.

Opinberar kostnaðaráætlanir á Íslandi eru þekktar fyrir að vanmeta kostnað, og til að gera skáldskapinn trúverðugan eru fyrirtæki eins og KPMG látin kvitta undir. Það eina sem er vitað eftir Vaðlaheiðargöng er óvissan, og hún er margföld í Fjarðaheiðargöngum vegna lengdar þeirra.  Þegar verkfræðingar vegagerðarinnar eru ekki í vinnunni að ljúga fyrir misgáfaða stjórnmálamenn, þá viðurkenna þeir þetta. "Hann sagði að aðstæður undir Fjarðarheiði"ekki betri" þótt þar væri ekki hætta á jarðhitasvæði. "Á Fjarðarheiði er uppistöðulón og það gæti orðið flókið deilumál ef það tekur að rýrna. Það verður erfitt að koma í veg fyrir að vatn dragist úr berginu. Í tveimur borholum á Fjarðarheiði lak allt sem lekið gat. Það þýðir að þar undir eru opnir kanalar fyrir vatn, líkt og í Vaðlaheiði. Þótt ekki sé jarðhiti í Fjarðarheiði má búast við setlagasyrpum sem krefjast talsverðra styrkinga. Þess vegna tel ég að hliðstæðar áskoranir verði við að grafa þar í gegn.""( Ágúst Guðmundsson jarðfræðingur).

Ekki skal ég mótmæla því að einhverjir Héraðsmenn sæki vinnu í álverið, þeir þekkjast á því hvað þeir eru veðurbarnir á veturna eftir að hafa brotist yfir Fagradalinn, og þar sem það er leiðinlegt að borða alltaf sama matinn þá efa ég ekki að tveir eða þrír hafi einhvern tímann skroppið niður á firði til að borða, þó það væri ekki annað en fyrir útsýnið.  En að Héri komi niður á firði til að sækja sér þjónustu er sjaldgæfara en að túristar klappi Lagarfljótsorminum.  Bættar samgöngur hafa hins vegar styrkt smáfyrirtæki hér í neðra vegna þess að með tilkomu Fáskrúðsfjarðar- og Norðfjarðargangna eru firðirnir eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Ef þið þarna í efra gætu einu sinni litið upp af hundaþúfunni sem þið gónið á dagsdaglega þá sæjuð þið að bættar samgöngur á Austfjörðum og tenging fjarðanna við Héraðið er ávinningur allra, og ekki hvað síst ykkur þarna í efra. Austfirðingar hafa hins vegar engan ávinning af Fjarðaheiðargöngum.

Seyðisfjörður er ekki hluti af atvinnulífi fjarðanna, nema kannski þjónar slippurinn einhverju bátum en þeir eru bara svo fáir eftir í fjórðungnum. Þú þarft engin gögn þar um, skoðaðu bara landabréfið, það eina sem gerist eftir Fjarðaheiðargöng, og þá á pappírnum því þau verða aldrei grafin, er að há veggjöld fæla fólk frá.  Og síðan veistu alveg Benedikt að grunnatvinnuvegirnir eru niðri á fjörðum, þar eru stærstu og öflugust fyrirtæki fjórðungsins, en þjónustan er uppá Héraði, sem betur fer því annars væri mannlífið hér fyrir austan ósköp fátæklegt.

Færeyingar eru ekki að glíma við eldfjallaberglögin okkar.  Kostnaður má aldrei kæfa bótina. Og þegar heimskan er farstjóri þá verður aldrei neitt úr neinu, Það vantaði herslumuninn að ríkisvaldið koksaði á Vaðlaheiðargöngum sem eru þó miklu ódýrari, og þau tengja saman umferð milli landshluta.  Þessar örfáu hræður sem ennþá eiga ættir og uppruna á Seyðisfirði, og þrauka þar ennþá þó fjöllin séu farin að leita út í sjó, þær standa aldrei undir þessum tugmilljarða kostnaði.  Hvað er eiginlega að ykkur þarna í efra??

Varðandi grein Björns þá get ég ekki tekið að mér að rífast við alla vitleysu sem kemur frá ykkur þarna í efra, ég læt mér duga að eyða tíma í athugasemdarkerfið. Vil þó aðeins benda þér á varðandi lokun Norðfjarðargangna í hamfarasnjónum í mars, að það hefur ekkert með mikilvægi eða gagnsemi samgöngumannvirkja að gera að vegagerðin geti ekki skemmt fyrir með því að hanna eða framkvæma fyrir aftan óæðri endann hjá sér.  Ef þú leggur nýjan veg undir snarbröttu fjalli þá eðli málsins kemur snjór niður úr því fjalli og leitar yfir veginn, ef þú opnar göng í þekktan ofsavindstreng, þá lokar þessi vindstrengur veginum.

Meint fagmennska vegagerðarinnar er samfélagslegt vandamál en hefur ekkert með vegagerð sem slíka að gera.

Það er bara svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 09:47

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Stundum er aðeins betra að kynna sér málin áður en lagt er á stað í gasprið, það reynist mér allavega vel.

Einn af fáu í hinum þögla meirihluta á Seyðisfirði, sem þorir gegn hávaða múgsefjunarinnar, sagði þetta í nýlegri grein í Austurfrétt;

"Ég tel þó sáralitlar líkur á að sprengd Fjarðarheiðargöng séu í sjónmáli. Mjög dýr göng og krafa ríkisins um að helmingur kostnaðar við verkið innheimtist af verktaka með veggjöldum notenda útilokar tilboð. Það er fáránaleg forsenda. Því fer víðs fjarri að hægt sé að innheimta með veggjaldi 20 milljarða af Seyðfirðingum og gestum þeirra á næstu 40 árum að viðbættum vöxtum og innheimtukostnaði. Ég sé heldur ekki að gert sé ráð fyrir kostnaði við Fjarðarheiðargöng í fjárlögum. Hönnun er nú greidd og sérfræðingar búnir að fá sinn bita af verkefninu. Sjálf gerð ganganna tæki stærstan hluta af áætluðu fjárfestingafé til vegagerðar á Íslandi í mörg ár." (Sigurður Gunnarsson)

Þessi göng sem verða aldrei grafin, eru göngin sem Innviðarráðherra ætlar að nota sem tylliástæðu til að svíkja síðasta kosningaloforð sem hann á eftir að svíkja.

"Aldrei veggjöld". Ha, ha.

Göngin sem verða aldrei grafin eru tylliástæðan til að innheimta veggjöld í jarðgöngum sem voru byggð fyrir fjármuni á samgönguáætlun.

Það er engu logið uppá lygamerði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 09:54

7 identicon

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá Sigurði.
Jarðgöng hafa ekki verið fjármögnuð af vegafé fram að þessu.
Það hafa verið sérstakar fjárveitingar til gangnagerðar.
Það væri kannski ágætt að kynna sér málin áður en maður fer að gaspra.
Ég er einmitt núna að skamma Sigurð fyrir rangfærslurnar.
Tyllliástæðan fyrir gjaldtöku á vegakerfinu voru ekki Fjarðarheiððargöng heldur Vaðlaheiðargöng og drauminn má líklegarekja allt aftur til Hvalfjarðaganga..
Ef stjórnmálamann vantar tylliástæðu þá finnur hann tylliástæðu.
Í hugum stjórnmálamanna snýst þetta um skattahækkanir sem hægt er að leggja á án þess að kalla það skatt.
Jaðgangnagerð á austurlandi var raðað í forgangsröð fyrir löngu.
Fáskrúðsfjarðagöngum var hleyft framfyrir Fjarðarheiðargöng,enda var það sanngjarnt. Héraðsmenn samþykktu þetta.
Hinsvegar gerðist það að þegar var búið að taka fyrstu sprengingu í Norðfjarðargöngum,þá gekk Fjarðabyggð á bak orða sinna og snérist gegn Fjarðarheiðargöngum og kom þannig í veg fyrir að þau göng verði að veruleika og jafnframt frestaði allri jarðgangngerð í fjórðungnum um ótiltekinn tíma.



Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 10:26

8 identicon

Norðfirðingar ættu kannski að vera síðastir af öllum til að gaspra um að fjöllin séu að fara út í sjó.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 10:51

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Það er gott að einhver nenni að skamma Sigurð Inga en þú getur frekar fundið þér gæs til að skvetta á. Hins vegar veit ég ekki hvar þú hefur haldið þig síðustu árin, það er allavega ljóst að þú hefur ekki fylgst með umræðunni um veggjöld, umræðu sem knúin er áfram af Innviðarráðherra.

Vaðlaheiðargöng og Hvalfjarðargöng voru boruð undir merkjum einkaframkvæmdar, voru ekki á vegaáætlun, þess vegna eru veggjöld þar. Fjarðaheiðargöngin eru fyrstu jarðgöngin sem eiga að fjármagnast að hluta með veggjöldum, og þar sem það er borin von að svona lítil umferð nái að dekka nema brot af þeim kostnaði, þá er það opinbera stefna Innviðarráðherra, stefna sem sveitarstjórar hafa þegar mótmælt, bæði fyrir vestan og norðan, að leggja á veggjöld í þegar byggðum jarðgöngum sem voru fjármögnuð af samgönguáætlun.

Fáskrúðsfjarðargöng voru ekki tekin fram yfir Fjarðaheiðargöng, þá voru árdagar í þau, heldur fram yfir Norðfjarðargöng, bitbeinið var svo forgangur hér fyrir austan versus vestan.

Síðan er það bull að Fjarðabyggð hafi snúist gegn Fjarðaheiðargöngum, þetta eru svoddan lyddur í sveitarstjórn að þeir þora ekki gegn forheimskunni.

Hins vegar tókst þér að fara með eitt atriði rétt Borgþór og það er þessi setning; "Jarðgangnagerð á austurlandi var raðað í forgangsröð fyrir löngu.", og ég ætla að vitna í gamla umdæmisverkfræðing okkar Austfirðinga, Einar Þorvarðsson;  Úr frétt á Vísi.is.

"Einar Þorvarðarson rifjar upp að árið 2005 hafi Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri, að ósk SSA, skilað skýrslu um hvaða göng skiluðu mestri arðsemi og samfélagslegum áhrifum á Austurlandi. „Þar var niðurstaðan sú að Fjarðarheiðargöng kæmu bara ekki til greina heldur væri langréttast að grafa göng frá Seyðisfirði í Mjóafjörð til Norðfjarðar og göng frá Norðfirði til Eskifjarðar,“ segir Einar. Þau hafi verið talin langsamlega arðsömust og skila mestum samfélagslegum ávinningi.

Einar segir að góð samstaða hafi verið orðin á Austurlandi um þrenn geng með Mjóafjörð sem miðju, svokölluð samgöng.

"En svo allt í einu eru bara menn farnir að tala um Fjarðarheiðargöng. Þá bara rofnaði samstaðan. Það er engin samstaða um það að gera þessi göng."".

Það eru nefnilega ekki allir vitlausir, sérstaklega þegar þeir þurfa ekki lengur að þjóna vitlausum stjórnmálamönnum.

Það er rétt hjá jarðfræðingnum sem ég vitnaði í hér að ofan, að það er hægt að grafa þessi göng, það er allt tæknilega mögulegt.  En svona fámenn þjóð mun ekki ráða við þann kostnað, hvað þá að leggja út slíkt fíaskó fyrir lítinn sem engan ávinning.

Hvað menn teyma svo sjálfa sig á asnaeyrum er svo önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 12:14

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Já og varðandi með fjöllin sem leita út í sjó, þá er snjór ekki fjall. 

Og það eru varnir á Neskaupstað, eitthvað sem menn hafa ekki skammast sín til að tryggja Seyðfirðingum.

Aftur er það kveðjan að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 12:16

11 identicon

Ég bjó á Norðfirði í ellefu skemmtileg ár og er ekki með öllu ókunnugur staðnum.
Þegar ég bjó þar þá var verið að fylgjast með stórri sprungu í fjallinu fyrir ofan bæinn.
Síðar heyrði ég í fréttum að það stæði til að koma fyrir vöktunarkerfi í sprungunni.
Ekki veit ég hvort þetta kerfi var sett upp eður ei,en kannski ert þú kunnugur því.
Ekki reyna að plata mig geskur. 

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 12:52

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Geskur, þykist þú vera flámæltur í þokkabók í anda Sandvíkinga, við Norðfirðingar segjum greyið.

Það fara öll fjöll niður vegna bráðnun sífrerans, aðeins spurning um tíma.  Þessi sprunga er á sínum stað, það er búið að grafa undan henni niður á fast, og varnir á milli hennar og byggðarinnar.

Seyðisfjörður er byrjaður að skríða niður í sjó, án nokkurra varna, þar liggur diffinn, óttinn verður ekkert aftur tekinn, byggðin er í andaslitrum innan frá, ef það ferli var þá ekki löngu hafið.

Þetta með varnirnar létu þið stjórnmálamenn teyma ykkur á asnaeyrum, það er samt óþarfi hjá ykkur að hjálpa þeim og teyma ykkur sjálfa á þeim eyrum.

Hættið svo að skríða fyrir Hérunum, nýlendustefna þeirra er farin að minna á Kongó á dögum Belga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.5.2023 kl. 13:30

13 identicon

 Ég veit ekkert um hvað þú  ert að tala 
Staðreyndin er samt sú að okkur Hérunum finnst ósköp vænt um litlu bræður okkar niðri á fjörðum ,og ég held að það sé gagnkvæmt.
Það er hinsvegar einhver andskotinn að bæjarstjórnunum hjá ykkur. 
Það þyrfti eitthvað að líta á þær.
Það gæti hugsast að ráðamenn ykkar hafi verið sfétnir í Æsku

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 18:55

14 identicon

Þeim sem hlustuðu á svokallaðan innviðaráðherra, Framsóknareinkavinavæðingarþursafríkið, ígildi Vaðlaheiðareinkavinavæðingarvafningavitleysunnar, í kvöldfréttum rúvó hlutafélags, ætti að vera ljóst að hverju stefnt er, einkavinavæðingar vegakerfisins, á kostnað almennings landsins.  Og röksemdin er hve Fjarðarheiðargöngin verða mikil og dýr, nauðhyggja eymdarinnar verður þar með yfirfærð á hverja nýja brú, hver ný göng, hvern helvítis vegspotta landsins.

Alveg stórmerkilegt að sjá Borgþór og Benedikt, B & B vitnandi í B, fagna fyrirætlunum Framsóknareinkavinavæðingarþursafríksins.  Komnir heim í faðm maddömuskækjunnar, eða hvað? 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.5.2023 kl. 19:56

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sannleikanum er hver sárreiðastur. Finnst merkilegt að það sé enginn af þingmönnum þessa kjördæmis með bein til að koma fram með höfuðið á herðunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.5.2023 kl. 20:28

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hefði seint trúað því upp á þig Ómar, -siðprútt ljúfmennið, -að þú myndir stofna til óvinafagnaðar í Þórðargleði með því að skemmta skrattanum dag eftir dag hér á blogginu.

Og bíta í upphafi hausinn af skömminni með því að þakka dómsmálaráðherra fyrir að hafa fundið um T-göngin á Austurlandi samkvæmt kröfum 21. aldarinnar. Ef mér skjöplast ekki þá fundu Austfirðingar upp á þessum T-göngum sjálfir á síðustu öld við misjafnan ófögnuð innbyrðis.

En einhvern veginn runnu öll áformin út í sandinn í ósamstöðuleysi og Þórðargleði um árið yfir Eskifjarðargöngunum, sem vel að merkja voru lokuð í fleiri daga vegna snjóa í Fannardal í vetur en sjálf Fjarðarheiðin samkvæmt þínum heimildum í pistlinum hér að ofan.

Það hefði ekki þurft annað en að lesa þjósögur Héraðsmannsins, Seyðfirðingsins og Austfirðingsins Sigfúsar Sigfússonar til að átta sig á því að Eskifjarðagöngin kæmu út á snarvitlausum og viðsjárverðum stað undir Fönn.

En hvað um það ég hef alltaf verið 20. aldar maður og hrifinn af því hvernig Austfirðingar komust að þeirri niðurstöðu þá að T-göng gögnuðust flestum betur en T-strengir, þó svo að samstaðan hafi verið orðin einstrengingsleg þegar kom fram á 21. öldina.

Og svo því sé haldið til haga þá bý ég steypu Hérinn enn að námsárum mínum Neskaupstað sem hófust í kjallara nýju álmu sjúkrahússins og hef aldrei komið til hugar að naga niður sjúkrahús okkar Austfirðinga, enda er það byggt úr staðgóðri steypu, og ég geri mér fulla grein fyrir, og hef notið þeirri uppsöfnuðu þekkingar sem á sjúkrahúsinu býr.

Þess vegna verða greiðar samgöngur að vera á milli góðra granna ef fjórðungurinn á að lifa. Það á við fleira en Seyðisfjörð, Firði og Hérað, því síðasti bærinn í dalnum verður aldrei til lengdar sá síðasti, það hefur sýnt sig hvað eftir annað um allt Ísland.

Magnús Sigurðsson, 26.5.2023 kl. 21:32

17 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ómar og Símon Pétur.

Það er aðdáunarverður einleiki ykkar beggja að hrapa að ályktunum án þess að hafa neitt á bak við þær.

Endileg haldið því áfram, það er meira að segja hægt að hafa af því gaman stöku sinnum.

Benedikt V. Warén, 27.5.2023 kl. 10:14

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ láttu ekki svona Magnús, síðast þegar ég vissi þá varst þú alinn upp á fjarlægum stað sem gamlir menn hérna fyrir austan kölluðu Kongó, en er sami staður og Stefán Jónsson útvarpsmaður með meiru lýsti svo dásamlega í bók sinni, Að breyta fjalli, það er Djúpivogur. Þar skilst mér að þér hafi verið kennt að steypa þó ég efa ekki að sá rólyndismaður Robbi hafi getað kennt þér ró við steypuvinnu.  Einnig efa ég ekki að Hérarnir hafi tekið þér opnum örmum enda sagði Gummi frændi mér að þeir væru upp til hópa öndvegisfólk, flestir ættaðir úr sveitunum í kring, þá er samt óþarfi hjá þér að læra af þeim Héraþykkju, enda fer hún þér ekki vel.

Ég þarf öðrum að svara, og kaffi að sötra áður en ég svara þér efnislega, en mundu það samt Magnús, að það er ekki bæði hægt að beina spjótum að flissandi fábjánum og taka svo á móti stærsta axarskafti þeirra með lúðrablæstri, bara vegna þess að hið meinta axarskaft er í túngarðinum heima.

Meikar engan sens frekar en að blanda kóki út í Black Label.

En á meðan er það kveðjan úr vindgarranum í neðra.

Ps.  Að Kveðja að austan sé skrifuð af prúðmenni, ha ha.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 12:20

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Hver var að biðja þig um það??

En þér tókst nú samt að fá mig til að vera sammála í einu þó staðþekking þín um fjölda bæjarstjóra niðri á fjörðum er orðin úrelt, og það er að þessir bölvaðir bévitar, eða þannig, ættu hvergi að koma nálægt verklegum framkvæmdum.

Þegar maður kíkir uppá Hérað til að kaupa sé ódýrar Góu súkkulaðirúsínur  í Bónus eða fá sér öndvegiskaffi í Húsasmiðjunni, þá fellst manni stundum hendur þegar maður hugsar um frágang á götum og tilheyrandi hérna í Fjarðabyggð miðað við snyrtimennskuna í efra, og ef bakið er líka að kvelja þá tuða ég út um gluggann svo konan heyri ekki, "andskotinn, við þyrftum að segja okkur til sveitar hérna uppá Hérað", en oftast dett ég inní pælingar við sjálfan mig um hvort ekki væri hægt að gera langtímasamning við Hérana um að sjá um allar verklegar framkvæmdir í Fjarðabyggð.

Svona er þetta, það hafa allir sinn akkilesarhæl  að draga, einn daginn munt þú  hætta að draga þá meinloku að Fjarðaheiðargöng geri eitthvað fyrir verslun og þjónustu á Egilstöðum, peningarnir eru niðri á fjörðum, þjónustan la la, Austfjarðagöng eru því raunverulegt hagsmunamál ykkar í efra.

En á meðan er það kveðjan úr saltrokinu hérna í neðra.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 12:44

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Ég hélt að þú væri orðinn það grár sem og pennavanur að vita að þegar rökþrotið eitt er eftir að þá yfirgefur maður pennavettvanginn hljóðlaust í trausti þess að aðrir sem lesa verðir ekki varir við það.

En ég gaf mér tíma til þess að finna skýrslu frá einhverju apparati eins og þetta þarna sem þið í efra teljið að skýrslur frá þeim séu eins og guð hafi sagt þetta, og það er skýrsla Ifs greiningar sem það vann fyrir fjármálaráðuneytið um Mat á greiðslugetu og forsendum Vaðlaheiðarganga.  Ifs segir á heimasíðu sinni að fyrirtækið sé þjónustufyrirtæki á sviði greininga og fjármála, svona eitthvað svipað og KPMG, eina sem KPMG hefur fram yfir Ifs er að KPMG er með útibú á Egilstöðum og jákvæð skýrsla því góður bittlingur fyrir fyrirtækið.

En sérfræðingar Ifs töldu sig svo mikla sérfræðinga að þeir sáu engar ástæður til að efast um kostnaðarmat Vegagerðarinnar eða að tilboðið sem var tekið, myndi standast.  Og um hinn meinta kostnað má lesa á blaðsíðu 6; "Áætlaður kostnaður framkvæmda við Vaðlaheiðargöng að frádregnum virðisaukaskatti er um 8,7
milljarðar kr. Tilboð liggur fyrir frá ÍAV/Marti fyrir stærstum hluta verklegra framkvæmda og er það 5% undir kostnaðaráætlun.".

Svo ég vitni í annan Héra, Hilmar ykkar stjórnarformann með meiru, þá sagði hann við vígslu Vaðlaheiðargangnanna að heildarkostnaðurinn við þau væru um 17 milljarðar, svona sirka 100% framúr hina vönduðu kostnaðaráætlun sem Ifs lagði blessun sína yfir. Það sem Hilmar lét ógetið, enda lengi gengið með þingmanninn í maganum og hefur því tamið sér þann sið stjórnmálamanna að segja aldrei allan sannleikann, að lánið við ríkisábyrgðarsjóð átti bara eftir að hækka og hækka.  Innherji Vísis.is gerði ágæta greiningu á björgunaraðgerðum vegna þessa mesta fíaskó samgöngusögunnar fram að þessu, og þar má lesa;

"Í þeim tilgangi að létta á skuldum Vaðlaheiðarganga, sem námu alls 19,9 milljörðum króna í lok árs 2021, hefur verið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu í rúmlega tvö ár. Á þessu tímabili hefur ríkissjóður, lánveitandi Vaðlaheiðarganga, frestað innheimtuaðgerðum.

Í júní síðastliðnum var skrifað undir viðauka við lánssamninga þar sem kveðið er á um framlengingu á lokagjalddaga til 15. febrúar 2057, breytt vaxtakjör auk þess sem höfuðstóll lánanna er nú verðtryggður og bundinn vísitölu neysluverðs. Samhliða því skuldbreytir ríkissjóður fimm milljörðum króna af eftirstöðvum lánsins í nýtt hlutafé í göngunum.".

Þetta er bara svona dæmi um að halda sig við staðreyndir Benedikt, en ekki að vitna í uppdiktað bull sem samið er til að þóknast verkkaupanda, gjörspilltum vitlausum stjórnmálamönnum sem láta eins og almannafé sé óþrjótandi og því þurfi engin skynsemi að vera með í för þegar því er eytt.

Jafnvel jarðfræðingurinn sem vann mat á berglögum hins fyrirhugaða gagnasvæðis, gat ekki þagað yfir því að það eina sem væri víst væri óvissan, líkt og ég peistaði til þín hér að ofan.  Enda maðurinn með allt niðrum sig eftir mistökin í matinu á berglögum Vaðlaheiðar, þó hann reyni að afsaka sig í bak og fyrir að þetta hafi verið eitthvað ófyrirséð.

Það er hins vegar ekkert ófyrirséð með íslensk berglög,við vitum alveg úr hverju þau eru gerð, og eins og jarðfræðingurinn sagði, það lekur allt þarna sem lekið getur.

Þá eru 40 milljarðarnir fljótir að tvöfalda sig, og rúmlega það, eða það sem líklegra er, menn gefist upp því það vill enginn borga reikninginn.

En Sigurður Ingi er enginn vitleysingur, þó hann sé margt.

Eins og Símon Pétur benti á hér að ofan, þá ætlar hann aldrei að bora, þessi göng sem verða aldrei boruð, eru skálkaskjól hans fyrir að leggja drög að einkavinavæðingu vegakerfisins.

Og þið nytsömu sakleysingjarnir flykkist í Húsasmiðjuna til að fá eyrnaskjól svo það taki ekki eins í eyrun ykkar þegar þið dragið þau á asnaeyrum.

Sorglegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 13:11

21 identicon

Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur Ómar sennilega rétt fyrir sérhvað varðar þessi göng 
Þau  verða líklega ekki gerð,og sennilega engin göng. Þegar upp er staðið þá er verðmunurinn á þessum tveimur gerðum gangna ekki mikill og það er ekki líklegt að það verði nokkurntíma samþykkt að eyða slíkum upphæðum í vegabætur á Austurlandi.
Það eru breyttar áherslur hvað varðar ráðstöfun ríkistekna og það eru gjarnan sendir tugir milljarða  til útlanda án þess að það eigi sér stað nein opinber umræða um málið.Það er til dæmis nokkuð fyrirséð að við munum eyða að minnsta kosti 10 milljörðum í stríðsrekstur.
Það fer ekki fram nein umræða um það mál.
Ég veit ekki hvernig stemningin er í landinu en ég er ekkert viss um að ef það færi fram svipuð umræða um það mál og fer fram um vegagerð  ,að almenningur væri sáttur við að nota ríkisfé okkar með þessum hætti.

Hvað varðar göngin þá held ég að allir sjái að Fjarðarheiðqargöng og þaðan göng til Norðfjarðar er lang besti kosturinn,en hann er aðeins dýrai. Hann er þó ekki eins mikiðð dýrari en margir halda.
Þetta er besti kosturinn af því að þetta lengir engar leiðir og þeir sem vilja ferðast milli Héraðs og fjarða þurfa ekki að keyra 15 km upp í Slenjudal eftir vegi sem án vafa verður lokaður álíka mikið og Fagridalur. Þetta er ekki góð leið.
Ég held hinsvegar að ástæðan fyrir ágreiningnum sé skortur á trausti og skortur á skuldbindingu af hálfu Ríkisins.
Ríkið þarf að skuldbinda sig þannig að hafið sé yfir allan vafa að framkvæmdin verði kláruð,að samtenging allra byggðarlaga verði kláruð án nokkurs vafa.
Héraðsmenn og Seyðfirðingar vilja Fjarðarheiðargöng af því að það er vafi á að hringtengingn verði kláruð öðruvísi.
Fjaðabyggð vill fá göng milli Seyðisfj og  Nesk. fyrst ,af því að það er ekki hafið yfir vafa að þau verði gerð ef að Fjarðarheiði verður fyrst.
Þetta er að ýmsu leiti skiljanlegt í ljósi þess að utanaðkomandi fólk lítur á Fjarðarheiðargöng sem göng til Seyðisfjarðar en ekki sem lið í samtenging byggða á miðausturlandi. Þeir líta líka á göng milli Seyðisfja og Nesk. sem göng til Seyðisfjarðar.
Þeir spyrja því af hverju Seyðisfj þurfi tvenn rándýr göng.
Ótti Héraðsmanna er ekki með öllu ástæðulaus í ljósi þess að Bæjarstjór Fjaðabyggðar lobbyaði gegn Axarvegi þangað til að verkefnið var í raun blásið af.
Axarvegur hefði verið gríðarleg samgöngubót fyrir Múlaþing allt og reyndar líka að litlu leiti hluta Fjarðabyggðar.
Það hefði hinsvegar ekki verið skaðlegt fyrir neinn.
Þessi afstaða sveitastjórnar Fjarðarbyggðar er með öllu óskiljanleg og ekki hægt að skoða með öðrum hætti en einhverskonar illkvittni.

Það vekur augljóslega alltaf meiri athygli þegar menn greinir á en þegar allt leikur í lyndi.
Staðreyndin er samt sú að í flestum tilfellum þá gengur samvinnan vel og fer batnandi.
Þrátt fyrir allt þá hafa samgöngur batnað mikið á svæðinu og það hefur leitt af sér aukna samvinnu og byggðalögin hafa svolítið fundið fjölina sína hvert með sínum hætti,og það hefur verið öllum til hagsbóta. Allir eru betur settir en áður.

Á persónulegum nótum.
Ég hef eytt hluta æfinnar á Neskaupstað og Reyðarfirði auk þess að drepa lítillega niður fæti á Eskifirði. 
Þetta hefur aukið skilnig minn á mörgu sem tengist þessum byggðalögum og afstöðu fólks þar. Á tímabili var ég jú einn af þeim.
Ég á þar fjölda góðra kunningja,nokkra vini og tengdafólk og mikið af góðum minningum.
Á síðari árum hef ég oft tengst fyrirtækjum sem vinna fyrir fyrirtæki og hið opinbera í Fjarðabyggð og samskiftin hafa alltaf verið góð án undantekninga.
Samskiftin eru alltaf skemmtileg.
Fjaðamenn tilkynna okkur við komuna að Héraðsmenn séu svo miklir aumingjar að við væru löngu dauðir úr hor ef ekki væru til svona miklir peningar í Fjarðabyggð og við bendum þeim kurteislega á að Skurðirnir væru löngu komnir í eyði ef við framkvæmdum ekki allt fyrir þá.
Síðan er fallist í faðma og verkefnin leyst.
Reyndar er alltaf að draga úr þessu ,og það er kannski ágætt. 
Mér er það því alltaf sérstök ánægja þegar eitthvað gott gerist í þessum byggðarlögum.

Ómar minnist á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og ásakar Héraðsmenn ómaklega um að grafa undan sjúkrahúsinu þar.
Ég vil benda á í því sambandi að þegar aðstaðan í NESk var bætt upp úr 1980 þá var sjúkrahúsið á EGS lagt af.
Því fylgdu ekki miklar deilur á sínumm tíma,einfaldlega af því að flestir skildu að þetta var gott fyrir alla.
Auðvitað voru einhverjir ósáttir ,en þetta oli ekki miklu fjaðrafoki
Það var því alveg þokkaleg samstaða um þetta.Það er ekki á hverjum degi sem eitthvað byggðalag gefur eftir stofnun baráttulaust.
Samt voru skiljanleg rök gegn þessu ,af því að samgöngur við NESK. voru allt annað en góðar á þessum árum.
Mér er fullkunnugt um það af því að ég bjó í NESK á þessum árum og lenti einhver skifti í að flytja sjúklinga í vondum veðrum yfir Oddskarð.
Ég var þó ekki með í ferðinnni þega sjúklingurinn gleymdist  upp á Skarði. ))
Að halda því fram að Héraðsmenn hafi grafið undan sjúkrahúsinu er því algerlega ómaklegt.
Þeir fórnuðu sínu sjúkrahúsi,öllum til hagsbóta að mínu mati.

Hinu er ekki að leyna að á tímabili voru uppi óánægjuraddir með staðsetningu sjúkrahússins og það voru jafnvel uppi hjáróma raddir sem vildu flytja það.
Ég hef hinsvegar aldrei heyrt neinn málsmetandi mann halda þessu fram.
Þessi afstaða byggir a mestu á því að fólk þekkir ekki söguna um tilurð sjúkrahússins og það tekur ekki með í reikninginn þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu á Austurlandi.
Þegar Fjórðungssjúkrahúsið í Nesk. var tekið í notkun 1957 í tilefni af fæðingu minni,þá var enginn annar staður sem kom til greina.
Norðfirðingar eiga líka miklar þakkir skildar fyrir að hafa lyft þessu grettistaki.
Fæst yngra fólk og sumt eldra þekkir ekki þessa sögu og það litar afstöðu þeirra.
Ef ég útskýri þetta fyrir fólki þá virkar það oftasst.Ég nýt þess nefnilega sem gamall Norðfirðingur að hafa heyrt þessa sögu.
Hitt er svo annað mál að ef það væri ekkert sjúkrahús á Austurlandi þá yrði það byggt á EGS. Fyrir því eru ágætis rök.

En það eru ekki bara Héraðsmenn sem eru haldnir misskilningi.
Frá því að heilsugæslan var byggð á EGS á áttunda áratugnum hefur notendafjóldi þessara þjónustu sennilega meira en þrefaldast.
Fjöldi íbúa hefur meira en tvöfaldast ,auk þess sem þúsundir manna dveljast í sumarbústöðum og öðru gistiúrræðum á svæðinu.
Þetta fólk þarf allt þjónustu.
Aðstaðn hefur hinsvegar ekkert breyst á síðan stækkunin var um 1980 fyrir utan bílskúr fyrir sjúkrabíla.
Þetta kallar því á aukna þjónustu ,og jafnvel útvíkkun þjónustunnar.
Það er á engann hátt óeðlilegt að það sé bætt aðstaða fyrir fyrstu neyðargreiningar á EGS.
Það er hinsvegar engin ásælni í að setja upp sjúkrahúsþjónustu á Héraði ,sem mætti túlka sem aðför að Fjórðungssjúkarhúsinu.
Ef sjúklingurinn þarf á frekari aðstoð eða rannsóknum að halda ,þá er NESK alltaf fyrsta úrræði ef þeir hafa búnað sem þarf til verksins .
Þetta þekki ég  ágætlega orðið.
Þetta er hin opinbera afstaða og ég held að það sé ekki mikil óánægja með það.

í annan stað er það afstaða sjúklingsins sem er veikur á EGS og nágrenni.
Ef sjúklingu er alvarlega veikur eða telur sig vera alvarlega veikann,þá er ekkert óeðlilegt við það að hann vilji fara til Rvík. frekaar en NEsk.
Það stafar ekki af því að hann beri einhvern kala til Nesk. eða Fjórðungssjúkrahússins.
Þetta stafar einfaldlega af því að sjúklingurinn vill fara þangað sem hann telur sig hafa mestar líkur á að fá bót meina sinna.
Ef sjúklingurinn er sendur frá EGS til Norðfjarðar og Sjúkrahúsið ræður ekki við tilfellið ,þá er sjúklingurinn í raun fjær bjargræðinu ef flugvöllurinn í NESK er lokaður.
Það vill svo til að ég hef mjög persónulega reynslu af þessu.
Eftir greiningu á EGS var sjúklingurinn fluttur til NESK.
Þar gerir fólk sér fljólega grein fyrir að þeir ráða ekki við tilfellið og það þarf að flytja sjúklinginn aftur í EGS og þaðan suður.
Skömmu eftir komuna þangað deyr sjúklngurinn.
Vegna þess að það var búið að tengja hann við allan besta búnað sem til er í landinu þá tókst að endurvekja hann án þess að hann yrði fyrir verulegum skaða.
Ég ber engann kala til þeirra sem komu að þessu . Allir gerðu sitt besta.
Læknirinn gerði örugglega það sem hann taldi best,eða mundi duga og þau á sjúkrahúsinu voru fljót að átta sig á stöðunni og brugðust hárrétt við.
Ég ber engann kala til Norðfirðinga nema síður sé og hef ekkert á móti fjórðungssjúkrahúsinu,en þetta eru aftur á móti gild rök.
Það er ekkert óeðlilegt við að sjúklingar hafi þessar hugsanir og það þarf ekkert að stafa af einhverskonar óvild til Fjórðungssjúkrahússins eða fjarðabúa.
Við þetta bætist svo að fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir hver geta Fjórðungssjúkrahússins er.
Kannski er þörf á að hafa einhverskonar kynnignu á starfsemi sjúkrahússins.

Ég þekki fólk sem burðast með ástæðulausa óvild til Nesk ,en ég þekki líka samskonar fólk í Nesk.
Mér er ami að þessi af því að bæði Héraðið og Nesk. eru mín heimabyggð.
En sem betur fer þá fer því fækkandi.







Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2023 kl. 15:25

22 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Ómar.

Öfugt við þig skynja ég hvenær nóg er skrifað og held ekki áfram bara til að halda áfram né fer að fjalla um óskyld málefni, eins og Vaðlaheiðagöng, keypt álit jarðfræðings og heyrnarskjól.

Við getum alveg eins pexað um snjóflóðavarnir og fjórðungssjúkrahús.

Ég bara nenni ekki svoleiðis rugli núna, þó þú sért upptjúnaður í það.

Þetta er mitt lokasvar.  Kveðja úr efra.  

Benedikt V. Warén, 27.5.2023 kl. 18:50

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Alltaf gaman að lesa svona hugleiðingar og svo sem ekki vitlausra en hvað annað að nýta þennan dag til skrá þær niður, vindgarrinn bauð ekki uppá mikla útveru þó ég hafi nýtt hann til að kíkja í heimsóknir. Og til að forðast allan misskilning, þá held ég að það séu mun fleiri en ég sem skilja að mannlíf hér fyrir austan væri mun snautlegra ef þorpið þarna við brúarsporðið hefði ekki náð þeim þroska sem það hefur náð síðustu áratugina.  Ég þekki svo sem fátt annað en hið góða kaffi í Húsasmiðjunni en drengirnir mínir hafa ekki kynnst neinu nema góðu i samskiptum sínum við jafnaldra sína í Hetti, bæði sem andstæðinga í ótal keppnis og æfingaleikjum, og síðan í samstarfinu í þriðja flokki.  En þar með er friðarpípan reykt og víkjum okkur þá að alvörunni.

Mikill mátt þú telja mátt Jón Björns mikinn ef hann einhentur hafi snúið niður öflugasta lobbýistalið þjóðarinnar í áratugi, kannski væri nær að spá í almenna vantrú að leggja vegi í veðravítum hálendisins, þó Gummi frændi hafi reynt að telja mér trú um að vegastæði væri allt í skjóli fyrir norðan og vestanáttum, þá spurði ég hann bara á móti hvort hann hefði bara ekki búið of lengi uppá Héraði, svo var bara drukkið meira kaffi og kleinur með, þessi mál voru ekki í okkar höndum.

Ég efa ekki að það finnist velviljaðir einstaklingar þarna í efra varðandi sjúkrahús okkar hér í neðra, og ég skal heldur ekki draga fjöður yfir að vetrarsamgöngur milli fjarða og héraðs eru erfiðar, og Oddsskarðið var mikill farartálmi eða allt þar til norðaustanáttin lét undan fyrir vestanáttinni og vegagerðin fór að moka daglega.  Síðan þarf ekki að ræða það að auðvitað á að vera öflug heilbrigðisþjónusta uppá héraði og þó ég þekki ekki söguna frá þeim tíma að áhyggjurnar snérust meira um hvort skeggvöxturinn væri ekki að koma, og hvernig átti að útvega sér flösku fyrir næsta ball, þá finnst mér það skrýtin hrossakaup að forsenda brauðsins sé annars dauði.  Það breytir því ekki að Hrunið var nýtt til að vega að sjúkrahúsinu hérna og ef þú hittir Norðfirðing sem man ekki eftir viðtalinu um hina hættulega fjallvegi, Hólmanesið og Oddskarð, þá veistu að viðkomandi var þá ekki kominn til vits og ára.  Þeirri aðför lauk ekki fyrr en Ólafur gamli landlæknir hvað úr um að Ísland sem eyja og fiskiþjóð, þyrfti að hafa eitt skurðsjúkrahús i hverjum landsfjórðungi, og ennþá væri Lagarfljót ekki laxagegnt, hvað þá að hafskip gætu siglt upp fljótið til Egilstaða.  Reyndar sagði hann ekki það síðastnefnda, en það er aukaatriði, hitt er allt skjalfest í fréttum sem netið geymir.  Varðandi annað nag þá var það ekki til siðs að taka fólk upp á símann hér á árum áður, en mikið mega menn hafa lifað í mikilli einangrun ef þeir hafi ekki vitað af því.

Víkjum þá að efninu sem neyddi mig til að skrifa opinbert hrós um Jón Gunnarsson, ég er reyndar orðinn það gamall að ég er alveg farinn að eiga von á dauða mínum, en því átti ég samt ekki von á. 

Fjarðagöng sem munu aldrei verða.

Það er margt til í því sem þú lýsti hér að ofan, svona ein af mörgum hliðum fílsins sem blindu mennirnir gátu ekki komið sér saman um að lýsa því þeim datt ekki í hug að leggja niður þrasið og sameina lýsingar sínar í eina heilleg mynd sem komst miklu nær því að lýsa fílnum en þess sem þeir hver fyrir sig héldu fram.

En kjarni málsins er sá að það er óráð að grafa göng óvissunnar undir heiði nema mikill ávinningur sé undir og menn hafi fjárhagslega burði til að borga þennan kostnað óvissunnar.  Nákvæmlega það var lærdómur Vaðlaheiðarganga, og ef það hefði ekki verið þannig séð svo stutt á milli gangnamuna þegar heitavatnsæðin opnaðist, þá hefðu menn slegið fyrir göngin og hætt við allt saman, þrátt fyrir alla milljarðana sem búið var að setja í göngin, menn áttu einfaldlega ekki til þessa peninga.  Á þetta benda jarðfræðingar, líka þeir sem eru á kaupi við að tala niður (falsa) kostnaðaráætlanir.  Þorvalur jarðfræðingur og eldfjallaprófessor útskýrir þetta vel á mannamáli í viðtali við Austurfrétt;

"Prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands varar við því að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng geti reynst flókið spil. Einfaldara væri að borga styttri göng til að hringtengja Austurland.

"Áhættan er mest á jarðlagamótunum, sem liggja frá norðri til suðurs. Áhættan eykst við hver mót og þar með eftir því sem göngin eru lengri," segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Út frá þessu telur hann óskynsamlegt að bora göng undir Fjarðarheiði. Skynsamlegra væri að bora þrenn göng með Mjóafjörð sem miðpunktinn, til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og Héraðs. "Það er sama áhætta fólgin í að bora frá Mjóafirði upp á Hérað og undir Fjarðarheiði, því þar er borað þvert á jarðlagamótin en leiðin er styttri og áhættan því minni,“"segir Þorvaldur".

Að fullorðið fólk skuli vera rífast um þessar staðreyndir á 21. öldinni er, við erum ekki lengur fáfróð ómenntuð þjóð sem er hægt að telja i trú um hvað sem er. Og fólk á ekki að vera svo hrekklaust að það fatti ekki hvenær stjórnmálamenn eru að spila með það.

Sigurður Ingi er ekki að fara grafa þessi göng, þau eru aftur á móti tylliástæða hans, svona eins og þegar Þjóðverjar skutu nokkra pólska fanga í bakið og sögðu það sönnun þess að þeir hafi gert innrás í Þýskaland, til að leggja á veggjöld á þegar fjármögnuð samgöngumannvirki á vegaáætlun. Og fólk sem hefur ekki aðra möguleika til að komast á milli staða, er sett í átthagafjötra veggjalda, hjá þjóð sem borgar þegar hæstu bensín og olíugjöld í heimi.  Að fólk skuli hoppa uppá þessa hringekju siðblindunnar og siðleysisins er mér með öllu óskiljanlegt Borgþór, óskiljanlegra en það að það skuli ekki fatta að það verð ekki boruð nein göng.

Mér er í sjálfu sér slétt sama hvort Austfjarðagöng verði boruð eður ei, ef nefið er svo stórt á mönnum að þeir sjái ekki út fyrir það, þá er það bara svo.  En mér er ekki sama um þessa siðblindu og siðleysu, þar set ég mörkin, jafnvel þó það kosti mig að verða perluvinur Jóns Gunnarssonar.

París er einnar messu virði sagði góður maður, og sú viska er ennþá gild í dag.

En samvinnan er besta leiðin til að eyða ástæðulausri óvild, og þann kost hefur þó fámennið að menn neyðast til að starfa saman í fótboltanum allavega, og þó foreldrarnir muni kannski eftir rígnum, þá alast börnin okkar upp við annað hugarfar, strákar frá Vopnafirði til Fáskrúðsfjarðar voru í Fjarðarbyggðarliðinu með strákunum mínum, eins og þeir voru allir aldnir upp í sama hverfinu og hvað þýddi þá fyrir foreldrana að tuða eða mislíka við hvort annað??  Og ekki gekk samvinnan verr þegar Hérastrákarnir bættust í hópinn, það sem sameinaði vó miklu þyngra en það sem menn gátu tuðað yfir, svo gleymdu menn bara að tuða og féllust i faðma þegar vel gekk.

Þannig á þetta að vera, en er ekki.

Og þar er aðeins eitt fórnarlamb, við sjálf og fjórðungurinn okkar.

En allt er breytingum undirorpið, núna er það næstum því logn og örugglega sólarkveðjur að neðan.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 19:10

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir spjallið Benedikt.

Kveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 19:11

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Aðeins farið að halla á kvöldmatinn því ég kom seint heim, en áður en sest er yfir loftsteikinguna því unglingarnir eru farnir áleiðis í útskriftaferð, þá vil ég þakka þér fyrir innlitið og hnykkja á;

"... einkavinavæðingar vegakerfisins, á kostnað almennings landsins.  Og röksemdin er hve Fjarðarheiðargöngin verða mikil og dýr, nauðhyggja eymdarinnar verður þar með yfirfærð á hverja nýja brú, hver ný göng, hvern helvítis vegspotta landsins.".

Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta, þó ég þreytist víst seint á því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 19:15

26 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sindri.

Ætli þeir séu ekki með Hérahjarta.

Kveðja í útbæinn.

Ómar Geirsson, 27.5.2023 kl. 19:17

27 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur Ómar sennilega rétt fyrir sérhvað varðar þessi göng 
Þau  verða líklega ekki gerð,og sennilega engin göng. Þegar upp er staðið þá er verðmunurinn á þessum tveimur gerðum gangna ekki mikill og það er ekki líklegt að það verði nokkurntíma samþykkt að eyða slíkum upphæðum í vegabætur á Austurlandi.
Það eru breyttar áherslur hvað varðar ráðstöfun ríkistekna og það eru gjarnan sendir tugir milljarða  til útlanda án þess að það eigi sér stað nein opinber umræða um málið.Það er til dæmis nokkuð fyrirséð að við munum eyða að minnsta kosti 10 milljörðum í stríðsrekstur.
Það fer ekki fram nein umræða um það mál.
Ég veit ekki hvernig stemningin er í landinu en ég er ekkert viss um að ef það færi fram svipuð umræða um það mál og fer fram um vegagerð  ,að almenningur væri sáttur við að nota ríkisfé okkar með þessum hætti.

Hvað varðar göngin þá held ég að allir sjái að Fjarðarheiðqargöng og þaðan göng til Norðfjarðar er lang besti kosturinn,en hann er aðeins dýrai. Hann er þó ekki eins mikiðð dýrari en margir halda.
Þetta er besti kosturinn af því að þetta lengir engar leiðir og þeir sem vilja ferðast milli Héraðs og fjarða þurfa ekki að keyra 15 km upp í Slenjudal eftir vegi sem án vafa verður lokaður álíka mikið og Fagridalur. Þetta er ekki góð leið.
Ég held hinsvegar að ástæðan fyrir ágreiningnum sé skortur á trausti og skortur á skuldbindingu af hálfu Ríkisins.
Ríkið þarf að skuldbinda sig þannig að hafið sé yfir allan vafa að framkvæmdin verði kláruð,að samtenging allra byggðarlaga verði kláruð án nokkurs vafa.
Héraðsmenn og Seyðfirðingar vilja Fjarðarheiðargöng af því að það er vafi á að hringtengingn verði kláruð öðruvísi.
Fjaðabyggð vill fá göng milli Seyðisfj og  Nesk. fyrst ,af því að það er ekki hafið yfir vafa að þau verði gerð ef að Fjarðarheiði verður fyrst.
Þetta er að ýmsu leiti skiljanlegt í ljósi þess að utanaðkomandi fólk lítur á Fjarðarheiðargöng sem göng til Seyðisfjarðar en ekki sem lið í samtenging byggða á miðausturlandi. Þeir líta líka á göng milli Seyðisfja og Nesk. sem göng til Seyðisfjarðar.
Þeir spyrja því af hverju Seyðisfj þurfi tvenn rándýr göng.
Ótti Héraðsmanna er ekki með öllu ástæðulaus í ljósi þess að Bæjarstjór Fjaðabyggðar lobbyaði gegn Axarvegi þangað til að verkefnið var í raun blásið af.
Axarvegur hefði verið gríðarleg samgöngubót fyrir Múlaþing allt og reyndar líka að litlu leiti hluta Fjarðabyggðar.
Það hefði hinsvegar ekki verið skaðlegt fyrir neinn.
Þessi afstaða sveitastjórnar Fjarðarbyggðar er með öllu óskiljanleg og ekki hægt að skoða með öðrum hætti en einhverskonar illkvittni.

Það vekur augljóslega alltaf meiri athygli þegar menn greinir á en þegar allt leikur í lyndi.
Staðreyndin er samt sú að í flestum tilfellum þá gengur samvinnan vel og fer batnandi.
Þrátt fyrir allt þá hafa samgöngur batnað mikið á svæðinu og það hefur leitt af sér aukna samvinnu og byggðalögin hafa svolítið fundið fjölina sína hvert með sínum hætti,og það hefur verið öllum til hagsbóta. Allir eru betur settir en áður.

Á persónulegum nótum.
Ég hef eytt hluta æfinnar á Neskaupstað og Reyðarfirði auk þess að drepa lítillega niður fæti á Eskifirði. 
Þetta hefur aukið skilnig minn á mörgu sem tengist þessum byggðalögum og afstöðu fólks þar. Á tímabili var ég jú einn af þeim.
Ég á þar fjölda góðra kunningja,nokkra vini og tengdafólk og mikið af góðum minningum.
Á síðari árum hef ég oft tengst fyrirtækjum sem vinna fyrir fyrirtæki og hið opinbera í Fjarðabyggð og samskiftin hafa alltaf verið góð án undantekninga.
Samskiftin eru alltaf skemmtileg.
Fjaðamenn tilkynna okkur við komuna að Héraðsmenn séu svo miklir aumingjar að við væru löngu dauðir úr hor ef ekki væru til svona miklir peningar í Fjarðabyggð og við bendum þeim kurteislega á að Skurðirnir væru löngu komnir í eyði ef við framkvæmdum ekki allt fyrir þá.
Síðan er fallist í faðma og verkefnin leyst.
Reyndar er alltaf að draga úr þessu ,og það er kannski ágætt. 
Mér er það því alltaf sérstök ánægja þegar eitthvað gott gerist í þessum byggðarlögum.

Ómar minnist á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og ásakar Héraðsmenn ómaklega um að grafa undan sjúkrahúsinu þar.
Ég vil benda á í því sambandi að þegar aðstaðan í NESk var bætt upp úr 1980 þá var sjúkrahúsið á EGS lagt af.
Því fylgdu ekki miklar deilur á sínumm tíma,einfaldlega af því að flestir skildu að þetta var gott fyrir alla.
Auðvitað voru einhverjir ósáttir ,en þetta oli ekki miklu fjaðrafoki
Það var því alveg þokkaleg samstaða um þetta.Það er ekki á hverjum degi sem eitthvað byggðalag gefur eftir stofnun baráttulaust.
Samt voru skiljanleg rök gegn þessu ,af því að samgöngur við NESK. voru allt annað en góðar á þessum árum.
Mér er fullkunnugt um það af því að ég bjó í NESK á þessum árum og lenti einhver skifti í að flytja sjúklinga í vondum veðrum yfir Oddskarð.
Ég var þó ekki með í ferðinnni þega sjúklingurinn gleymdist  upp á Skarði. ))
Að halda því fram að Héraðsmenn hafi grafið undan sjúkrahúsinu er því algerlega ómaklegt.
Þeir fórnuðu sínu sjúkrahúsi,öllum til hagsbóta að mínu mati.

Hinu er ekki að leyna að á tímabili voru uppi óánægjuraddir með staðsetningu sjúkrahússins og það voru jafnvel uppi hjáróma raddir sem vildu flytja það.
Ég hef hinsvegar aldrei heyrt neinn málsmetandi mann halda þessu fram.
Þessi afstaða byggir a mestu á því að fólk þekkir ekki söguna um tilurð sjúkrahússins og það tekur ekki með í reikninginn þær breytingar sem hafa orðið á samfélaginu á Austurlandi.
Þegar Fjórðungssjúkrahúsið í Nesk. var tekið í notkun 1957 í tilefni af fæðingu minni,þá var enginn annar staður sem kom til greina.
Norðfirðingar eiga líka miklar þakkir skildar fyrir að hafa lyft þessu grettistaki.
Fæst yngra fólk og sumt eldra þekkir ekki þessa sögu og það litar afstöðu þeirra.
Ef ég útskýri þetta fyrir fólki þá virkar það oftasst.Ég nýt þess nefnilega sem gamall Norðfirðingur að hafa heyrt þessa sögu.
Hitt er svo annað mál að ef það væri ekkert sjúkrahús á Austurlandi þá yrði það byggt á EGS. Fyrir því eru ágætis rök.

En það eru ekki bara Héraðsmenn sem eru haldnir misskilningi.
Frá því að heilsugæslan var byggð á EGS á áttunda áratugnum hefur notendafjóldi þessara þjónustu sennilega meira en þrefaldast.
Fjöldi íbúa hefur meira en tvöfaldast ,auk þess sem þúsundir manna dveljast í sumarbústöðum og öðru gistiúrræðum á svæðinu.
Þetta fólk þarf allt þjónustu.
Aðstaðn hefur hinsvegar ekkert breyst á síðan stækkunin var um 1980 fyrir utan bílskúr fyrir sjúkrabíla.
Þetta kallar því á aukna þjónustu ,og jafnvel útvíkkun þjónustunnar.
Það er á engann hátt óeðlilegt að það sé bætt aðstaða fyrir fyrstu neyðargreiningar á EGS.
Það er hinsvegar engin ásælni í að setja upp sjúkrahúsþjónustu á Héraði ,sem mætti túlka sem aðför að Fjórðungssjúkarhúsinu.
Ef sjúklingurinn þarf á frekari aðstoð eða rannsóknum að halda ,þá er NESK alltaf fyrsta úrræði ef þeir hafa búnað sem þarf til verksins .
Þetta þekki ég  ágætlega orðið.
Þetta er hin opinbera afstaða og ég held að það sé ekki mikil óánægja með það.

í annan stað er það afstaða sjúklingsins sem er veikur á EGS og nágrenni.
Ef sjúklingu er alvarlega veikur eða telur sig vera alvarlega veikann,þá er ekkert óeðlilegt við það að hann vilji fara til Rvík. frekaar en NEsk.
Það stafar ekki af því að hann beri einhvern kala til Nesk. eða Fjórðungssjúkrahússins.
Þetta stafar einfaldlega af því að sjúklingurinn vill fara þangað sem hann telur sig hafa mestar líkur á að fá bót meina sinna.
Ef sjúklingurinn er sendur frá EGS til Norðfjarðar og Sjúkrahúsið ræður ekki við tilfellið ,þá er sjúklingurinn í raun fjær bjargræðinu ef flugvöllurinn í NESK er lokaður.
Það vill svo til að ég hef mjög persónulega reynslu af þessu.
Eftir greiningu á EGS var sjúklingurinn fluttur til NESK.
Þar gerir fólk sér fljólega grein fyrir að þeir ráða ekki við tilfellið og það þarf að flytja sjúklinginn aftur í EGS og þaðan suður.
Skömmu eftir komuna þangað deyr sjúklngurinn.
Vegna þess að það var búið að tengja hann við allan besta búnað sem til er í landinu þá tókst að endurvekja hann án þess að hann yrði fyrir verulegum skaða.
Ég ber engann kala til þeirra sem komu að þessu . Allir gerðu sitt besta.
Læknirinn gerði örugglega það sem hann taldi best,eða mundi duga og þau á sjúkrahúsinu voru fljót að átta sig á stöðunni og brugðust hárrétt við.
Ég ber engann kala til Norðfirðinga nema síður sé og hef ekkert á móti fjórðungssjúkrahúsinu,en þetta eru aftur á móti gild rök.
Það er ekkert óeðlilegt við að sjúklingar hafi þessar hugsanir og það þarf ekkert að stafa af einhverskonar óvild til Fjórðungssjúkrahússins eða fjarðabúa.
Við þetta bætist svo að fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir hver geta Fjórðungssjúkrahússins er.
Kannski er þörf á að hafa einhverskonar kynnignu á starfsemi sjúkrahússins.

Ég þekki fólk sem burðast með ástæðulausa óvild til Nesk ,en ég þekki líka samskonar fólk í Nesk.
Mér er ami að þessi af því að bæði Héraðið og Nesk. eru mín heimabyggð.
En sem betur fer þá fer því fækkandi.







Borgþór Jónsson, 27.5.2023 kl. 20:28

28 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég á svolítið erfitt með að átta mig á hvað þú ert að segja.
Þú fyllir skrifin af allskonar kjaftæði sem hefur ekkert með málefnið að gera þannig að meiningin gufar einhvernveginn upp í skítalykt.
Þú þarft að temja þér að skrifa skýrari texta.
Mér finnst að þú ættir að hreinskrifa þetta,af því að mér þætti áhugavert að vita hvað þú hefur að segja.

Þegar verið var að gera aðveitugöngin í Kárahnjúkavirkjun komst allt í strand og það var fenginn til landsins einhver sver gangnagerðarmeistari til að redda málinu.
Það gekk eftir.


Ég hafði þá ánægju að sitja fund með honum þar sem Samgöngin voru til umræðu.
Hans álit á málinu var eftirfarandi í lauslegri þýðingu.

Þið getið kjaftað og borað tilraunaholur til eilífðar nóns (forever)
En ef þið ætlið hinsvegar að geraa göng þá skulið þið bora nokkrar tilraunaholur til að sjá nokkurnveginn hvaða berg er algengast í fjallinu.
Svo skuluð þið byrja að sprengja.
Það verða alltaf óvæntir erfiðleik við gangnagerð og það er hvort sem er engin leið að spá fyrir um þá.
Þegar erfiðleikarnir koma í ljós þá bregðist þið við þeim.
Ég hef ekki enn þurft að hætta við að gera göng.

Það er varla hægt að kalla Fjarðarheiðargöng ,göng óvissunnar.
Ég get varla ímýndað mér að það sé nokkuð fjall á Íslandi eins gegnumborað og Fjarðarheiði.
Það er búíð að vera að bora þarna síðan ég var unglingur.
Fyrst var margborað vegna gangnagerðar síðan aftur vegna byggingar virkjunarinnar og síðan margsinnis aftur vegna gangnagerðar.

Ég legg þetta álit fram sem svar við jarðfræðingnum hugprúða sem Fjarðabyggð tók á leigu.
Þetta var þó ekki jarðfræðingurinn sem skilaði áliti um að Kárahnjúkastífla mundi hrynja fljótlega eftir að það væri hleyft vatni á hana.

Borgþór Jónsson, 27.5.2023 kl. 21:12

29 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég hef ekki heyrt um þetta ágæta viðtal sem þú nefnir,en fróðlegt þætti mér að vita við hvern var talað.
Var viðkomandi að vega að sjúkrahúsinu,eða var hann/hún að knýja á um betri samgöngur.

Aðeins varðandi Öxi.
Vissulega verður þessi vegur lokaður nokkra daga á ári,en þá er möguleiki að fara fjarðaleiðina þó að hún se 71 kílómeter lengri ,ef ég man rétt.
Hún verður hinsvegar opin allavega 350 daga á ári.
Í annan stað þá kemur Sveitastjórn Fjarðabyggðar það ekkert við hvernig þessu er háttað og ég veit ekki hvern andskotann þeir eru að skifta sér af þessu.
Ef þeir þurfa endilega að vera að belgja sig út þá væri ágætt að þeir djöfluðust frekar í einhverri vegagerð á Vatnsleysuströnd eða í Trékyllisvík.


Borgþór Jónsson, 27.5.2023 kl. 21:33

30 Smámynd: Ómar Geirsson

Góðan daginn Borgþór.

Menn eiga ekki að nýta laugardagsvöld til að rífast um jarðgöng, til dæmis horfðum við hjónin á breska bíómynd um karlfausk sem fór að syngja í ellismella kór í minningu konu sinnar, hjartahlý mynd sem má finna á Voddinu hjá Sjónvarpi Símans. Síðan er það góð regla að kenna sjálfum sér að rífast áður en farið er að kenna öðrum.

Endursögn þín á spjallinu við borsérfræðing var skemmtileg og fangaði góðan kjarna. Þess vegna var algjör óþarfi hjá þér að skjóta þig í fótinn með aulahúmor um 2 af virtustu jarðfræðingum þjóðarinnar, annan í fullu fjöri og helsti sérfræðingur þjóðarinnar í hegðun og atferli Surts, hinn fallinn frá en var mjög virtur á sinni tíð, talinn einn af mentorum núverandi kynslóðar jarðfræðinga.  Það er honum að þakka að Landsvirkjun girti sig í brók og endurhannaði Kárahnjúkastíflu þannig að gert var ráð fyrir að eitthvað gæti komið fyrir og hún staðist þau umbrot.  Hönnunarlausnin var reyndar snilld, en forheimska og almennur fávitaháttur réði því að dæmið var ekki hugsað til enda í upphafi.

Þorvaldur hefur engra hagsmuni að gæta nema hann tengist Austurlandi í gegnum Breiðdalinn, sagði fátt annað en það sem jarðfræðingar Vegagerðarinnar hafa sagt í lengra máli.  Lykilorðið óvissa kom fyrir í þeirra máli, brandarinn var að þeir gerðu ekki athugasemd við kostnaðarskáldskapinn þar sem sama forheimskan og fávitahátturinn og var við Kárahnjúka, Vaðlaheiðargöng og víðar við íslenskar stórframkvæmdir, menn afneita raunveruleikanum og þeim kostnaði sem honum fylgir.

Það er rétt hjá þessum sérfræðingi að menn leysa vandamál, en það kostar, sá kostnaður fór með Vaðlaheiðargöng 100% fram yfir upphaflega kostnaðaráætlun, og þá eru milljarðarnir í vexti og vaxtavextii ekki taldir með.

Fjarðaheiðargöng eru tvöfalt lengdri en Vaðlaheiðargöng, þessir 34 milljarðar eru 2*17 milljarðar, þá er ekkert tillit tekið til verðbreytinga frá því að kostnaðurinn við Vaðlaheiðargöngin féllu til.  Síðan er það vitað að eftir því sem göng eru lengri, þá eru allar tæknilegar úrlausnari erfiðari, til dæmis að koma frá sér miklu vatnsmagni, og það tifar fljótt í miklum aukakostnaði.

Þetta eru staðreyndir sem þessir sérfræðingar benda á og þeim er svarað með bábilu og aulahætti, sem er samt skárra en að rífast við þær.

Varðandi Öxi þá vil ég aðeins ítreka að þú telur mátt Jón Björns mikinn, en þér er alveg óhætt að trúa mér, hann er aðeins venjulegur maður, vissulega góður drengur, en við hérna niðri á fjörðum urðum ekki varir við þennan allt að því guðlega mátt sem þú ýjar að. Ætli það sé ekki frekar sú tilhneiging að koma vegum úr veðravíti fjallanna niður fyrir snjólínu, það þætti mér líklegra.

Þetta var sængurkona, og vissulega fannst henni leiðinlegt að þurfa að brjótast niður á firði í vetrarfærð, það sem okkur þótti fyndið var þessi stórhættulegi fjallvegur Hólmanesið, og það sem okkur fannst alvarlegast í síbyljunni var að ekki var minnst á veðravíti Fagradalsins, sem þá var orðinn miklu oftar ófær en Oddskarð. Það er ekki fæðingarstofa í hverjum hreppi, hefur eitthvað með nútímann að gera, og það þurfa allir að brjótast eftir þjónustu á veturna, og það er jafnerfitt að fara upp eftir eins og niður eftir.

Það má hins vegar ræða hvort öll þjónusta eigi að vera á sama stað, eða henni dreift, það er pólitík, en að hafa ekki kjarkinn til að ræða þau mál, en vega í stað þess úr launsátri líkt og gert var þessa dimmu mánuði eftir Hrunið, og það var gert Borgþór, hvort sem þú þykist ekki muna eftir þeirri umræðu eður ei. Það er eins og það er, en orðið nag er kurteist orðalag yfir það athæfi.

En það er rétt að nagið er á báða bóga.

Sólarkveðjur eru samt loksins komnar að neðan.

Ómar Geirsson, 28.5.2023 kl. 11:16

31 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég horfi aldrei á sjónvarp af því þaðð er mannskemmandi.

Mér datt í hug að þetta væri eitthvað svona.
Þegar fæðingaþjónusta var lögð af á EGS var hópur kvenna sem var ósáttur og mótmælti því. Tillaga þeirra var ekki að leggja af fæðingaþjónustu á Fjórðungssjúkrahúsinu ,heldur að halda áfram þeirri þjónustu sem verið hafði á EGS.
Ég get ekki með nokkru móti áttað mig á hvernig þetta er aðför að Fjórðungssjúkrahúsinu. Ef eitthvað er, er þetta aðför að heilbrigðisþjónustu á EGS.
Það er sjáfsagt kúl að hrauna yfir konur í barnsnauð ,en staðreyndin er sú að þetta er afar viðkvæmt augnablik í lífi þeirra og áhyggjur þeirra eru fullkomlega gildar.

Hitt er svo annað mál að það eru svo margar fæðingar sem krefjast þess að það sé skurðstofa tilbúin ,að það var ekki mögulegt að halda úti þessari þjónustu á EGS.
Þjónustan var því færð til NESK ,eðlilega, og í tiltölulega górði sátt.
Ég vil nota tækifærið og ítreka að það er engin umræða um það á Héraði að klekkja á fjórðungsjúkrahúsinu. Hún er engin.
Það er samt ekki þannig að það sé enginn íbúi sveitarfélagsins sem hefur horn í síðu sjúkrahússins,en það er eins og það er.
Þetta er svona allstaðar.
Ég minnist þess til dæmis að einn af fyrrverandi og hugsanlega núverandi bæjarfulltrúum Fjarðabyggðar lagði til að það yrði steypt upp í Fagradalinn til að Héraðsmenn kæmust ekki niður á Reyðarfjörð.
Ásæðan fyrir þessu var að honum gramdist að verulegur hluti þeirra sem réðu sig til starfa í álverinu settust að á Héraði.
Þorpið við brúarsporðinn hélt því áfram að stækka þrefalt hraðar en byggðirnar við sjóinn.
Með þessari aðgerð vildi þessi ágæti Stalin stemma stigu við þessari óhæfu.
Þetta var að sjálfsögðu ekki falleg hugsun hjá honum,en við Hérarnir grenjum okkur ekki í svefn út af þessu.
Það var nokkuð augljóst að þetta fór verulega í taugarnar á Bæjarstjórn Fjarðabyggðar í byrjun ,en ég held að það sé liðið hjá í dag,að mestu.
Stareyndin er sú að EGS er eftir4sóknarverðir til búsetu af ýmsum ástæðum og ef það eru ekki reystir einhverskonar Berlinarmúrar þá heldur fólk áfram að setjast þar að.






Borgþór Jónsson, 28.5.2023 kl. 14:10

32 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Núna er Borgþór loksins kominn út að njóta sólar, og ég að koma inn eftir sólarferð hina fyrst við að skoða ummerkin eftir snjóflóðið sem féll á varnargarðana fyrir neðan Drangagilið.

Ég á erfitt að átta mig á hvert þú ert að fara, fyrir utan einhver augljósan pirring sem hefur hrjáð þig, reikna samt með að það stafi af því að fíflakraftur varð seinn til í vor sökum ótíðar.

Víkjum fyrst að Fannardalnum, dalnum sem fennir svo mikið í að jökull þrífst þar í efra, þannig sé merkilegur staður fyrir enda á jarðgöngum, en þó snjóalög séu ekki eins og á harðindaárunum um 1880, þá snjóar þar þegar snjóar.  Og bæði Fannardalurinn, sem og dalurinn inn af Eskifirði, eru veðravíti í stífum vestan áttum þar sem norður kemur eitthvað við sögu; vestnorðvestan, norðvestan, norðnorðvestan. Eins og göngin eru hönnuð þá hefur Norðfjörður einangrast mun oftar en var orðið með veginn um Oddskarð á seinni árum, fyrir utan allt veðravítið þar sem menn komast við illan leik út úr göngunum Eskifjarðameginn. En veðrið og vindáttirnar voru þekkt stærð, hönnun gangnanna var síðan mannaannaverk, það var ákaflega einfalt að lengja vegskálana báðum meginn, svona skálar fást til dæmis keyptir hagkvæmt í einingum frá útlöndum og enga stund verið að púsla þeim saman, sá þetta í einhverri frétta eða fræðslumynd. 

En snillingarnir hjá Vegagerðinni ákváðu að leggja vegrið Eskifjarðameginn sem safna saman skafrenningnum á veginum, og leggja hann undir snarbrattri fjallshlíð Fannardalsmeginn, og það er ekki þeim að þakka að ekki hafa orðið alvarleg slys sitt hvorum meginn við gagnamunnann, þó oft hafi munað litlu.  Fífl geta nefnilega eyðilagt allt, hvort sem það er steypa, steypumannvirki, samgöngumannvirki, eða ekki lært af biturri reynslu þegar kostnaður við jarðgöng fara langt fram úr áætlun og halda áfram að vanmeta kostnaðinn.

Hin meintu T-göng voru í umræðunni svo snemma sem á níunda áratugnum, minnir að Kiddi Jó sem var þá ritstjóri Austurlands og sveitarstjórnarmaður hér i Neskaupstað, hafi haldið þeim mjög á lofti í Austurlandi, og þá var talað um Samgöng. Og eins og Einar Þorvarðarson benti á, þá var sátt um þau í byrjun þessarar aldar, enda augljóst  að það var eina vitræna í stöðunni ef það átti að efla mannlíf og samgöngur á Austurlandi.

Norðfjarðagöng, þessi þarna sem þoldu enga bið, urða að veruleika fyrir einarða baráttu Norðfirðinga þar sem þeir náðu að virkja almenningsálitið sér í vil, og hið fáheyrða gerðist, að það var unnið samtímis að tveimur jarðgöngum í sama kjördæminu. Aðrir á Austurlandi fórnuðu engu fyrir þau göng þó sum sveitarfélög hafi ekki beint unnið gegn þeim.  En eftir það má segja að samstaðan hafi rofnað, svo ég vitni í Einar; "Einar segir að góð samstaða hafi verið orðin á Austurlandi um þrenn geng með Mjóafjörð sem miðju, svokölluð samgöng. "En svo allt í einu eru bara menn farnir að tala um Fjarðarheiðargöng. Þá bara rofnaði samstaðan. Það er engin samstaða um það að gera þessi göng"".

Kannski rofnaði þessi fræga samstaða vegna þess að Norðfirðingar voru ánægðir með sitt og hættu að beita sér fyrir Samgöngunum og Seyðfirðingar þá ofurseldir Hérunum sem af einhverjum ástæðum hafa ekki séð tilganginn í að efla samgöngurnar við firðina, þeir höfðu hvort sem Seyðisfjörð en Miðfirðirnir eru miklu fjölmennari og fjárhagslega öflugri.  Síðan má vel vera að sama áhugaleysið hafi verið hjá sveitarstjórn Fjarðabyggðar, kannski hafa menn óttast ítök Héranna sem voru að stinga firðina af með öflugu þjónustu sinni og verslun.  Hvað veit ég, kannski gerir einhver mannfræðingurinn rannsókn á þessu.

Fórnarlambið er hins vegar Austurland og öll hin glötuðu tækifæri, það dagaði uppi með samfélagsgerð 20. aldarinnar og hefur ekki náð fótfestu á nýrri öld, það fækkar í fjórðungnum í stað þess að fjölga. 

Það er ákaflega líklegt að það verði engin jarðgöng grafin, fólk þarf að vera á lyfjum til að láta sér detta í hug að það verði ráðist í Fjarðaheiðargöng, og þær ógöngur halda hinum nauðsynlegum Austfjarðagöngum í gíslingu.

En hinn meinti óvinafagnaður minn Magnús er Sigurður Ingi og áform hans um stærstu einkavinavæðingu Íslandssögunnar.  Mér líkar ekkert við þetta þjófagengi eða hugmyndafræðina sem knýr það áfram.  Og þó það kosti að ég verði dús við Jón Gunnarsson, þá er það bara bragðgóður aukabiti, frá fornu fari hef ég líka alltaf verið svag fyrir rebellum, sem Jón er sannarlega búinn að vega gagnvart ríkisstjórninni í marga marga mánuði.

Þetta óvænta útspil Jóns hefur þegar fengið Sigurð Inga til að sýna sitt rétta andlit, afhjúpað einkavinavæðingu hans og þá ætlan hans að gera íbúa hinna dreifðu byggða að féþúfu fyrir gíruga verktaka.

Fyrir það á Jón miklar þakkir, þó hann hafi örugglega gert það óvart, en gjörðin sú sama fyrir það.

Síðan reynir á hinn margfræga aumingjaskap fólks að láta allt yfir sig ganga.

En ég er bara ekki í þeirri deild Magnús.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.5.2023 kl. 14:47

33 identicon

Ég kíkti til gamans í matsskýrslu vegagerðarinnar yfir Axarveg

Áætlanir gera ráð fyrir að hann verði opinn 361 dag á ári að meðaltali, miðað við 10 ára tímabil.

Reyndar 365,5 daga ef út í það er farið

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 14:55

34 identicon

Þessi samstaða um T göng er hvergi til nema í elliærum hausnum á Einari Þorvarðarson.

Það eru til fjöldi samþykkta um þetta efni frá SSA og þær ganga allar úr frá því að Fjarðarheiðargöng verði byggð.

Ef þú hefur einhverjar aðrar upplýsingar þá væri ágætt að sjá þær.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 15:08

35 identicon

Þessi samstaða um T göng er hvergi til nema í elliærum hausnum á Einari Þorvarðarson.

Það eru til fjöldi samþykkta um þetta efni frá SSA og þær ganga allar úr frá því að Fjarðarheiðargöng verði byggð.

Ef þú hefur einhverjar aðrar upplýsingar þá væri ágætt að sjá þær.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 16:13

36 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgþór.

Það hlýtur að hafa rignt hressilega uppfrá hjá þér í dag, á meðan við vorum hér í 15-16 stiga hita.

Ég vona að þú sjáir mótsögn þess telja sjónvarp mannskemmandi og tjá þig svo um efni þess. Og það er meiri sögufölsun að Hérar hafi ekki unnið gegn fjórðungssjúkrahúsinu hérna í áratugi, en hjá Pútín þegar hann hélt inní Úkraínu til að uppræta nasista. En kannski ekki svo skrýtið, sjúkrahúsið stóð höllum fæti lokað inní fjallahring útnára, en það hefur samt lagast eftir að nýju göngin komu, núna eru betri samgöngur hingað fyrir samfirðinga okkar en að halda uppi á Hérað í gegnum Fagradalinn.

En ekki get ég mótmælt áráttunni að vilja múra uppí Dalinn, þó í óeiginlegri merkingu væri, og broslegt var upphlaupið þegar Ólöf sagði Tómasi að hún vildi ekki eiga heima í slömminu niðri á Reyðarfirði, burtséð frá því sem fyrir var, og var ekki Reyðarfirði í vil í samanburði, þá var öll uppbygging þar í kjölfar álversins eins og markmiðið var að reisa rússneskan námubæ í Síberíu á sjötta áratug síðustu aldar.

Það er nefnilega svo að menn sjá sjaldnast sína eigin sök í hvernig hlutirnir þróast, og telja þá öfund sína gagnvart þeim sem betur hafa staðið að málum, réttlætingu þess að bregða fyrir þá fæti, reisa múra eða annað.

Farðu nú svo að grilla Borgþór.

Keðja úr síðdegisskúrum í neðra.

Ómar Geirsson, 28.5.2023 kl. 18:01

37 Smámynd: Ómar Geirsson

Farðu nú að grilla Borgþór.

Kveðja úr neðra.

Ómar Geirsson, 28.5.2023 kl. 18:02

38 identicon


Þú verður að reyna að losna við þetta úr höfðinu. Þá líður þér betur.
Það eina sem hefur gerst undanfarin 35 ár ,er að Héraðsmenn hafa afsalað sér allri heilbrigðisþjónustu nema heilsugæslunni sem er búin að vera eins í 40 ár fyrir utan bílskúr fyrir tvo bíla. 
Sá sem tók við allri þessari þjónustu var Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.
Þú ert enn ekki búinn að leggja neitt til málanna nema að drulla yfir  konu í barnsnauð sem eðlilega var hrædd í svaðilför á leið á fæðingadeildina og saka hana um einhverskonar landráð.

Það eru reyndar tannlæknar hérna ennþá. Það er kannski það sem þú ert að illskast út í.
Við erum að stunda landráð með því að hafa tannlækni.
Ég legg til að það verði ekki múrað upp í Fagradalinn fyrr en þú ert búinn að þvinga þessa tannlæknisræfla til að flytjast um set.
Svo er reyndar sjúkranuddari sem býr stutt frá mér. Ég gæti kannski reynt að hrekja hana í burtu fyrir þig. Ekki vil ég vera óbeinn þáttakandi í landráðum.
Farðu svo út á Fjórðungssjúkrahúsið okkar og fáðu þér einhverja sprautu.
Ég get vottað að það eru frábærar stelpur að vinna þarna ,enda var ég þarna fyrir nokkrum dögum í myndatöku.
Þær vilja allt fyrir mann gera.





Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.5.2023 kl. 20:48

39 Smámynd: Ómar Geirsson

Já þær elska þig allar sem einn Borgþór eins og fyrsti Hérinn vottaði eftir að hann kom hingað niður eftir fyrir nokkrum árum, og lifði af.

En þú verður að átta þig á að þú ert ekki lengur staddur á kaffistofu á bílaverkstæði þar sem rosakjaftur þótti alltaf hafa mest til málanna að leggja.

En þegar ég bað þig um að fara að grilla, sem ég sé að þú hefur ekki gert, því það gerir menn friðsæla, kallast að liggja á meltunni, þá sá ég að Öxi var þér ennþá í huga, þó þú sért líklega búinn að átta þig á að Jón Björn er breyskur maður en ekki af guðakyni, að þú fannst matsskýrslu þar sem vegagerðin hafði reiknað hlaupársdag inní meðaltal þeirra daga sem Öxin væri fær.

Hvað get ég sagt??, jú þeir hafa bara greinilega aldrei verið uppá heiði í vondum veðrum, það er greinilegt að kynið sem þurfti alltaf að fara uppá heiðar í ófæru, til að athuga hvort þær væru færar, að það hefur náð að fjölga sér áður en það lagði af stað í sína hinstu för.

Svo finnst mér þú vega ómaklega að Einari og hefur það þér ekki til afsökunar að þú hafir aldrei á fjarðaflakki þínu búið á Reyðarfirði, síðan held ég því blákalt fram að við Norðirðingar höfum einir rétt á að hnýta í Vegagerðina á Reyðarfirði, en það er nú önnur saga.

En samt svona Borgþór, fyrst þú ert ekki á kaffistofunni, þá er það þitt að koma með gögnin sem hnekkja Einari, og gangi þér vel með það.  Ef einhver núlifandi maður er fróður um vegagerð á Austurlandi, bæði þá sem farið var í, og sérstaklega þá sem ekki var farið í, þá er það Einar Þorvarðsson.

Og þetta veistu Borgþór, í alvöru.

En gangi ykkur vel að brjóta 20 stiga múrinn þarna í efra, það er smá hafgola hérna og því mælir veðurstöðin út á Kuldabakka ekki nema 18, en að sjálfsögðu er miklu heitara á Hólsgötunni, það er efri hluta hennar.

Sólarkveðja að neðan.

Ómar Geirsson, 29.5.2023 kl. 13:37

40 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir langt svar við örstuttum skæting, Ómar.

Sammála þér með Sigurð og vítavert af sveitastjórnarfólki dreifðra byggða að taka undir einkavæðingaráform á þjóðvegum.

En ekki ætla ég að hæla brautriðjandanum Jóni því póitíska flóni þó svo að seint verði sagt að hann sé mesta frík á Fróni.

Að öllum skæting slepptum þá færi betur á að Austfirðingar stæðu saman og nytu sólarinnar frekar en að skemmta skrattanum.

Magnús Sigurðsson, 29.5.2023 kl. 14:13

41 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús héðan úr sólarleysinu í neðra, það þarf að láta athuga þetta veður, það virðist aldrei hlusta á veðurspána, en samt betra að setja niður kartöflur í smáskýjum en glampandi sól.

En já, erindið var bara að spyrja hvort skætingurinn hafi ekki átt að enda hingað í neðra á Hólsgötunni, spyr því það er eins og þú hafir búist við ekki löngu svari.

Samstaða næst hins vegar aðeins um samgöngubætur, ekki ósamgöngubætur, hvað þá skálkaskjól um einkavinavæðingu á vegakerfi landsbyggðarinnar.

Það liggur við að ég skammist mín fyrir að hafa kosið Halldór þarna um árið þegar ég hélt að hann væri að detta út af þingi.

En svona er þetta bara.

Með smá-smá sólarkveðjum úr neðra.

Ómar Geirsson, 29.5.2023 kl. 15:54

42 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Velkominn í Héraðssólina Ómar.

Ég naut blíðunnar í neðra síðustu daga -eftir að það varð fært yfir dalinn á laugardaginn- og í mest allan dag. Þar andaði suðarið sæla vindum þýðum, er reyndar fyrir löngu hættur að nenna að setja niður kartöflur þar á meðan nóg af fíflum og njóla.

Með mósku kveðjum úr mollunni í efra.

Magnús Sigurðsson, 29.5.2023 kl. 18:33

43 Smámynd: Ómar Geirsson

cool

Ómar Geirsson, 29.5.2023 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 665
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 6249
  • Frá upphafi: 1400188

Annað

  • Innlit í dag: 607
  • Innlit sl. viku: 5371
  • Gestir í dag: 578
  • IP-tölur í dag: 566

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband