24.5.2023 | 17:06
Jæja, nú þarf marga hattana að innbyrða.
Það er í merkingunni að éta eitthvað ofaní sig.
Það skal fúslega viðurkennt að ég er ekki beint í aðdáendahópi Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, hef oftast talið að í stærri málum er leitun af öðrum eins vitleysing, og þó lúsleitað væri í öðrum löndum, jafnvel öðrum víddum.
Svo les ég þessa frétt, og það er erfitt að viðurkenna, en þó ég taki upp lúsarleitina, þá finn ég ekki orð sem haft er eftir Jóni, að það sé ekki mælt af viti og skynsemi.
Og hann hefur kjark til að ganga gegn múgsefjunni sem ef hún nær fram að ganga, verður mesta fjárhagslegt fíaskó Íslandssögunnar.
Múgsefjun sem telur Víti Vaðarheiðargangnanna til eftirbreytni sem þarf að toppa, en ekki lærdóm um spillingu og heimsku þeirra sem ljúga upp forsendur til að réttlæta það sem aldrei var hægt að réttlæta á sínum tíma.
Ekki það að Vaðlaheiðargöng eru þörf samgöngubót, en það var óþarfi að ljúga til um að hún væri einkaframkvæmd og þar með fyrir utan regluverk samgönguáætlunar, eða eða vanmeta kostnaðinn á þann hátt að það ætti aðeins að vera gustukaverk að grafa göng í gegnum heiðina.
Fjarðarheiðargöng eru samt hjóm eitt miðað við þá vanáætlun, og þau gera ekkert fyrir samgöngur og atvinnuuppbyggingu á Austurlandi, verða líklegast síðast naglinn fyrir það litla sjálfbæra atvinnulíf sem ennþá er eftir á Seyðisfirði.
Austfjarðagöng eru hins vegar þekkt stærð, kostnaðurinn að bora í gegnum fjöll er þekktur, áhrifin á atvinnulíf fjarðanna eru augljós, og það er vitað að samgöngur við Héraðið þurfa að komast niður fyrir snjólínu.
Þau eru í raun lífsnauðsynleg fyrir framtíð byggðar á Austurlandi, hvert horn í einangrun og mótþróa við annað, sýgur aðeins lífsþróttinn úr fjórðungnum, þannig að hann dagar uppi í raunveruleika 20. aldarinnar, nær ekki að aðlagast að kröfum nýrrar aldar, þeirrar 21.
Forheimskan hefur samt stjórnað umræðunni, drifin áfram af háværum minnihluta á Seyðisfirði, sem og röflandi sveitarstjórnarmönnum úti í horni uppá Héraði.
Fólk sem ætti samt að vita að það verður aldrei neitt úr Fjarðarheiðargöngum, það er ekki til það heimskt fólk á þingi eða í ríkisstjórn sem sér ekki hið fjárhagslega fíaskó að ráðast í að grafa göng í gegnum heiði þar sem það eina sem er öruggt, að kostnaðurinn muni margfaldast, og svo margfaldast þar ofan á.
Þetta kallast að draga sjálfan sig á asnaeyrum, sem er reyndar algjört nýmæli, því yfirleitt er fólk dregið á slíkum eyrum.
Svo bara neglir Jón þetta.
Shit maður.
Af öllum mönnum, af öllum þingmönnum og af öllum ráðherrum.
Dregur fram kjarna málsins.
Svo ekki verður betur gert.
Þetta gat hann kallinn.
Þetta gat hann.
Kveðja að austan.
Forgangsraða þurfi svokallaðri Fjarðaleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarf fá orð um þetta. Algjörlega sammála ykkur Jóni.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.5.2023 kl. 18:10
Já þetta er svona Pétur, Jón hefur einhverja áráttu til að koma manni á óvart.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.5.2023 kl. 06:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.